Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 2

Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 2
                                        !"" !    !"# !$       %         "$ & $&#    '%     (  )*+,   -    ./ "$/ . . #  ". !$   !" !$   "& $$ !"!   "/ /       ! "   ##.  # $ %&''  HAGNAÐUR samstæðu Trygg- ingamiðstöðvarinnar á fyrstu sex mánuðum þessa árs var 333 milljónir króna en var 152 milljónir fyrir sama tímabil árið áður. Hagnaður af rekstri dótturfélaga félagsins á tímabilinu var 3,8 milljónir hjá Líftryggingamið- stöðinni, en 0,5 milljóna tap varð af rekstri Tryggingar. Hagnaður af vátryggingarekstri var 291 milljón á móti 144 milljónum fyrir sambærilegt tímabil árið áður. Bókfærð iðgjöld voru 4.935 milljónir króna á móti 5.043 milljónum árið áð- ur og lækkuðu um 2,1%. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Tryggingamið- stöðinni er meginskýringin á lækkun iðgjalda aukinn afsláttur til viðskipta- vina félagsins í TM-öryggi, einkum í ökutækjatryggingum. Bókfærð ið- gjöld vegna líf- og sjúkdómatrygg- inga á tímabilinu voru 17 milljónir króna en líftryggingastarfsemi sam- stæðunnar byrjaði í janúar á þessu ári. Bókfært verð hlutabréfaeignar félagsins í félögum skráðum í Kaup- höll Íslands er 5.649 milljónir króna en skráð sölugengi þeirra 30. júní var 6.766 milljónir króna. Viðunandi afkoma Í tilkynningunni segir að stjórnendur telji afkomonuna viðunandi og í sam- ræmi við væntingar. Um framtíðina segir að það sé mat stjórnenda félagsins að hagnaður af rekstri félagsins á síðari hluta ársins verði svipaður og á fyrri hluta ársins. Hlutafé félagsins samkvæmt sam- þykktum þess er 932 milljónir króna. Hluthafar voru 527 hinn 30. júní en 518 í ársbyrjun. Stjórn Trygginga- miðstöðvarinnar hefur ákveðið að beiðni Kaldbaks hf. að boða til hlut- hafafundar hinn 11. september næst- komandi. Á dagskrá fundarins verður kjör til stjórnar félagsins. Kaldbakur hefur frá síðasta aðalfundi fest kaup á 20,41% hlut í Tryggingamiðstöðinni en átti ekkert fyrir. Tryggingamiðstöðin með 333 milljónir í hagnað 2 B FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR  .   /    (0( ((     (0( ((  . ! " # $  %  $  (0( ((     ! !& #  (  /12 /1 /1 /1 /1 /1 !   ) %    %      $  (0( (( 21 1 1/ 1 1 1  . 3 $ $*  ' *!45 (0( (( 1 01 /1 21 1 1   *+),- #.  #                               !!    " #   $" %   &!     ! '!'""  '    #!     % (  "' $ !"#     )' ' * " !  &#!   !      $ "  + ! *    ! ,  -  !  TÍUNDA Brautargengisnám- skeið Impru, nýsköpunarmiðstöðv- ar á Iðntæknistofnun, hefst 29. ágúst nk. Námskeiðið er hið fyrsta á þessu ári en hingað til hafa tvö námskeið verið haldin árlega. Helga Sigrún Harðardóttir verk- efnisstjóri segir að af þeim sökum búist hún við meiri aðsókn á nám- skeiðið en áður. Brautargengi er styrkt af Reykj- víkurborg, Mosfellsbæ, Bessa- staðahreppi, Kópavogi, Seltjarn- arnesi, Hafnarfirði, Akureyrarbæ og Byggðastofnun. Helga segir að með niðurgreiðslu þessara aðila sé hægt að bjóða Brautargengisnám á góðu verði en Brautargengi er að hennar sögn eina sérhæfða námið af þesu tagi sem eingöngu er í boði fyrir konur. Brautargengisnám kostar nú 45.000 krónur á höfuðborgarsvæð- inu og 30.000 krónur á landsbyggðinni en eingöngu verður boðið upp á fjarnám á lands- byggðinni í samvinnu við at- vinnuþróunarfélög. 300 konur lokið námi Í fréttatilkynningu frá Brautar- gengi segir að á þriðja hundrað konur hafi lokið Brautargengi og skrifað heildstæða viðskiptaáætlun í kringum viðskiptahugmynd sína. Samkvæmt rannsókn sem Brautar- gengi gekkst fyrir í sumar eru 50–60% þessara kvenna með eigin rekstur í dag. Í könnuninni kemur fram að flestar konurnar telja að námskeiðið hafi skipt mjög miklu máli varðandi það hvort þær færu af stað með rekstur. Einnig telja langflestar að þær séu mun hæfari stjórnendur eftir að hafa lokið náminu. „Kannanir okkar sýna að stór hluti þátttakenda er háskóla- menntaður, flest fyrirtækin sem stofnuð hafa verið eru í verslun og þjónustu og þau fyrirtæki sem í bí- gerð er að stofna eru í þeim grein- um líka. Flest þessara fyrirtækja eru með 10 starfsmenn eða færri en þó