Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ má með sanni segja að Dean Martin, útherji í liði KA, leggi lík- ama og sál í leikinn. Á meðan leik stendur er hann á ferðinni allt frá fyrstu mínútu og eru það fáir leik- menn í efstu deild sem eru í jafn- góðu líkamsástandi og Englend- ingurinn. Þá er hann einn þeirra leikmann sem segir hlutina um- búðarlaust og vandaði oft Vals- mönnum ekki kveðjurna enda sæti í efstu deild í húfi. Martin var í mikilli baráttu allan leikinn en þegar Morgunblaðið talaði við kappann var hann orðinn rólegur. „Ef leikmenn eru ekki tilbúnir að gefa allt sem þeir eiga í leiki sem þessa þá hafa þeir ekkert í fót- bolta að gera. Leikurinn í dag var dæmigerður botnslagur þar sem hvorugt liðið vildi tapa. Við vild- um sigur en stig er betra en ekki neitt, sagði Dean Martin að leik loknum. Spurður hvort hann teldi KA vera nægjanlega gott til að halda sér í deildinni sagði Martin: „Ég get ekkert um það sagt. Sannleik- ann er að finna á stigatöflunni, hún lýgur ekki, ef við fáum ekki nægjanlega mörg stig til að vera áfram í deildinni þá erum við ein- faldlega ekki nógu góðir.“ Sannleikurinn er á stigatöflunni Valur 2:2 KA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 16. umferð, Hlíðarendi Sunnudaginn 31. ágúst 2003 Aðstæður: Rigning og smá vindur. Hiti 14 stig Áhorfendur: 680 Dómari: Egill Már Markússon, Grótta, 4 Aðstoðardómarar: Svanlaugur Þorsteinsson, Sigurður Þór Þórsson Skot á mark: 10(6) - 11(5) Hornspyrnur: 3 - 1 Rangstöður: 2 - 2 Leikskipulag: 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson (Kristinn G. Guðmundsson 81.) Sigurður Sæberg Þorsteinsson Guðni Rúnar Helgason MM Ármann Smári Björnsson M Bjarni Ólafur Eiríksson Stefán Helgi Jónsson M Kristinn Ingi Lárusson (Þorkell Guðjónsson 50.) Jóhann H. Hreiðarsson Thomas Maale (Matthías Guðmundsson 71.) Hálfdán Gíslason Ellert Jón Björnsson M Sören Byskov Örlygur Þór Helgason Ronnie Hartvig M Slobodan Milisic M Steingrímur Örn Eiðsson (Steinar Tenden 77.) Dean Martin M (Elmar Dan Sigþórsson 88.) Þorvaldur Örlygsson M Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Pálmi Rafn Pálmason M Jóhann Helgason (Óli Þór Birgisson 86.) Hreinn Hringsson 1:0 (22.) Ellert Jón Björnsson tók hornspyrnu frá vinstri og sendi boltann beint í markið. Ótrúlegt mark. 1:1 (66.) Dean Martin gaf boltann á Pálma Rafn Pálmason sem lét vaða af 25 metra færi og skoraði glæsilegt mark efst í vinstra markhornið. 2:1 (75.) Matthías Guðmundsson gaf sendingu frá hægri á Stefán Helga Jóns- son sem skoraði með viðstöðulausu skoti fram hjá Sören Byskov markverði KA. 2:2 (83.) Jóhann Hreiðarsson braut á Pálma Rafni Pálmasyni innan vítateigs og dæmd var vítaspyrna. Hreinn Hringsson tók spyrnuna og skoraði af ör- yggi. Gul spjöld: Stefán Helgi Jónsson, Valur (20.) fyrir brot.  Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, KA (28.) fyrir brot.  Ármann Smári Björnsson, Valur (42.) fyrir brot.  Jó- hann Helgason, KA (44.) fyrir brot.  Matthías Guðmundsson, Valur (76.) fyrir brot.  Ólafur Þór Gunnarsson, Valur (85.) fyrir mótmæli. Rauð spjöld: Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Valur (44.) fyrir gróft brot.  Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, KA (55.) Vegna tveggja gulra spjalda.  Það sást greinilega á upphafsmín-útum leiksins að mikið væri und- ir. Leikmenn virkuðu óstyrkir og engin áhætta var tek- in. Áður en Ellert Jón Björnsson kom Valsmönnum yfir á 22. mínutu hafði ekk- ert markvert gerst. Markið var afar ódýrt en knötturinn fór beint í mark eftir hornspyrnu. Markið verður að skrifast á Sören Byskov, markvörð KA. Skömmu síðar fengu Valsmenn gott færi, Thomas Maale gaf á Hálf- dán Gíslason sem var í góðu færi en skaut framhjá. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks réðu KA menn ferðinni þó án þess að skapa sér nein umtals- verð færi. Á 44. mínútu gerðist um- deilt atvik. Þá braut KA-maðurinn Jóhann Helgason illa á Sigurði Sæ- berg Þorsteinssyni, varnarmanni Vals. Sigurður brást við með að sparka í Jóhann sem lá á jörðinni og fékk að líta verðskuldað rautt spjald. Sigurður hefur eflaust ekki verið sátt- ur við eigin framkomu er hann lagðist á koddann í gærkvöldi eftir leik en öll- um getur orðið á í hita leiksins. Síðari hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk. KA menn voru með bolt- ann en Valsmenn lögðust í vörn. Á upphafmínútum síðari hálfleiks urðu Valsmenn fyrir áfalli þegar fyrirlið- inn, Kristinn Lárusson þurfti að fara meiddur af leikvelli.Skömmu síðar fékk Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA, að líta rauða spjaldið vegna tveggja gulra spjalda. Ákaf- lega harður dómur því þar með er Þorvaldur Makan búinn að fá tvö rauð spjöld á þessari leiktíð og fer því í tveggja leikja bann. Þar með var orðið jafnt í liðum. Pálmi Rafn jafnaði síðan leikinn fyrir KA með glæsilegu skoti utan teigs. Á 71. mínútu gerði Þorlákur Árna- son breytingu á liði Vals. Þá tók hann Thomas Maale af velli og Matthías Guðmundsson kom í hans stað. Matthías hafði ekki verið lengi á vell- inum þegar hann gaf góða sendingu á Stefán Helga Jónsson sem skoraði og staðan orðin 2:1. Þetta var fyrsta mark Stefáns Helga í efstu deild. Aðeins átta mínútum eftir að Vals- menn höfðu komist yfir jafnaði KA. Jóhann Hreiðarsson braut þá á Pálma Rafni innan teigs og Egill Már, góður dómari leiksins dæmdi víta- spyrnu. Valsmenn mótmæltu ákaft en dómurinn var réttur og vítaspyrna óumflýjanleg. Hreinn Hringsson skoraði af öryggi úr spyrnunni framhjá Kristni Guðmundssyni sem kominn var í mark Vals eftir að Ólaf- ur Þór Gunnarsson, aðalmarkvörður liðsins, þurfti að fara meiddur af leik- velli. Niðurstaðan var sanngjarnt jafn- tefli. Mikil barátta og harka ein- kenndu leikinn og leikmenn beggja liða gáfu ekkert eftir. Í liði heima- manna lék Guðni Rúnar Helgason mjög vel í hjarta varnarinnar ásamt Ármanni Smára Björnssyni. Þá kom Matthías Guðmundsson sprækur inn á og menn hljóta að spyrja hvers vegna hann kom ekki fyrr inn á. Ronni Hartvig og Slobodan Milos- evic léku vel hjá KA-mönnum. Það gerðu einnig þeir Þorvaldur Örlygs- son, Pálmi Rafn Pálmason og Dean Martin. Hjá báðum liðum er mikið um meiðsli auk þess sem bæði lið munu missa leikmenn leikbönn. Það gæti farið svo að síðasta spyrna mótsins muni ráða úrslitum um hvaða lið munu