Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B ÚRVALSVÍSITALA Kaup- hallar Íslands ICEX-15 hækk- aði um 16,6% í ágúst sl. en það er næstmesta hækkun vísitöl- unnar á einum mánuði frá upp- hafi. Mesta hækkunin varð í apríl 1997 og nam rúmum 23% en næstu tólf mánuði þar á eftir lækkaði vísitalan hins vegar aft- ur um 22% þrátt fyrir almenna bjartsýni á markaðnum. Verð hlutabréfa í Pharmaco hækkaði um 30,4% í ágúst en vægi félagsins í Úrvalsvísitöl- unni er 17% og skýrir hækkun á Pharmaco um þriðjung hækk- unar vísitölunnar í mánuðinum. Þetta kemur fram í ritinu Til- efni frá greiningardeild Kaup- þings-Búnaðarbanka þar sem farið er yfir 6 mánaða uppgjör fyrirtækja í Kauphöll Íslands. Sjóvá hækkar um 40% og Pharmaco um 36% Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið með líflegasta móti að undanförnu og verð sumra fyrirtækjanna sem skráð eru á hlutabréfamarkað hefur hækk- að talsvert á árinu. Meðfylgj- andi er tafla sem sýnir breyt- ingar á verði hlutafjár í nokkrum skráðum félögum frá 1. júlí sl. og þar til í gær. Hlutabréf í Sjóvá-Almennum hafa hækkað mest í verði á þessu tímabili eða um 40% og má m.a. rekja það til góðrar af- komu og væntinga um gott ár vegna mikils söluhagnaðar af hlutabréfum í Skeljungi. Þá hafa bréf í Pharmaco hafa hækkað um 36% á sama tíma- bili. Sú hækkun er sömuleiðis rakin til góðrar afkomu auk þess sem horfurnar eru góðar í rekstri félagsins. Í Tilefni segir að hækkun Pharmaco í ágúst skýri 5,2 prósentustig af 16,6% hækkun Úrvalsvísitölunnar í ágúst. Markaðsverð félagsins miðað við lokagengi í gær er orðið 83 milljarðar króna. Bakkavör fer lækkandi Gengishækkun hlutabréfa í Bakkavör er aðeins 2% nú en bréfin hækkuðu um 11% í ágúst og höfðu þá hækkað um 30% frá áramótum. Hins vegar hefur gengið lækkað aftur það sem af er september. Bent er á það í Tilefni að þau félög sem hafi haft hvað mest áhrif á Úrvalsvísitöluna í ágúst, þ.e. Pharmaco og Bakkavör, hafi litla sem enga starfsemi á Íslandi og séu nánast óháð ís- lenska hagkerfinu. Hið sama megi segja um Össur auk þess sem núverandi verðmat bank- anna virðist vera bundið við trú á útrás þeirra og hagræðingu. „Þeir þættir sem knýja fram hækkunina á hlutabréfamark- aðinum virðast því frekar eiga rætur sínar í útlöndum en hér heima.“ Verð bankanna of hátt Viðskiptabankarnir þrír hafa allir hækkað mikið í verði á árinu en frá því í byrjun júlí hefur gengi Landsbankans hækkað mest eða um 27%, gengi Íslandsbanka hefur hækkað um 10% og Kaupþings- Búnaðarbanka um 9%. Mark- aðsvirði þess síðastnefnda er 71,4 milljarðar króna miðað við gengi gærdagsins og er það tvö- falt markaðsvirði Landsbanka Íslands. Greiningardeild Kaupþings- Búnaðarbanka segist telja að verð bankanna sé orðið of hátt, þrátt fyrir að bjart sé fram- undan í rekstri þeirra. Til að bankarnir standi undir núver- andi mati sé meginvandi þeirra að vaxa en jafnframt halda góðri arðsemi. „Greiningardeild telur því að þótt það kunni að vera að einhverjir bankanna muni standa undir núverandi verði, geti þeir aldrei gert það allir, nema þá að til verulegra landvinninga komi á erlendum vettvangi.