Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 B 9 Í gærdag var grannaslagur íReykjanesbæ þegar Njarðvík- ingar tóku á móti Keflvíkingum 1. deild karla. Fyrir leikinn mátti búast við baráttuleik eins og oft vill verða þegar nágrannalið eigast við. Raunin varð hins vegar önnur og náði leikurinn aldrei að verða spennandi eða skemmtilegur en það voru gestirnir úr Keflavík sem höfðu betur, 2:0. Leikurinn byrjaði mjög rólega og voru bæði liðin að þreifa fyrir sér á vellinum. Njarðvíkingar ætluðu greinilega að spila sterka vörn og stilltu því upp fimm manna varn- arlínu. Keflvíkingar stilltu upp sama byrjunarliði og hóf leikinn gegn HK í síðustu umferð. Á 8. mínútu kom fyrsta markið þegar Haraldur Guðmundsson skoraði fallegt skallamark eftir aukaspyrnu utan af kanti. Haraldur stökk manna hæst í vítateig Njarðvíkinga og sendi boltann fram hjá Friðriki Árnasyni markverði Njarðvíkinga. Aftur lognaðist leikurinn útaf. Á 23. mínútu skoruðu Keflvíkingar aftur og nú var að verki Magnús Þor- steinsson. Hann fékk góða stungu- sendingu inn fyrir vörn Njarðvík- inga frá Hólmari Rúnarssyni og lagði boltann fram hjá Friðriki. Laglegt mark hjá Magnúsi. Njarð- víkingar áttu einnig sínar sóknir og geta verið ansi skeinuhættir í skyndisóknum sínum. Eftir hraða sókn fékk Sverrir Þór Sverrisson boltann inn í vítateig Keflvíkinga. Hann sendi boltann fast fyrir og þar náði Guðjón Antoníusarson að bjarga á marklínu áður en Eyþór Guðnason náði að renna sér á bolt- ann. Seinni hálfleikur spilaðist eins og sá fyrri ef frá eru talin mark- tækifæri og mörk, því að í seinni hálfleik voru engin mörk og færri marktækifæri. Það var aðeins und- ir lokin að Njarðvíkingar lögðu allt undir til þess að setja eitt mark á Keflvíkinga. Í heildina var leikur- inn bragðdaufur og ekkert í líkingu við það sem við má búast þegar um nágrannaslag er að ræða. Því til stuðnings má nefna að engin áminning var gefin í leiknum. Í liði Njarðvíkinga bar mikið á þeim Guðna Erlendssyni og Sverri Þór Sverrissyni í sóknarleiknum og svo varnarmönnunum Guðbjarti Halldóri Ólafssyni, Snorra Má Jónssyni og Bjarna Sæmundssyni. Í liði Keflvíkinga áttu þeir Þórarinn Kristjánsson og Magnús Þorsteins- son góðan leik í framlínunni og Haraldur Guðmundsson í vörninni. Maður leiksins: Þórarinn Krist- jánsson, Keflavík. Rólegur granna- slagur Atli Þorsteinsson skrifar Mosfellingar voru mættir í Kópa-voginn til að selja sig dýrt og þeir byrjuðu leikinn mun betur, áttu skarpari sóknir en HK-ingar án þess þó að koma sér í mjög hættuleg færi. Á 35. mínútu dró þó heldur betur til tíðinda þegar Boban Ristic slapp einn inn fyrir vörn HK og þegar hann var kominn langleið- ina inn á markteig klippti Þórður Jensson, leikmaður HK, hann gróf- lega niður og var umsvifalaust rek- inn af leikvelli auk þess sem Aftur- elding fékk vítaspyrnu sem Albert Ásvaldsson skoraði úr af öryggi. Það var ekki bjart útlitið hjá HK í leikhléi en ræða Goran Kristófers Micic, þjálfara þeirra, hefur verið áhrifarík því HK-ingar léku glimr- andi vel í síðari hálfleiknum og var ekki að sjá að þeir væru manni færri. Þeir uppskáru vítaspyrnu á 55. mín- útu þegar brotið var á Ólafi V. Júl- íussyni og hann skoraði sjálfur úr vítinu. Á 75. mínútu var síðan komið að Harðar þætti Más Magnússonar en hann átti sannkallaðan stórleik síðustu 15 mínúturnar, en hafði vart sést mínúturnar 75 þar á undan. Á þessum tíma skoraði Hörður Már þrjú mörk, það fyrsta á 77. mínútu eftir skelfileg varnarmistök hjá Aft- ureldingu, en hin mörkin tvö á 84. og 90. mínútu eftir glæsilegt einstak- lingsframtak þar sem Hörður Már sýndi allar sínar bestu hliðar. Þeir voru því niðurlútir Mosfell- ingar í leikslok en á sama tíma var