Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 14
Marteinn í Hollywood Kvikmyndin „Einn.0“, er komin á klippistigið.  Gaman- og skapgerðarleik- arinn Buddy Ebsen náði aldrei sömu hæðum á stjörnuhimni kvikmyndanna og Katharine Hepburn en þau voru bæði með elstu frumherjum í Holly- wood. Ebsen lést fyrir fáeinum dög- um, á 96. aldursári, viku á eftir Hepburn. Hann átti misjöfnu gengi að fagna í kvikmynda- heiminum og starfaði lengst af á sviði. Meðal minnisstæðustu mynda leikarans er Born to Dance (’36) (með Elanor Powell og James Stewart), og Morgunverður á Tiffany (61), þar fór hann með hlutverk fyrrum eig- inmanns Audrey Hepburn. Ebsen er tvímælalaust kunnastur fyrir hlutverk Jeds Clampett í The Bev- erly Hills Hillbillies, sjónvarpsþáttunum um sveita- varg sem hélt til Hollywood með alla vasa úttroðna af olíuauð. Þeir voru eitt langlífasta efni hjá CBS fyrr og síðar og eitt vinsælasta efni á skjánum í heilan áratug (1962–71), ekki síst fyrir einkar líf- legan leik Ebsen. Góðkunningi úr Kanasjónvarpinu látinn Stjörnur „Bev- erly Hillbillies“, Buddy Ebsen og Donna Douglas.  Franskir leikarar, búninga- hönnuðir og fleira kvikmynda- gerðarfólk stendur í verkfalli þessa dagana. Það hefur þegar gert margvíslegan usla, m.a. lokað kvikmyndahátíðinni sem kennd er við Avignon. Þá hefur það tafið gerð fjölda mynda, m.a. nýrrar, rómantískrar gam- anmyndar sem verið er að taka í París undir stjórn Nancy Meyers. Hún hefur ekki enn fengið nafn en Jack Nicholson, Diane Keaton og Keanu Reeves fara með aðalhlutverkin. Hátíðin í Avignon hefur aldrei lent í slíkum skakkaföllum á þeim 56 árum sem hún hefur lífgað upp á lífið í hinni fögru borg í Suður-Frakklandi. Hún stendur í 3 vikur og eru nokkur kvikmyndahús opin allan sólar- hringinn af tilefninu. Franskir mótmæla Jack Nicholson í töfum.  Leikkonan Cate Blanchett vann hylli írskra áhorfenda á frumsýningu Veronica Guerin í síðustu viku. Gagnrýnendur töl- uðu um Óskarstilnefningu, svo hrifust þeir af túlkun leikkon- unnar á Guerin, sem var blaða- maður og þjóðhetja á Írlandi um miðjan síðasta áratug. Gu- erin starfaði við eitt dagblaða Dublin og varð víðfræg fyrir krossferð í vikulegum dálki þar sem hún herjaði á eiturlyfja- sölumenn borgarinnar. Hún dulbjó sig og reikaði um verstu hverfi Dyflinnar þar sem hún ræddi persónulega við fórnarlömb og sölumenn heróíns og annarra þeirra sterku eitur- lyfja sem eru vaxandi vandamál þar sem annars staðar í stórborgum Evrópu. Dópsalarnir sáu að ástandið var óþolandi og settu morðingja til höfuðs henni. Þessi rómaða og hugrakka blaðakona fannst látin árið 1996, hafði verið misþyrmt og síðan skot- in til bana. Joel Schumacher leikstýrir myndinni þar sem Brenda Fricker og Ciarán Hinds eru á meðal leikaranna. Veronica vekur athygli Cate Blanchett er spáð Óskars- tilnefningu. TIL að byrja með er kvik-myndin Kaldbakur (ColdMountain), byggð á sam- nefndri, virtri og víðlesinni skáld- sögu eftir Charles Frazier. Bókin vann til bandarísku verðlaunanna National Book Award í nóvember 1997 og hafði setið samfellt í 45 vikur á metsölulista New York Times í maí 1998. Þannig að hand- ritið, meginhöfuðverkur banda- rískra (og flestra) kvikmynda, ætti að vera hennar grundvallar- styrkur. Frábær leikstjóri, úrvalsfólk Í öðru lagi er mannvalið á bak við Kaldbak með eindæmum traustvekjandi. Leikstjóri og handritshöfundur er