Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 B 7 g GRAHAM Taylor, fyrrum knatt- spyrnustjóri Aston Villa, sagði við enska blaðið Express and Star um helgina að Jóhannes Karl Guðjónsson ætti eftir að reynast Wolves vel í úrvalsdeildinni í vetur. Taylor var stjóri hjá Villa síðasta vetur þegar hann fékk Jóhannes að láni frá Real Betis frá Spáni. Taylor hætti störfum eftir tímabilið og eftirmaður hans, David O’Leary, sýndi ekki áhuga á að semja við spænska félagið um kaup á íslenska miðjumanninum. Wolves fékk Jóhannes hins vegar að láni á dögunum, út þetta tímabil, og hann lék síðustu 11 mínúturnar á laugardaginn þegar Wolv- es gerði markalaust jafntefli við Portsmouth í nýliðaslag á heimavelli sín- um, Molineaux. „Jóhannes er mjög baráttuglaður og það sem ég sá best í hans fari er að hann vill ná árangri og læra meira. Hann er aðeins 23 ára, hefur kraft til að hlaupa um allan völl og hann hlustar á þjálfarann. Ég hafði fullan hug á að kaupa hann, fjármagnið var til reiðu og Jóhannes féll vel að mínum framtíð- arplönum. Fólk man eftir brottrekstri hans í leiknum við Birmingham og ég veit að Jóhannes sér eftir því atviki. Það var mjög slæmt brot, en eftir það náði hann sér vel á strik. Hann byrjaði mjög vel þegar hann kom til okkar, skoraði frábært mark í góðum sigri í Middles- brough, og hélt kannski að í kjölfarið yrði þetta auðvelt. Það hefur ef til vill tafið aðeins fyrir honum. En ég er viss um að hann mun standa sig með Wolves. Hann kann vel við baráttuna og hraðann í ensku knattspyrnunni, mun betur en við spænska fótboltann, og hann hefur úthald og kraft til að standa sig,“ sagði Taylor. Wolves fékk sitt fyrsta sig í úrvals- deildinni með jafnteflinu við Ports- mouth. Mikið gekk á í leiknum og Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, var rekinn af varamannabekknum. Ívar Ingimars- son var ekki í leikmannahópi Wolves. „Jóhannes Karl mun standa sig vel með Wolverhampton“ GUÐJÓN Þórðarson og lærisveinar hans í Barnsley misstu toppsæti ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu úr höndunum á laugardaginn þegar þeir fengu á sig jöfnunarmark, 1:1, á lokamínútunni gegn Notts County. Gestirnir höfðu ekki skorað mark í fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni og ekki fengið stig svo markið var afar óvænt. Fyrir vikið er Barnsley í öðru sætinu með 11 stig eftir fimm umferðir, stigi á eftir Port Vale. Guðjón sagði við enska fjölmiðla eftir leikinn að léleg nýting á marktækifærum hefði komið sínum mönnum í koll. „Við nýttum þau ekki og þegar for- ystan er aðeins eitt mark er alltaf hætta á að menn misstígi sig, og það gerðum við. Þetta var ekki nógu góð frammistaða og menn verða að læra af henni og halda einbeitingu í leikjunum,“ sagði Guð- jón. Barnsley fór illa að ráði sínu Við vorum virkilega slakir í fyrrihálfleik og spilamennskan var til skammar. Ég tel að við höfum verið heppnir að vera ekki marki undir í hálfleik en við ræddum ítarlega í hálfleik hvað við þyrftum að laga í spilamennsku okkar. Menn komu miklu ákveðnari til leiks eftir hlé og sýndu mikinn karakter og við náðum okkur vel á strik. Við fengum mörg úrvalsfæri og við hefðum átt að vinna þennan leik með fjórum til fimm mörkum en ég sætti mig fullkomnlega við 1:0 sigur.