Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ skuldbindingum, haldið umboðunum og starfs- fólkið héldi vinnunni. Steinar segir að samstarf þessara gömlu keppinauta hafi gengið vel, því þó að Steinar hf. og Skífan hefðu átt í harðri samkeppni á íslenskum plötumarkaði var per- sónulegt samband þeirra tveggja lengst af mjög gott og Jón eftirlét Steinari alfarið að sjá um hvernig fyrirtækið nýja væri rekið. Þrotaferlið var hræðilegur tími að sögn Steinars, allar eigur hans undir svo og þeirra sem voru hluthafar í Steinum hf. Þetta hafi því ekki bara lagst þungt á hann sem forstjóra fyr- irtækisins og aðaleiganda heldur hafi þetta einnig stefnt lífi fjölskyldunnar í uppnám. Spor varð músíkfyrirtæki, hætti alveg mynd- bandaútgáfunni, og hann segir að það hafi verið skemmtilegt að fást einungis við músíkina og að vinna með íslenskum hljómsveitum við að reyna að koma þeim á framfæri erlendis. „Við vorum til dæmis að vinna með Móu, Mezzoforte, Jet Black Joe og fleirum og þetta gekk ágætlega og ég gerði samninga sem tryggðu þeim útgáfu á öllum helstu mörkuðum Evrópu nema Eng- landi. En það eru svo margir þættir sem spila inní, ekki síst karakter þeirra listamanna sem verið er að vinna með. Maður getur aldrei séð fyrir hvernig hljómsveitum á eftir að vegna þó það sé kominn samningur um útgáfu erlendis.“ 9.000 riða eyrnasuð Fyrir áratug tók að bera á samfelldum há- tíðnisón í vinstra eyra Steinars, svonefndu eyrnasuði eða tinnitus, sem hann segist rekja til þess er hann skaut af byssu bróður síns í fyrsta sinn 1992 en hljóðbylgjan frá því skoti varð til þess að suðið fór af stað og hefur verið viðvar- andi síðan. „Þetta hefur verið stöðugt síðan en versnaði reyndar mikið um það leyti sem ég fór að vinna hjá Skífunni, án þess að ég sé að tengja það tvennt, þó reyndar liggi fyrir að streita sé vond viðbót við tinnitusinn. Árið 1999 versnaði þetta gríðarlega mikið og varð óbærilegt á köfl- um,“ segir Steinar en hann upplifir þetta sem suð eða són í vinstra eyra en einnig þrýstings- tilfinningu yfir vinstri hluta höfuðsins. Sem stendur er ekkert hægt að gera við eyrnasuði þó sumir hafi náð einhverjum bata eða náð að þjálfa sig svo þeir lendi ekki á ystu nöf, en Steinar segir að best sé að bregðast snemma við því meiri líkur séu á bót ef brugðist er snemma við. „Það eru ýmsar orsakir fyrir eyrnasuði hjá fólki og það upplifir það líka mis- jafnt. Hjá mér er þetta há tíðni, um 9.000 riða tíðni, og lýsir sér á tvo eða þrjá vegu. Stundum er blástur með, og þá er það þægilegra, en stundum er það bara þessi skerandi tíðni og það gengur svo á orkuforðann að þegar ég kom heim úr vinnunni var ég algerlega búinn að vera, en ég lét þetta aldrei aftra eða halda mér frá því að vinna. Sónninn gengur eiginlega í bylgjum, ég fæ smá hlé á milli, þetta fer aldrei alveg, en verður bærilegra í tvo til þrjá daga í einu, og það má segja að ég nánast lifi fyrir þau hlé sem koma yfirleitt eftir að þetta hefur verið óbærilegt í nokkurn tíma – það er svo góð til- finning að það er erfitt að lýsa því. Líkast því að koma illa klæddur úr byl og kulda í sól og heiðbláan himin,“ segir Steinar og bætir við að það sé stundum erfitt að bíða eftir hléi þegar hann er búinn að vera með óbærilegt suð í eyr- unum dögum saman og stundum verði hann kvíðinn þegar hann er lengi búinn að bíða eftir hléinu og þá læðist að sú hugsun að það muni kannski ekki koma framar. Breytt sýn á lífið 1995 greindist Steinar með krabbamein og ástandið var mjög alvarlegt um tíma þó mun betur hafi farið en útlit var fyrir í upphafi. Hann segir að þessi reynsla hafi breytt sýn sinni á lífið og hann hafi fljótlega farið að hugsa um að koma sér í þá stöðu að geta sinnt starfi