Bretinn Anthony Minghella, sem gerði garðinn frægan með Enska sjúk- lingnum (The English Patient), sinni þriðju mynd. Hún vann til fjölda verðlauna árið 1997, hlaut hvorki fleiri né færri en 8 Óskars- verðlaun, sem féllu m.a. í hlut Minghella fyrir leikstjórn; var val- in sú besta á árinu; hún státaði af bestu kvikmyndatökunni (John Seale), tónlistinni (Gabriel Yared), og besta leik í aukahlutverki (Juli- ette Binoche). Næsta verk Minghella, Hinn snjalli hr. Ripley (The Talented Mr. Ripley) (’99), var tilnefnd og vann til fjölda verðlauna um allan heim. Síðan hefur Minghella verið upptekinn við gerð Kaldbaks, stórmyndar um ástir, átök og mannraunir í lok þrælastríðsins í Bandaríkjunum þar sem hann skipaði úrvalsmannskap í hvert rúm. Það kemur ekki á óvart að við sögu koma gamlir samstarfs- menn hans og óskarsþegarnir Yared og Seale; klipparinn Walter Murch og búningahönnuðurinn Ann Roth. Aðrir stjórnendur tækniliðs eru langsjóaðir af sam- vinnu með mönnum á borð við Martin Scorsese, Bernando Bertolucci, Franco Zefferelli, o.s.frv. Þá má geta þess að stór- stjörnurnar Elvis Costello og Sting eru báðar ráðnar til að semja lög fyrir myndina. Ekki er ástandið síðra frammi fyrir myndatökuvélunum. Með að- alhlutverkin fara Nicole Kidman (ferill hennar var rakinn ítarlega á þessum síðum fyrir skömmu), og Jude Law. Hann er einn af þeim hratt rísandi karlleikurum sam- tímans sem hafa ærinn starfa í myndum eftirsóttustu leikstjór- anna. Law fór m.a. með eitt aðal- hlutverkanna í mynd Minghella Hinn snjalli hr. Ripley, en hefur leikið síðan í Óvini við borgar- mörkin (Enemy at the Gates) (’01) e. Jean-Jacques Annaud; Gervi- greind (A.I.), e. Steven Spielberg og Leiðin til Perdition (The Road to Perdition) (’02), e. Sam Mendes. Með þriðja stæsta hlutverkið fer Renée Zellweger, ein virtasta leikkona af sinni kynslóð, en Zellweger var tilnefnd til Óskars- verðlaunanna bæði í ár (f. Chic- ago), og í fyrra (f. Dagbók Bridget Jones). Auk þess á hún að baki stórleik í myndunum Hjúkkan Betty, Jerry Maguire, Ég sjálfur og Irene (Me, Myself and Irene) ofl. Handritið kallar á fjölda leikara í hlutverk litríkra aukapersóna og nafnalistinn yfir skapgerðaleikar- ana er svo dásamlega samansett- ur að bíófíklar fá vatn í munninn og fara að telja dagana fram að jólum: Natalie Portman, Philip Seymour Hoffman, Giovanni Ribl- isi, Brendan Gleeson, Ray Win- stone, Donald Sutherland, Kathy Baker, James Rebhorn… Þetta frábæra fólk þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Þess má til gamans geta að Tom Cruise var lengi orðaður við aðal- karlhlutverkið í Kaldbak, var reyndar stóra trompið sem Minghella lagði upp með í byrjun. Cruise leist greinilega ekki á blik- una þegar Kidman, fyrrum spúsa hans, þáði hitt aðalhlutverkið og hvarf á braut. Hvað er á ferðinni? Sem fyrr segir er handritið byggt á verðlaunaskáldsögunni Kaldbaki (Cold Mountain), sem stóð við í tæpt ár á metsölulistum stórblaðanna. Höfundurinn, Charles Frazier, styðst að nokkru leyti við eigin rannsóknir á ferli Inmans, forföður síns í þrælastr- íðinu, en hann var líkt og Frazier, Suðurríkjamaður frá Norður- Karólínu. Kaldbakur gerist undir og eftir stríðslok er Inman (Jude Law), stórslasaður suðurríkjahermaður, rís af sjúkrabeði í trássi við skoð- anir læknanna sem höfðu álitið að hans biði ekkert annað en dauð- inn. Þar með hefst löng