Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 12
HELENA Ólafsdóttir, þjálf- ari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM en leikurinn fer fram klukkan 17:30 í dag. Helena ætlar að láta íslenska liðið spila leikkerfið 4-5-1. Markvörður er Þóra B. Helgadóttir og í vörninni eru þær Málfríður Sigurð- ardóttir, Erla Hendriks- dóttir, Íris Andrésdóttir og Embla Grétarsdóttir. Tengi- liðir eru þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði), Hrefna Jóhannesdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir. Í stöðu fram- herja leikur Olga Færseth. Ísland er í öðru sæti í sínum riðli með 4 stig eftir tvo leiki. Frakkar eru í þriðja sæti með 3 stig en frönsku stúlkurnar hafa aðeins leikið einn leik í riðlinum. Helena hefur valið byrjunar- liðið gegn Frökkum  KRISTINN Lárusson leikmaður Vals leikur ekki meira með liðinu í ár. Hann teygði liðbönd í hné og verður frá næstu tvo mánuðina. Ólafur Þór Gunnarsson markvörður Vals er meiddur í nára og ólíklegt að hann leiki meira með á Íslandsmótinu.  WALLAU-Massenheim sigraði Wetzlar 34:28 í þýsku efstu deildinni í handbolta í gær. Einar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Massenheim. Róbert Sighvatsson gerði þrjú mörk fyrir Wetzlar og Gunnar Berg Vikt- orsson skoraði eitt mark.  GYLFI Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir Wilhelmshavener sem tapaði fyrir Flensburg 31:28 í gær. Groß- wallstadt og Kiel skildu jöfn 24:24 og skoraði Snorri Steinn Guðjónsson eitt mark fyrir Großwallstadt.  FORRÁÐAMENN knattspyrnuliða sem leika í 2. deild á Ítalíu hafa flestir tekið þá ákvörðun að mæta ekki til leiks með lið sín en af 24 liðum í deild- inni hafa 16 þeirra ekki leikið til þessa. Ástæðan er sú að félögin hafa ekki komist að samkomulagi um að fjórum liðum var bætt við í deildina í sumar og má þar nefna fyrrverandi stórliðið Fiorentina sem varð gjald- þrota í sumar en tók upp þráðinn í neðstu deild.  ZLATAN Ibrahimovic landsliðs- maður frá Svíþjóð er nú á allra vörum í heimalandi sínu eftir að hann „stal“ vítaspyrnu frá aðalvítaskyttu liðsins í leik gegn San Marínó í undankeppni EM. Svíar unnu leikinn, 5–0, og skor- aði Ibrahimovic tvö mörk og það síð- ara úr vítaspyrnu sem hann „fiskaði“ sjálfur. Ibrahimovic tók strax bolt- ann og gerði sig líklegan til þess að taka vítið en greinilegt var að Kim Källström hafði einnig áhuga á því að taka vítið. Källström hafði áður skor- að úr vítaspyrnu í leiknum.  HARALDUR Ingólfsson var á varamannabekk Raufoss í norsku 1. deildinni í gær þar sem liðið vann mikilvægan sigur á Hönefoss, 3:5, á útivelli. Raufoss er í fjórða sæti deild- arinnar en Hönefoss er í efsta sæti með 48 stig, Ham-Kam í öðru með 47 stig, Fredrikstad með 44 og Raufoss með 43.  RÍKHARÐUR Daðason kom inná á 56. mínútu í liði Fredrikstad í stöð- unni 1:1 á útivelli gegn Bærum. Það urðu lokatölur leiksins. FÓLK Justine Henin-Hardenne fráBelgíu stóð efst á palli að lokn- um úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna á Opna bandaríska meist- aramótinu í tennis en þar átti hún í höggi við löndu sína Kim Clijsters og endaði rimma þeirra, 7:5 og 6:1. Bandaríkjamaðurinn Andy Rodd- ick sigraði Juan Carlos Ferrero örugglega í úrslitaleiknum í ein- liðaleik karla. Leikurinn stóð að- eins yfir í eina klukkustund og 42 mínútur. Roddick þurfti að leika þrjú sett til þess að tryggja sér tit- ilinn en hann vann 6-3, 7-6 og 6-3. Það kom mjög á óvart hversu öruggur sigur Roddicks var því Ferrero er númer eitt á heimslist- anum en í gær mætti hann