sínu og áhugamáli einn eða mjög fáliðaður, enda orðinn þreyttur á að fást við rekstur og starfsmanna- hald í fjölmennu fyrirtæki. „Í framhaldi af þessu ætlaði ég að breyta til, selja Spor og hafði hug á að vinna að því að aðstoða tónlistarmenn við að koma sér á framfæri erlendis bæði sem flytjendur en ekki síður sem höfundar. Jón Ólafsson kynnti aftur á móti fyrir mér hug- myndir um stofnun almenningshlutafélags sem átti að hafa það mikinn slagkraft að dygði til að standa að útrás í þessum geira. Þannig varð úr að ég ákvað að Spor yrði selt Skífunni, sem síð- an yrði að Norðurljósum með sameiningu við Íslenska útvarpsfélagið og fleiri fyrirtæki. Þannig kom til að ég tók við framkvæmda- stjórastarfi tónlistardeildar Skífunnar, sem síð- ar átti að verða Norðurljós. Ég samþykkti þetta eftir að hafa fengið skýra útlistun á að verulega yrði lagt til útflutningsmála tónlistar og að ég fengi að sinna þeim af krafti og meðal annars átti hluti af mínum kjörum að byggjast á ár- angrinum af útflutningnum.“ Sífelldir árekstrar Þrátt fyrir þetta samkomulag segist Steinar strax hafa fundið fyrir því að ekki var vilji til að standa við það. „Mér fannst ég hafa stuðning frá Jóni til að byrja með en Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar, var og er alfarið á móti útflutningi tónlistar, sagði ítrekað við mig að honum fyndist það glæfraspil, sakaði mig jafnvel um að vera beinlínis að vinna vísvit- andi gegn Skífunni. Ég reyndi að gera gott úr málum, vildi ekki eyða tíma í deilur og árekstra, og byggði deildina upp eftir því sem mér sýnd- ist best með því að auka faglega vinnu og þekk- ingu starfsmanna og búa þannig í haginn fyrir framtíðina sem í mínum huga hlyti að byggjast á útrás.“ Hann segir að gríðarlega vel hafi gengið að reka deildina og hún staðið undir langmestum hluta af stórauknum hagnaði Skíf- unnar eftir að Spor, Steinar og hans fólk kom þangað. „Þrátt fyrir þennan árangur lenti ég sí- fellt í árekstrum við framkvæmdastjórann, sem eftir á að hyggja ég get einungis lýst sem ein- hverri gerð af einelti. Allar útflutnings- hugmyndir voru undir sérstakri smásjá sem þurfti að svara fyrir í einskonar yfirheyrslum. Þannig þróuðust mál í aðra átt en samið var um og þessu lauk með að upp úr sauð,“ segir Stein- ar. Einn daginn fékk hann óforvarandis tölvu- póst frá Ragnari um að ákveðið hefði verið að leggja af útflutning á tónlist. Við það sama gekk hann upp til Hreggviðs Jónssonar, forstjóra Norðurljósa, og sagði upp enda taldi hann að verið væri að brjóta þann samning sem gerður var þegar Skífan keypti Spor og hann réðst til fyrirtækisins. „Á þessum tíma var Ragnar ekki minn næsti yfirmaður, þannig að það var sér- kennilegt að fá póst þessa efnis frá honum og ég vissi að hann hefði aldrei sent hann nema með samþyki Jóns Ólafssonar.“ Beið í hundrað daga Þessi örlagaríki tölvupóstur barst Steinari í desember 2001, en þó honum hafi verið misboð- ið var hann samt tilbúinn til að halda eitthvað áfram til að ljúka þeim verkefnum sem hann var með á prjónunum. „Ég var búinn að leggja talsvert til félagsins, setti meira að segja stóran hluta af greiðslunni fyrir Spor í hlutafé í Norð- urljósum, sem er væntanlega einskis virði í dag. Menn báðu mig um að halda áfram og vinna í ýmsum málum og það var þannig kynnt á fram- kvæmdastjórafundi í janúar 2002 að ég væri hættur en myndi samt halda áfram sem ráðgjafi og sjá um ákveðna þætti. Þá gerðist það að Hreggviður hætti fyrir- varalaust í febrúar en hann var minn næsti yfir- maður samkvæmt ákvörðun sem hafði verið tekin í apríl 2001 þegar ég gekk út úr fyrirtæk- inu eftir að hafa verið ausinn svívirðingum og fullreynt var að við Ragnar Birgisson gætum unnið saman. Eftir að Hreggviður hætti var staða mín nokkuð óljós, ég var enn fram- kvæmdarstjóri deildarinnar en beið eftir því að nýr forstjóri setti sig inn í málin og ákvörðun væri tekin um hvernig gengið yrði frá því sem ákveðið hafði verið.