Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 B 9 bílar DHL-haustrall Bifreiðaklúbbs Reykavíkur fer fram laugardaginn 11. október nk. Reikna má með mikilli og spennandi keppni í 2.000-flokki þar sem baráttan hefur verið upp á sekúndu í allt sumar og munu úrslitin til meistara ráðast í þeim flokki. Margar áhafnir eiga mögu- leika á sigri og allt getur gerst ef illa gengur hjá þeim sem leiða þann flokk. Keppninni um Íslands- meistaratiltilinn lauk í síðastu keppni, er bræðurnir Rúnar og Baldur unnu þá keppni. Enginn getur náð þeim nú, sama hvað á gengur. Fyrsti bíll verður ræstur frá Há- lendismiðstöðinni Hrauneyjum kl. 10 nk. laugardag og lýkur á sama stað um kl 16. Um er að ræða ein- ungis tvær sérleiðir sem verða eknar en báðar þrisvar sinnum, eða um 118 km. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir áhorfendur til að fylgjast með æsispennandi keppni sem er í heildina um 218 km löng. DHL-haustrallið FYRSTI bíllinn af gerðinni Ford GT árgerð 2005 hefur verið seldur á uppboði og var söluverðið 557.500 dollarar, tæpar 43 milljónir ÍSK. Kaupandi, sem ekki vill láta nafns síns getið, atti kappi við fjölda ann- arra bílaáhugamanna og tryggði sér þannig fyrsta eintakið af þessum sögufræga sportbíl sem Ford hefur nú ákveðið að endurskapa í nútíma- mynd. Fyrsti bíll hverrar tegundar er auðvitað verðmætur en þarna skilur nokkuð á milli því verðið á framleiðslubílnum, þegar hann kem- ur á markað, verður 150.000 dollar- ar, um 11,5 milljónir kr. Chris Theo- dore, aðstoðarforstjóri hátækni framleiðsludeildar Ford, segir að um leið og verðið á Ford GT fór að skríða yfir hálfa milljón dollara hafi mönnum orðið ljóst að bíllinn slægi á einhverja dularfulla strengi í hjört- um manna. Ford GT er með 5,4 lítra, V8 vél með forþjöppu. Vélin skilar 500 hest- öflum við 6.000 snúninga á mínútu og togar 678 Nm við 4.500 snúninga. Hann er með tvo kambása á hvorri strokkastæðunni. Að framan er hann á 18 tommu felgum og 19 tommu að aftan. Hann verður á 235/45 18 dekkjum að framan en 315/40 19 að aftan sem ættu að tryggja ágætt grip. Bíllinn nær yfir 300 km hámarks- hraða á klst. og hraðar sér úr kyrr- stöðu í 100 km hraða á um fjórum sekúndum. Þyngd: 1520 kg. Lengd: 4643 mm. Breidd: 1953 mm. Hæð: 1125 mm. Hjólhaf: 2710 mm. Vél: 8 strokka, 5,4 lítra, 500 hestöfl. Skipting: 6 gíra handskiptur. Ford GT seldist á 43 millj. kr. Wieck 500 hestöfl og 4 sekúndur í 100 km hraða. Ford GT árgerð 2005. Fyrsta eintak- ið er selt. Svona lítur gripurinn tæknilega út að innan. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali Erum fluttir að Bíldshöfða 8 í húsnæði Bílasturtunnar (með bílnum á þakinu) sími. 562 1055-Frúin hlær í betri bíl- Tökum snjósleða og mótorhjól í umboðssölu Góður innisalur Vantar allar gerðir og stærðir bíla á staðinn Vaktað sýningarsvæði og sýningarsalur 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Mitsubishi Pajero 3,2 GLS, 33“, árg. 2000, sjálfsk., leður, ekinn 63 þús. km. Verð 3.980 þús. Mitsubishi Pajero 2,8 TDI stuttur, árg. 1999, 5 gíra, ekinn 66 þús. km. Verð 1.620 þús. Land Rover Freelander 2500 V6, árg. 2001, sjálfsk., ekinn 50 þús. km. Verð 2.870 þús. Tilboð 2.600 þús. Nissan Patrol Elegance 3,0 TDI, 38“, árg. 2001, sjálfsk., ekinn 40 þús. km, loftlæstur að framan, tölvukubbur, 3" púst. Einn með öllu. Verð 4.490 þús. 480 8000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.