eru einhver með yfir 30 starfs- menn og má nefna fyrirtæki eins og No Name Cosmetics (Kristín Stef- ánsdóttir), Kaffitár (Aðalheiður Héðinsdóttir), Baðhús Lindu (Linda Pétursdóttir) og Gestamóttökuna (Inga Sólnes) sem dæmi um vel heppnuð Brautargengisfyrirtæki,“ segir í fréttatilkynningu frá Braut- argengi. Þar kemur einnig fram að í und- irbúningi sé að halda Brautargeng- isnámskeið nú í fyrsta sinn á lands- byggðinni, á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Brautargengi er 75 tíma nám fyrir athafnakonur sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum sínum í fram- kvæmd. Brautargengi í tíunda sinn Morgunblaðið/Arnaldur Hellt upp á kaffi í Brautargengisfyrirtækinu Kaffitári við Bankastræti. SAMSTÆÐA Jarðborana hagn- aðist um 75 milljónir króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, en um 55 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur voru 596 milljónir en 539 milljónir á sama tíma árið 2002 og rekstrargjöld námu 510 milljónum, en 492 millj- ónum í fyrra. Í tilkynningu frá félag- inu segir að afkoman sé í samræmi við rekstraráætlun ársins. Eignir 30. júní námu 1.904 millj- ónum króna og eigið fé 1.032 millj- ónum. Eiginfjárhlutfall var því 54,2%, en það var 47,4% á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri var 116 milljónir, en 89 milljónir á sama tíma 2002. Veltufjárhlutfall var 1,6, en 1,7 fyrir ári. Arðsemi eigin fjár er 16,4%. Í tilkynningunni segir m.a. um starfsemi innanlands: „Viðfangsefni hérlendis hafa verið fjölbreytt fyrstu sex mánuði ársins 2003 og almenn starfsemi fyrirtækisins gengið vel. Stærstu verkefni ársins hafa verið unnin á Reykjanesi fyrir Hitaveitu Suðurnesja og á Hellisheiði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvæg- asta verkefnið, sem nú er unnið að, er háhitaborun í Hágöngum á nýju jarðhitasvæði Landsvirkjunar.“ 12% af veltu erlendis Um starfsemina erlendis segir: „Á fyrstu sex mánuðum ársins 2003 nema tekjur samstæðunnar af fram- kvæmdum erlendis yfir 12% af veltu. Dótturfélag Jarðborana, Iceland Drilling (UK) Ltd., starfrækir nú tvo bora á Azoreyjum vegna rannsókn- arborana á eyjunum og er verkefnið nýhafið. Framkvæmdirnar eru á vegum orkufyrirtækisins Geoter- ceira og fara fram á eyjunni Terc- eira. Verkkaupinn, GeoTerceira, er í eigu rafveitna Azoreyja, EDA, sem annast alla vinnslu, dreifingu og sölu á raforku á eyjunum en stefnt er að byggingu 12 MW raforkuvers á næstu árum.“ Afkoma Jarðbor- ana betri en í fyrra 75 milljóna króna hagnaður á fyrri hluta árs UM 13.000 gestir koma til Íslands með leiguflugi Katla Travel, Troll Tours og Thomas Cook í sumar, eða frá maí til september og er sætanýt- ing tæplega 90% að meðaltali. Sæta- nýtingin er best í júlí eða rösklega 99%. Fyrr á þessu ári var gert ráð fyrir að farþegar í orlofsferðum til Íslands á vegum Katla Travel yrðu tvöfalt fleiri en á síðasta ári og hefur sú áætlun gengið eftir, að því er seg- ir í fréttatilkynningu frá Katla Trav- el. Flogið er frá þremur stórborgum í Þýskalandi; Berlín, Frankfurt og München auk Vínar í Austurríki. Íslandsflugið er samstarfsverk- efni Katla Travel, Troll Tours og Thomas Cook í Þýskalandi, en hið síðastnefnda rekur rúmlega 16 þús- und umboðsferðaskrifstofur á þýska markaðnum og hefur á að skipa rúm- lega 60 þúsund starfsmönnum. Terra Nova sér um að selja í ferðir héðan til fyrrnefndra borga. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, segir í fréttatilkynningu að ætla megi að markaðshlutdeild þýsku flugfélaganna árið 2003 í flutningi þýskra og austurrískra ferðamanna með beinu flugi til landsins sé nálægt 60% á ársgrund- velli og fari ört vaxandi. Sé skoðað frá hvaða löndum flestir ferðamenn koma sem skoða landið eru Þjóðverj- ar og Austurríkismenn meðal þeirra fimm efstu. Þeir ferðast mest um landið og hafa lengsta viðdvöl, að- allega fimm dýrustu mánuði ársins og gefa því mest af sér til greinarinn- ar og þjóðarbúsins, að sögn Péturs í fréttatilkynningu. Um 13.000 farþegar með Katla Travel til Íslands Um 90% sætanýting hefur verið hjá Katla Travel í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.