Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F LESTIR kannast eflaust við slag- orðið „Með lögum skal land byggja“ sem fylgdi öllum auglýs- ingum frá plötuútgáfunni Stein- um um langa hríð. Eigandi Steina hf., Steinar Berg Ísleifsson hefur verið áberandi í íslensku tónlistar- lífi í þrjá áratugi, eða allt frá því hann tók að sér að veita tónlistardeild Faco forstöðu nítján ára gamall. Upp frá því hefur hann haft meiri áhrif á þróun íslensks tónlistarmarkaðar en nokkur annar, veitt forstöðu fyrirtækjum sem gefið hafa út lungann af íslenskri tónlist síðustu ára- tuga, náð umtalsverðum árangri í að koma ís- lenskum tónlistarmönnum á framfæri erlendis og starfað að réttindamálum útgefenda og tón- listarmanna. Undanfarið ár hafa orðið tals- verðar breytingar á högum Steinars, hann hef- ur dregið sig út úr því amstri sem fylgir því að reka stórt fyrirtæki og standa að umfangsmik- illi útgáfu, keypt sér jörð í Borgarfirði og hyggst helga sig tónlistartengdri ferðaþjón- ustu, þó ekki hafi hann alveg sleppt hendinni af plötuútgáfunni. Steinar er fæddur í Keflavík í júlí 1952 en fluttist á áttunda ári til Reykjavíkur. Hann fór fyrst í Miðbæjarskólann, en síðan fluttist fjöl- skyldan upp í Kleppsholt þar sem hann gekk í Langholtsskóla og svo í Versló; segist enda vera Austurbæingur. Í Kleppsholtunum eignaðist Steinar þá vini sem hann hefur haldið sambandi við alla tíð þó hann hafi flutt upp í Árbæ og svo farið að búa snemma; á síðasta ári fögnuðu hann og Ingibjörg Pálsdóttir, eiginkona hans, þrjátíu ára brúðkaupsafmæli. Steinar segist snemma hafa fengið áhuga á tónlist. Faðir hans var um tíma sjómaður og kom eitt sinn heim með Tandberg-segulbands- tæki sem Steinar yfirtók og eftir það sat hann við útvarpið og hlustaði á þætti eins og Óskalög sjómanna og sjúklinga, Lög unga fólksins og Á nótum æskunnar. Tók upp lög og safnaði á spól- ur. „Ég man enn þegar ég heyrði fyrst í Bítl- unum og ekki síður þegar ég heyrði fyrst í Jimi Hendrix og Cream,“ segir hann. „Tónlistin var fyrirboði nýrra gilda og skipti mig öllu.“ Í Kleppsholtinu dróst Steinar að hópi aðeins eldri stráka sem hittust reglulega til að hlusta á tónlist saman. Hann segir að eftir að þeir fé- lagar hafi verið dottnir í breska blúsinn, eins og hann orðar það, hafi þeir komist í plötusafn föð- ur eins úr vinahópnum og kynnst rótum þess- arar tónlistar í gegnum Sonny Boy Williamson, Leadbelly og álíka listamenn. „Á þeim tíma vor- um við að hlusta á Jimi Hendrix, Jeff Beck, Cream, Paul Butterfield Blues Band og hinar ýmsu Bluesbreakers-sveitir Johns Mayalls, svo dæmi séu tekin og fannst flest annað drasl,“ segir hann, en hann átti ekki plötuspilara sjálf- ur og treysti á segulbandið til að geta hlustað á tónlist. Best að hlusta Eftir fyrstu útborgun sumarvinnunnar sum- arið 1968 fór Steinar, þá 15 ára gamall, og keypti sér plötuspilara ásamt nýjustu plötu Ten Years After. Hann átti þá þegar tvær plötur, keypti af vini sínum tvær fyrstu Fleetwood Mac-plöturnar. „Á þessum tíma var plötumark- aður hér allt öðruvísi en hann er í dag. Plötu- búðirnar voru með einkaumboð fyrir útgáfurn- ar, Hverfitónar til dæmis með Polydor-plötur og aðrar búðir þá ekki. Það var þó ágætt úrval, helstu plöturnar voru fáanlegar þó stundum skiluðu þær sér seint.“ Steinar segir að þrátt fyrir tónlistaráhugann hafi hann aldrei langað til að leika á hljóðfæri. Hann hafi pælt aðeins í því og farið í nokkra gít- artíma, en áhuginn var ekki nægur, honum fannst best að hlusta. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði á morgnana áður en ég fór í skóla eða vinnu, var að setja plötu á fóninn. Ég hlustaði á tónlist öllum stundum, hef alltaf gert og þetta er enn einn mikilvægasti þáttur lífs míns.