Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI S AMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa hvatt ríkisstjórnina til að end- urmeta stefnu sína varð- andi verslun með land- búnaðarvörur og fyrirmæli samningamanna Íslands á væntan- legum ráðherrafundi heimsvið- skiptastofnunarinnar, WTO. Fund- urinn, sem er sá fimmti í röðinni, verður haldinn í Kankún í Mexíkó dagana 10.–14. september næstkom- andi. Í Fréttapósti SVÞ á Netinu frá 19. ágúst síðastliðnum segir að þeir sem muni fylgjast með ráðherrafundin- um muni reka upp stór augu þegar stefna íslenskra stjórnvalda verður kynnt. Hún sé nefnilega sú að auka frelsi í viðskiptum með sjávarafurðir en hindra hins vegar viðskipti með landbúnaðarvörur og viðhalda einu kostnaðarsamasta styrkjakerfi í þeim geira sem þekkist í veröldinni. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá hagsmunasamtökum norrænna verslunar- og þjónustufyrirtækja til ríkisstjórna allra Norðurlandanna er hvatt til þess að norræn stjórnvöld beiti sér fyrir því á fundinum í Kankún að 1. janúar 2005 verði upp- hafsdagsetning aukins frelsis í al- þjóðaviðskiptum. Dagsetningin er miðuð við að staðið verði við þá áætl- un sem síðasti ráðherrafundur WTO ákvað, en hann var haldinn í Doha í Katar í nóvember 2001. Í yfirlýsingu norrænu verslunar- og þjónustusamtakanna segir að inn- an þeirra vébanda séu flest þeirra fyrirtækja á Norðurlöndunum sem stundi innflutning. Þar er því haldið fram að minnkun viðskiptahindrana á landbúnaðarvörur, iðnaðarvörur og þjónustu um 20%, hefði í för með sér árlegan fjárhagslegan hagnað sem næmi um 150 milljörðum Banda- ríkjadala á heimsvísu. Þá segir í yf- irlýsingunni að aukið frelsi í viðskipt- um hefði örvandi áhrif á alþjóða- viðskipti. Þess vegna sé mikilvægt að eins mörg ríki og mögulegt er verði hluti að WTO-samstarfinu. Yfirlýs- ingin var samþykkt á fundi formanna og framkvæmdastjóra samtakanna í Svíþjóð í síðustu viku. Viðræður um fjölmörg mál Á ráðherrafundi WTO í Doha á árinu 2001 var samþykkt að hefja samn- ingaviðræður um alþjóðaviðskipti, til að freista þess að draga enn frekar úr viðskiptahömlum og fella fleiri svið viðskipta undir alþjóðlegar regl- ur. Samþykkt var að stefna að því að ljúka samningaviðræðunum fyrir árslok 2004. Á Doha-fundinum var samþykkt að samningaviðræðurnar næðu til landbúnaðar, þjónustuviðskipta, markaðsaðgangs fyrir iðnaðarvörur, reglna um undirboð, ríkisstyrkja, höfundarréttar, fríverslunarsamn- inga, lausnar deilumála, viðskipta og þróunar og viðskipta og umhverfis. Var jafnframt samþykkt á Doha- fundinum að ákvörðun yrði tekin á næsta ráðherrafundi, þ.e. á fundin- um í Kankún, um samningaviðræður um fjárfestingar, samkeppnisreglur, gagnsæi í opinberum innkaupum og einföldun alþjóðaviðskipta. Utanríkisráðuneytið hélt nýlega kynningarfund fyrir hagsmunaaðila hér á landi í tilefni af væntanlegum ráðherrafundi WTO. Á fundinum voru áherslur ríkis- stjórnarinnar í þessu máli kynntar. Í samantekt utanríkisráðuneytisins, sem dreift var á fundinum, kemur fram að aðildarríkjum WTO hafi ekki tekist að standa við tímafresti sem settir voru samkvæmt Doha-yfirlýs- ingunni til að ná áföngum í viðræðun- um. Að hluta til sé það vegna þess að samkomulag á einu sviði sé tengt ár- angri á öðru sviði og noti menn eft- irgjöf á einu sviði til að ná sínu fram á öðru. Miðað sé við