falla, spennan á botninum hef- ur oft verið mikil en sjaldan eins og í ár. Morgunblaðið/Kristinn Markaskorarar kljást á Hlíðarendavelli, Stefán Helgi Jónsson, Valsmaður, og Hreinn Hringsson, leikmaður KA, eigast við. Matthías Guðmundsson, Val, fylgist grannt með. Sanngjarnt jafntefli á Hlíðarenda LEIKMENN beggja liða gengu hnípnir af leikvelli þegar Egill Már Markússon dómari flautaði til leiksloka á Hlíðarendavelli í leik Vals og KA í 16. umferð efstu deildar karla í gær. Leiknum lauk með sanngjörnu 2:2 jafntefli. Hvorugt liðanna sætti sig við jafntefli því bæði róa þau lífróður um að halda sæti sínu í efstu deild. Hart var tekist á og fengu tvö rauð spjöld að líta dagsins ljós áður en yfir lauk. Valsmenn verma sem fyrr botnsæti deildarinnar og KA-menn eru komnir í fallsæti. Hjörvar Hafliðason skrifar KA og Valur sitja á botni efstu deildar karla þegar tvær umfeðir eru eftir SAMEINAÐ lið Þróttar/ Hauka í úrvalsdeild kvenna féll á laugardag niður í 1. deild eftir tap gegn samein- uðu liði Þórs/KA/KS á Ak- ureyri. Norðanstúlkur sigr- uðu, 3:0, og var sigurinn aldrei í hættu. Nokkurrar taugaspennu gætti hjá leikmönnum lið- anna í upphafi, enda leik- urinn mikilvægur í botn- baráttunni. Ef Þróttur/Haukar hefðu náð að sigra væri enn mögu- leiki að forðast fall. Heima- menn náðu hins vegar fljót- lega yfirhöndinni og Þorbjörg Jóhannsdóttir skoraði úr fyrsta færi leiks- ins. Þór/KA/KS fékk síðan 2–3 ágæt markfæri til við- bótar í hálfleiknum; það besta fékk Rakel Óla Sig- mundsdóttir þegar hún komst alein í gegn en Nanna í marki Þróttar/ Hauka bjargaði glæsilega með úthlaupi. Þór/KA/KS hóf seinni hálfleik af miklum krafti og Guðrún Soffía Viðarsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu mínútunum. Á 61. mínútu náði hún svo að skora og eftir það var aldrei spurn- ing um úrslitin. Rakel Óla bætti þriðja markinu við stuttu síðar en þrátt fyrir nokkur ágæt færi til við- bótar tókst heimamönnum ekki að bæta við mörkum. Þróttur/Haukar féllu „ÚRSLITIN fannst mér sanngjörn. KA menn höfðu betur á miðsvæðinu. Stigið sem við fengum út úr þessum leik getur kannski skipt máli þegar upp verður staðið. Ég hugsa að eini möguleiki okkar til að halda sæti okkar í deildinn sé að vinna báða þá leiki sem við eigum eftir. Við viljum helst treysta á okkur sjálfa og örlögin eru enn í okkar höndum,“ sagði Þor- lákur Árnason, þjálfari Vals, sem var daufur í leikslok. „Við erum að verða mjög fáliðaðir. Ég býst ekki við því að Kristinn Lárusson leiki meira með liðinu vegna meiðsla og þá fara þeir Sigurður Sæberg og Ármann Smári í leikbann. Það er hins vegar langt í næsta leik og þá gefst tími til að koma nýjum mönnum í þær stöður sem þarf að fylla. En það er hægt að taka ýmislegt jákvætt úr þessum leik. Matthías Guðmunds- son lék vel eftir að hann kom inn á og hans framlag færði okk- ur næstum því stigin þrjú.“ „Valur er með nægjanlega sterkt lið til að halda sér í deild- inni. Það er fyrst og fremst okkar klaufaskapur sem hefur komið okkur í þau mál sem við erum í núna.“ Örlögin eru enn í okkar höndum Morgunblaðið/Ómar Þorlákur Árnason, þjálfari Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.