Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
FORD Mondeo er kominn á markað
eftir dálitla andlitslyftingu sem
reyndar felur í sér einar 1.500 breyt-
ingar. Flestar eru þær þó smávægi-
legar en stærstar þær að komnir eru
krómlistar í kringum glugga og
plastkróm í grill, króm í hurðarhúna
auk þess sem stefnuljós eru komin
með hvítt plast. Þá er breyting gerð
á miðjustokknum að innan. Ný, inn-
felld hljómtæki eru komin í bílinn en
að öðru leyti er bíllinn að mestu eins
og fyrri gerðir. Þetta eru ekki ósvip-
aðar breytingar og VW gerði á Pass-
at, einum helsta keppinaut Mondeo.
Það var hresst upp á bílinn með
krómlistum, krómuðum hurðaopn-
urum og þess háttar viðbótum.
Mondeo V6 Ghia
Prófaður var á dögunum í fyrsta
sinn Mondeo eftir andlitslyftingu og
með 2,5 lítra, V6 bensínvélinni í
Ghia-útfærslu.
Mondeo er stór millistærðarbíll
sem rúmar fimm manns í sæti í tals-
verðum þægindum. Hann er fáan-
legur jafnt sem fernra dyra stallbak-
ur, fimm dyra hlaðbakur og
langbakur. Þá er hann boðinn með
1,8 l, 2,0 l og 2,5 l bensínvélum ásamt
2,0 l dísilvél og í þremur búnaðar-
útfærslum, þ.e. Ambiente, Trend og
Ghia. Við prófuðum bílinn í fimm
dyra útgáfunni, Ghia.
Mondeo kom mikið breyttur í ann-
arri kynslóð árið 2001 og því skilj-
anlegt að Ford fari þá leið núna að
fríska dálítið upp á útlitið með króm-
listum og þess háttar. Mondeo hefur
lengi verið annálaður fyrir góða
aksturseiginleika, gott innanrými og
fjöðrun. Hann hefur í engu tapað
þeim eiginleikum með andlitslyfting-
unni. Áhugavert var að prófa bílinn
með 2,5 lítra, V6 vélinni sem skilar
að hámarki 170 hestöflum og togar
220 Nm. Með þessum vélarbúnaði er
bíllinn að sjálfsögðu virkilega snarp-
ur og þegar við bætist að hann var
prófaður með fimm gíra handskipt-
ingu má segja að sportlegir taktar
séu orðnir áberandi. Ef eitthvað er
þá er stýringin orðin enn nákvæmari
í bílnum og ökumaður hefur ríka til-
finningu fyrir veginum.
Talsverður lúxus
Um leið gefur Ghia-útfærslan til-
finningu fyrir lúxus. Bíllinn er leð-
urklæddur, (aukabúnaður), og fram-
úrstefnuleg hönnunin á stýrinu
brýtur upp heildarsvipinn. Það gerir
líka gamaldags klukkan í miðju-
stokknum. Alls kyns smáatriði í
hönnun bílsins vekja ánægju, eins og
t.a.m. þrepskipt hitastýring fyrir
bæði framsæti og hönnun glasahald-
ara sem skýst út úr mælaborðinu. Í
aftursæti er kominn armpúði milli
sæta sem nýtist sem hirsla fyrir
smáhluti.
Ökumannssæti er með rafstýrðri
hæðarstillingu en sætastaðan er full
há fyrir þann sem þetta ritar. Ein-
hvern veginn kalla aflið og aksturs-
eiginleikar bílsins á það að ökumað-
ur sitji neðar og óþægilegt er að vita
af hvirflinum strjúkast við toppinn.
Há sætastaða býður að vísu upp á
þægilegra inn- og útstig úr bílnum
en ókosturinn í Ghia-útfærslunni er
líka sá að þar með er lofthæðin orðin
krítísk, ekki síst þar sem sóllúga er
hluti af staðalbúnaði.
Annar búnaður sem vert er að
minnast á er tölvustýrð miðstöð með
loftfrískunarbúnaði.
Mondeo hefur jafnan státað af
góðu farangursrými og þótt rýmið í
stallbaknum verði ekki borið saman
við langbakinn þá er það talsvert
mikið og með góðu aðgengi. Skottið
er opnanlegt innanfrá. Furðu vekur
hins vegar að vélarhlífin er læst og
ekki hægt að opna hana að innan.
Þetta þykir víst góð öryggisráðstöf-
un erlendis en er eiginlega bara til
óþæginda því ökumaður verður í
fyrsta lagi að drepa á bílnum, stíga
út úr honum og opna vélarhlífina
með lykli.
Mondeo Ghia 2,5 V6 er mikill og
aflmikill akstursbíll og vel búinn þar
að auki. En verðið er líka orðið tals-
vert hátt fyrir bíl í þessum stærð-
arflokki, eða 3.175.000 kr. Það er
reyndar stútfullur pakki af búnaði
sem fylgir með í kaupunum til að
mynda 16 tommu álfelgur, viðar-
áferð á miðjustokk, hraðastillir,
aksturstölva, regnskynjari, sjálfvirk
deyfing á baksýnisspeglum, rafdrifin
hæðarstilling á ökumannssæti og
fleira. Keppinautar eru t.a.m. Honda
Accord Type S, sem er með 190 hest-
afla V6 vél og kostar beinskiptur
2.795.000 kr. og 150 hestafla VW
Passat 1.8 T, sem kostar 2.550.000
kr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Króm í grilli, á hliðum og í hurðarhúnum er meðal breytinga.
V6-vélin er hljómfögur og aflmikil.
Gott aðgengi að farangursrými í hlaðbaknum.
Stílhreinn og vandaður frágangur er að innan.
Mondeo er með fágaða aksturseiginleika og aflmikla V6-vél.
Andlits-
lyfting á
Mondeo V6
REYNSLUAKSTUR
Ford Mondeo V6
Guðjón Guðmundsson
Vél: 2.495 rúmsentimetr-
ar, sex strokkar, tveir yf-
irliggjandi knastásar.
Afl: 170 hestöfl við 6.000
snúninga á mínútu.
Tog: 220 Nm við 4.250
snúninga á mínútu.
Lengd: 4.731 mm.
Breidd: 1.812 mm.
Hæð: 1.429 mm.
Eigin þyngd: 1.330 kg.
Farangursrými:
500 lítrar.
Hemlar: ABS, EBD, diskar,
kældir að framan.
Öryggisbúnaður: Sex
öryggispúðar, virkir
hnakkapúðar að framan.
Gírkassi:
5 gíra handskiptur.
Hámarkshraði: 220 km/
klst.Hröðun: 9 sekúndur
úr kyrrstöðu í 100 km.
Verð: 3.175.000 kr.
Umboð: Brimborg hf
Ford Mondeo V6 Ghia
gugu@mbl.is