andað léttar víða í Kópavoginum auk þess sem Njarðvíkingar gátu brosað þrátt fyrir tap gegn grönnum sínum úr Keflavík. Maður leiksins: Hörður Már Magnússon, HK. Völlurinn í Garðabænum varmjög blautur og þungur og ástandið ekki gott eftir að íslenska landsliðið æfði á honum fyrir lands- leikinn á laugar- daginn. Það var því von á erfiðum leik, erfitt að spila boltanum og reyndi mikið á þrek leikmanna, sem fyrir vikið urðu þreyttir og önugir er leið á leikinn. Fyrstu mínúturnar voru samt fjörugar. Stjarnan átti í vök að verjast eftir tvö góð færi Þórs, annað þegar Benedikt Árnason hljóp Þórsarann Alexandre Santos uppi, en í fyrstu og einu sókn Garðbæinga fyrsta hálftímann skoraði Adolf Sveinsson. Pétur H. Kristjánsson átti á 23. mínútu gott sem Ólafur Gunnarsson varnar- maður Stjörnunnar varði á línu. Á 25. mínútu jafnaði Santos leikinn með þrumuskoti af 25 metra færi eftir að markvörður Stjörnunnar var kominn aðeins of langt út úr marki sínu. Hvort lið fékk tvö færi áður en flautað var til leikhlés en markverðir stóðu fyrir sínu. Þjálfarar Stjörnunnar náði í leik- hléinu að rétta kúrsinn hjá sínum mönnum og eftir hlé var spil Garðbæinga mun betra enda létu færin ekki á sér standa. Flest voru þau heimamanna en Þórsarar áttu samt sínar sóknir og tókst oft að tvístra vörn Stjörnunnar en ekki að skapa sér góð færi. Garðbæingar skiptu inná þremur ferskum ungum mönnum undir lokin og á 83. mín- útu skoraði Guðjón Baldvinsson skallamark eftir góða fyrirgjöf Cal- um Bett. Það dugði til að kveikja í gestunum og þeir sóttu af krafti. Pétur komst í gott færi á 84. mín- útu en Magnús Pétursson í marki Stjörnunnar varði vel og á 87. mín- útu féllu tveir Þórsarar inni í teig í mikilli sókn en Garðar Örn Hinriks- son taldi ekkert brotlegt á seyði. Pressan jókst sífellt fram að loka- flautinu en Stjarnan stóðst álagið. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en tókum okkur aðeins saman í andlitinu eftir hlé,“ sagði Ragnar Gíslason einn af þjálfurum Stjörn- unnar eftir leikinn. „Þetta var leik- ur, sem hefði getað farið á hvorn veg sem er því aðstæður voru þann- ig að það mátti búast við fullt af mistökum á báða bóga, eins og kom á daginn. Það var samt fullt af fær- um og bæði lið hefðu getað stolið sigrinum.“ Stjarnan hefur ekki tap- að í undanförnum tólf leikjum, ekki síðan þriðji þjálfarinn var kallaður til. „Það sem klikkar hjá okkur er byrjun mótsins og öll þessi jafn- tefli, annars værum við að fara upp um deild og við höfum hvorki tapað fyrir Þór né Víkingum í sumar,“ bætti Ragnar við. Annað hljóð var í strokknum hjá Hlyn Birgissyni fyrirliða Þórs eftir leikinn. „Ég er auðvitað bullandi svekktur því það var bara eitt lið á vellinum allan leikinn. Við fengum fullt af færum og það er sérlega sárt að geta ekki nýtt neitt af þeim,“ sagði Hlynur eftir leikinn. Þórsarar verða nú að vinna sinn síðasta leik og treysta á að Vík- ingur tapi báðum sínum. „Þetta verður erfitt en það er möguleiki og við höldum áfram en það er greini- legt að við fáum enga hjálp og þessi dómgæsla er út í hött, hreinlega til skammar,“ bætti Hlynur við. Maður leiksins: Dragoslav Stoj- anovic, Stjörnunni. Stjarnan setti strik í reikninginn GARÐBÆINGAR gerðu Þór frá Akureyri slæman grikk í gær þegar þeir lögðu Þórsmenn að velli í Garðabænum með sig- urmarki á 83. mínútu í 2:1 sigri. Þórsarar verða því að bíða og vona að Víkingum fat- ist flugið í tveimur síðustu leikjum sínum en þessi tvö lið eiga möguleika á að fylgja Keflvíkingum upp í efstu deild. Stjarnan aftur á móti kemst ekki ofar í töflunni en heið- urinn er að veði og með tólfta leiknum í röð án taps halda þeir einhverju af honum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Alexandre