Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 3
verið gríðarlega erfitt, mikil verðbólga, vöruinn- kaup á gengi sem var nánast í frjálsu falli, mikil vanskil og afföll af kröfum til viðskiptamanna og svo megi lengi telja. „Þegar ég kom heim fyrir jólin 1986 kom í ljós að það var mjög margt að í rekstrinum og þegar við bættist að ég vildi alls ekki ala upp börnin mín í Bretlandi ákvað ég að snúa heim, þó ég hefði getað hugsað mér að vera úti einhver ár í viðbót.“ Þegar Steinar sneri heim og tók við fyrirtæk- inu að nýju var reksturinn kominn í svo miklar ógöngur að aldrei tókst að vinna sig út úr þeim að fullu auk þess sem fleiri áföll dundu yfir. „Starfsemin var öflug og við vorum með mikla markaðslega yfirburði á plötumarkaði auk þess að vera stærsti myndbandaútgefandi landsins, en það dugði ekki til að rétta reksturinn af og smám saman seig á ógæfu- hliðina. Það sem fór verst með fyrirtækið var mynd- bandaútgáfa eða réttara sagt myndbandadreifing fyrir þriðja aðila sem skrif- uð var á reikninga Steina hf. Á þeim tíma þurfti að standa skil á söluskatti 25 dögum eftir mánaðarlok. Við vorum að dreifa Dynasty-þáttunum sem gefnir voru út í hverri viku í miklu magni en innheimtur voru gríðarlega slæmar. Þetta varð til þess að fyr- irtækið hafði lent í van- skilum með söluskatt með- an ég var erlendis. Til viðbótar árinu síðar kom svo áætlun frá Tollstjóra á alla útgefendur vegna sölu- skatts á heildsölustig myndbandaútgáfu, að mínu viti ákaflega óréttmæt að- gerð þar sem útgefandinn var gerður ábyrgur fyrir söluskatti sem hann hafði aldrei innheimt. Fyrirtækið náði sér ekki eftir þessa skelli. Hafði ekki undan viðurlögum og dráttarvöxtum ríkisins.“ Verðmæti í útgáfurétti Steinar segist hafa snemma áttað sig á hve mikil verðmæti væru fólgin í útgáfurétti og unn- ið markvisst að því að kaupa útgáfurétt á eldri íslenskri tónlist. Hann keypti útgáfurétt Fálk- ans, SG-útgáfunnar, Tónaútgáfunnar, Íslenskra tóna og svo mætti telja og stofnaði sérstakt eignarhaldsfélag um réttinn. Þegar Steinar hf. fór í þrot snemma árs 1993 gerði Steinar samn- ing við Jón Ólafsson í Skífunni um að Jón fengi helming útgáfuréttarins og að þeir stofnuðu nýtt fyrirtæki á rústum þess gamla, Spor ehf., til að geta losað eigendur út úr persónulegum Morgunblaðið/Ásdís a valið sér verkefni. „Það fyrsta sem ég gerði á morgnana var að setja plötu á fóninn.“ „Endalaust má deila um það hvort hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 B 3 Skotveiðimenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.