“ Þú hlýtur að vera mjög sáttur við gengi ykkar að undanförnu. „Já, það hefur gengið mjög vel hjá okkur að undanförnu. Við þurf- um ekki lengur að treysta á að önn- ur lið misstígi sig. Við höfum örlög okkar í eigin höndum og nú eru tveir leikir eftir sem við þurfum að klára. Stríðið heldur áfram og við þurfum að leika mjög vel til að halda sæti okkar í deildinni. Strák- arnir hafa sýnt mikinn karakter í sumar og ég er bjartsýnn upp á framhaldið. Það voru mjög margir sem voru fyrir löngu búnir að af- skrifa okkur en við höfum sýnt að við getum leikið mjög vel.“ Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, var mjög óánægður með frammi- stöðu FH-inga og taldi að Fram hefði átt sigurinn skilinn. „Við vor- um mjög slakir í kvöld og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Við vorum ekki með á nótunum í leiknum og Framarar voru mun betri en við. Ég tel að við höfum of- metnast aðeins eftir gott gengi að undanförnu í deildinni. Mér fannst við mæta til leiks með því hugarfari að það yrði ekkert mál að leggja Fram að velli. Svoleiðis hugsunar- háttur gengur ekki í efstu deild og við þurfum að muna það að hver einasti leikur í þessari deild er mjög erfiður. Ég tala nú ekki um þegar maður mætir liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og Framarar. Framarar höfðu einfaldlega miklu meiri áhuga á að vinna þenn- an leik. Þeir voru baráttuglaðari og við verðum að passa að mæta ekki aftur til leiks jafnáhugalausir og við gerðum í kvöld. Ég held að það sé nokkuð ljóst að Framarar munu senda okkur FH-ingum jólakort í ár vegna þess að við erum að bjarga þeim frá falli enn eitt árið,“ sagði Heimir. FH tapaði báðum leikjun- um gegn Fram í Landsbankadeild- inni í sumar. Við erum enn í mikilli fallbaráttu Eftir Atla Sævarsson og það mátti fljótt greina að Steinar Þór Guðgeirsson, þjálfari Framara, notaði leikhléið tið vekja sína menn af værum blundi. Þeir hófu leikinn með látum og eftir þriggja mínútna leik lá boltinn í neti FH-inga eftir skot Ingvars Ólason- ar. Markið virkaði sem enn meiri víta- mínsprauta á leikmenn Fram og hvað eftir annað skall hurð nærri hælum FH- marksins. Viðar Guðjónsson brenndi af úr sannkölluðu dauðafæri eftir góðan undirbúning Kristjáns Brooks á 57. mínútu og mínútu síðar skallaði Kristj- án rétt yfir markið. Framarar fengu svo gullið tækifæri til að bæta við forskot sitt. Þeir fengu dæmda vítaspyrnu þeg- ar Viðar Guðjónsson var felldur innan teigs og Ágúst Gylfason var kallaður á vettvang til að taka spyrnuna. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ágústi, sem hafði skorað úr 13. víta- spyrnum í röð í efstu deild, brást boga- listin en Daði Lárusson varði frekar slaka spyrnu fyrirliðans. Framarar létu þetta ekki slá sig út af laginu. Þeir héldu áfram að þjarma að FH-ingum og eftir hornspyrnu Ágústs á 68. mínútu sluppu FH-ingar svo sannarlega með skrekk- inn, fyrst björguðu þeir skalla Eggerts Stefánssonar af marklínu og í kjölfarið varði Daði meistaralega þrumuskot Viðars. FH-ingar voru mjög bitlitlir í sóknaraðgerðum sínum og tókst aðeins einu sinni að ógna marki Framara. Ás- geir Ásgeirsson átti þá bylmingsskot sem Gunnar gerði vel að verja. Það fækkaði um einn í hvoru