Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Starfssvið: Starfsmaður þarf að sjá um alla tollskýrslugerð vegna innflutnings bíla og varahluta. Einnig fellur í hlut viðkomandi að sjá um afstemmingar og aðstoð við bókhald, auk almennra skrifstofustarfa. Hæfnis- og menntunarkröfur: Við gerum kröfur um stúdentspróf eða sambærilega menntun. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi haldbæra reynslu af bókhaldi og reynsla af tollskýrslugerð er æskileg. Einnig er góð almenn tölvu- og tungumálakunnátta skilyrði. Í fari viðkomandi leitum við að góðum samskiptahæfileikum, auk skipulagðra og sjálfstæðra vinnubragða. Starfshlutfall er 100% og um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 22. september nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega og öllum umsóknum svarað. Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Auður Björnsdóttir, starfsmannafulltrúi, veitir nánari upplýsingar. Vinsamlega sendið inn eigin starfsferilsskrá á netfangið ab@raesir.is eða í pósti á ofangreint heimilisfang. Skrifstofustarf Við leitum að áhugasömum og drífandi starfsmanni á skrifstofu okkar. Ræsir hf. var stofnað árið 1942 og hefur alla tíð síðan þjónað bifreiðaeigendum. Ræsir hefur umboð fyrir Chrysler, Jeep, Mazda og Mercedes-Benz. LAUS STÖRF • Stuðningsaðila í hlutastarf með fötluðu barni hjá Félagsþjónustunni • Aðstoðarskólastjóra í Hjallaskóla • Matráðs starfsmanna í Lindaskóla Leikskólakennara vantar í eftirtalda leikskóla: • Álfatún v/Álfatún, hlutastarf • Álfatún v/Álfatún, deildarstjóra • Álfatún v/Álfatún á deild • Efstahjalla v/Efstahjalla 100% • Efstahjalla v/Efstahjalla 70% tímab. • Efstahjalla v/Efstahjalla aðstoð í eldhús 50% tímab. • Fögrubrekku v/Fögrubrekku 100% • Kópahvol v/Bjarnhólastíg 100% • Marbakka v/Marbakkabr. hlutastarf • Marbakka v/Marbakkabr. 100% í 3 mán. • Smárahvamm v/Lækjasmára 100% • Smárahvamm v/Lækjasmára hlutastarf • Núp v/ Núpalind • Urðarhól v/Kópavogsbraut Einnig: • Leikskólasérkennara með umsjón • Talmeinafræðing í hlutastarf Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Flugmálastjórn Íslands óskar að ráða starfs- mann í mötuneyti Starfssvið:  Umsjón með morgunverði og léttum málsverði í hádegi fyrir starfsmenn.  Umsjón með kaffi og meðlæti eftir því sem við á. Hæfniskröfur:  Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.  Áhugi á matargerð og hæfni til að gera konum og mönnum glatt í geði hvað mat varðar. Í mötuneyti Flugmálastjórnar starfa tveir starfsmenn. Þar neyta matar u.þ.b. fimmtíu manns á degi hverjum. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Umsóknir: Upplýsingar um starfið gefa Stefanía Harðardóttir í síma 569 4242 og Ingunn Ólafsdóttir í síma 569 4303. Umsóknir berist fyrir 22. september 2003. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugmálastjórnar: www.flugmalastjorn.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flugmálastjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innan lands og utan, að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður-At- lantshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið, sem sam- tals hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flesti þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.