Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ♦ ♦ ♦ TVÆR ferðaskrifstofur, Arctic Experience í Bretlandi og Katla Travel í Þýskalandi, hafa sett á laggirnar upplýsingavefinn www.- gestsauga.is. Þar er birt umfjöllun þýskra og breskra fjölmiðla um hvalveiðar Íslendinga. Markmið vefjarins er að hann nýtist þeim sem vilja fylgjast með viðbrögðum umheimsins við veiðunum. Um 20 þúsund ferðamenn koma árlega til Íslands á vegum Arctic Experience og Katla Travel. Báðar ferðaskrifstofurnar hafa mótmælt hvalveiðum Íslendinga opinberlega. Aðstandendur vefjarins telja að með hvalveiðunum sé meiri hags- munum fórnað fyrir minni, þar sem veiðarnar hafi neikvæð áhrif á ímynd Íslands á alþjóðavettvangi og að þær muni draga úr ásókn ferðamanna til landsins. Greinar, sem birtast á vefnum, endurspegla ekki viðhorf fyrirtækj- anna til hvalveiða enda er hlutverk vefjarins einungis að miðla upplýs- ingum sem endurspegla afstöðu umheimsins til þessara umdeildu veiða. Vefur um frétta- flutning af hvalveiðum DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Katrín Sveinbjörns- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson, michael-miðill, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja ef- tir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Ólafur Ólafsson, Krist- ín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdóttir, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Laufey Héðinsdóttir, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfús- dóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lór- enzson og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 10—14.30, föstudaga frá kl. 10—14. Ath! breyttan opnunartíma. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Martin Hallett frá Bretlandi. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is Guðsþjónusta kl. 11.00. Fjöl- breytt dagskrá. Sérfræðsla fyrir börnin. Friðrik Schram predik- ar. Guðsþjónustunni verður út- varpað á Rás 1. Samkoma kl. 20.00. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Edda Matt- híasdóttir Swan predikar. Allir eru velkomnir. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. I.O.O.F. 3  1849298  Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Áslaug Haugland stjórnar. Kafteinn Bente Gundersen talar. Mánud. 29. sept. kl. 15.00 Heimilasamband. Majór Elsabet Daníelsdóttir talar. Allar konur hjartanlega velkomnar. Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20.00. Föstud. Samkoma með Curtis Silcox o.fl. Laugard. Samkoma kl. 20.30 með Curtis Silcox. www.krossinn.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskyldusamkoma kl. 11:00. Eitthvað fyrir alla aldurshópa. Létt máltíð á vægu verði að samkomu lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastund kl. 19:30. Almenn samkoma kl. 20:00. Paul og Susi Childers þjóna. Lofgjörð, fyrirbænir og samfé- lag. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið að skráning á lækninga- daga, sem verða 31.10 og 1.11. nk., er hafin. www.vegurinn.is Lækningasamkoma Sunnudaginn 28. september kl. 20.00 í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík. Andrew Pearkes frá Englandi predikar og biður fyrir sjúkum. Mikil lofgjörð. Allir hjartanlega velkomnir. Upplýsingar í síma 564 4303. Vineyard christian fellowship international. SMÁAUGLÝSINGAR NÝLEGA héldu Landssamtök skóg- areigenda (LSE) sjötta aðalfund sinn á Goðalandi í Fljótshlíð. Á fundinum var vakin athygli á mikilvægi plöntugæða og hvatt til þess að markvisst yrði unnið að því að skapa grundvöll fyrir öruggan rekstur plöntuuppeldisstöðva fyrir skógarbændur, þar sem burðir væru til að nota nýjustu þekkingu og tækni. Að mati aðalfundarins nást þessi markmið aðeins verði landshluta- verkefnunum heimilt að semja um Skógarbændur leggja áherslu á plöntugæði Skógarbændur í heimsókn í Varmadal á Rangárvöllum. hluta plöntumagnsins án útboða. Á fundinum var Gunnar Sverrisson í Hrosshaga heiðraður fyrir störf að félagsmálum skógarbænda og ný- stofnað Félag skógarbænda á Aust- urlandi var boðið velkomið í Lands- samtökin. Að loknum aðalfundarstörfum var farið í kynnisferð að