Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 10
ÞAÐ kom okkur nokkuð á óvart að hitta fyrir íslenska fjölskyldu búsetta í Kulusuk, en þar hafa hjónin Guðrún Eyjólfsdóttir og Jóhann Brandsson búið síðan 1998 og rekið minja- gripaverslunina Kulusuk Art & Souvenirs. Ekki má gleyma syni þeirra Val. Í versluninni gefur m.a. að líta allskyns muni smíðaða af heimamönnum, s.s. perlu- bróderí, ísbjarnarklær, selskinnsvettlinga, margvíslegan útskurð úr náhvalstönnum, sel- beini og hreindýrahornum og hina frægu tupilaka, draugamyndir úr grænlenskri þjóðtrú. Búðin var stofnuð árið 1999 og hef- ur vaxið jafnt og þétt á liðnum árum. „Við fengum hugmynd að opnun verslunar þegar við sáum alla ferðamennina koma hingað dag hvern og versla við heimamenn á götum úti,“ segir Guðrún. „Við sáum að það yrði hægt að auka þessa verslun með opnun verslunar og þannig myndu ferða- menn skilja meiri peninga eftir í þorpinu. Við byrjuðum í mjög smáum stíl og keyptum tupilaka og fleira af heimamönnum. Síðan hafa umsvifin aukist og hægt hefur verið að stækka verslunina.“ Í byrjun var ekki auðvelt fyrir Guðrúnu að versla við heimamenn og hún segir þá stundum hafa okrað á sér, en nú ganga við- skiptin betur fyrir sig og eru komin í fastari skorður. Algengast er að smíða minjagripi úr hreindýrshornum en sjaldgæfara er að að sjá hluti úr ísbjörnum. Klær og sérstaklega tennur úr þeim eru ekki oft á boðstólum, en þegar búðin var heimsótt í þessari ferð var hvort tveggja til. Tönnin var á stærð við vísi- fingur og sett í hálsmen, e.t.v. nokkuð þung að bera, en slípuð bjarnarklóin freistaði mjög. Slíkur gripur kostar rúmar 5 þúsund krónur. Erfiðir vetur í Kulusuk Guðrún er staðráðin í að halda versluninni áfram og segir uppbygginguna mjög ánægju- lega, þótt hitt sé síðan annað mál hvernig sé að búa á veturna á 350 manna stað eins og Kulusuk. „Veturnir eru mjög erfiðir hér. Einangrunin er mikil og erfitt með flug- samgöngur,“ segir hún og bætir við að það kveði jafnvel rammara að skammdeginu en á Íslandi. „Maður er hvorki í borg né bæ þar sem eru upplýstar götur og maður getur far- ið í bíó eða kaffihús eða í heimsókn til vina. Eftir myrkur þarf maður að halda sig inni og lítið er um að vera. Við ákváðum að nota síðastliðinn vetur til að endurbæta búðina og undirbúa okkur fyrir sumarið, en allan tím- ann þurfti maður þó að kljást við sjálfan sig, einangrunina og slæm veður. Heimamönnum kynnist maður upp að ákveðnu marki en það er ekki um að ræða að maður eignist vini á þann hátt sem maður er vanur á Íslandi.“ Guðrún lauk BA-prófi í mannfræði frá í Háskóla Íslands árið 1999 en hafði kynnst Grænlandi í gegnum nám sitt og dvaldi eitt ár í landinu á meðan hún lauk lokaritgerð sinni. Litið inn í íslensku minjagripaverslunina í Kulusuk. Guðrún Eyjólfsdóttir með syni sínum Val. „Hvorki í borg né bæ“ 10 B SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ burtu en ég hélt og er með hjartað í buxunum þegar ég lýt niður að honum. Mér líður eins og þyrstri antílópu sem sofnar á verðinum gagn- vart ljóni í veiðihug. Ég lít upp en sé engan björn á bakkanum. Hvílík heppni. Samt hraða ég mér niður í kofa aftur og er dauðfeginn að komast í skjól. Hjartað berst í brjóstinu þegar ég leggst á koddann og breiði teppið upp fyrir höfuðið. Það er ekki einleikið hvað ég skammast mín fyrir skræfuháttinn. Í ferðinni er hins vegar mikið búið að tala um þessa eftirsóttustu veiðibráð á Grænlandi. Þessar skepnur verða allt að 600 kíló og á hverju ári eru um 15 dýr skotin á þessu svæði. Enn fleiri við Skoresbysund enn norðar. Ísbirn- ir lifa á allri austurströndinni og koma einstaka sinnum í þorpin. Þá verður uppi fótur og fit, enda vilja allir skjóta dýrið. Margir eiga líka byssur því þær eru seldar í kaupfélaginu, sem reyndar er líka vínbúð með bjór og sterkt. Þetta kemur manni skringilega fyrir sjónir, en svona er þetta samt. Reglan með ísbirnina er sú að fyrstu fimm sem koma að ísbjarnarslátrun fá hlut eftir ákveðnu kerfi. Sá sem sér dýrið fær feldinn, veiðimaðurinn bestu bitana og svo koll af kolli. Að sjálfsögðu hefði verið gaman að sjá einn ís- björn í öruggri fjarlægð, en það gerðist ekki að þessu sinni. Tignarlegur Karale-jökullinn drynur Daginn eftir er enn sama blíðviðrið. Við erum á leiðinni með Eiríki