ofjarli sínum. Auðvitað setti það svip sinn í ein- liðaleik kvenna að þessu sinni að systurnar Venus og Serena Will- iams voru ekki með að þessu sinni vegna meiðsla og segja fjölmiðlar vestanhafs að þær systur hefðu án vafa leikið til úrslita hefðu þær verið með. Henin-Hardenne er 21 árs gömul og sagði hún að úrslita- leikurinn hefði verið erfiður. „Ég hef alltaf verið mikil baráttumann- eskja og fyrsti sigurinn á stórmóti var gríðarlega mikilvægur en þessi sigur slær allt út sem ég hef upp- lifað áður,“ sagði Henin-Hardenne en hún brosti á verðlaunaafhend- ingunni þar sem fulltrúi aðal- styrktaraðila mótsins kallaði hana Christine hvað eftir annað. Henin vann slaginn Reuters Justine Henin-Hardenne fagnar sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. RIÐLAKEPPNI í úrslitum Evr- ópumóts landsliða í körfuknattleik lauk í Svíþjóð í gær og eru fjögur lið örugg um að halda áfram keppni, sigurliðin úr riðlunum fjór- um eru Frakkland, sem tapaði ekki leik í riðlakeppninni líkt og Spán- verjar, Litháar og Grikkir. Átta lið munu berjast um fjögur sæti í átta liða úrslitum. Þar eigast við Slóvenía/Ísrael, Þýskaland/ Ítalía, Rússland/Króatía og Tyrk- land/Serbía. Gestgjafarnir frá Svíþjóð náðu að rétta sinn hlut eftir skelfilega byrj- un þar sem liðið tapaði 99:52 gegn Spánverjum en Svíarnir náðu að standa í Rússum og liði Serbíu án þess að vinna leik. Spánverjar, Frakkar og Grikkir hafa leikið vel fram til þessa en Tyrkir hafa líkast til komið mest á óvart ásamt Litháum sem virðast geta komið á óvart. Flestir fjölmiðlar hallast að því að það verði lið Frakka sem muni vinna að þessu sinni en næsti leikur Frakka verður 10. september. Dirk Nowitzki leikmaður þýska landsliðsins og Dallas Mavericks hefur borið uppi leik liðsins en ekki náð sér almennilega á strik fram að þessu. Þjóðverjar áttu aldrei mögu- leika gegn Litháum í lokaleik riðla- keppninnar þar sem Þjóðverjar töpuðu, 71:93. Sarunas Jasikevicius fór þar á kostum í liði Litháen. Serbía-Svartfjallaland á titil að verja á EM en það var Júgóslavía sem sigraði fyrir tveimur árum en Evrópumeistararnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem þeir mæta Tyrkjum í leik um laust sæti í átta liða úrslitum. Fedor Likholitov leikmaður Rússlands reyndir að stöðva Spán- verjann Carlos Sanchez Jimenez á EM í Svíþjóð. Frakkar sig- urstranglegir Spánverjinn Jimenhez í baráttunni við Rússann Likholitov. AP Gígja fyrst kvenna á HM í júdó TVEIR íslenskir keppendur fóru utan í gær til þess að taka þátt í heimsmeist- aramótinu í júdó en mótið fer fram í Osaka í Japan. Kepp- endur eru Bjarni Skúlason en hann keppir í 90 kg flokki og Gígja Guðbrandsdóttir keppir í –70 kg. flokki. Gígja brýtur blað í sögu júdóíþróttarinnar á Íslandi þar sem hún er fyrst kvenna til þess að taka þátt á HM. Til stóð að Vernharð Þor- leifsson myndi einnig keppa á þessu móti en hann er meiddur á öxl og verður ekki með að þessu sinni. Júdólandsliðið hefur æft vel í sumar, allt að sex sinn- um í viku og fór m.a. í æf- ingabúðir til Spánar, Þýska- lands og Hollands. Að auki kepptu margir á opna þýska meistaramótinu. Bjarni Friðriksson lands- liðsþjálfari fer með keppend- unum til Japans en honum til halds og trausts verður fyrr- verandi landsliðsþjálfari Ís- lands, Yoshihiko Iura, en hann er staddur í Japan. HM hefst 11. september og lýkur 14. september. Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefslóðinni www.ippon.org fyrir þá sem vilja fá fréttir af úrslitum beint.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.