Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 B 5 bílar RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Vanda›ar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsni›nar fyrir flinn bíl. Engin göt í mælabor›i›. w w w .d e si g n .is © 2 0 0 3 Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com Til sölu BMW 318 I nýskráður 22.09.2000 sjálfskiptur ekinn 65.000 km ásett verð 2.390.000 athuga skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar Bílaþingi Heklu. Nýskr. 12/01. Ekinn 7.800 km. V8 vél 4966cc. 306 hö. Sjálfskiptur, spólvörn. Hraðastillir m. hraðatakmarkara. 18“ álfelgur. 6 loftpúðar. Aksturstölva. Rafdr. toppur/rúður/speglar/sæti/veltistýri. Nappa-leðuráklæði. Framsæti m. hita/loftun/nuddi. BOSE-hljómkerfi. NOKIA GSM. XENON-aðalljós. PARKTRONIC-nálægðarskynjar- ar. KEYLESS GO-opnun/ræsing án lykils. Fluttur inn nýr af Ræsi. Óaðfinnanlegur bíll. Ræsir hf, Skúlagötu 59, sími 540 5400. www.raesir.is Til sölu Mercedes Benz SL500 STRALIS vörubíllinn frá Iveco fékk nýlega viðurkenninguna vörubíll ársins 2003 í Evrópu. Hlaut hann nokkra yfirburði í því kjöri eða 102 stig en DAF XF95 var í öðru sæti með 50 stig. Bílablaðamenn í 19 löndum Evrópu velja bíl ársins. Starfsmenn Vélavers, sem hefur umboð fyrir Iveco á Íslandi, eru nú á ferð um landið með hinn nýja Stralis auk ýmissa annarra tækja og enda þeir kynningu sína í Reykjavík 20. október. Iveco Stralis er framleiddur í Ulm í Þýskalandi. Einn slíkur er þegar kominn í gagnið hérlendis, hjá Jóni Magnúsi Pálssyni, sem annast ýmsa jarðvinnu og malar- flutninga. Er þetta þriðji vörubíllinn í fyrirtæki hans en auk þeirra hefur hann yfir að ráða gröfum, jarðýtu og valtara. Jón valdi gerðina með Active Time húsi og 430 hestafla vél. Blaðamaður kynnti sér bílinn hjá Jóni svo og sýningarbíl hjá Vélaveri með Active Space húsi sem er ívið breiðara og hærra. Stralis línan er fáanleg sem 18 til 26 tonna grindarbíll eða sem drátt- arbíll og getur þá borið allt að 44 tonn. Stralis er búinn ýmsum nýjung- um og ber fyrst að nefna nýja sjálf- skiptingu, Eurotronic II. Hún starf- ar þannig að hún kúplar og skiptir sjálfvirkt um gír, upp og niður, hvernig sem ökumaður stendur olíu- gjöfina. Er það næsta ótrúlegt hvernig skiptingunni er stjórnað lið- lega og hikstalaust hvort sem aðeins er ekið með lausan dráttarbílinn eða með fullan malarvagn sem þýðir alls kringum 40 tonna þyngd. Nýjar vélar eru einnig í Stralis, Cursor 8, 10 og 13 lítra og eru hest- öflin á bilinu 270 til 540. Eru bílarn- ir búnir nýrri gerð af mótorbremsu sem vinnur á ventla vélarinnar og þýðir að í mörgum tilfellum þarf ökumaður ekki að nota gírkassa- bremsu. Hægt er að velja hvernig mótorbremsan á að virka eftir því hvernig akstri er háttað. Húsin eru fáanleg í þremur gerð- um. Boðið er einfalt hús, síðan tvær gerðir af húsi með kojum, Active Time og síðan Active Space sem er stærra, ívið breiðara og hægt að standa uppréttur inni. Búnaður þeirra er einnig mikill, fyrir utan kojur og sóllúgu er þar