Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 B 13 bíó 50.000,- kr. afslátt af síðustu 4 manna pottunum af eldri gerð Rafkyntu nuddpottarnir frá Softub verða héðan í frá með stafrænu stjórnborði og svo gott sem hljóðlausir. Að auki verða sex manna pottarnir með ljósum. Nýju pottarnir verða boðnir á sama verði og áður út sumarið. Ný sending BREYTTIR POTTAR Lynghálsi 4 110 Reykjavík Símar: 588 8886 - 867 3284 Bjóðum Í VETUR var gerð víðtæk könn- un meðal gesta stærstu kvik- myndahúsakeðju Bandaríkj- anna um hver væri vinsælasta ljóska kvikmyndaheimsins. Það kom ekki á óvart að Marilyn Monroe settist með miklum yfirburðum í efsta sætið. Hún hlaut 45% atkvæða – þrátt fyrir að röskir fjórir áratugir séu liðn- ir frá dánardegi þessarar ógleyman- legu goðsagnar. Hér á eftir verða kynntar þær 10 ljóskur sem hlutu flest atkvæðanna og óneitanlega koma sumar þeirra á óvart og aðrar vantar sárlega, líkt og Catherine De- neuve og sjálfa Jean Harlow, en sjálf- sagt er of langt um liðið síðan hún féll frá fyrir minni bíógesta samtímans. Listinn er engu að síður forvitnilegur. Marilyn Monroe Goðsögnin trónir í efsta sæti, þar sem hún á hún heima. MM (1926–62), er tvímælalaust frægasta kyntákn allra tíma, um það ber kvikmynda- fræðingum saman við skoðanakann- anir. Þrátt fyrir alla frægðina, fegurðina og kynþokkann var MM einstaklega ógæfusöm manneskja, allt frá dapur- legum uppvaxtararárum til sviplegra endalokanna. Á henni sannast manna best máltækið „annað er gæfa en gjörvileiki“. Hún gekk í gegnum þrjú misjöfn hjónabönd og ástarsambönd sem flest enduðu með ósköpum. Hún varð drykkjusjúklingur og eiturlyfja- neytandi og telja vinir hennar og samferðamenn meginástæðurnar óöryggi í einkalífinu og miskunnar- laust vanmat á hæfileikum hennar. MM fékk flest hlutverk út á þann ein- staka kynþokka sem geislaði af henni en þá sjaldan að hún fékk tækifæri til að sýna leikhæfileika brást hún ekki heldur stóð sig með mikilli prýði. Gamanleikhæfileikarnir blasa við í myndum á borð við Herramenn kjósa ljóskur (Gentlemen Prefer Blondes) (’53) og Úti á stoppistöð (Bus Stop) (’56), að ógleymdri perlunni Some Like It Hot (’59). Hún skilaði drama- tíkinni óaðfinnanlega í myndunum hans Johns Huston: The Asphalt Jungle (’50) og Misfits (’61). Monroe kom fram í um 30 myndum en fór ekki með umtalsverð eða aðal- hlutverk nema í um helmingi þeirra á aðeins 14 ára ferli uns hún féll frá í blóma lífsins, 36 ára gömul. Af öðrum minnisstæðum myndum má nefna Allt um Evu (All About Eve) (’50): How to Marry a Millionaire (’53); The Seven Year Itch (’55) og The Prince and the Showgirl (’57). Grace Kelly Leikkonan sem skipar annað sætið er á flestan hátt andstæða MM, það eina sem tengir þær er frægðin, feg- urðin og ljósa hárið. Grace Kelly (1928–1982), er ein glæsilegasta leik- kona kvikmyndanna en fegurð henn- ar er aristókratísk, köld, nánast frá- hrindandi, það geislar af henni svalur þokki frekar í ætt við tæra og bláa uppsprettu miðað við eldgosið MM. Hún var lánsöm í einkalífinu; „prins- essan“ frá Philadelphiu varð ekki að- eins ein eftirsóttasta leikkona og kyn- tákn síns tíma heldur hefðarkona í raunveruleikanum er hún gekk að eiga Rainer prins af Mónakó árið 1956. Líkt og hjá MM var leikferill Kelly óvenju stuttur. En það stafaði ekki af óhamingju heldur hætti hún að leika eftir giftinguna. Kelly var uppáhalds- leikkona Alfreds Hitchcocks og bestu myndirnar hennar eru allar úr smiðju leikstjórans: Dial M for Murder (’53), Glugginn á bakhliðinni (Rear Wind- ow) (’54) og Að góma þjóf (To Catch a Thief) (’55). Aðrar minnisstæðustu myndir Kelly eru High Noon (’52) og High Society (’56). Brigitte Bardot Þriðja á lista er enn ein leikkona sem gerði garðinn frægan á sjötta áratugnum. BB er frönsk, fædd í París 1934. Ferill hennar er skammur, spannar árin 1952 fram undir 1970, þótt hann væri ekki fullvirkur nema í u.