Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa á sama tíma og umræð- urnar um fjármál leikfélagsins stóðu sem hæst í vor. Ég get þó ekki sagt að ég hafi mikið orðið vör við umræðurnar. Hinum leik- urunum var greinilega umhugað um að fyrsta reynsla mín af leik- húsinu væri jákvæð. Annars verð- ur reyndar að viðurkennast að ég hafði lítinn tíma til að spjalla eftir æfingar þessar fimm vikur. Ég var ýmist að æfa í Borgarleikhúsinu – æfa eða sýna Tvö hús með Nem- endaleikhúsinu. Upphaflega stóð til að ég væri með í Erling í Loft- kastalanum. Eftir að ég ljós kom að frumsýna ætti verkin í sömu vikunni varð ég því miður að hætta við. Þetta voru frábærir 10 dagar.“ Lína vinnur hug og hjarta Ilmur er spurð að því hvort hún hafi rifjað upp bækurnar um Línu áður en æfingar hófust. „Ég hafði sáralítinn tíma til lestrar áður en æfingarnar hófust í vor. Aftur á móti ætlaði ég að vera voðalega dugleg í sumarfríinu. Á endanum gerði ég þó lítið annað en að horfa á gömlu kvikmyndina. Við höfum reyndar verið að glugga í bókina með Maríu á æfingum í tengslum við einstaka senur í leikritinu.“ Ilmur segir að söguþráður leik- ritsins gangi í rauninni út á að sýna fram á hvernig Lína vinnur hug og hjarta bæjarbúa. Leikritið hefst á því að Lína er kynnt til sögunnar í gegnum systkinin Tomma og Önnu (Bergur Þór Ing- ólfsson og Edda Björg Eyjólfs- dóttir). „Lína hefur týnt pabba sínum og er flutt á Sjónarhól því þar höfðu þau komið sér saman um að hittast ef þau yrðu viðskila hvort við annað. Eins og fram kemur í bókunum vekur Lína tals- verða furðu systkinanna og ekki síður bæjarbúanna þegar hún hef- ur betur í slagsmálum við sterk- asta mann í heimi á sirkustorginu skömmu síðar.“ Ilmur segir að sérstaða Línu komi enn betur í ljós þegar hún setjist á skólabekk með hinum krökkunum í bænum. „Lína er nefnilega vanari því að fara eftir sínum eigin reglum heldur en við- urkenndum samfélagsreglum eins og kemur skýrt fram í kaffiboði hjá mömmu Tomma og Önnu. Þrátt fyrir að hafa tekið sig til með „sínum hætti“ og reynt að haga sér vel setur Lína allt á ann- an endann. Maður skyldi því ætla að bæjarbúar tækju því fagnandi þegar pabbi Línu birtist allt í einu og ætlar að taka hana með sér út á sjó. Því fer þó fjarri. Bæjarbúar taka ekki í mál að Lína fari svo á endanum verður hún um kyrrt.“ Að vera sjálfum sér trúr En hver er boðskapur Línu? „Boðskapurinn í leikritinu snýst um að vera sjálfum sér trúr, þora að treysta á sjálfan sig og fara sín- ar eigin leiðir í lífinu. Þessi boð- skapur á örugglega ekkert síður við núna en þegar sögurnar voru samdar fyrir um 60 árum. Við er- um einhvern veginn svo nið- urnjörvuð í alls konar þjóðfélags- gildi. Er ekki bara allt í lagi að skella stundum framan í sig heilli rjómatertu? Ég get ekki séð neitt rangt við að bregða aðeins útaf því viðtekna svo fremi sem enginn bíði skaða af,“ segir Ilmur og jánkar því að trúlega upplifi áhorfendur af yngri kynslóðinni sig í gegnum systkinin Tomma og Önnu. „Tommi og Anna eru svona þessi venjulegu börn en þau fara líka að endurskoða gildi sín eftir að hafa kynnst Línu. Annars finnst mér líka svolítið merkilegt hvað margir fullorðnir dýrka Línu. Innst inni þráum við öll að vera frjáls eins og Lína, fara stundum yfir strikið, brjóta eitthvað af þessum óskráðu reglum samfélagsins.“ Gaf hverjum einasta betlara Hefur Lína haft einhver áhrif á Ilmi Kristjánsdóttur og öfugt? „Já, örugglega í báðar áttir. Ilmur hef- ur alltaf reynt að vera frjáls í anda. Hinu er ekki að leyna að stundum hefur hún komist býsna nálægt því að týna sér í lífsgæða- kapphlaupinu. Á þeim stundum hefur hún haft gott af áminningu eins og felst í því að setja sig í fót- spor Línu. Mig minnir að einhver persónan í kvikmyndinni About Smith hafi sagt að hún sæi mest eftir því að hafa ekki gert fleiri mistök í lífinu. Ilmur ætlar að reyna að gera ekki þau mistök,“ segir hún og hlær. „Grínlaust get ég sagt þér frá því að í sumarfríinu ákvað ég að tileinka mér viðhorf Línu til pen- inga og sagði oft við sjálfan mig í hálfum hljóðum: „Iss, skiptir ekki máli. Ég á nóg af peningum.“ Ég held að ég hafi gefið hverjum ein- asta betlara sem ég hitti á ferðum mínum í London og Grikklandi. Ég hugsaði einfaldlega með mér að þeir hlytu að hafa meira við peningana að gera en ég.