Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 C 11 KENNSLA Árs framhaldsnám sjúkraliða Heilbrigðisskólinn býður nú í þriðja sinni upp á árs framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkr- un. Inntökuskilyrði eru þau, að viðkomandi hafi unnið að lágmarki fjögur ár sem sjúkraliði og hafi einhverja tölvukunnáttu. Boðið er upp á tvær leiðir til þess að stunda námið; 1. Staðbundið tveggja anna bóknám og átta vikna verknám á heilbrigðisstofnunum. 2. Fjarnám með fjarfundabúnaði og stað- bundnar lotur, en þá er námið fjórar annir og átta vikna verknám. Fjarnámið er með fyrirvara um lágmarksþátttöku. Umsóknarfrestur er til 24. október og skal skila umsókn á skrifstofu skólans og skulu fylgja henni afrit af prófskírteinum, starfsferilsskrá og meðmæli frá vinnuveitanda. Allar nánari upplýsingar um námið er hægt að finna á heimasíðu Fjölbrautaskólans við Ármúla/Heilbrigðisskólans, sjúkraliðabraut, framhaldsnám sjúkraliða, www.fa.is og hjá kennslustjóra sjúkraliðabrautar, netfang ghr@fa.is eða í síma 581 4022. Skólameistari. Náms- og rannsóknarstyrkur Vísinda- og rannsóknarsjóður Fræðslunets Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk að upphæð kr. 500.000. Styrkurinn er ætlaður námsfólki, sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs, BA/BS eða sambærilegrar eða hærri gráðu. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að finna í starfsreglum sjóðsins sem birtar eru í heild á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands, www.sudurland.is/fraedsulnet, en þar kemur m.a. fram að rannsóknarverkefnið skuli tengj- ast Suðurlandi og þjóni ótvíræðum atvinnuleg- um og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknum um styrk skal senda, ásamt ítarlegri verklýsingu og verkáætlun (sjá 5. gr. starfsreglna), til Fræðslunets Suður- lands, Austurvegi 56, 800 Selfossi, fyrir 10. nóvember 2003. Nánari upplýsingar veitir Jón Hjartarson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, í síma 480 5020. Gigtarfélag Íslands Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands Ný námskeið hefjast miðvikudaginn 10. sept- ember. Námskeið í boði: Létt leikfimi Hádegisleikfimi Vefjagigtarhópar Bakleikfimi karla Jóga almennt og Jóga fyrir betra bak Vatnsþjálfun í Sjálfsbjargarlauginni Góð leikfimi í notalegu umhverfi fyrir gigtarfólk og aðra er áhuga hafa á góðri hreyfingu undir stjórn fagfólks. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600. Byggjum upp og bætum líðan. Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Kópavogur - Vatnsendaland, stofnlögn 1. áfangi Verkið felst í að leggja dreifikerfi hitaveitu, rafveitu og síma í Ögurhvarf, Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg, auk gerðar göngustígs við Vatnsendaveg. Helstu magntölur eru: Skurðlengd 2.300 m Lengd hitaveitulagna 3.500 m Strengjalagnir 5.240 m Lagning ídráttarröra 6.700 m Göngustígur 160 m Verklok eru 12. desember 2003. Útboðsgögn verða afhent hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tiboðin verða opnuð í fundarsal á 5. hæð, vesturhúsi, fimmtudaginn 18. september 2003 kl. 11:00 á sama stað. ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð er til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * Nýtt í auglýsingu 13366 Borðbúnaður — Leirtau og hnífa- pör — Rammasamningsútboð. Opn- un 25. september 2003 kl. 15.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. Húsfélagið Fífusel 7-9, Reykjavík Óskað er eftir tilboðum í utanhússviðgerðir á fjöleignahúsinu Fífusel 7-9 í Reykjavík. Verkið er fólgið í steypu- og múrviðgerðum, endursteypu á svölum, viðgerðum á tréverki, endurglerjun og málun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar, Grensásvegi 1 í Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 9. september nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. september nk. kl. 14.00. F.h. húsfélagsins, Tilboð óskast í húseignina Árbraut 31-33-35 á Blönduósi 13323 Árbraut 31-33-35 á Blönduósi. Um er að ræða Skólahús - aðalbyggingu frá ár- inu 1911 ásamt viðbyggingu sem var reist árið 1934. Útveggir eru úr steinsteypu en innviðir að miklu leyti úr timbri. Húsið er alls talið tæpir 1000 fm. Bílskúrar og geymslur - skúrbygging frá árinu 1968, alls um 312 fm. Brunabótamat er kr. 87.496.000 og fasteignamat er kr. 22.366.000. Íbúðarhús úr steinsteypu stærð 127 fm. Brunabótamat er kr. 11.546.000 og fasteigna- mat kr. 2.887.000 og íbúðarhús úr steinsteypu stærð 147 fm. Brunabótamat er kr. 14.350.000 og fasteignamat er kr. 2.374.000. Húseignirnar eru til sýnis í samráði við Bryndísi Björk á skrif- stofu Héraðsnefndar Austur-Húnvetninga í síma 452 4797. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað og hjá Ríkiskaupum, sími 530 1400, Reykjavík. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 hinn 24. september 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóð- enda er þess óska. Hóptímar— einkatímar Lindaskóli, Núpalind 7, Kópavogi Innritunarsími 861 9048. Kári Gestsson. Píanónám/undirleikur Get bætt við mig nemendum í píanónám. Tek að mér undirleik fyrir söngnemendur. Gróa Hreinsdóttir píanókennari, sími 699 1886 groahreins@hotmail.com Tónlistarskóli Árbæjar 12 vikna trommunámskeið, einkatímar. Kennari Stefán I. Þórhallson (Á móti sól). Getum bætt við okkur nokkrum gítarnemend- um. Sími 587 1664 og 861 6497 tonarb@heimsnet.is Fylkisvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.