Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 7
einnig til að knýja Monster 1000- og Supersport 1000-hjólin, er mjög snúningsviljug og skilar 84 hestöfl- um og 84 Newtonmetra togi. Þetta afl dugar til að rífa hjólið það vel áfram að það prjónar nokkuð auð- veldlega; þó er ökumanni auðvelt að halda framhjólinu niðri með því að beita líkamsþyngdinni. Togið er mest á bilinu 3.500–8.000 snúningum og sex þrepa gírkassinn skilar aflinu af mikilli skilvirkni til gripmikils, 180 mm breiðs afturhjólsins. Hröð- un úr kyrrstöðu í 100 km hraða á að nást á 3,5 sekúndum. Mælaborðið skiptist í stóran hefðbundinn snún- ingshraðamæli og rafeindaskjá sem gefur allar aðrar upplýsingar sem ökumaður þarf á að halda. Það sem helzt mætti gagnrýna við stjórntækin og aksturseiginleikana er frekar stíf kúplingin. Að fjöðrunin sé eins stíf og raun ber vitni er mik- ilvægur hluti af karakter hjólsins, sem þar með er trúr sportlegri Duc- ati-hefðinni. Reyndar er hægt að stilla fjöðrunina á ýmsa vegu, sem opnar möguleikann fyrir því að laga hana að gerð (grófleika) vegarins, hleðslu hjólsins og smekk/aksturs- stíl ökumanns. Fjaðurvegalengd hvolfgaffalsins að framan er 165 mm og miðlægrar gorm/gasdempara- fjöðrunareiningarinnar að aftan 145 mm, sem má segja að sé mitt á milli hreinræktaðs enduro-hjóls og hrein- ræktaðs götuhjóls. Hálfklæðningin með stýrisáfastri „framrúðunni“ veitir góða vindvörn án þess að hefta sýn ökumanns fram á veginn, enda horfir hann yfir skyggnið. Farþegi getur komið sér þægilega fyrir aftan við ökumann. Vítt hæfileikasvið Í stuttu máli sagt er Ducati Multi- strada gríðarskemmtilegt hjól með mjög vítt hæfileikasvið, þar sem málamiðlanalaus en þó afslöppuð sportlegheit eru í fyrirrúmi. Til að henta íslenzkum aðstæðum enn betur væri eflaust ráðlegt að panta viðbótarhlífar, sem boðið er upp á sem aukahluti, en aukahluta- framboðið er mjög breitt. Næst lægi að fá hlíf framan á vélina og aurhlíf á afturhjólið. Meðal þess sem einnig er boðið upp á er þykkari sætisbólstrun og sérhannaðar harðplast-töskur, en með þeim útbúnaði er hjólið klárt í langferðalög. Fyrir þá sem myndu vilja nota hjólið meira á vondum vegum (án bundins slitlags) væri at- hugandi að setja undir það grófari ferða-enduro-dekk (eins og boðið er upp á undir Honda Varadero 1000 eða Suzuki DL 1000 V-Strom, svo dæmi séu nefnd). En þar með myndi hjólið tapa nokkru af þeim sportlegu götuhjóls-eiginleikum sem það hefur af að státa eins og það kemur frá verksmiðjunni. Þótt Ducati-menn hafi teygt sig í alveg nýja átt með Multistrada-hjólinu var þó aldrei ætlun þeirra að búa til „drullumall- ara“. Þó hefur frétzt að þess kunni að vera skammt að bíða að Ducati teygi sig enn lengra í átt að því að smíða torfæruhjól. Jafnvel strax árið 2005 sé væntanleg önnur ný týpa af Duc- ati – eins strokks „supermoto“-hjól, en slík hjól eru almennt hreinræktuð torfæruhjól útbúin fyrir malbiks- akstur, með stífari fjöðrun og götu- hjóladekkjum. Þessu nýja Ducati- hjóli yrði stefnt í samkeppni við hjól eins og KTM Duke. Ducati Multistrada 1000 DS kost- ar 1.470.000 kr. Sem er