Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B ÍSLENSKA úrvalsvísitalan, ICEX-15, hefur hækkað um rúman fimmtung, eða 20,86%, frá áramótum og 27% síðustu tólf mánuði. Það er nokkuð hátt á alþjóðlega vísu, en hækkanir á hlutabréfum hafa þó verið töluverðar, sérstaklega í Bandaríkjunum og Asíu. Jónas Friðþjófsson, sérfræð- ingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að flest hálfsársuppgjörin liggi nú fyrir og hafi í heild ekki valdið von- brigðum. „Í raun má segja að Pharmaco hafi leitt þessar hækkanir, auk bankanna, en uppgjör allra þessara fyrir- tækja voru góð,“ segir hann. Jónas segir að uppgjör Pharmaco hafi verið umfram væntingar, uppgjör Landsbank- ans hafi að mörgu leyti verið betra en menn hafi átt von á, Íslandsbanka sömuleiðis og Kaupþings Búnaðarbanka. Fjárfestingavæntingar „Svo eru byggðar töluverðar væntingar inn í hlutabréfaverð þessara fyrirtækja. Menn vita að fyrirtæki á borð við Bakka- vör og Pharmaco eru með ým- islegt á prjónunum og munu vafalaust tilkynna um einhverj- ar fjárfestingar á næstunni. Sömuleiðis eru bankarnir í út- rás. Ákveðin mettun hefur orðið hér á heimamarkaðinum, þann- ig að vaxtarmöguleikarnir eru erlendis,“ segir Jónas. Hann segir að einnig skipti máli að mikil einkavæðing hafi átt sér stað í bankakerfinu og því tvímælalaust hagræðingar- kostir í náinni framtíð. Samein- ingu Kaupþings og Búnaðar- banka hafi fylgt hagræðing sem eigi eftir að koma fram og hafi að hluta til þegar komið fram, eins og t.a.m. í lægri fjármögn- unarkostnaði. „Einnig er talið að hagræðingarmöguleikar séu hjá Landsbanka, með nýjum stjórnendum og hluthöfum.“ Þá segir hann að við stjórn- völinn hjá flestum þessum fyr- irtækjum séu tiltölulega ungir en reyndir stjórnendur. „Fjár- festar virðast hafa trú á þeim,“ segir Jónas. Pharmaco sér á báti Pharmaco er sér á báti, að sögn Jónasar. „Fyrirtækið er kannski ekki ósvipað og Kaup- þing var; með hröðum innri og ytri vexti og mikilli arðsemi. Félagið hefur staðið undir væntingum og jafnvel gert bet- ur en menn áttu von á,“ segir hann. Jónas segir að gengislækkun krónunnar að undanförnu hafi hjálpað útflutningsfyrirtækjum. „Svo má ekki gleyma því að margt þykir benda til þess að efnahagsástand sé að batna í Bandaríkjunum, en þau hafa auðvitað mikil áhrif á efnahags- líf í heiminum.“ Í Bandaríkjunum hafa vísitöl- ur verið á mikilli uppleið. Nasd- aq-vísitalan, sem mælir gengi tæknifyrirtækja, hefur hækkað um tæp 32%, S&P um 14% og Dow Jones-vísitalan hefur hækkað um 13%. Nikkei-vísital- an í Japan hefur hækkað um 20%. Svolítið aðra sögu er að segja af Evrópu, en breska FTSE-vísitalan hefur „aðeins“ hækkað um 8% og CAC í Frakklandi um 8% einnig. Hægist á hækkunum Í Markaðsyfirliti Greiningar Ís- landsbanka, um erlenda mark- aði, segir að nokkuð hafi dregið úr hækkunum á verði hluta- bréfa að undanförnu. „Í júlí hækkuðu hlutabréf á heimsvísu þó fjórða mánuðinn í röð. Heimsvísitala Morgan Stanley hækkaði um 1,9% í mánuðinum sem er nokkru meiri hækkun en í júní. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum, Evrópu og As- íu hækkaði í mánuðinum. Í Bandaríkjunum hefur hluta- bréfaverð sveiflast á þröngu bili síðustu vikur en birting upp- gjöra, hagvísar og hræringar á skuldabréfamarkaði hafa verið stærstu áhrifaþættirnir,“ segir í samantektinni. Þá segir að uppgjör vestra hafi almennt verið yfir vænt- ingum markaðarins. „Alls hafa 87% uppgjöra verið í takt við eða yfir væntingum og 65% hafa verið yfir væntingum. Vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækj- um í [S&P 500] vísitölunni sam- anborið við fyrra ár nemur nú um 8,8% en í upphafi fjórðungs- ins höfðu greiningaraðilar gert ráð fyrir 7% vexti.“ Úrvalsvísitalan fimmt- ungi hærri en um áramót Pharmaco og bankarnir leiða hækkunina. Góð hálfsársuppgjör og væntingar um aukna útrás eru meðal þess sem veldur hækkun verðs á hlutabréfum um þessar mundir                     ! "#$ $%& ' $ ( ()(*+ ' ( ()(*+ ' , ( - (  $ $&  & ,+ & ,+& *(  .  .   .    .   . VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. (TM) keypti í gær hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands fyrir 100 milljónir króna að nafn- verði. Miðað við verð á hlut í Eimskipa- félaginu í Kauphöll Íslands í gær má ætla að gengi í viðskiptunum hafi verið 6,20 krónur á hlut og markaðsvirðið því 620 milljónir króna. Eftir viðskiptin er eignarhlutur TM í Eimskipafélaginu 5,56% eða að nafnvirði 286.346.406 krónur. Markaðsvirði hlut- arins TM nemur alls 1.775 milljónum króna, miðað við gengið 6,20 krónur á hlut. Áður átti félagið 186.346.406 krónur eða 3,62% af útgefnu hlutafé. V I Ð S K I P T I TM með yfir 5% í Eimskipa- félaginu Markaðsvirði eignar TM í Eim- skip 1.775 milljónir króna S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hagstæð ytri skilyrði Rýnt í milliuppgjör bankanna 3 Marksjóðir fyrir fjárfesta Möguleikar fagfjárfesta 6 FRÁ FJÖLSKYLDUM TIL FJÁRFESTA SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum lækkaði um 0,2% milli júní og júlí. Vísitalan var 112,9 stig (1996=100) í júlí, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni. Í sama mánuði var samræmda vísitalan fyrir Ísland 125,0 stig og hafði lækkað um sömu pró- sentu frá því í júní síðastliðnum. Miðað við samræmdu vísitöluna var verðbólgan í EES-ríkjunum að meðaltali 1,8% á tímabilinu frá júlí 2002 sama mánaðar þessa árs. Verðbólgan nam 1,9% á evrusvæðinu og 0,9% á Íslandi. Mest verðbólga á evrópska efnahags- svæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 3,9% í Írlandi og 3,5% í Grikklandi. Minnst var hún 0,8% í Þýskalandi og 0,9% á Íslandi. Minnst verðbólga á Íslandi og í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.