Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 1
2003  MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HEIÐAR OG RAGNHILDUR STIGAMEISTARAR/B12 BJARNI Skúlason, júdókappi, varði í 9.–13. sæti á HM í júdó sem fram fer í Japan. Bjarni keppti í -90 kílóa flokki. Fyrst lagði kappinn Wu frá Taívan á ippon, þá var Pereteyko frá Úsbekistan felldur mjög snaggaralega á ippon og röðin komin að Zviad- ayri frá Georgíu, en hann fékk silfur á HM síðast. Bjarni varð að játa sig sigraðan en sá georgíski komst í úrslitaglímuna en tapaði þar fyrir Hee Tae Hwang frá Kóreu. Bjarni fékk því uppreisnarglímu og mætti þar Gabriel Lama frá Chile og tapaði þeirri glímu en Lama varð í 7.–8. sæti. Þessi árangur Bjarna tryggir honum ekki sæti í júdókeppni næstu Ólympíuleika. Bjarni Friðriksson og Vernharð Þorleifsson haf báðir náð sjöunda sætinu á HM, Vernharð 2001 en Bjarni 1989. Bjarni í 9.–13. sæti í Japan á HM í júdó Grosswallstadt stöðvaði sigur-göngu Lemgo á laugardaginn og sigraði, 26:24, í hörkuleik. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt marka Grosswallstadt en Heiko Grimm var atkvæðamestur í liðinu með 6 mörk. Svissnesku landsliðs- mennirnir Carlos Lima og Marc Baumgartner skoruðu 5 mörk hvor fyrir Lemgo. Grosswallstadt er þar með komið með 5 stig eftir þrjá leiki og virðist til alls líklegt í vet- ur. Einar Örn Jónsson skoraði 5 mörk og Rúnar Sigtryggsson eitt fyrir Wallau-Massenheim sem vann góðan heimasigur á Minden, 33:27. Jan Behrends var í aðalhlutverki hjá Wallau og skoraði 11 mörk. Sigfús Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg sem vann auðveldan sigur á Pfullingen, 38:27. Staðan var 20:11 í hálfleik og Al- freð Gíslason byrjaði strax í fyrri hálfleiknum að hvíla sína bestu menn. Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Wilhelmshavener sem tapaði fyrir Gummersbach á útivelli, 29:24. Kyung-Shin Yoon skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach í leikn- um. Guðmundur Hrafnkelsson og fé- lagar í Kronau-Östringen eiga erf- iðan vetur fyrir höndum. Nýliðarn- ir töpuðu fyrir Nordhorn á heima- velli, 22:29, og eru án stiga eftir fjóra fyrstu leiki sína. Jaliesky Garcia skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Kiel á heimavelli, 21:26. Flensburg er á toppi deildarinn- ar með 8 stig eftir 4 leiki og vann Eisenach á útivelli, 33:25. Tíu mörk Guðjóns Vals gegn Wetzlar GUÐJÓN Valur Sigurðsson fór á kostum með Essen í þýsku 1. deild- inni í handknattleik í gær þegar lið hans vann stórsigur á Wetzlar, 32:20. Guðjón skoraði 10 mörk í leiknum, þar af 8 í fyrri hálfleik, og ekkert þeirra úr vítakasti. Essen fékk þar með sín fyrstu stig á tíma- bilinu en liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum. Gunnar Berg Viktorsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar en Róbert Sighvatsson komst ekki á blað. FIMM lið eru í mikilli fallhættu fyr- ir síðustu umferð efstu deildar karla í knattspyrnu sem leikin verð- ur á laugardaginn kemur. Und- anfarin ár hefur oft verið mikil spenna í fallslag deildarinnar á lokasprettinum en útlit er fyrir að í þetta sinn verði síðasta umferðin spennuþrungnari en nokkru sinni fyrr. Fjögur af þessum fimm liðum mætast í innbyrðis leikjum sem ger- ir spennuna enn meiri. Grindavík (22 stig) fær KA (21) í heimsókn og Fram (20) og Þróttur (22) mætast á sínum sameiginlega heimavelli, Laugardalsvellinum. Þar er staðan sú að Grindavík og Þrótti nægir stig til að halda sér í deildinni. Valur (20) sækir Fylki heim í Árbæinn og Hlíðarendaliðinu dugir ekkert ann- að sigur til að tryggja sér áfram- haldandi sæti meðal þeirra bestu. Ljóst er að 23 stig munu í öllum tilfellum nægja til að halda sér í deildinni en Þróttur og Grindavík, sem nú eru í 6. og 7. sætinu með 22 stig, geta bæði fallið á þeirri stiga- tölu ef úrslitin verða þeim óhagstæð í síðustu umferðinni. Fimm í fallhættu fyrir síðustu umferðina Morgunblaðið/Þorkell KR-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan á heimavelli í gær en þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkru. Meisturunum tókst ekki að fylgja titlinum eftir með því að vinna í gær þegar þeir tóku á móti ÍBV, þeir töpuðu 2:0. Á myndinni tekur Kristján Finn- bogason, fyrirliði KR, við Íslandsbikarnum úr höndum Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ. Darko Ristic, körfuknattleiksmað-ur frá Serbíu-Svartfjallalandi, hefur samið við nýliða KFÍ frá Ísa- firði um að leika með þeim í úrvals- deildinni í vetur. Samkvæmt heima- síðu KSÍ er Ristic væntanlegur til Ísafjarðar um næstu mánaðamót. Ristic lék með Skallagrími eftir áramótin á síðasta tímabili og skoraði þá 14,2 stig og tók 7,3 fráköst að með- altali í níu leikjum með Borgnesing- um. Hann er 27 ára gamall framherji, um tveir metrar á hæð og lék lengi með Radnicki í Júgóslavíu, þar af tvö ár í úrvalsdeildinni. Hann spilaði með franska 3. deildarfélaginu Briochin síðasta vetur, þar til hann kom til liðs við Borgnesinga, og skoraði þar allt að 40 stigum í leik. Þar með teflir KFÍ fram þremur erlendum leikmönnum í vetur en auk Ristics verða Bandaríkjamennirnir Anton Collins og Jeb Ivey með Ísa- fjarðarliðinu. Þeir eru þegar komnir til landsins og fóru með KFÍ í æf- ingaferð til Englands fyrr í þessum mánuði. Darko Ristic til Ísfirðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.