vissulega all- stór biti að kyngja fyrir tveggja hjóla farartæki, en sé hugsað út í það hve margra milljóna króna dýr- an bíl þyrfti til að bjóða ökumanni upp á viðlíka akstursánægju og þessi ítalska fegurðardrottning ger- ir, lítur dæmið öðru vísi út. Morgunblaðið/Árni Sæberg auar@mbl.is speglanna er gott dæmi um hvernig fylgt eftir niður í minnstu smáatriði. vegi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 B 7 bílar EMIL Grímsson, forstjóri P. Sam- úelssonar, umboðsaðila Toyota og Lexus, fagnar upptöku olíugjalds í stað þungaskatts en telur það rangt ef skattkerfið leggur lægri gjöld á dísil en bensín. Umræðan hér á landi og í Evrópu undanfarin ár hafi snúist mikið um það að nútíma dísilbílar séu umhverfisvænni en bensínbílar og muni vera áfram. Fróðlegt sé hins vegar að fylgjast með umræðum á öðrum mörkuðum þar sem sumar þjóðir reyna að koma dísilbílum út úr borgarumferð vegna slæmra um- hverfisáhrifa. „Í umræðunni má ekki gleymast að báðir þessir orkugjafar hafa sína kosti og sína galla. Það má t.d. benda á að fræðilega getur bensínvél orðið „hreinni“ en dísilvélin vegna sam- setningar þessara tveggja orku- gjafa. Í þeirri tækniþróun sem fram- undan er finnst okkur t.d. ekki rétt að gera olíu hærra undir höfði eins og gert er í nokkrum löndum Evr- ópu,“ segir Emil. Hann er þeirrar skoðunar að markmiðið með olíugjaldinu eigi að vera að jafna muninn sem nú er í skattkerfinu milli bensín- og dísil- bíla. Verjast samkeppni sem kemur frá löndum utan Evrópu Emil segir að í sumum löndum Evrópu hafi dísilbílar notið velvildar og þar hafi verið hvatt til notkunar dísilbíla í gegnum skattlagningu. „Ástæðan fyrir dísilvæðingunni í Evrópu er meðal annars sú að flestar Evrópuþjóðirnar eru aðilar að Kyoto-sáttmálanum um takmörkun á losun koltvísýrings út í andrúms- loftið. Í dag sé magn koltvísýrings í útblæstri dísilbíla talsvert minna en frá bensínvélum en á móti komi að dísilvélin gefi frá sé mun meira af köfnunarefni og sótögnum sem tald- ar eru hættulegar mönnum. Evrópskir bílaframleiðendur hafa einnig lagt mikla áherslu á notkun dísilbíla en þannig geta þeir varist betur samkeppni sem kemur frá löndum utan Evrópu þar sem eftir- spurn og tækniþróun tekur mið af öðrum sjónarmiðum,“ segir Emil. Þar sem Toyota ætlar sér stóra hluti í Evrópu hefur fyrirtækið þróað tals- vert úrval dísilvéla en Emil bendir þó á að „hreinasta“ vélin sem fyr- irfinnist sé sennilega þunnbruna bensínvél. „Þegar við mælum eldsneytis- notkun bíla, dísil eða bensín, þá mæl- um við í lítrum. Eðlisþyngd dísilolíu er hins vegar talsvert meiri en bens- íns og þannig á bruni eins kg af bens- íni, við bestu aðstæður, sér stað við 14,7 kg af lofti en í hefðbundinni dís- ilvél er þetta hlutfall hins vegar 14,2 sem gefur lakari bruna. Í nýjum dís- ilvélum með beinstrokka innspraut- un kemst þetta hlutfall í 15 til 18. Í Japan séu hins vegar t.d. bæði Toyota og Mitsubishi með þunn- bruna bensínvélar þar sem hlutfallið er 22 eða meira. Þessar vélar eru í boði á Evrópumarkaði en ekki er hægt að setja þær upp til að nýta nema hluta af kostum þeirra vegna þess að brennisteinsinnihald bensíns er mun hærra í Evrópu en leyft er í Japan og eins þar sem þessi þunni bruni skilar af sér hlutfallslega meira köfnunarefni en evrópskar reglur leyfa. Þó vill svo hjákátlega til að þessi gildi köfnunarefnis eru mun lægri en heimilt er að dísilvélar skili af sér.