Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 B 5 N O N N I O G M A N N I IY D D A • 1 0 0 2 2 • si a. is SMS-úrslitaþjónusta Fáðu úrslitin og mörkin send í GSM-símann þinn. Enski boltinn á mbl.is Á mbl.is finnur þú allt um enska boltann á einum stað. Staðan • umferðir • fréttir • úrslit • upplýsingar Skjóttu á úrslitin o g þú gætir un nið glæsi leg verðlaun frá Adida s. PAUL Scholes, miðjumaðurinn mark- sækni frá Manchester United, verður ekki með enska landsliðinu þegar það mætir Makedóníu í undankeppni Evrópumóts landsliða næsta laugardag. Hann verður frá keppni næsta mánuðinn vegna nára- meiðsla, að sögn Alex Fergusons, knatt- spyrnustjóra Manchester United, en Scho- les lék ekki með liði sínu gegn Southampton í úrvalsdeildinni í gær. Scholes hefur verið í byrjunarliði Eng- lands í 28 af 30 leikjum frá því Sven-Göran Eriksson tók við stjórn þess. Rio Ferdinand, félagi Scholes, var hins- vegar valinn þrátt fyrir að hann hefði ekki spilað gegn Southampton í gær en hann hefur átt í vandræðum vegna nýrnaveiki. Þeir Jonathan Woodgate frá Newcastle og Darius Vassell frá Aston Villa verða hvor- ugur með vegna meiðsla og þá er óvíst með Owen Hargreaves og Nicky Butt af sömu sökum en þeir eru þó báðir í hópn- um. Hópurinn er þannig skipaður: David James (West Ham), Paul Robinson (Leeds), Ian Walker (Leicester), Phil Neville (Manchester United), Gary Neville (Manchester United), Ashley Cole (Arsen- al), Wayne Bridge (Chelsea), Danny Mills (Leeds), Rio Ferdinand (Manchester Unit- ed), Sol Campbell (Arsenal), John Terry (Chelsea), David Beckham (Real Madrid), Frank Lampard (Chelsea), Joe Cole (Chelsea), Owen Hargreaves (Bayern München), Nicky Butt (Manchester Unit- ed), Kieron Dyer (Newcastle), Danny Murphy (Liverpool), Steven Gerrard (Liv- erpool), Trevor Sinclair (Manchester City), Michael Owen (Liverpool), Emile Heskey (Liverpool), James Beattie (South- ampton), Wayne Rooney (Everton). Scholes ekki með Eng- lendingum Freddie Ljunberg tryggði Arsenal sigur-inn en heimamenn komust yfir snemma leiks með sjálfsmarki Lauren, sumir töldu þó að Trevor Sinclair hefði ýtt við Kamerúnan- um. Wiltord jafnaði fyrir gestina og Svíinn gerði síðan sigurmarkið eftir að David Sea- man, fyrrum markvörður Arsenal og nú City, hafði varið skot en ekki náð að halda knett- inum. Arsenal hefur ekki byrjað eins vel í deild- inni síðan 1947, en þá varð liðið enskur meist- ari. Þetta var níundi sigur liðsins í röð á City. „Við erum búnir að vinna alla okkar leiki – en þetta eru bara fjórir leikir,“ sagði Arsene Wenger eftir sigrinn og virtist rólegur yfir velgengni liðsins. James Beattie tryggði Southampton sinn fyrsta sigur í deildinni í ár með skallamarki eftir hornspyrnu á 88. mínútu. Þetta var fyrsta tap United á leiktíðinni. „Það var frábært að vinna United, en það mikilvægasta var að vinna sinn fyrsta leik og vera án taps í fjórum umferðum,“ sagði Beattie eftir sigurinn. „Auðvitað erum við vonsviknir. Það er lítið hægt að gera þegar menn skora mark á þess- um tíma dags, en við höfum sýnt að við erum lið sem kemst auðveldlega yfir vonbrigðin. Það er langur vetur framundan og ekkert lið hefur orðið meistari á þessum tíma árs,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, eftir tap- ið. Eftir fjórar umferðir í deildinni hafa fimm lið ekki tapað leik, Arsenal, Portsmouth, Chelsea, Birmingham og Southampton. Það eru einnig fimm lið sem ekki hafa unnið leik, Leicester, Bolton, Newcastle, Middlesbor- ough og Wolves. Arsenal eitt með fullt hús ARSENAL vann Manchester City 2:1 í ensku deildinni í gær og er þar með eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað leik. Fyrr í gær vann Southampton lið Manchester United og kom í veg fyrir að meistararnir hefðu einnig fullt hús eftir fjórar umferðir. Reuters Leikmenn Arsenal fagna öðru marka sinna í sigurleiknum gegn Manchester City. Frá vinstri eru Sylvain Wiltord, Ashley Cole, Robert Pires og Thierry Henry.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.