Santos skýtur að marki en Ólafur Gunnarsson reynir að komast fyrir skotið. Stefán Stefánsson skrifar Hörður Már var hetja HK-liðsins Það lyftist brúnin á stuðningsmönnum Kópavogsliðanna HK og Breiðabliks eftir 4:1 sigur þeirra fyrrnefndu á Aftureldingu úr Mos- fellsbæ í gær en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Nokkur spenna var fyrir leikinn því með sigri gat Afturelding haldið í vonina um að hanga uppi í 1. deild karla en jafntefli eða sigur HK þýddi að mögu- leikar þeirra væru úr sögunni og um leið myndu HK, Breiðablik og Njarðvík tryggja sæti sitt í deildinni þegar ein umferð er eftir. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar BARNSLEY undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar heldur áfram að gera góða hluti í ensku 2. deildinni en á laugardag vann grannaliðið Chester- field á útivelli, 2:0. Anthony Kay skoraði fyrra markið á 10. mínútu en Craig Ireland bætti við öðru marki á 67. mínútu. Markaskorarinn Kay var sendur af leikvelli þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og voru leikmenn Barnsley einum færri eftir það. Á sama tíma gerði Port Vale 2:2 jafntefli við Stocport og er Barnsley með 14 stig að loknum 6 umferðum og hefur enn ekki tapað leik, unnið fjóra og gert tvö jafntefli. Port Vale er með 13 stig líkt og Sheffield Wednesday. Barnsley á toppnum DANIR standa með pálmann í höndunum í 2. riðli Evr- ópumótsins í knattspyrnu eftir að Norðmenn töpuðu 1:0 gegn Bosníu á útivelli í Belgrad. Dönum nægir því að leggja Rúmeníu að velli á miðvikudag til þess að tryggja sér farseðil í úr- slitakeppnina sem fram fer í Portúgal á næsta ári. Leikur Dana og Rúmena fer fram á Parken í Kaup- mannahöfn en Rúmenar lögðu Luxemborg að velli á laugardaginn, 4:0, á meðan Danir fengu frí að þessu sinni. Norðmenn eru afar vonsviknir eftir tapið í Bel- grad en með sigri hefði liðið náð efsta sætinu og nánast tryggt sér farseðil á EM í Portúgal. Þess í stað eru Norðmenn í þriðja sæti rið- ilsins á eftir Dönum sem eru í efsta sæti og Rúmen- um. Norðmenn þóttu leika af- ar illa gegn Bosníu og átti Nils Johan Semb landsliðs- þjálfari Norðmanna erfitt verkefni fyrir höndum er hann tók á móti norskum blaðamönnum á Gardemoen flugvelli í gær. Danir með pálm- ann í höndunum NOKKRIR leikmenn makedónska landsliðsins, sem mætti Englendingum í landsleik undankeppni EM í fyrra- dag, hræktu á David Beckham fyr- irliða enska liðsins en England vann leikinn 2:1. Þá segir David Beckham frá því í samtali við breska dagblaðið Independent að einn leikmaður í lands- liði Makedóníu hafi sagt við sig að hann kæmist ekki lifandi frá við- ureigninni.Sven-Göran Eriksson, þjálf- ari enska liðsins, staðfestir að Beck- ham hafi reiðst í nokkur skipti eftir aðfarir leikmanna Makedóníu. Er- iksson segir að hann hafi nýtt hálfleik- inn til þess að róa Beckham niður eftir átök inn á vellinum. „Ég held að David Beckham hafði staðið sig vel. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og er hjarta liðsins. Hann vissi hversu mikilvægur þessi leikur var fyrir okk- ur, en var í uppnámi þegar hann kom inn í búningsherbergið í leikhléi. Hann var hins vegar fljótur að róa sig aftur. Svo sagði hann strákunum að koma út á völl og ljúka þessu,“ sagði Eriksson. Beckham sagði jafnframt að Emile Heskey, leikmaður Liverpool, hefði þurft að þola kynþáttafordóma á vell- inum. Beckham sagði að kynþátta- fordómar væru greinilega enn við lýði í nokkrum löndum. „Við vorum við- búnir kynþáttafordómum í leiknum þar sem slíkt hafði átt sér stað í ung- mennalandsleik þjóðanna,“ sagði Beckham. Makedóníumenn hræktu á Beckham

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.