Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar HJÓLIN undir farartækinu eru fjögur en samt telst þetta vera mótorhjól og kallast Dodge Tomahawk. Þetta er eitthvert grófgerðasta og aflmesta mótorhjól sem búið hefur verið til en það er ekki komið á markað og verður líklegast aldrei markaðssett. Hjólið skilar 500 hestöflum og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða er 2,5 sekúndur og hámarkshraði talinn vera 480 km á klst, þ.e.a.s. ef sá maður finnst sem getur staðfest þessar tölur með akstri. Hjólið er smíð- að utan um V10 vélina, þá sömu og er að finna í Viper ofursportbílnum. Slagrýmið er 8,3 lítrar. Hjólið var frumsýnt á bílasýningunni í Detroit snemma á þessu ári og nú hefur verið sér- smíðað annað hjól fyrir ónefnda sérverslun ríka fólksins í Dallas. Hægt er að kaupa eftirlíkingu af hjólinu fyrir 550.000 dollara en hana er ekki hægt að keyra heldur er um að ræða nokkurs konar skúlptúr. Tomahawk sem skúlptúr Hugmyndahjólið Tomahawk er það öflugasta sem smíðað hefur verið. Hjólið er smíðað utan um V10 vélina úr Viper. ÞAÐ stefnir í að tekjur ríkissjóðs af bílum og bílanotkun aukist um á þriðja milljarð króna miðað við forsendur fjárlaga. Álögur á bílaeigend- ur hækka annars veg- ar í formi vörugjalda á bensín og hins vegar með hækkun á þunga- skatti. Samanlagt er áætlað að tekjur ríkis- ins af þessum hækkun- um aukist um rúman milljarð króna fyrir ut- an virðisaukaskatt. Árið 1999 var al- mennt vörugjald af bensíni ákvarðað 10,5 krónur. „Við töldum á þeim tíma að eðli- legt hefði verið að leggja 8,75 krónur á lítrann miðað við þær tekjur sem ríkið hafði haft af almennu vöru- gjaldi af bensíni. Þegar talað er um að hækkunin sé aðeins 8% á meðan hækkun vísitölu á þessum tíma- bili hafi verið 18% þá er það ekki raunhæf við- miðun. Þetta almenna gjald hækkar úr 10,5 krónum í 11,35 krónur. Hið sérstaka vörugjald á bensín, eða bensín- gjaldið sem er eyrna- merkt til vegamála, var 28,60 krónur og hækkar í 30,90 krónur. Hækkun á þeim gjöldum sem ríkið leggur á bensínið er því 3,15 aurar og of- an á þetta bætist virð- isaukaskattur. Heildar- hækkunin er því nálægt 4 krónur á hvern lítra. Þetta fer beint út í verð- lagið,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Miðað við um 20.000 km akstur á ári þýðir þessi hækkun því á bilinu 8–12 þúsund krónur að meðaltali á ári. Til þess að hafa þetta í afgang þurfa tekjur að aukast um 20.000 krónur. Runólfur segir að þessi hækkun valdi um 0,12% hækkun á neyslu- verðsvísitölunni. Hækkun á þungaskatti nemur um 400 milljónum króna á ári. Í fjárlög- um var miðað við að tekjur ríkissjóðs á yfirstandandi ári af vörugjöldum á ökutæki yrðu 3,2 milljarðar króna. Ný áætlun gerir ráð fyrir 4 milljörð- um kr. í tekjur, eða hækkun upp á 800 milljónir kr. vegna aukinnar bílasölu. „Þarna er á ferðinni stóraukin skattheimta á bílaeigendur í land- inu,“ segir Runólfur. Áætlaðar skatttekjur hins opin- bera af ökutækjum og ökutækja- notkun stefnir í að verða um 32 millj- arðar króna og hækka þær því um á þriðja milljarð króna. Álögur á bíla aukast um á þriðja milljarð Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB. Í TILEFNI af 25 ára afmæli Vélhjólaíþróttaklúbbsins, (VÍK), hafa tveir af fremstu glæfrastökkvurum Evrópu, Fredrik Johansen og Fredrik „Frog“ Berggren, verið fengnir til að koma til Íslands og sýna gáskafulla loftfimleika á torfæruhjólum. Sýningin felst í því að stökkva sem hæst á risastórum stökkpalli og gera glæfraleg áhættuatriði áður en lent er aftur. Valdimar Þórðarson, einn allra besti glæfrastökkvari landsins, mun einnig taka þátt í sýningunni. Sýningin hefst kl. 13.30 á laugardag og fer fram á Valsvellinum við Hlíð- arenda. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu VÍK, www.motocross.is. Svona gera menn í glæfrastökkvum. Sænskir glæfra- stökkvarar sýna listir EINN af athyglisverðari hugmyndabílunum sem sýndir voru á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í síðasta mán- uði var Skoda Roomster. Hugmyndin gengur út á lítinn borgarbíl sem er bæði sparneytinn og rúmgóður en líka dálítið sportlegur. Nafnið er dregið af ensku orðunum ro- om og road(ster), eða rými og tveggja dyra sportlegum bíl. Bíllinn er afar nýstárlegur að innan og með því ætlar Skoda að setja nýjan staðal meðal lítilla borgarbíla. Þarna á að vera gott pláss og mikill fjölbreytileiki í notkun. Ro- omster er engu að síður 4,06 metra langur en ætti að henta vel í þéttri borgarumferð. Undirvagninn er líka splunkunýr og styttra í að menn fái að kynnast honum því sagt er að hann verði líka undir nýjum VW Tupi, sem leysir Lupo af hólmi, og er væntanlegur á markað sumarið 2005. Skoda Roomster Innanrými á að setja nýjan staðal. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Roomster á sama undirvagni og væntanlegur smábíll VW. Skoda Roomster er athyglisverður hugmyndabíll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.