að niðurstöður samninga á einstökum sviðum myndi eina heild og verði bindandi þegar búið sé að ná samkomulagi um öll mál. Þá segir í samantekt utanríkis- ráðuneytisins að þróunarmál og hagsmunir þróunarríkjanna séu eins og rauður þráður í gegnum umboð samningaviðræðnanna. Lítill árang- ur hafi náðst í þeim málum sem tek- ist sé um og varða sérstaklega þró- unarríkin, s.s. varðandi hugverk og aðgang þróunarríkja að lyfjum. Séu þróunarríkin treg til að ganga til aukins frelsis í alþjóðaviðskiptum al- mennt meðan árangur láti á sér standa á þeim sviðum sem þau leggi mesta áherslu á. Pólitísk leiðsögn í Kankún Á ráðherrafundinum í Kankún verð- ur farið yfir stöðu mála í Doha samn- ingaviðræðunum. Yfirlýsing fundar- ins mun veita pólitíska leiðsögn fyrir framhaldið og einnig verða ákvarð- anir teknar í vissum málum eftir því sem þörf krefur, að því er fram kem- ur í samantekt utanríkisráðuneytis- ins. Þar segir jafnfram að Kankún ráðherrafundurinn sé ólíkur fyrri fundum þar sem ekki sé um að ræða upphaf eða endalok viðræðna. Utanríkisráðuneytið segir að margir leggi áherslu á að ekki megi gera of mikið úr Kankún-fundinum. Hann sé fyrst og fremst tæki til að meta stöðuna og hleypa nýju blóði í viðræðurnar. Aðrir telji nauðsynlegt að höggvið verði á hnútana í Kankún þar sem ekki hafi náðst samkomulag. Almennt megi segja að viðræðurnar sitji fastar. Kankún-fundurinn sé haldinn á lykiltíma og geti skipt verulegu máli fyrir framvinduna að ráðherrar gefi viðræðunum pólitíska leiðsögn og meðbyr. Gerist það ekki aukist líkur á að viðræðurnar dragist fram yfir setta lokadagsetningu. Segir utanríkisráðuneytið að mestur styr hafi staðið um landbún- aðinn og fjölmörg ríki telji að viðræð- urnar standi og falli með árangri á því sviði. Mörg þróunarríki, sem hafi hagsmuni af útflutningi á landbún- aðarafurðum, og útflytjendur land- búnaðarvara í hópi iðnríkja, m.a. Ástralía, Bandaríkin, Kanada og Nýja-Sjáland, hafi einnig farið mik- inn og telji að iðnríkin í Evrópu auk Japans grafi illilega undan getu þró- unarríkjanna til að hasla sér völl í heimsviðskiptum þar sem þau þurfi að keppa við ríkisstyrktar landbún- aðarafurðir og háa tolla þessara auð- ugu ríkja. Því sé hræsni að tala um aukið frelsi í heimsviðskiptum og sérstakt átak til að ganga til móts við hagsmuni þróunarríkja nema skurk- ur sé gerður í afnámi viðskiptahafta á þessu sviði. Ennfremur telji þessi ríki að landbúnaðarviðskipti eigi að sitja við sama borð og vera háð sömu skilmálum og t.d. iðnaðarvörur. Einnig segir í samantekt utanríkis- ráðuneytisins að um leið og Evrópu- ríkin og Japan viðurkenni að laga þurfi landbúnaðarviðskipti betur að leikreglum hins alþjóðlega viðskipta- kerfis telji þau að landbúnaður gegni fjölþættu hlutverki í samfélaginu sem taka verði tillit til, s.s. fæðuör- yggis, umhverfismála, byggðasjón- armiða o.s.frv. Því sé ekki hægt að láta lögmál frjálsra viðskipta gilda fullum fetum um landbúnað. Þess sé einnig að geta að mörg þróunarríki séu mótfallin róttækum niðurskurði tolla hjá iðnríkjunum þar sem með því sé dregið úr viðskiptaívilnunum fyrir landbúnaðarvörur sem þau njóta á þessum mörkuðum í skjóli sérreglna og sérmeðferðar. Ekkert réttlætir of hátt verð Í framangreindum Fréttapósti SVÞ segir að mikilvægt sé að líta ekki að- eins til hagsmuna útflutningsversl- unar þegar alþjóðleg vöruviðskipti