að finna kæliskáp, loftkælingu og olíumið- stöð og nánast unnt að fá það sem hugurinn girnist í þeim efnum. Mælaborðin eru svipuð og bílarnir eru búnir miklum tölvubúnaði sem gerir ökumanni kleift að sjá hvernig öll kerfi bílsins vinna og hann getur safnað upplýsingum um notkun dagsins eða uppsafnaða notkun, þ.e. akstur í km, hverslu lengi bíllinn hefur staðið í lausagangi og hversu marga klukkutíma hann hefur verið í notkun. Einnig um meðaleyðslu og uppsafnaða olíunotkun. Ár er síðan Vélaver tók við um- boði fyrir Iveco-bíla. Ákveðið var að fara rólega í sakirnar og segir Magnús Ingþórsson, framkvæmda- stjóri Vélavers, að starfsfólk fyrir- tækisins hafi verið að byggja upp þekkingu sína á framleiðslunni en fyrirtækið býr að langri reynslu af sölu og þjónustu atvinnutækja. Seg- ir Magnús fyrirtækið því vel í stakk búið til að þjóna verktökum, bænd- um og útgerð með hvers kyns tækjakosti. Auk Stralis er Vélaver einnig að kynna nýja línu í Iveco Euro Cargo- vörubílunum sem hafa verið einna mest seldu bílarnir í Evrópu í stærðarflokknum 6 til 16 tonn og allmargir slíkir eru í umferð hér- lendis. Þá framleiðir Iveco einnig ýmsa sérhannaða vörubíla fyrir jarðvinnu og námuvinnu og er sú lína nefnd Euro Tracker. Eru þeir með meiri veghæð og ætlaðir til nota við erfiðar aðstæður og utan vega. Eru einnig í rútum Í lokin má nefna að rútuframleið- andinn Irisbus er í eigu Iveco og eru undirvagnar Iveco mikið notaðir í þær. Þá framleiðir dótturfyrirtæk- ið Astra m.a. námubíla sem nota Iveco-vélar og má finna slíka bíla í verkefnum við Kárahnjúka. Iveco Stralis – vörubíll ársins kynntur á Íslandi Iveco Stralis kom á markað er- lendis fyrir um ári en hefur nú rekið á fjörurnar hérlendis. Vélaver afhenti nýlega einn slíkan og eru starfsmenn nú í kynningarferð um landið. Jóhannes Tómasson kynnti sér gripinn lítillega. Stralis með tveimur útgáfum af húsum og lengst til vinstri er Euro Cargo-bíllinn. Morgunblaðið/jt Mokað á bílinn hjá Jóni Pálssyni. Ingvar Guðmundsson þjónustustjóri, aftan við hann má sjá í neðri kojuna. joto@mbl.is FYRIRTÆKIÐ JMP vélar fékk á dögunum afhentan Iveco Stral- is. Jón M. Pálsson, aðaleigandi og margreyndur vörubílstjóri kvaðst hafa séð bílinn á sýn- ingu erlendis og ákveðið kaupin fljótlega í framhaldi af því. Einnig keypti hann nýjan mal- arvagn og alls var þetta fjár- festing upp á um 10,5 milljónir króna. Jón Pálsson segir að það sem sé einna skemmtilegast við bílinn sé skiptingin, sjálf- skipting sem sé sérlega mjúk og hnökralaus, ein sú skemmti- legasta sem hann hafi kynnst. Þá segir Jón alla upplýs- ingasöfnun og skráningu mjög hentuga. Fletti hann upp tölum um notkun á þeim mánuði sem er liðinn frá því hann fékk bíl- inn. Hann er búinn að aka um 16 þúsund km, meðalhraðinn er 37 km á klst., meðaleyðslan um 46 lítrar en þennan tíma hefur hann ekið með hlass í báðar áttir vegna verkefna, bíll- inn hefur verið í gangi 297 tíma og sturtað í 7 tíma. 16 þúsund km á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.