þ.b. 15 ár. BB „gerði allt vitlaust“, í orðs- ins fyllstu merkingu er eigin- maður hennar, franski leik- stjórinn Roger Vadim, beraði hinn íturvaxna álfakropp konu sinnar í myndinni Og guð skapaði konuna (Et Dieu... créa la femme) (’56). Myndin hleypti af stað bylgju djarfra (á þeirra tíma mæli- kvarða), franskra kynlífsgam- anmynda sem vöktu mikla and- úð siðapostula beggja vegna Atlantshafsins. Þróunin varð ekki stöðvuð og við búum enn við það aukna frelsi sem Vadim og félagar hleyptu af stað fyrir hálfri öld. BB hélt áfram að bræða hjarta manna í Une parisienne (’57), La Vérité (’60) og Vie privée (’60), og fleirum. Hún dró sig mikið til í hlé eftir að Viva Maria (’65), myndin sem átti að opna henni Bandaríkjamarkað- inn, brást aðsóknarlega. Síðan hefur hún farið fyrir dýra- og umhverfis- verndarsamtökum. Doris Day Það kemur nokkuð á óvart að sjá hina blómlegu og heimilislegu Doris Day á lista og það ofarlega. Þá er hollt að rifja upp nokkrar myndir frá 6. og 7. áratugnum þar sem gert var út á óumdeilanlegan þokka stjörnunnar sem naut ofurvinsælda, ekki síst í gamanmyndum með Rock Hudson. Vestrinn Calamity Jane var fyrsta mynd leik- og söngkonunnar, sem eitthvað kvað að og Lucky Me (’54), naut einnig vinsælda. Þá er röðin komin að Hitchcock-myndinni góðu, Maðurinn sem vissi of mikið (The Man Who Knew Too Much) (56), sem færði Day heimsfrægð. Hún styrkti stöðuna enn frekar í Koddahjali (Pill- ow Talk) (’59), og Blóm afþökkuð (Send Me No Flowers) ’(64). Þá fór Day að draga í land og lenti í fjár- hagslegum hremmingum vegna fjár- svika eiginmannsins en þessi rómaða kjarnakona slapp heil frá mótlætinu. Gwyneth Paltrow Fimmta sætið er eignað hinni oft á tíðum ágætu, bandarísku gamanleik- konu. Paltrow (1972–), hefur til að bera fínlega, allt að því brothætta feg- urð. Paltrow er minnisstæð í Emmu (’96), Ástföngnum Shakespeare (Shakespeare in Love), sem færði henni Óskarsverðlaunin árið 98), og Granna Hal (Shallow Hal (’01), þar sem brellumeistarar afmynduðu hennar lýtalausa líkama með einum 150 aukakílóum! Sharon Stone Það er sagt að flestir eigi sína augnabliksfrægð og hin íturvaxna Stone (1958–), reis skyndilega upp úr myndarusli sem ofurkyntákn fyrir frammistöðu sína í Basic Instinct (’92). Einkum í einu, minnisstæðu at- riði. Hún stóð sig vel í Casino (’95), glæpamynd Martins Scorsese en endurgerð Gloriu (’97), og fleiri myndir hafa ekki náð að rétta við hnignandi feril leikkonu sem virðist hafa takmarkaða leikhæfileika. Cameron Diaz Þessi fallega og frísklega leikkona hefði að ósekju mátt sitja nokkrum sætum ofar á lista. Hún spratt fram, fullvaxið kyntákn í smellinum Gríman (Mask) (’94), og sannaði sig sem gam- anleikkona að auki í hinni bráðsnjöllu Það er eitthvað við Maríu (There’s Something About Mary) (’97). Hún hefur haldið sjó í Hollywood í mynd- unum um Engla Charlies, eins radd- setti hún eftirminnilega vel aðalkven- persónuna í