Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 1
Bergstaðastræti 37 Framreiðslunemi Þjónanemi Óskum eftir duglegum og ábyrgum framreiðslunema til starfa á einum besta veitingastað landsins. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefnar á staðnum næstu daga eða í síma 552 5700. Byggingavinna Við hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars ehf. erum að vinna við smíði íbúða við Sjá- land í GARÐABÆ og vantar okkur bygg- ingaverkamenn strax í framtíðarvinnu. Góður aðbúnaður er fyrir starfsmenn. Upplýsingar eru veittar í þjónustuhúsi BYGG ehf. á staðnum eða í s. 693 7304. Handflakarar - Noregur Óskum eftir vönum handflökurum til að flaka ýsu og þorsk í 4 mánuði. Við borgum flugfar og útvegum húsnæði. Nánari uppl. í síma +47 906 52 637. (Við tölum íslensku). Starfskraftur óskast til afgreiðslu í veitingasal. Ekki yngri en 18 ára. Dagvinna. Upplýsingar á staðnum ekki í síma. Cafe Mílanó — Faxafeni 11. Umhverfistofnun Sérfræðingur Umhverfisstofnun óskar eftir að ráða starfs- mann á framkvæmdasvið stofnunarinnar. Um er að ræða 100% starf. Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum, góðrar tölvukunnáttu og góðra samstarfshæfileika. Umsækjendur þurfa að hafa Masters-gráðu eða samsvarandi menntun á sviði náttúruvísinda eða verkfræði og reynslu að vinna við og miðla tölulegum gögnum, þ.m.t. rauntímagögnum. Góð þekking á IDL hugbúnaðarkerfi er verulegur kostur. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á notkun líkana til að meta og spá fyrir um dreifingu mengandi efna og hafi tengsl við vísindaumhverfi. Starfið felst m.a.í eftirfarandi: 1. Umhverfisvöktun, einkum loft- og vatnsgæði a. Skipulagning vöktunar. b. Tölfræðileg úrvinnsla og framsetning gagna, m.a. á rauntímagögnum. 2. Miðlun upplýsinga á innlendum og erlendum vettvangi. 3. Önnur verkefni innan framkvæmdasviðs eftir atvikum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamn- ingum ríkisstarfsmanna. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til Umhverfisstofnunar fyrir 1. september 2003. Sérstök umsóknareyð- ublöð eru ekki notuð. Nánari upplýsingar veita Helgi Jensson, for- stöðumaður (helgij@ust.is), og Gunnar Steinn Jónsson, fagstjóri (gunnar@ust.is). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Umhverfisstofnun www.ust.is Suðurlandsbraut 24 - 108 Reykjavík. Sími 591 2000 - fax 591 2020. Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneytið og starfar skv. lögum nr. 90/2002 . Stofnunin hefur m.a. það hlutverk að framfylgja lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni, matvæli, mengun sjávar, náttúruvernd og veiðistjórnun. Starfs- menn eru um 78 og starfa 6 sviðum og rannsóknastofu á 7 starfstöð- um í dreifbýli og þéttbýli. Yfirmaður félagsstarfs og dag- þjónustu á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri Laust eru til umsóknar starf yfirmanns félagsstarfs og dag- þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Starfið er nýtt og spennandi og er hluti af þróunarstarfi sem verið er að vinna á öldrunarstofnunum Akureyrar- bæjar. Um er að ræða 80% starf og er æskilegt að starfs- maður geti hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir iðjuþjálfa eða starfsmanni með annars kon- ar háskólamenntun á félags- eða heilbrigðissviði. Stjórnunarreynsla er æskileg svo og reynsla af starfi með öldruðum. Áhersla er lögð á frumkvæði og samskiptahæfileika. Einnig er lögð áhersla á jákvætt og glaðlegt viðmót og góða framkomu. Akureyrarbær rekur umfangsmikla öldrunarþjónustu bæði innan og utan stofnanna. Stofnanirnar eru dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð þar sem eru 100 hjúkrunarrými og 24 dvalarrými, heimili aldraðra í Kjarnalundi þar sem eru 48 dvalarrými og sambýli aldraðra við Bakkahlíð en þar eru 8 hjúkrunarrými. Dagþjónusta er starfrækt í tengsl- um við dvalarheimilið Hlíð og eru þar 12 rými. Fjöldi starfsmanna stofnananna er um 230. Laun eru skv. gildandi kjarasamningum viðkomandi stétt- arfélags. Upplýsingar um starfið veita Brit J. Bieltvedt, framkvæmdastjóri og Helga Tryggvadóttir hjúkrunarfor- stjóri eftir 21. ágúst n.k. í Hlíð Austurbyggð 17, Akureyri eða í síma 462 7930. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is Umsóknir skulu berast á dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Hlíð, Austurbyggð 17, 600 Akureyri fyrir 1. september, 2003. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Kvöldvinna — góðar tekjur Söluvertíðin er hafin og nú vantar okkur duglegt símasölufólk á kvöldin. Aldurstak- mark 20 ára og uppúr. Við bjóðum hentuga aukavinnu með góðum tekjumöguleikum eitt til 5 kvöld í viku. Árangurstengd laun- þegakjör. Aðstoð, leiðbeiningar og góður starfsandi. Nánari upplýsingar í síma 590 8000 á milli kl. 13.00 og 15.00 alla virka daga. BM ráðgjöf ehf., Ármúla 36, Reykjavík, sími 590 8000, netfang bm@bm.is Sunnudagur 17. ágúst 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.875  Innlit 15.137  Flettingar 66.291  Heimild: Samræmd vefmæling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.