“ Eftir grunnskólanám fór Steinar í Versl- unarskólann, en hann segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að hann ætti eftir að vinna við tónlist. Skólafélagar hans vissu þó að hann hafði mikinn áhuga á tónlist og vissi sitthvað um hana svo honum var falið að halda músíkkvöld en seg- ist hafa spilað allt of þunga tónlist sem féll ekki alveg í kramið. „Það voru þó nokkrir sem höfðu áhuga á þyngri tónlist, en þeir voru ekki margir, flestir vildu frekar Hollies en Frank Zappa.“ Á þessum tíma, og lengi eftir það reyndar, var námi í Verslunarskólanum þannig háttað að nemendur gátu lokið svonefndu verslunarprófi og síðan haldið áfram í stúdentspróf ef vilji og geta var fyrir hendi. Steinar ákvað að fara til Englands í framhaldsnám í verslunarfræðum í London School of Foreign Trade sem gott orð fór af, enda talsvert um að Íslendingar stund- uðu nám við þann skóla. Hann segir þó að sér hafi fundist námið úti engu bæta við það sem hann hafði þegar numið og eftir að hann fékk græjurnar sínar sendar út fór mestur tími í að hlusta á tónlist og kanna plötubúðir lon og don. „Ég keypti talsvert af plötum þó ég hafi ekki átt mikinn pening, það má orða það svo að ég átti ekki alltaf pening fyrir mat en ég átti alltaf fyrir góðri plötu,“ segir hann og kímir. Hann segist minna hafa gert af því að fara á tónleika en sá þó á sína uppáhaldshljómsveit, Colosseum, sem var á þessum tíma ein helsta framúrstefnu- hljómsveit Bretlands sem lék djassað rokk, á eftirminnilegum tónleikum í Royal Albert Hall. Steinar sneri heim í jólafrí og fékk vinnu hjá Faco, þar sem hann hafði unnið í jólaafleys- ingum með Verslunarskólanum og eftir að hon- um var boðin föst vinna þar ákvað hann að leggja námið á hilluna í bili a.m.k. Á þessum ár- um var Faco ein helsta tískuverslun borgar- innar og stjórnendur fyrirtækisins höfðu hug á auka við reksturinn, vildu setja á stofn hljóm- deild, sem seldi bæði hljómtæki og hljómplötur. Steinar var ráðinn í hálft starf við að hjálpa til við reksturinn á þeirri deild og í hálft starf á skrifstofu til að sjá um innflutning fyrirtæk- isins. Málin atvikuðust þannig að hálfu ári síðar varð hann verslunarstjóri hljómdeildarinnar rétt áður en tvítugsaldurinn bankaði upp á. Steinar segir að deildin hafi snemma verið býsna framsækin og storkað þeim plötuversl- unum sem fyrir voru með því að vera fljótari til við að flytja inn plötur og naskari á það hvað væri mest spennandi. „Það má segja að Fálkinn hafi verið einveldi á þessum tíma, allsráðandi í innflutningi á hljómplötum og við fórum í beina samkeppni við þá. Við vorum til að mynda langt á undan með Dark Side of the Moon og seldum gríðarlega vel af henni áður en hún fékkst í öðr- um verslunum.“ Fyrir vikið varð hljómdeild Faco einskonar samkomustaður tónlistar- manna og áhugamanna sem komu í búðina til að fræðast um það sem helst væri á seyði og fá ábendingar um hvað væri vert að hlusta á, enda fengu þeir þær upplýsingar ekki annars staðar, ekki var ný tónlist leikin í útvarpi og sást ekki í sjónvarpi. „Þannig man ég t.d. eftir að Ómar Ragnarsson kom og vantaði kynningarlag fyrir íþróttaþátt sem hann var að hleypa af stokk- unum. Ég stakk upp á Jessicu með Allman Brothers og þannig atvikaðist að þessi prógressíva Suðurríkjarokksveit komst í uppá- hald hjá mörgum íþróttaunnandanum.