Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 B 11 Víkingar athugið! Íslandsmótið 1. deild Víkingur - Breiðablik Víkinni í kvöld kl. 18:00 Sjáumst í stúkunni!! FÓLK  FYRIR tveimur vikum braust inn- brotsþjófur inn í hús í Holmenkollen hverfinu í Ósló og nam á brott alla verðlaunagripi norska skíðakappans Kjetil Andrés Aamodts, en það var faðir skíðamannsins Finn Aamodt sem hafði geymt ótrúlegt verðlauna- safn sonar síns.  ÞJÓFURINN braut upp peninga- skáp á heimili Finn og hafði þar á brott með sér 19 verðlaunapeninga auk annarra muna. Alþjóðaskíðasambandið auk Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa boðist til þess að láta gera eftirmyndir af verð- launapeningunum komi þeir ekki í leitirnar fljótlega.  ROBERT Parish og James Worthy eru í hópi þeirra sem fá inn- göngu í frægðarhöll körfuknattleiks- ins árið 2003 ásamt fimm öðrum að- ilum. Parish lék með Boston Celtics á sínum tíma en Worthy var í liði Los Angeles Lakers. Fimm til viðbótar fá inngöngu í frægðarhöllina en þeir eru: Meadowlark Lemon einn fræg- ast leikmaður Harlem Globetrotters, Chick Hearn sem lýsti heimaleikjum LA Lakers um áraraðir, Ítalinn Dino Meneghin, Leon Barmore þjálfari kvennaliðs Louisiana Tech og Earl Lloyd sem var fyrsti þeldökki leik- maðurinn sem lék í NBA.  MICHAEL Owen segir að Liver- pool verði að leika í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Samningur Owens við Liverpool rennur út innan tveggja ára og hafa nokkrir breskir fjölmiðlar sagt að Owen muni líklega ekki skrifa undir nýjan samning við liðið, nema Liverpool leiki í Meist- aradeildinni á næsta tímabili. Nokkur taugatitringur ein-kenndi leikinn og bæði lið fóru varlega í upphafi leiks. Það var fyrst eftir kort- érs leik sem færin komu. Fyrst áttu Haukarnir skot yfir en skömmu síðar komst heimamaðurinn Árni Thor Guðmundsson einn í gegn en Jör- undur Kristinsson varði frá honum. Haukarnir tóku svo völdin á miðj- unni og uppskáru mark á 28. mín- útu. Goran Lukic fékk boltann eftir hornspyrnu og lék að vítateig. Hann fékk nægan tíma til að at- hafna sig og lét vaða í fjærhornið, algerlega óverjandi skot fyrir Sæv- ar markvörð. Strax eftir markið fékk Leiftur/Dalvík aukaspyrnu þar sem Foris Sandor virtist ætla að skora en Jörundur rétt náði að slá boltann yfir þverslána. Næsta færi áttu Haukarnir en Jón Gunn- ar Gunnarsson átti þrumuskot í stöngina úr þröngri stöðu. Strax í byrjun síðari hálfleiks komust Haukarnir í 2:0. Þá skoraði minnsti maður vallarins, Ómar Karl Sigurðsson, með skalla eftir hornspyrnu. Við markið fóru heimamenn loks í gang en Haukarnir lögðust aftar á völlinn og beittu skyndisóknum. Árni Thor komst einn í gegn en aftur varði Jörundur frá honum og nokkru síðar var Kolbeinn An- björnsson á auðum sjó og honum tókst að minnka muninn í 2–1 þeg- ar enn lifðu 20 mínútur af leiknum. Heimamönnum tókst ekki að láta kné fylga kviði og Haukar spiluðu þéttan varnaleik allt til loka. Á lokamínútunni komst síðan Sævar Eyjólfsson einn í gegn og innsigl- aði sigur Hauka með góðu marki. Leiftur/Dalvík lék án nokkurra lykilmanna og m.a. vantaði írönsku bræðurna sem farir eru heim til Svíþjóðar. Árni Thor var fremsti maður en hann hefur spilað sem miðvörður í sumar. Það var því hálfvængbrotið lið sem þurfti að leika þennan þýðingarmikla leik. Foris Sandor og Heiðar Gunnólfs- son voru bestu menn liðsins en auk þess átti sextán ára nýliði, Ísak Már Friðriksson, mjög góðan leik í stöðu vinstri bakvarðar. Hjá gestunum var Jörundur markvörður bestur, Darri Johan- sen og Elmar Atlason voru mjög traustir í vörninni og Goran Lukic var hættulegur á miðjunni. Maður leiksins: Jörundur Krist- insson, Haukum. Leiftur/Dalvík féll í 2. deild Mikill fallslagur fór fram á Dalvík þar sem Haukar voru í heimsókn. Fyrir leikinn höfðu Haukar fimm stiga forskot á Leiftur/Dalvík. Með sigri í leiknum áttu heimamenn því enn möguleika á að ná Haukum að stigum fyrir lokaumferðina sem leikin verður á laugardaginn. Svo fór ekki því Haukar unnu leikinn 3:1 og tryggðu sæti sitt end- anlega en Leiftur/Dalvík féll niður í 2. deild ásamt liði Aftureldingar. Einar Sigtryggsson skrifar HLAUPADROTTNINGIN Maria Mutaola frá Mósambík varð fyrst allra til þess að hreppa ein gullpott- inn sem í boði var á gullmótunum í frjálsíþróttum á þessu ári en Mut- ola var ósigrandi í 800 metra hlaupi. Mutola fékk um 82 millj. kr. í sinn hlut og hefur hún nú ákveðið að gefa alla upphæðina til heima- lands síns og á að nota féð til þess að gera ungu íþróttafólki kleift að stunda sínar greinar við betri að- stæður. Mósambík er eitt fátækasta land heims. Hún hefur nú verið í fremstu röð í um 12 ár og taplaus 17 sinnum í röð. Mutola var uppgötvuð þegar hún skoraði sigurmark í knattspyrnu- leik á milli drengjaliða og voru and- stæðingarnir ekki ánægðir með að kona hefði skorað markið og lögðu inn formleg mótmæli en á þeim 15 árum sem hafa liðið frá þeim tíma hefur ekkert gerst í því máli. Reuters Maria Mutola hefur farið mikinn á hlaupabrautum Evrópu í sumar eins og mörg undanfarin ár. Mutola gaf gullpottinn VÍKINGUR í Ólafsvík er Íslands- meistari í 3. deild karla í knatt- spyrnu árið 2003. Liðið sigraði Leikni Reykjavík 3:0 í Borgarnesi í úrslitaleik þriðju deildar. Víkingur í Ólafsvík lék síðast í þriðju efstu deild fyrir 18 árum síðan. Þó að Leiknir hafi tapað þessum leik geta leikmenn liðsins vel við unað því fé- lagið mun leika í 2. deildinni næsta sumar ásamt Ólafsvíkingum. Vík- ingar léku mjög vel í sumar og töp- uðu ekki leik á Íslandsmótinu en þeir gerðu þrjú jafntefli. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Sigurliðið í 3. deild karla, Víkingur í Ólafsvík, eftir sigurinn á Leikni, Reykjavík, í Borgarnesi í gær. Víkingur í Ólafsvík vann 3. deild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.