eru rædd, heldur jafnframt og ekki síður til innflutningsverslunarinnar. „Verndarstefna íslenskra stjórn- valda gagnvart innflutningi á land- búnaðarvörum veldur hærra verði á matvælum en með frjálsari innflutn- ingi,“ segja SVÞ. „Eðlilegra væri að landbúnaður byggi við samkeppni eins og aðrar atvinnugreinar í land- inu. Hér á landi er varið hlutfallslega mun meiru til niðurgreiðslna og verndar landbúnaði en víðast annars staðar, t.d. í ríkjum ESB. Stuðningur við innlendan landbúnað er m.a. í formi innflutningstolla, innflutnings- kvóta, uppboða á slíkum kvótum og opinberum verðákvörðunum um heildsöluverð mjólkurvara. SVÞ telja að ef pólitískur vilji er til þess að styrkja íslenskan landbúnað áfram, eigi bæði að lækka þennan stuðning nokkuð og beina honum í þann far- veg að hann komi beint af fjárlögum og trufli þannig ekki markaðinn.“ SVÞ segir að mikilvægustu samn- ingamálin á WTO-ráðherrafundinum í Kankún verði viðskipti þróunar- ríkja við iðnríkin og séu eins og rauð- ur þráður gegnum væntanlegar við- ræður. Þá segir: „Auk land- búnaðarmála verður fjallað um önnur vöruviðskipti, þjónustuvið- skipti, opinber innkaup o.fl. Stefna íslenskra stjórnvalda er í flestum til- vikum á þá leið að stuðla að auknu viðskiptafrelsi og efla viðskipta- tengsl við þróunarríkin. Undantekn- ingin frá þessari stefnu er þegar kemur að landbúnaðarmálum, þá eru tínd til öll hugsanleg rök sem mæla með verndarstefnu. Þeirra helst eru byggðastefna og umhverfismál, fæðuöryggi og erfið veðurfarsskil- yrði hér á landi. Ekkert af þessu réttlætir það að láta neytendur greiða of hátt verð fyrir matvæli til að vernda innlendan landbúnað,“ segir í Fréttapósti SVÞ. Landbúnað- ur meginmál ráðherra- fundar WTO Hagsmunasamtök norrænna verslunar- og þjónustufyrirtækja hvetja ríkisstjórnir land- anna til að beita sér fyrir því að 1. janúar 2005 verði upphafsdagsetning aukins frelsis í al- þjóðaviðskiptum Morgunblaðið/Birkir Fanndal Í yfirlýsingu norrænu verslunar- og þjónustusamtakanna segir að minnkun viðskiptahindrana á landbúnaðarvörur, iðnaðarvörur og þjónustu um 20% hefði í för með sér árlegan fjárhagslegan hagnað sem næmi um 150 milljörðum dollurum á heimsvísu. LARS Olof Lindgren, ráðuneysisstjóri á sviði utanríkis- viðskipta í sænska utanríkisráðuneytinu, segist vera bjartsýnni nú en hann hafi verið fyrir einungis fáum vikum um að ráðherra- fundur heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Kankún í Mexíkó, 10.–14. september næstkomandi, verði árangursríkur. Hann segir að vonir hans hafi tekið að glæðast síðastliðið vor. Ástæð- an fyrir bjartsýni hans sé að stærstum hluta sú þróun sem orðið hafi varðandi landbúnaðarmál á umliðnum vikum, en ESB og Bandaríkin hafa lagt fram sameiginlega tillögu um aðferðafræði við lækkun tolla, innanlandsstuðning og útflutningsstyrki á þessu sviði. Lindgren sagði í erindi sem hann flutti á morgunverðarfundi sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og viðskiptaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins stóðu fyrir síðastliðinn þriðjudag, að samstaða ESB og Bandaríkjanna í landbúnaðarmálum, og reyndar á ýmsum öðrum sviðum, væri mjög mikilvæg fyrir vænt- anlegan ráðherrafund WTO. Efni morgunverðarfundarins var staða mála í svonefndum Doha-viðræðum á sviði WTO og væntanlegur ráðherrafundur í Kankún. Þeim fundi er ætlað að vera áfangi