liði á síðustu 10 mínútum leiksins. FH-ingurinn Guð- mundur Sævarsson fékk reisupassann á 80. mínútu þegar hann togaði Ágúst Gylfason niður þegar hann var að sleppa einn í gegn og fimm mínútum fyrir leikslok fór Baldur Bjarnason sömu leið þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald. Framarar sýndu mikla þrautseigju og þegar öllu er á botninn hvolft var sig- ur þeirra nokkuð verðskuldaður. Fram- arar léku af mikilli varúð í fyrri hálfleik en um leið og liðið færði sig framar á völlinn og sótti á fleiri mönnum áttu FH-ingar í vök að verjast. Ingvar, Andrés og Eggert voru geysisterkir í öftustu varnarlínu Framara og fyrir aftan þá var Gunnar öryggið uppmálað í markinu. Baldur Bjarnason og Viðar Guðjónsson sýndu góða takta á miðj- unni og Andri Fannar Ottósson var mjög sprækur í síðari hálfleik sem og Fram-liðið í heild. FH-liðið var á ágætu róli í fyrri hálf- leik þó svo slagkraftinn vantaði en í þeim síðari var leikur Hafnarfjarðar- liðsins ómarkviss og algjörlega brodd- laus. Öflug byrjun Framara í síðari hálfleik virtist slá FH-ingana gjörsam- lega út af laginu og þeir náðu engum tökum á leiknum eftir það. Heimir, All- an Borgvardt og Tommy Nielsen stóðu helst upp úr hjá FH-ingum sem urðu að láta í minni pokann öðru sinni fyrir Fram í sumar. Morgunblaðið/Kristinn t að Gunnari Sigurðssyni, markverði Fram, og til varnar er Gunnar Þór Gunnarsson. ar úr fallsæti Fram 1:0 FH Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeildin, 16. umferð Laugardalsvöllur Sunnudaginn 31. ágúst 2003 Aðstæður: Hægviðri og ringingarúði. Blautur völlur en góður. Áhorfendur: 1.103 Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Keflavík, 3 Aðstoðardómarar: Gunnar Sv. Gunnarsson, Guð- mundur H. Jónsson Skot á mark: 10(5) - 11(6) Hornspyrnur: 6 - 2 Rangstöður: 4 - 0 Leikskipulag: 4-3-3 Gunnar Sigurðsson M Ingvar Ólason M Andrés Jónsson M Eggert Stefánsson M Ómar Hákonarson (Freyr Karlsson 77.) Baldur Þór Bjarnason M Ágúst Gylfason Viðar Guðjónsson M (Daði Guðmundsson 76.) Gunnar Þór Gunnarsson Kristján Brooks Andri Fannar Ottósson M (Þorbjörn Atli Sveinsson 81.) Daði Lárusson M Magnús Ingi Einarsson M Tommy Nielsen M Sverrir Garðarsson Freyr Bjarnason (Guðmundur Sævarsson 72.) Baldur Bett Heimir Guðjónsson M Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Atli Viðar Björnsson (Emil Hallfreðsson 63.) Allan Borgvardt M Jón Þorgrímur Stefánsson (Jónas Grani Garðarsson 69.) 1:0 (48.) Eftir hornspyrnu Framara barst boltinn til Baldurs Bjarnasonar sem staðsettur var við endamarkalínu. Baldur sendi knöttinn á Ingvar Óla- son sem skoraði með föstu skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni FH-inga. Gul spjöld: Baldur Þór Bjarnason, Fram (39.) fyrir brot  Sverrir Garðarsson, FH (86.) fyrir brot  Rauð spjöld: Guðmundur Sævarsson, FH (81.) fyrir brot  Baldur Þór Bjarnason, Fram (85.) annað gula spjaldið  STEINARI Þór Guðgeirssyni, þjálfari Fram, var létt í leikslok enda Framarar loksins komnir úr fallsæti. „Það er mjög gott að vera komnir úr fallsæti en mótið er langt frá því að vera búið. Við þurfum að halda áfram að berjast og leika vel því við erum enn í miklum fallbaráttuslag,“ sagði Steinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.