teiknimyndinni Shrek. Jayne Mansfield Ferillinn er einkar raunalegur, minnir á sögu MM. Mansfield (1933– 67), var sannkölluð bomba; hávaxin, litfríð og ljóshærð, brjósta- og lenda- mikil og mittismjó. Hún lék í um tveim tugum mynda, flestum auðgleymdum. Hennar ólán var að vera samningsbundin hjá 20th Century Fox, sem rétti stórstjörnu kvikmyndaversins, Marilyn Monroe, alla feitustu bitana og var því oft nefnd „MM fátæka mannsins“. Mansfield átti sínar góðu stundir, einkum í Spillir velgengnin Rock Hunter? (Will Success Spoil Rock Hunter?) (’57), þar sem hún sýnir fín- an gamanleik. Bestu myndir hennar eru Innbrotsþjófurinn (The Burglar) (’56) og Too Hot to Handle (’59). Hún endaði líf sitt aðeins 34 ára gömul, á sviplegan hátt líkt og MM. Goldie Hawn Einhvern veginn hefur þessi flinka gamanleikkona slæðst inn á listann yfir kynþokkafyllstu ljóskurnar. Hún var vinsæl sjónvarpsleikkona þegar Warren Beatty kom auga á þokkann og fékk Hawn burðarhlutverk í Shampoo (’75). Hawn hélt vel á spöð- unum og lék í nokkrum smellum til viðbótar þar sem persónutöfrar hennar og gamanleikhæfileikar eru óvéfengjanlegir. Hrekkjabragð (Foul Play) (’78), Óbreyttur Benjamín (Private Benjamin) (’80), og nú síðast, Banger systur (The Banger Sisters) (’02), sanna hvar hún stendur – með pálmann í höndunum. Greta Garbo Undarlegt að sjá Garbo (1905–90) dulúðugustu goðsögn Hollywood neðsta á einhverjum lista og að sjá nafn hennar yfir höfuð á þessu plaggi sem er að miklu leyti valið af ungling- um, fæddum einum 40 árum eftir að hin sænska kvikmyndagyðja hætti að leika og fór í sjálfskipaða útlegð úr kvikmyndaheiminum. Garbo er því miður lítið þekkt með- al almennings í dag en það er ekki við hæfi að reyna að gera þessum ein- staka kapítula í sögunni einhver skil í þessari stuttu yfirreið. Það bíður betri tíma. Garbo hóf kvikmyndaleik í heima- landi sínu, Svíþjóð, en rómuð fegurð og óumdeildir leikhæfileikar komu henni á örfáum árum í fremstu röð stórstjarna MGM, sem á þessum tím- um gortaði af því að hafa innanborðs fleiri stjörnur en á himinhvelfingunni! Meðal minnisstæðustu mynda hennar eru Villtar orkideur (Wild Orchids) (’29), Anna Christie (’31), Grand Hotel (’32), Kamilíufrúin (Camille) (’36) og Ninotchka (’39). Ein fegursta kona sem prýtt hefur hvíta tjaldið kom síðan öllum í opna skjöldu er hún, á hátindi frægðar sinnar, lét sig fyrirvaralaust hverfa úr heimsins glaumi og gerðist ein- setukona í háhýsi á Manhattan tæp síðustu 50 ár ævi sinnar. Hvort sem þær eru ósviknar eða ekki Þokkagyðjurnar á hvíta tjaldinu eru af öllum stærðum og gerðum, litarhætti og háralit. Sæbjörn Valdimars- son rifjar upp nokkrar ljóskur í þeim fríða og föngulega hópi. Í fararbroddi er sjálf drottningin, Marilyn Monroe. Annar glókollur, Reese Witherspoon, er nú sjáanleg í bíóum landsins í framhaldsmyndinni Lögleg ljóska 2. Marilyn Monroe, drottning kyntrölla hvíta tjaldsins og vanmetin leikkona sem fer á kostum ásamt Tony Curtis og Jack Lemmon í Some Like It Hot. Franska ljóskan Brigitte Bardot setti heim- inn á annan endann á sjötta og sjöunda áratugnum. Sneri sér síðan algjörlega að dýraheiminum. Grace Kelly ásamt Clark Gable í Mogambo (’53) — áður en hún náði sér í draumaprinsinn Rainer af Mónakó. Cameron Diaz er frambærileg- asta og vinsælasta ljóska samtímans. saebjorn@mbl.is Frægustu ljóskur hvíta tjaldsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.