“ En Ilmur áttu ekki kistu fulla af gulli! „Nei, nei, en veistu. Hlut- irnir hafa alltaf tilhneigingu til að reddast…“ Ilmur er ekki í nokkrum vafa um að hennar eigin persónuleiki hafi haft áhrif á persónusköpun Línu í sýningunni. „Persónuleiki leikarans hefur alltaf áhrif á túlk- un hans á sviðinu. Ég get kannski ekki sagt þér nákvæmlega hvað af persónuleika Ilmar hefur skilað sér til Línu. Hins vegar er alveg á hreinu að Lína er fyrst og fremst prakkari í þessari sýningu. Hún er ekki illgjörn heldur góð og lífsglöð. Ef hún fer að finna fyrir því að hún er að byrja að vera leið byrjar hún strax að dansa til að ná sér aftur upp.“ Kraftar í genunum Hvaða atriði hafa reynst þér erf- iðust á æfingum? „Æfingarnar eru auðvitað rosaleg líkamleg áreynsla. Einna erfiðast held ég þó að hafi verið að ná því að dansa og syngja á sama tíma. Núna er ég nokkurn veginn búinn að ná því að gera hvort tveggja í einu. Svona atriði eru auðvitað bara spurning um þjálfun. Enda þótt Lína sé sterkasta stelpa í heimi reyna slagsmálin við glæpamennina líka svolítið á hana,“ segir Ilmur, bros- ir stríðnislega og bregst ljúflega við þeirri bón blaðamannsins að svara tveimur aukaspurningum frá 4 og 6 ára stelpum – sem bíða spenntar eftir að sjá Línu á sviði. Ilmur er ekki lengi að svara fyrri spurningunni fyrir hönd Línu. „Já, Lína getur haldið á bíl – ekki spurning.“ Seinni spurningin er öllu snúnari. Stelpunum leikur nefnilega forvitni á að vita hvers vegna Lína sé jafnsterk og raun ber vitni. „Jú, að einhverju leyti koma kraftarnir frá pabba Línu. Hann er náttúrulega rosalega sterkur skipstjóri. Kraftarnir eru því að hluta til í genunum. Afgang- inn hefur Lína sjálf byggt upp á þrotlausum æfingum. Ekki þó með því að lyfta lóðum á líkamsrækt- arstöð heldur með því að vera sí- fellt að taka upp alls konar hluti í umhverfinu sjálfri sér til skemmt- unar. Í augum Línu er lífið nefni- lega samfelldur leikur.“ María leggur Ilmi línurnar á æfingu í Borgarleikhúsinu í vikunni. Lína í hrókasamræðum við lögreglumennina Hæng og Klæng (f.v.: Þór Tulinius og Guðmundur Ólafsson). ago@mbl.is „ÉG býst við því að börn hrífist almennt af Línu af því að í henni felst óska- draumur margra barna um hið fullkomna sjálfstæði. Mörg hver gæla þau svona í aðra röndina við að fá að ráða sér sjálf, eiga sitt eigið hús og hafa hlutina eftir eigin höfði. Lína er svona líkamlingur þessa frelsisdraums,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Hann þýddi leikritið um Línu Langsokk fyrir sýningu Þjóð- leikhússins á Línu Langsokki með Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í aðalhlutverki árið 1983. En telur Þórarinn að sama skýringin eigi við um fullorðna því Lína virðist hrífa bæði börn og fullorðna með sér? „Já, ég býst við því að sama skýringin eigi við um fullorðna. Við skulum held- ur ekki gleyma því hvað Lína er skemmtileg per- sóna, fer alltaf allt aðrar leiðir en allir aðrir á ein- hvern svona eðlilegan hátt – án þess að vera einhver yfirlýstur þverhaus eða „kverúlant“.“ Er Lína ekki orðin sígild? „Jú, jú, Lína er löngu orðin klassísk – ekki spurning. Ég held að skýr- ingin á því hljóti að vera að í henni séu einhverjir frumþættir – rétt eins og í klassísku ævintýr- unum. Einhvern veginn skiptir ekki máli þó eng- ar nútímagræjur séu í umhverfi Línu. Þótt Lína sé auðvitað á einhvern hátt staðsett í ritunartíma bókanna virðist tíminn ekki skipta neinu máli. Á meðan maður er að lesa eða horfa er maður í rauninni ekkert að hugsa: „Þetta er nítjánhunduruðfjörtíu og eitthvað í Sví- þjóð. Alls ekki.“ Nú hlýtur Lína að hafa verið talsvert óvenjuleg persóna í barnabókum á ritunartímanum? „Já, Lína hefur örugglega verið miklu meira ögrandi á þessum tíma. Hegðun hennar hefur sjálfsagt þótt mun yfirgengilegri og hneykslanlegri heldur en fólki þykir í nútímanum,“ segir Þórarinn og bætir því við að hegðun Línu virðist þó ekki hafa komið að sök. „Aftur á móti er athyglisvert að rifja upp að stærsta bókarforlag Svíþjóðar, Bonniers, leist ekki meira en svo á Línu og hafnaði handritinu af fyrstu bókinni á sínum tíma. Forlag samvinnuhreyfingarinnar undir heitinu Rabén & Sjögren gaf síðan bókina út. Nú er þessi höfnun Bonniers talin eitt af mestu feilsporum útgáfusögunnar. Þetta er talið svona svipað eins og hafa hætt í Bítlunum rétt áður en þeir urðu heimsfrægir.“ En Lína er ekki slæm fyrirmynd í sjálfu sér eða hvað? „Nei, nei og Lína á ekki til illsku. Þessi uppátæki hennar eru náttúrulega fyrst og fremst skemmtileg. Svo skapa þessi prúðu og penu börn, sem hún kynnist, þarna ákveðið mótvægi. – Og svo kemur bakhliðin á því að vera svona alveg einn auðvitað í ljós. Lína fer auðvitað á mis við ýmislegt og það er ýmislegt sem svona aðrir geta gengið að sem sjálfsögðum hlut sem hana skortir.“ Frelsisdraumur margra barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.