á þeirri leið að ljúka þeirri samningalotu sem komið var af stað í Doha í Katar á árinu 2001 og á að ljúka í lok næsta árs. Fundur fyrir pólitískan þrýsting Innan ESB hefur farið fram endurskoðun á sameiginlegri land- búnaðarstefnu sambandsins og er talið að hún geti haft þau áhrif að ESB geti teygt sig lengra í samkomulagsátt innan WTO en hingað til. Lindgren sagði á morgunverðarfundinum að sameiginleg stefna ESB hafi aukið líkur á samkomulagi í landbúnaðarmálum innan WTO. Vonir stæðu til að framleiðsla í landbúnaði muni er fram líða stundir taka meira mið af markaðsaðstæðum á hverj- um stað en ekki af þeim styrkjum sem hugsanlega sé hægt að fá til framleiðslunnar. Þróunin innan ESB í þessum efnum sé að hans mati góð. Fram kom í máli Lindgrens að ráðherrafudurinn í Kankún sé mjög mikilvægur þótt ekki sé gert ráð fyrir að þar verði teknar veigamiklar ákvarðanir. Hann sagði að fundinum sé meira ætlað að hafa þau áhrif að auka pólistíska samstöðu aðildarþjóðanna, og þannig auka þrýsting á þá embættismenn og aðra sem taka þátt í hinum reglubundnu samningaviðræðum á vegum WTO um það sem samkomulag hafi verið um á Doha-fundinum á árinu 2001. Þá sagði hann að traust sé mikilvægt fyrir efnahagslega þróun í heiminum og Kankún-fundurinn geti orðið til að auka traust milli þjóða. Lindgren sagði að mikil þörf sé á því að auka traust milli þjóða, því traust sé mikilvægt fyrir efnahagslega þróun í heiminum. Kankún-fundurinn geti orðið til að auka slíkt traust en auk þess þurfi þjóðarleiðtogar nú á tímum að sýna að þeir geti komið sam- an og náð árangri. Eftir nokkra lægð að undanförnu þarf efnahagslífið í heiminum á innspýtingu að halda að mati Lindgrens. Hann sagði að þróun- arlöndin þurfi sérstaklega að koma meira inn í heimsviðskiptin. Þá sagði hann að þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir í framhaldi af Doha-fundinum hafi litlu skilað hingað til og tíma- mörk á flestum sviðum hafi verið þverbrotin. Breytt afstaða ESB til landbúnaðarmála og sú staðreynd að sambandið og Bandaríkin séu nú samstiga hafi því aukið vonir manna um að árangur geti náðst. Ljóst sé þó að verkefnið sé ekki auðvelt og sinn tíma muni taka að gera árangurinn sýnilegan. Engar hindranir Að sögn Lindgrens hefur það verið stefna sænskra stjórnvalda í nokkurn tíma að það sé best fyrir alla að hindranir í viðskiptum séu engar, nema varðandi vopnasölu. Hann sagði að samstaða hafi hins vegar ekki verið um þetta, enn sem komið er. Því hafi Svíar lagt áherslu á að þetta myndi að minnsta kosti eiga við um allra fátækustu ríkin í heiminum. Þetta sé ekki einvörðungu nauð- synlegt fyrir þau heldur önnur ríki einnig. Hann nefndi sem dæmi að að hans mati sé lítil sanngirni í því að sömu tollar séu á vörum sem fluttar eru til Bandaríkjanna frá Mongólíu, annars vegar, og frá Noregi, hins vegar. Útflutningur frá Mongólíu til Bandaríkjanna sé einungis um 3% af útflutningnum frá Noregi. Mongólía er meðal fátækustu landa í heiminum en Noregur er eitt þeirra allra ríkustu. Þessu vilji sænsk stjórnvöld að minnsta kosti breyta. Meiri bjartsýni um árangursríkan fund Ráðuneytisstjóri í sænska utanríkisráðuneytinu segir að miklu máli skipti fyrir árangur af ráðherrafundi WTO í Kankún í Mexíkó að ESB og Bandaríkin séu nú samstiga í landbúnaðarmálum og á fleiri sviðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.