“ Steinar varð að bíða drjúgan tíma, því hann segist ekki hafa fengið nein svör um hvernig málum yrði háttað þrátt fyrir hundrað daga bið frá því hann sagði upp. „Eftir að hafa fengið þau svör: „Við skulum hittast og ræða þetta á morg- un,“ síðustu tvær vikur marsmánaðar og í viku eftir að ég fór út, sá ég að það var búið að taka ákvörðun og fór.“ Mál á hendur Skífunni Í framhaldi af þessu höfðaði Steinar svo mál á hendur Skífunni vegna meints samningsbrots og einnig vegna vangoldinna launa, þ.e. kaup- aukans sem átti að greiða vegna útflutnings- starfseminnar. „Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að þó illa hafi gengið í rekstri Norðurljósa á þessum tíma þá var það aðallega vegna erfið- leika í rekstri Íslenska útvarpsfélagsins, en Skífan aftur á móti gekk vel og engin deild bet- ur en tónlistardeildin. Litið var á útflutninginn sem hættuspil en sama má að sjálfsögðu heim- færa upp á útgáfu íslenskra platna sem aðeins koma út á Íslandi. Staðreyndin er að frá 1999– 2001, þriggja ára tímabili mínu hjá fyrirtækinu, voru tekjur vegna útflutnings 145 milljónir en kostnaður 105 milljónir þ.e. hagnaður upp á 40 milljónir sem er góður rekstrarlegur árangur ekki síst miðað við þær aðstæður sem mér var gert að starfa við. Sú ákvörðun um að leggja þessa starfsemi niður og með þeim hætti sem það var gert var því hrein óvirðing við mig og að mínu viti brot á samningi og skerðing á framtíð- armöguleikum fyrirtækisins.“ Í Héraðsdómi voru Steinari dæmdar 2,6 milljónir króna í bætur vegna vangoldinna launa og Skífan til að greiða málskostnað. Hins- vegar var Skífan sýknuð af að hafa brotið á ráðningarsamningi Steinars. Hann segist hafa áfrýjað til Hæstaréttar og telji að dómurinn um þetta byggist ekki á réttum forsendum og ætlar því að láta reyna á málið frekar, enda snúist það miklu frekar um prinsipp en peninga. Tónlistartengd ferðamennska Fyrir tveimur árum keypti Steinar jörðina Fossatún í Borgarfirði og hefur staðið þar í stórframkvæmdum í sumar, reif gamalt slátur- hús sem stóð þar á fegursta stað á bökkum Grímsár og kom síðan veitingahúsi, sem hann flutti norðan úr Mývatnssveit, fyrir á grunnin- um. Til viðbótar við þetta hefur hann endurnýj- að íbúðarhús á jörðinni og stefnir á að nýta aðra hlöðuna af tveim sem eru skammt frá íbúðar- húsinu sem upptökuaðstöðu svo fátt eitt sé talið. Hann segir að það hafi ekki verið nein skyndiákvörðun að kaupa jörð með það fyrir augum að flytjast út úr bænum, það eigi sér langan aðdraganda, hann hafi lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að vinna við tónlist- artengda ferðamennsku, en þá séð það fyrir sér sem langtímaverkefni sem hann myndi ekki snúa sér að af fullum krafti fyrr en síðar. Áður en Steinar keypti Fossatún var hann búinn að leita lengi að heppilegri jörð, segist hafa verið búinn að skoða tugi jarða á fimm ára tímabili og hann hafi þá einblínt á jarðir á Suð- urlandi. Hann segist hafa dottið niður á Fossa- tún nánast fyrir tilviljun. „Það var reyndar röð tilviljana sem ég tók mikið mark á, ég trúi svo- lítið á svoleiðis hluti. Þegar sömu skilaboðin bárust úr ólíkum áttum fannst okkur að það væri verið að koma til okkar ákveðnum skila- boðum svo við ákváðum að keyra upp í Borg- arfjörð og skoða jörðina og tveimur vikum síðar vorum við búin að ganga frá kaupunum.