“ Egg-útgáfan Meðal þeirra tónlistarmanna sem vöndu komur sínar í Faco var Jakob Magnússon, með- limur í Rifsberjum og síðar stofnandi Stuð- manna. Árið 1975 höfðu Stuðmenn tekið upp plötu sem Ámundi Ámundason átti að gefa út en síðan hljóp einhver snurða á þráðinn og úr varð að Jakob leitaði til Steinars um að aðstoða þá við að koma plötunni út. Eftir að hafa hlust- aði á upptökurnar ákvað hann að gefa plötuna út með aðstoð tengdaföður síns. Platan var gef- in út með útgáfunúmerinu Egg 013 og segist Steinar hafa litið á þá tölu sem happatölu síðan, ákvað m.a. að byrja útgáfunúmer hins nýja fyr- irtækis síns, Steinsnars, á útgáfunúmerinu snarcd 13 og gefa fyrstu plötuna út 13. október. „Á þessum tíma vissi engin hverjir Stuðmenn voru, aðalhljómsveitin á Íslandi var þá Lónlíblú- bojs. Ég lagði mikla vinnu í kynninguna á Sumri á Sýrlandi, fór með plötuna í útsendingu hjá þeim Pétri Péturssyni og Jóni Múla í morg- unútvarpinu og fékk þá til að spila lög á meðan ég beið og spjallaði við þá, fór með hana í óska- lagaþættina og aðra tónlistarþætti og kom af stað heilmikilli umfjöllun um hljómsveitina, ekki síst í blöðum. Svo bætti Jakob um betur með því að láta hljómsveitina spila með grím- urnar og allt sem því tilheyrði og ýtti enn undir athygli og umtal. Ég held að þetta hafi verið fyrsta nútímalega kynningarverkefnið í ís- lenskri tónlistarútgáfu sem skilaði því meðal annars að Stuðmenn urðu sú stórhljómsveit sem hún varð og er.“ Í framhaldi af samstarfi Steinars við Stuð- menn kom upp sú hugmynd að hann tæki einnig þátt í útgáfu á Spilverki þjóðanna, enda hljóm- sveitirnar nátengdar. Það varð úr og hann gaf út fyrstu plötu Spilverksins, „Brúnu plötuna“ svonefndu. Ekki löngu eftir það tók hann svo þátt í að stofna útgáfufyrirtæki sem fékk heitið Steinar. „Ég vil taka það fram að ég átti ekki hugmyndina að nafninu „Steinar“ og það tengd- ist ekki mínu nafni, heldur voru menn að vísa í „Rock“,“ segir Steinar, sem var einn af fimm hluthöfum fyrirtækisins með fimmtungs hlut. „Ég tók að mér að stýra fyrirtækinu haustið 1975, þá hættur að vinna hjá Faco, og sá um út- gáfu á nokkrum plötum þá um jólin sem seldust ekkert sérstaklega vel, Ingimar Eydal, BG & Ingibjörg, Þokkabót og Yoshuiki Tao. Eftir jól lét ég aftur á móti í ljós að ég hefði engan sér- stakan áhuga á að halda áfram á þeirri braut sem hafði verið mörkuð, vildi frekar fá að ráða sjálfur hverju ég kæmi að útgáfu á. Enginn hinna hluthafanna vildi taka að sér reksturinn svo það varð úr að ég yfirtók fyrirtækið og aðrir hluthafar drógu sig út úr því.“ Samkomulag við Karnabæ Steinar segist snemma hafa áttað sig á því að vonlaust væri að ætla sér að reka fyrirtæki á ís- lenskri útgáfu eingöngu og eftir að hafa lagt gríðarlega upphæð í upptökur á Tívolíi Stuð- manna gerði hann samkomulag við eigendur Karnabæjar, sem var þá vinsælasta tískuversl- un landsins, um að þeir keyptu helmingshlut í Steinum hf. og tók jafnframt að sér að reka tón- listardeild Karnabæjar. Í kjölfarið fór hann að flytja inn plötur frá CBS og fleiri fyrirtækjum, sem hann hafði myndað tengsl við hjá Faco. „Eftir að hljómdeild Karnabæjar komst á flug varð hún leiðandi á þessu sviði. Við Gulli Berg- mann náðum svo í umboð fyrir Warner og þessi tvö umboð, CBS, sem síðar varð Sony, og Warn- er fylgdu mér upp frá því í Steinum, Spori og síðar til Skífunnar. Þar með var einokun Fálk- ans rofin.“ Steinar gaf ekki bara út Spilverkið og nefnir einnig plötur með Diabolus in Musica, Randver, Jakob Magnússyni, Mezzoforte, Brimkló, Grýl- unum, Bubba og hans hljómsveitum, Utan- garðsmönnum og Egói, og síðar Ný Dönskum, Todmobile, og Sálinni svo eitthvað sé nefnt. Fljótlega eftir að Steinar hf. hóf að flytja inn plötur frá CBS tók Steinar að sækja árlegar ráðstefnur CBS og fór á eina slíka með plötuna Ljúfa líf með dúettinum Þú og ég, sem var skip- aður þeim Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni. Hann fékk svo góð viðbrögð að CBS í Japan samdi um að gefa plötuna