Bolholti á Rangárvöllum, en þar stundar skógræktarfélag Rangæinga mynd- arlega ræktun útivistarskóga. Um kvöldið var grillveisla í skóginum á Tumastöðum. AFFLASKIPIÐ Garðar BA-64 á sér merkilega sögu, en skipið er safngripur á Patreksfirði. Garðar var mikil happafleyta og var hald- ið til fiskveiða við Ísland í um 70 ár. Í sumar hittust Jónatan Stef- ánsson fyrsti vélstjóri á Garðari (til vinstri á myndinni) og Jón Magnússon skipstjóri og rifjuðu upp gamla daga, en 20 ár eru liðin frá því þeir félagar sóttu sjóinn á Garðari. Á einni vertíð veiddu þeir 1.303 tonn og að margra mati var það góð samvinna þeirra sem var lykillinn að góðum aflabrögðum Garðars. Aflaklær á Garðari SAMBANDSSTJÓRN Far- manna- og fiskimannasam- bands Íslands hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: „Sambandsstjórnarfundur Farmanna- og fiskimannasam- bands Íslands haldinn 18. september 2003, mótmælir nú sem endranær hverskonar sértækum aðgerðum stjórn- valda við úthlutun aflahlut- deildar, hvort sem fiskur er veiddur á línu eða í önnur veiðarfæi. Heildarhlutdeild smábáta í afla hefur aukist jafnt og þétt, og sú aukning eðli máls samkvæmt verið frá öðrum tekin. Slík mismunun er með öllu ólíðandi. Sú línu- ívilnun sem nú er í umræðunni mundi enn auka forréttindi smábáta á kostnað annarra skipaflokka. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að láta af þeirri undanlátsstefnu við smábáta sem stunduð hefur verið und- anfarin ár.“ Segja línuívilnun auka for- réttindi smábáta BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar hefur samþykkt ályktun þar sem er lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar ótryggu stöðu sem stækkun Norðuráls á Grundartanga virðist nú vera í vegna ákvörðunar Landsvirkj- unar um frestun á byggingu Norð- lingaölduveitu. „Sveitarfélög á sunnanverðu Vest- urlandi, Borgarbyggð, Borgarfjarð- arsveit, Skorradalshreppur, Leirár- og Melasveit, Hvalfjarðarstrandar- hreppur, Skilmannahreppur, Innri- Akraneshreppur og Akraneskaup- staður sendu frá sér sameiginlega ályktun síðla árs 2002 þar sem þau lýstu yfir vilja sínum til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að upp- fylla þær skyldur sem stækkun Norðuráls krefðist af sveitarfélögun- um. Þessi sveitarfélög binda miklar vonir við þá atvinnuuppbyggingu sem stækkun Norðuráls mun hafa á sveitarfélög á Vesturlandi. Því er sú óvissa sem stækkun Norðuráls er nú stefnt í algerlega óásættanleg fyrir atvinnulíf á Vesturlandi. Bæjarstjórn Borgarbyggðar skor- ar á ríkisstjórn Íslands að standa við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu iðnaðarráðherra um að stjórnvöld skuldbindi sig til að sjá Norðuráli fyrir orku til stækkunar fyrirtækisins. Mikilvægt er að stjórnvöld leiti allra leiða til að út- vega Norðuráli þá orku sem stækk- un fyrirtækisins krefst þannig að hægt verði að taka nýjan áfanga í notkun árið 2005 eins og stefnt er að í umræddri viljayfirlýsingu. Efling fyrirtækjanna á Grundartangasvæð- inu hefur mikla þýðingu fyrir alla uppbyggingu í Borgarfirði og skipu- lagsmál í Borgarnesi hafa tekið mið af því að af fyrirhugaðri stækkun ál- vers Norðuráls verði árið 2005. Bæjarstjórn Borgarbyggðar bind- ur miklar vonir við að OR og Hita- veitu Suðurnesja takist að uppfylla orkuþörf Norðuráls.“ Ályktun vegna stækkunar Norðuráls Hafa áhyggjur af ótryggri stöðu VIÐSKIPTI mbl.is VEÐUR mbl.is BÚIÐ er að draga út alla vinnings- hafa í Vegabréfsleik ESSO 2003 og hafa yfir 250 manns fengið sendan vinning. Stærstu vinningarnir voru dregnir út í beinni útsendingu á Rás 2 hinn 31. ágúst sl. Öðrum vinnings- höfum hefur verið sent gjafabréf sem hægt er að leysa út á næstu ESSO-stöð. Aðalvinningur í Vegabréfsleikn- um var ársafnot af Subaru Impreza- bifreið ásamt eldsneyti í eitt ár og sneisafullu skotti af nauðsynjum í ferðalagið til eignar; tjald, svefnpok- ar, tjalddýnur, veiðisett og ferða- matarsett. Vinninginn hlaut Þráinn Ómar Svansson frá Reykjavík. Upplýsingar um nöfn vinnings- hafa er hægt að finna á heimasíðu ESSO, www.esso.is. Dregið í vega- bréfsleik ESSO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.