“ Í byrjun árs 2005 gengur í gildi EURO IV reglugerð um út- blástur frá bílum og um leið verður brennisteinn í bensíni bannaður og hlutfall brennisteins í dísilolíu verð- ur að vera innan við 50PPM. Enn stífari reglur ganga svo í gildi nokkrum árum seinna o.s.frv., og þó svo að framundan sé mikil þróun í bílvélum þá sjá allir framleiðendur fyrir sér að fara í framleiðslu svo- kallaðra tvinnbíla sem nýta betur alla þá orku sem fylgir almennri notkun bíla. Vetni raunhæfur kostur eftir 15–20 ár Vetni sem orkugjafi í almennri notkun gæti orðið raunhæfur kostur eftir 15 til 20 ár og er mjög spenn- andi fyrir Ísland en hefur minni þýð- ingu fyrir flestar aðrar þjóðir sem þurfa að brenna kolum, olíu eða kjarnorku til að búa til vetnið. Aðrir orkugjafar eins og rafmagn, gas o.fl. virðast ætla að fá mun minni al- menna þýðingu en verða nýttir við sérstakar aðstæður,“ segir Emil. Hann segir að það sé mjög gott að fá fram frumvarpið um olíugjaldið og jafna þannig stöðuna en „við mynd- um síður vilja fara út í aðrar öfgar. Ég hef heyrt talað um að verð á dísil- olíulítranum verði samkvæmt vænt- anlegu frumverði 10% lægra en á bensínlítranum. Mér skilst jafnframt að innkaupsverð á dísilolíu sé mjög svipað og á bensíni. Þá spyr maður sig hvers vegna eigi að skattleggja olíu lægra. Hverfum frá þeirri neyslustýringu sem er í dag og látum markaðinn og tækniþróunina stýra okkur í það sem best er hverju sinni,“ segir Emil. Emil Grímsson, forstjóri P. Samúelssonar. Víða verið að takmarka notkun dísilbíla í borgum Emil Grímsson, forstjóri P. Samúelssonar, fagnar upptöku olíugjalds í stað þungaskatts en bendir á að tæknileg um- ræða um þetta mál hafi verið takmörkuð og litast svolítið af pólitískum sjónarmiðum ríkjandi í Evrópu. Vél: 90º V2-fjórgengisvél, loft/olíukæld, 992 rúm- sentimetrar, 2 ventlar og tvö kerti á strokk, des- modromic-ventlastýring, rafeindastýrð innspýting. Rafstart, sex gíra kassi, O-hringa-drifkeðja. Afl: 84 hestöfl (62 kW) við 8000 snúninga á mín. Tog: 84 Nm við 5.000 sn./mín. Hröðun: 3,5 s úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarks- hraði 210 km/klst. Eyðsla: 6,2 l/100 km. Stell og fjöðrun: Burð- arrammi úr stálrörum, hvolfgaffall að framan, stillanlegur, fjöðrunarvega- lengd 165 mm. Einarmur að aftan, steyptur úr létt- málmi, stillanleg miðlæg fjöðrunareining (gormur/ gasdempari), fjöðr- unarvegalengd 141 mm. Léttmálmsfelgur, hjólbarð- ar framan 120/70ZR17, aftan 180/55ZR17. Mál: Hjólhaf 1462 mm, gaffalhalli 66º, sætishæð 850 mm. Eldsneyt- isgeymir 20l. Þyngd full- tankað 220,5 kg. Leyfð hámarksþyngd 410 kg. Hemlar: Tveggja diska að framan (þverm. 320mm), einn bremsudiskur að aft- an (þverm. 245mm). Verð: 1.470.000. Umboð: Dælur ehf. Ducati Multistrada 1000 DS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.