út þar í landi og seld- ist hún mjög vel, fór í 40–50.000 eintökum. Ánægður með árangurinn kynnti hann meira af íslenskri tónlist fyrir CBS í Englandi fyrir næstu ráðstefnu. „Ég stóð við endann á langri pissuskál á Grovenor House, einu flottasta hót- eli í London, og heyri þá sagt við hinn endann „… then I got a pile of cassettes from Iceland“ og öll línan, einir 7–8 CBS-útgáfustjórar, rak upp skellihlátur og hélt ekki vatni í orðsins fyllstu svo fáránlega fyndið fannst þeim þegar þeir heyrðu hverju hinn enski kollegi þeirra hafði lent í fyrr um daginn.“ Líkt og flestir tónlistarmenn og áhugamenn um tónlist vöndu strákarnir í Mezzoforte komur sínar í tónlistarverslun Karnabæjar, en þeir áttu líka kunningja sem tengdist hljómdeild Karnabæjar. Í gegnum þann kunningja kynnt- ist Steinar svo strákunum og þeir leyfðu honum að heyra upptökur sem hann féllst á að gefa út og varð fyrsta plata Mezzoforte. „Mér fannst þetta strax mjög góð tónlist sem féll vel að því sem hafði verið að gerast í djassfönki í Banda- ríkjunum og við vorum að selja mjög vel af þannig plötum. Það sem kom kannski mest á óvart var hvað þetta voru ungir strákar en þó svo frábærir hljóðfæraleikarar.“ Steinar fór með aðra plötu hljómsveitarinnar út á Midem-kaupstefnuna og segist hafa fengið mjög góð viðbrögð, mönnum hafi almennt þótt hún afburða góð en sértæk og því ekki mark- aðs- eða söluvæn. Það var þó vaxandi áhugi fyr- ir þessari gerð tónlistar í Bretlandi og jaðarblöð og sjóræningjaútvarpsstöðvar sinntu henni vel. Því afréð hann að stofna Steinar Records og gefa plötuna út sjálfur, eftir að hann taldi full- reynt með að breskt fyrirtæki myndi gera það. Platan vakti athygli, komst inn á óháðan lista og ráðist var í að gera þriðju plötuna. Hún var aft- ur á móti ekki eins vel heppnuð að því er Steinar segir og því ákvað hann að gefa hana ekki út í Englandi heldur drífa í fjórðu plötunni. Hún var ákaflega vel heppnuð og Garden Party fékk strax mikla athygli þegar því var dreift til kynn- ingar. Fullur sjálfstrausts ákvað hann að aug- lýsa plötuna, sem nefnd var Surprise, Surprise, með heilsíðu í Music Week, helsta fagblaði breska tónlistargeirans, undir fyrirsögninni „Jazz-Funk Classic“, sem kom reyndar á dag- inn. Garden Party sló síðan í gegn, komst of- arlega á breska vinsældalistann og platan seld- ist vel í kjölfarið. Fluttist til Bretlands Þegar Steinar stofnaði Steinar Records flutt- ist hann búferlum til Bretlands og hljómsveitin flutti líka út. „Það var ævintýri að flytja út og má endalaust deila um það hvort hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi, en við byggðum á þeirri þekkingu sem við höfðum og töldum að það væri ekki um annað að ræða ef við ætluðum að ná árangri.“ Hljómsveitin bjó og starfaði erlendis í hálft þriðja ár, gerði út frá Bretlandi og fór í tónleika- ferðir um allan heim. Segja má að á þessum tíma hafi hún getið sér það orð sem enst hefur fram til dagsins í dag. „Ég kunni ágætlega við mig, bjó skammt fyrir utan London, og hef litið á þetta sem sérstaklega lærdómsríkan og góðan tíma.“ Hann starfaði ekki bara með Mezzoforte heldur gerði hann útgáfusamninga við erlenda tónlistarmenn og nefnir sem dæmi Chris Cam- eron, sem síðar átti eftir að verða tónlistarstjóri hjá George Michael. Þó Steinar hafi stofnað fyrirtæki erlendis og flutt sjálfur út í kjölfarið var Steinar hf. enn í fullum rekstri hér heima. Hann segir að á þeim tíma hafi rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja Engin vandamál, aðeins lausnir „Ég er kominn úr þessu argaþrasi, sem er skemmtilegt,“ segir Steinar Berg Ísleifsson og kveður gott að geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.