Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ritari—fasteignasala Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir ritara í fullt starf. Stúdentspróf eða reynsla æskileg. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „M — 14251“, fyrir 2. október. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilsugæslustöðin á Djúpavogi — Breiðdalsvík Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við Heilsugæslustöðina á Djúpavogi. Staðan veitist frá 1. nóv. 2003, eða samkvæmt samkomulagi. Miðað er við að umsækjendur séu sérfræðing- ar í heimilislækningum, en einnig kæmu til greina sérfræðingar í öðrum greinum, svo og læknar með lækningaleyfi. Heilsugæslustöðin er í góðu húsnæði og býður upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlega vinnu- tilhögun, betri frí, gott húsnæði og góð laun. Umsóknir óskast sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir 20. október næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán Þór- arinsson, lækningaforstjóri, í símum 471 1400, 892 3095, (netf.: stefanth@has.is) og Lárus Gunnlaugsson, rekstrarstjóri, í síma 894 0612 (netf.: larus@hsa.is). Sjálfstæð búseta Óskum eftir að ráða starfsmann til aðstoðar og stuðnings fólki með fötlun í sjálfstæðri búsetu í kjarna. Um er að ræða 75% stöðu í dag- og kvöldvinnu. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannleg- um samskiptum og geta starfað í hóp. Umsóknarfrestur er til 6. október 2003. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavík- urborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Jacobsen, yfirþroskaþjálfi, í síma 561 3141, alla virka daga. Netfang: katrinj@fel.rvk.is Skrifstofustarf Heildverslun/verslun óskar eftir að ráða góðan starfskraft til starfa í almennt skrifstofustarf. Starfið felst m.a. í innheimtu, tollskýrslugerð, skjalavörslu o.fl. Umsóknir berist til auglýsingadeildar Morgun- blaðsins fyrir 6. október, merktar: „A — 1003.“ verður opnuð á Íslandi! Bresk keðja með tískuundirfatnað verður opnuð í Kringlunni í október. Óskum eftir starfsfólki í hlutastarf og fullt starf í versluninni. Allt starfsfólk fær þjálfun í starfsháttum og reglum La Senza! Áhugasamir vinsamlegast hafið sam- band í síma 530 4403/530 4401. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo er stærsta verktakafyrirtæki Ítalíu og mjög framsækið á alþjóðamarkaði. Fyrirtækið vinnur við gerð stíflumannvirkja og aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Impregilo leggur mikla áherslu á að fyllsta öryggis á vinnustað sé gætt í hvívetna. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf í samstarfi við fagfólk sem leggur áherslu á að ná árangri við úrlausn fjölbreyttra og flókinna viðfangsefna. Vinnuvélastjórar Impregilo leitar að vinnuvélastjórum með reynslu á eftirtalin tæki : -Beltagröfur CAT5130, 5130B, 307B, 318CN og KAMO 80hp -Hjólaskóflur (Loader) CAT 950 G2 MAA og EVO, CAT 990 II, CAT 988G, CAT 966 OG CAT 966 G2 EVO, CAT 216 og Bobcat 463 -Beltagröfur með brothamri CAT345B-LME, 345BL, RAMMER G80 og E64 CITY -Traktorsgröfur CAT 428D -Jarðýtur CAT D8R II og D6R -Veghefla CAT 14H -Trukka CAT 773E, 769D -Efnisflutningabifreiðar ASTRA HD7/C 64.36, HD7/C 84.40 -Víbravaltara Rotter DYNAPAC CA150D, CA250D og CA602D -Bora TAMROCK RANGER 700, RANGER 500 og COMMANDO 300 -Steypubifreiðar HD7/C 84.40 -Steypubifreiðar / blandara DIECI L4700 -Vörubifreiðar með krana ASTRA HD7/C 64.36, HD 7/C 84.40 -Hjólaskóflur TAMROCK TORO 007, TORO 151D, Broyt ED 600T, Broyt D 600T -Skotbómulyftara MERLO -Gafallyftara CAT -Vökvakrana Locatelli 30 og 50 tonna -Slökkvibifreiðar Einnig vantar okkur vana bílstjóra á eftirfarandi tæki : -Pick up NISSAN 4 x 4 -Sjúkrabifreiðar Gerð er sú krafa að umsækjendur hafi góða reynslu á viðkomandi tæki og þó sérstaklega yfir vetrartímann . Verkstjórar Impregilo óskar eftir að ráða vana verkstjórnendur í neðangreind störf : -Steypuvinnu -Jarðvinnu -Jarðgangagerð Áhugasamir vinsamlegast sendið skriflega umsókn ásamt starfsferilsskrá til Erick Colon á eftirfarandi heimilisfang: Impregilo Iceland Branch, Lagarás 4, 700 Egilsstadir. Einnig má nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu Impregilo að Lynghálsi 4, 4.hæð, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.