“ Enn fremur er lýst áhyggjum af miklum verðhækkunum á hlutabréfum fyrirtækja sem telja megi til Kolkrabbans, s.s. Eimskips, Sjóvár-Almennra og Fjárfestingarfélagsins Straums. Greiningardeild Kaupþings- Búnaðarbanka telur að ekki sé innistæða fyrir þessum hækk- unum og þrátt fyrir töluverða hagræðingarmöguleika í þess- um fyrirtækjum þá sé þegar bú- ið að verðleggja verulegan af- komubata í verði þeirra. Mælt er með sölu á hælutabréfum í öllum þessum félögum. Næstmesta hækkun ICEX-15 frá upphafi Greiningardeild Kaupþings-Búnaðarbanka segir þau félög sem höfðu hvað mest áhrif til hækkunar hafa mjög litla starfsemi hérlendis og vera nánast óháð íslenska hagkerfinu            !" #$ % & ' ( ) ( *  !  ) ( *  + ,#  -  . / 012 1 310 12 21 3122 241 0132 313 /  * 51 515 21 2 31 212 21 51 51 315 /               6    10 417 21 514 3712 12 5 13 01 13 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS FLUGLEIÐIR hafa stofnað nýtt dótt- urfyrirtæki, Íslandsferðir, til að sinna markaðssetningu og sölu á íslenskri ferða- þjónustu erlendis. Framkvæmdastjóri fé- lagsins verður Hannes Hilmarsson. Í fréttatilkynningu segir að undir hið nýja fyrirtæki falli rekstur á ferðaskrif- stofum í níu Evrópulöndum og rekstur inn- anlandsdeildar Ferðaskrifstofu Íslands. Erlendu ferðaskrifstofurnar sérhæfa sig í sölu á ferðum til Íslands en þessi fyrirtæki starfa í dag sem dótturfyrirtæki Icelandair. Um áttatíu manns munu starfa hjá Ís- landsferðum ehf. Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins verða á Íslandi, en starfsemi verður til að byrja með í tíu löndum „Markmið Flugleiða með þessum breyt- ingum er tvíþætt: Í fyrsta lagi að efla enn frekar sölu á íslenskri ferðaþjónustu á er- lendum mörkuðum. Flugleiðir, Icelandair, Ferðaskrifstofa Íslands og Íslandsferðir hafa náð góðum árangri í markaðssetningu á ferðum til Íslands undanfarin ár, en eiga í harðnandi samkeppni á alþjóðamarkaði þar sem sífellt fleiri ferðamöguleikar eru í boði til annarra landa. Í þeirri samkeppni telja Flugleiðir brýna þörf á að beita samein- uðum kröftum til að efla sölu- og markaðs- starfið, og stuðla þannig að áframhaldandi vexti og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjón- ustu sem einkennt hefur síðasta áratug,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Í fréttatilkynningunni segir að breyt- ingin sé einnig liður í að skilja betur að rekstrarþætti innan Flugleiðasamstæð- unnar, með það að markmiði að ná betri rekstrarárangri, auka ábyrgð stjórnenda og gera heildarstarfsemina gegnsærri. Hannes Hilmarsson er viðskiptafræð- ingur. Hann er nú svæðisstjóri Icelandair í Skandinavíu. Hann hefur starfað hjá Flug- leiðum í fjórtán ár, m.a. í hagdeild fyrirtæk- isins, hjá Flugleiðahótelum, sem sölu- og markaðsstjóri í Bandaríkjunum og svæð- isstjóri á Bretlandi. F E R Ð A Þ J Ó N U S T A Flugleiðir stofna nýtt dótturfélag Starfar í tíu löndum með áttatíu starfsmenn S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Samskip á siglingu Viðtal við forstjóra félagsins 2 Ráðherrafundur WTO Landbúnaðarmál helsta viðfangsefni fundarins 6 VIÐSKIPTASÉRLEYFI RYÐJA SÉR TIL RÚMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.