rauða inn Sermiligaaq- fjörðinn til að virða fyrir okkur mikla skriðjökla sem ganga í sjó fram. Einn þeirra, Karale- jökullinn, er sérlega tignarlegur. Af og til heyr- ast drunur frá honum þegar ísstykki falla ofan í sjóinn. Við hoppum í land á móts við jökulinn eftir stutta siglingu og göngum inn eftir firð- inum innan um klettaveggi og skriður uns við komum að gylltri sandströnd. Hitinn er slíkur að þetta hefði getað verið suðræn sólarströnd en það var samt eitthvað bogið við að sjá nokkra ísjaka á stærð við fólksbíla strandaða á strönd- inni. Ég byrja aflraunir og reyni mig við lítinn klump, sem varla haggast. Aftur reyni ég, að sjálfsögðu í algeru tilgangsleysi, uns mér tekst að reisa hann við. Hann er níðþungur. Frekari aflraunir eru látnar bíða að sinni og við dólum okkur áfram. Við vissum ekki á þessu stigi að talsverð vandræði voru á næsta leiti. Fyrr um morg- uninn var ákveðið að Sigurður myndi bíða eftir okkur innar á firðinum að lokinni gönguferð- inni, en þegar til kom lengdum við gönguferðina svo Sigurður færði sig á bátnum í samræmi við það og lagði honum við kletta lengra inni í firð- inum. Að þessu sinni er hann þó ekki eins hepp- inn og við Igateq, því nú fjarar undan bátnum og ekki um annað að gera en að bíða eftir flóð- inu. Gullæði við sjávarströnd Næstu fjóra tímana notum við til að rölta um meðfram ströndinni og leita að fallegum stein- um og rabba saman. Það glitrar á eitthvað á jörðinni. Gull! Það rennur gullæði á suma og skyndilega er helmingur hópsins eins og kýr á beit, bograndi um allt í leit að gulli. Ragnar læt- ur sig hafa það að rogast til baka með stein á stærð við lítið sjónvarpstæki og lætur hann ekki frá sér það sem eftir lifir ferðarinnar. Gull og Grænland er annars engin fjarstæða því gull er sannarlega að finna í landinu og það í töluverðu magni. Í Ketilsfirði á vesturströndinni er hafinn námugröftur í gullnámu sem lofar góðu. Græn- lenska heimastjórnin hvetur líka Grænlendinga almennt til að hafa augun hjá sér og leita eftir gulli og boðið er upp á sérstök námskeið í að þekkja gullsteina, til að efla frumkvæði fólks í að ná sér í tekjur, enda atvinnulíf ekki með blóm- legasta móti í landinu. Gullleit fólksins hefur líka skilað nokkrum árangri t.d. með því að Grænlendingur nokkur fann nýlega gullstein sem hann seldi fyrir hálfa milljón króna. Í kjöl- farið fannst annar steinn sem seldist á 250 þús- und krónur. Í bæði skiptin var það heimastjórn- in sem keypti steinana. Mál af þessu tagi hljóta að hvetja fleiri til að leita að gulli, sem virðist leynast beint fyrir framan nefið á fólki. Við fótskör ísherrans Loksins er komið flóð og hægt að halda áfram. Báturinn er sem betur fer óskemmdur. Við siglum áleiðis að hinum hrikalega Knud Rasmussens-jökli, skriðjökli sem á sér fáar hliðstæður. Ísstálið slútir fram í sjóinn og dýpið hér hlýtur að vera geigvænlegt. Fyrir framan jökulinn iðast sjórinn, ískaldur og þögull. Hér er það náttúran sem ræður og við erum sem þegnar þessa volduga ísherra. Ef stórt ísstykki félli nú í sjóinn myndi það valda stórri öldu- hreyfingu sem skylli illilega á bátnum. Eins gott að hann þyldi það. Sigurður bindur bátinn við stein í brattri hlíð sem gengur í sjó fram og við prílum lengra upp til að fá gott útsýni. Héð- an eru ekki nema 300 metrar í sjálfan jökulinn og nokkrir úr hópnum fara inn að jökulkverk- inni. Þetta er ótrúlegur staður. Einstaka sinn- um er þögnin rofin með smádrunum úr jökl- inum en aldrei sér maður hvaðan þær koma. Þarna er ein áberandi stór ísblokk sem er við það að falla fram fyrir sig. Hlýtur að vega tugi þúsunda tonna. En hún er kyrr á sínum stað og við fylgjumst með henni á meðan við siglum yfir fjörðinn í leit að heppilegu tjaldstæði. Gróðurinn er ofurviðkvæmur í grasi vaxinni hlíðinni þar sem við setjum niður tjöldin. En fal- legt er hérna og enn sem fyrr er það nálægðin við sjóinn sem vekur hjá manni sterkustu til- finningarnar. Bæði hættulegur og fallegur í senn. Ríki ísherrans er seiðmagnað. Ég horfi Morgunblaðið/RAX Kulusuk á austurströnd Grænlands er 350 manna bær og talsvert um ferðamenn þar á sumrin, sem finnst gott að spóka sig á götunum ekki síður en heimamönnum, ungum sem öldnum. ísherrans Þegnar í ríki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.