þrauta- ganga hermannsins til síns heima í fjallshlíðum Kaldbaks í Norður- Karólínu. Þar bíður Ada (Nicole Kidman), unnusta hans sem In- man varð að yfirgefa er stríðið brast á. Ada hefur barist öll stríðs- árin við að halda í horfinu búgarði föður síns eftir að hann fellur frá og notið aðstoðar flækingsstúlk- unnar Ruby (Renée Zellweger), sem hefur reynst henni ómetanleg hjálparhella á erfiðum tímum. Ada er óvenjuleg persóna því hún er borgarbarn, prestsdóttir sem um- gekkst broddborgarana í Charl- eston uns faðir hennar varð að flytja til fjalla af heilsufarsástæð- um. Hjálpin sem feðginin treysta á, bregst þegar stríðið skellur á og nú ekki um annað að ræða fyrir Ödu en að duga eða drepast og það kemur í ljós að hún lúrir á nauðsynlegum mannkostum þeg- ar neyðin er stærst. Á langri og strangri heimleið- inni um gjörsigruð Suðurríkin hittir Inman fjölda litríkra ein- staklinga sem ýmist reynast sigr- uðum og illa förnum hermannin- um hjálplegir eða leggja stein í götu hans. Þeir endurspegla upp- lausnarástandið sem ríkir í Suðr- inu eftir niðurlægingu uppgjafar- innar og vandann sem blasir við Inman er hann snýr til baka af víg- vellinum. Upphaflega var myndin sam- vinnuverkefni kvikmyndaveranna MGM og Miramax, en það fyrr- nefnda dró sig snemma út úr framleiðslunni þegar í ljós kom að kostnaðurinn yrði í hærri kantin- um, eða um 80 milljónir dala. Miramax dreifir myndinni á Bandaríkjamarkaði þar sem hún verður helsta von þess er kemur að Óskarsverðlaununum fyrir árið 2003, en sem kunnugt er þá eru menn þar á bæ einkar ötulir við að krækja sér í slíkar vegtyllur. Enn er ósamið um hvort eða hverjir gangi til samvinnu við Miramax og fá þeir aðilar hugsanlega alþjóð- lega dreifingarréttinn. Á hverfanda hveli? Varla, en það má mikið vera ef Kaldbakur verður ekki ein af stórmyndum ársins. Kaldbakur (Cold Mountain) hefur alla burði til að verða ein af myndum ársins Meðal jólamyndanna eru nokkrar sem virðast hafa burði til að lenda í hópi þeirra bestu þegar 2003 verður gert upp. Sæbjörn Valdimarsson er ekki í vafa um að ódysseifskviðan Kaldbakur er ein þeirra, enda kemur að myndinni ótrúlegur fjöldi frá- bærra listamanna – framan sem aftan við tökuvélarnar. Brendan GleesonJames Rebhorn Nicole Kidman Giovanni Riblisi Philip Seymour Hoffman Natalie Portman Renée Zellweger Heim úr þrælastríðinu Reuters Jude Law í Óskarstilnefningarformi í mynd Minghella um Hinn snjalla hr. Ripley. Leikarinn verður ekki svona vel kembdur og þveg- inn sem sigraður og illa á sig kominn Suðurríkjamaðurinn Inman í stríðsdramanu, jólamyndinni Kaldbak. Ray Winstone Donald Sutherland  William Hurt er fáséður gæðaleikari en aðdáendum hans til óblandinnar gleði hef- ur hann tekið að sér eitt aðal- hlutverkið í Skóginum (The Woods), nýjustu spennumynd M. Night Shyamalan (Sjötta skilningarvitið, Tákn). Bætist í hóp Joaquins Phoenix, Ashtons Kutcher og Bryce Dallas Howard. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Shyamalan er á kunnuglegum slóðum. Skógurinn er spennuhrollur sem gerist árið 1897 og fjallar um afskekkt og samheldið samfélag sem býr við þá skelfilegu vitneskju að í skóginum sem umlykur byggðina býr dularfullur kynstofn furðuvera. Skóg- urinn verður frumsýnd 2004. William Hurt gerist „Skógar“-maður William Hurt fer með aðalhlutverk íSkógi Shyamal- ans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.