“ „Ákvað að einbeita mér að jákvæðum þáttum“ Steinar segir að ákvörðun sín um að ganga út úr Norðurljósum í síðasta sinn hafi byggst á stolti og að láta ekki misbjóða sér. Þegar það var afstaðið hafi aftur á móti þyrmt yfir hann er hann fór að hugsa um það að hann væri atvinnu- laus að verða fimmtugur, hefði aldrei gert ann- að en að fást við tónlist og engin plön um hvað ætti að gera næst. „Ef ég hef einhvern tímann nálgast þunglyndi þá var það þá,“ segir hann og í nokkra daga var hann ekki mönnum sinnandi, upplifði hræðilega vanlíðan. „Smám saman átt- aði ég mig á því að ég þurfti ekki að vinna hjá öðrum, ég væri vanur því að gera hlutina sjálfur og gæti gert það sem mér sýndist. Ég velti því fyrir mér um stund að fara í samkeppni við Skífuna, hef samböndin erlendis og þekkinguna til þess, en langaði í raun ekki í þann slag, ákvað að einbeita mér að jákvæðum og upp- byggilegum þáttum.“ Steinar segir að þegar það hafi spurst út að hann væri hættur að vinna fyrir Skífuna hafi menn byrjað að hringja og biðja hann um að aðstoða við eitt og annað og til dæmis tók hann að sér að móta stefnu og nýta sambönd sín til að skapa Jóhönnu Guðrúnu tækifæri erlendis sem leiddi til útgáfusamnings við plötufyrirtæki Tommys Mottola, fráfarandi æðstráðanda Sony Music. „Meðfram þessu fór ég að búa mig undir það að fást við eitthvað nýtt og stend nú með mjög fullmótaða hugmynd í höndunum, búinn að gera viðskiptaáætlun um framtíðarrekstur á Fossa- túni sem snýr að tónlistartengdri ferða- mennsku,“ segir Steinar en inni í því er lítil tón- listarútgáfa á vegum fyrirtækis þeirra Steinars og Ingibjargar konu hans, Steinsnar, sem gefur út þrjá diska á þessu ári. „Ég ætlaði upphaflega að gefa út eina plötu, en var með svo mikið af hugmyndum um útgáfu að þær urðu þrjár,“ segir hann og bætir við að margar hugmyndir um frekari útgáfu og samstarf við listamenn eigi enn eftir að komast í framkvæmd. „Ég sá fyrir mér að tónlist yrði einskonar drifkraftur í starfseminni, og stefni að því að hér verði mjög lifandi tónlistarumhverfi auk þess sem Stein- snar verður fullvaxið útgáfufyrirtæki.“ Endurnýjun lífdaganna Steinar segir að hann fari varlega í því sem hann tekur sér fyrir hendur, gæti að því að eiga fyrir því sem hann er að gera og forðist að reisa sér hurðarás um öxl. „Þessi útgáfa í haust kost- ar nálægt tólf til fimmtán milljónum og þegar maður fer út í svoleiðis aðgerð verður maður að eiga fyrir henni og vera tilbúinn að tapa ef illa fer. Við Ingibjörg áttum aukaíbúð í Reykjavík sem við ætluðum að eiga áfram en ákváðum að selja hana til að fjármagna útgáfuna, vorum tilbúin að leggja það undir.“ Ég er kominn úr þessu argaþrasi, sem er skemmtilegt en ég er búinn að fara þann hring svo oft. Það vekur ekki áhuga minn lengur að finna listamann sem hentar mælistiku FM95,7, Popptíví eða MTV með fullri virðingu fyrir þeim miðlum. Ég vil ekki tala af hroka vegna þess að þetta á allt rétt á sér, en mér finnst af- skaplega þægilegt að vera kominn í þá stöðu að geta unnið við þau verkefni og tónlist sem ég vel mér sjálfur, það er gæfa. Víst var erfitt að ganga í gegnum leiðindin á síðasta ári en þegar ég lít til baka get ég ekki sagt annað en að þetta hafi verið heillaspor sem bauð upp á nýja byrj- un, endurnýjun lífdaganna, eða eins og Lennon orðaði það: There are no problems, only sol- utions.“ Steinar Berg glaðbeittur árið 1981 framan við kynningarplakat fyrir japanska útgáfu á Þú og ég. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Meðal þeirra fjölmörgu hljómsveita sem Steinar hf. gaf út voru Utangarðsmenn og Egó, hljómsveitir Bubba Morthens. Hér afhendir Steinar Berg Egó-mönnum gullplötu í upphafi níunda áratugarins. „Ég ætlaði upphaflega að gefa út eina plötu en var með svo mikið af hugmyndum um útgáfu að þær urðu þrjár.“ arnim@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.