Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Viljum ráða starfsmann til þjónustustarfa í verslun okkar Til okkar koma bestu viðskiptavinirnir, þeir eru vanir því besta í þjónustu, vöruúrvali og gæðum og koma allstaðar að, frá Ástralíu til Grænlands. Eingöngu er seldur úrvalsfatnaður frá þekktum framleiðendum. Starfsmenn sem hætta hjá okkur eftir nokkura ára starfsreynslu, hafa fengið frábæra atvinnu vegna reynslu sinnar. Við viljum ráða starfsmann sem er frjálsmann- legur, vill vinna sjálfum sér og fyrirtækinu vel, með metnað til að koma sér áfram, vill læra og bæta sig með hverjum degi við síbreytilegar og góðar aðstæður í hjarta borgarinnar í ver- slun sem hefur starfað áratugum saman. Þeir sem sækja um þurfa að hafa staðið sig vel í fyrra starfi, vera 20 til 30 ára, reykja ekki og geta byrjað strax. Nánari upplýsingar um fyrirtækið á vefsíðu fyrirtækissins www.saevarkarl.is . Sendið umsóknir til asdis@saevarkarl.is . Sjóvá-Almennar leggja áherslu á að hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki sem býr yfir faglegri þekkingu og þjónustulipurð. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum til að skapa góðan starfsanda en hann byggist ekki hvað síst á virðingu og sanngirni í garð samstarfsfólks, hjálpsemi, fræðslu og hvatningu. Sjóvá-Almennar bjóða upp á starfs- umhverfi sem laðar að sér hæft starfsfólk og skapar starfsmönnum tækifæri til að eflast og þróast í starfi. Við leitum að sölustjóra/tjónamatsmanni Eftirtalin störf eru laus til umsóknar hjá Sjóvá-Almennum. Sölustjóri Sjóvá-Almennar óska eftir að ráða sölustjóra í söludeild. Starfssvið: Dagleg stjórnun og stýring verkefna Gerð söluáætlana og eftirfylgni Skipulagning sölustarfs Uppgjör Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Við leitum að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og krafti til að leiða öflugan hóp sölumanna fyrirtækisins. Metnaðarfull og fagleg vinnubrögð ásamt því að eiga auðvelt með að koma fram eru mikilvægir kostir. Háskólamenntun er æskileg og starfsreynsla er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Tjónamatsmaður ökutækjatjóna Sjóvá-Almennar óska eftir að ráða tjónamatsmann til starfa á tjónasviði fyrirtækisins. Starfssvið: Tjónaskoðun og -mat Úrvinnsla tjóna á skrifstofu Móttaka viðskiptavina og upplýsingagjöf Önnur verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Við leitum að bifvélavirkja/bifreiðasmið sem hefur starfað við tjónaviðgerðir. Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, vera þjónustulundaður, ákveðinn og hafa frumkvæði. Kunnátta í tölvunotkun er æskileg. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 25. ágúst 2003. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Netfang: katrin@hagvangur.is Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is EFTA-DÓMSTÓLLINN Lögfræðingur — tungumálakunnátta EFTA-dómstólnum var komið á fót samkvæmt ákvæðum EES-samningsins og hefur hann lög- sögu í málum sem varða EFTA-ríkin sem hlut- deild eiga að EES-samningnum (Ísland, Liecht- enstein og Noregur). Vinnumál dómstólsins er enska. Ein staða lögfræðings - þýðanda (Lawyer- Linguist) er laus 15. janúar 2004. Ráðið verður í stöðuna til tveggja eða þriggja ára, með mögu- leika á einni endurnýjun. Viðkomandi mun sinna þýðingum, lögfræðilegum yfirlestri og rannsóknum, meðferð mála auk ýmsum stjórn- unartengdum störfum. Hæfniskröfur: 1. Tungumálakunnátta: a. Fullkomið vald á norsku og mjög góð tök á enskri tungu. Íslensku- eða þýskukunnátta er kostur. eða: b. Fullkomið vald á íslensku og mjög góð tök á enskri tungu. Norsku- eða þýskukunnátta er kostur. eða: c. Fullkomið vald á ensku og mjög góð tök á íslensku. Norsku- eða þýskukunnátta er kostur. 2. Háskólapróf í lögfræði eða viðeigandi lög- fræðileg starfsreynsla. Kunnátta í Evrópu- rétti/EES-rétti og vinnuaðferðum alþjóðlegra stofnana er æskileg. Staðan tilheyrir starfsþrepi P.3/P.2. Starfinu fylgja samkeppnishæf laun, ýmsar aukagreiðsl- ur og árlegt 30 vinnudaga leyfi. Umsækjendur þurfa að skila útfylltu umsóknar- eyðublaði EFTA-dómstólsins, á ensku, ásamt ítarlegri starfsferilsskrá (CV). Umsóknarfrestur er til 12. september 2003. Fyrirspurnum um stöðuna má beina til Lucien Dedichen eða Evanthia Coffee. EFTA Court, 1, rue de fort Thüngen, L-1499 Luxembourg Sími: (+352) 42 10 81. Fax: (+352) 43 43 89. Netfang: eftacourt@eftacourt.lu Nánari upplýsingar um EFTA-dómstólinn er að finna á heimasíðu okkar: http://www.efta.int

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.