Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MCLAREN Formúlu eitt liðið var á þriðja og síðasta degi í ákaflega mikilvægum prufuakstri á Silverstone kappakstursbraut- inni síðastliðinn fimmtudag þegar útsend- arar Morgunblaðsins litu inn. Þessi prufu- dagur var sá síðasti áður en bílunum var síðan pakkað saman og þeir fluttir til Jap- ans þar sem síðasta keppni 2003 formúlunn- ar fer fram um næstu helgi. McLaren-liðið á ennþá smá möguleika á að vinna titilinn í ár, ef Kimi Räikkonen nær að sigra í Japan og ef Schumacher fær engin stig er formúlu- björninn unninn. Möguleikarnir eru ekki miklir en þeir eru fyrir hendi eigi að síður. McLaren eitt að prufa McLaren var eina liðið sem var að prófa á Silverstone-brautinni, hin stærstu liðin próf- uðu víða um Evrópu. Mikil leynd hvíldi yfir því sem fram fór og öryggisgæslan var meiri en vanalegt er, í gryfjunni var búið að koma fyrir miklum skermum til að byrgja blaðamönnum sýn inn í bílskúrana og þegar bílarnir fóru út á braut tættu þeir framhjá okkur eins hratt og þeir mögulega gátu. Þó að blaðafulltrúi liðsins vildi ekki gefa neitt upp um hvað væri verið að prófa eða hvort niðurstöðurnar væru slæmar eða góðar, þá var nokkuð ljóst að megnið af tímanum fór í að prófa mismunandi dekk. Michelin-dekkjaframleiðandinn var með þrjá stóra trukka af stærstu gerð sneisafulla af dekkjum og bílskúrarnir við hliðina á bíl- unum voru yfirfullir af dekkjum sem var verið að hita upp í sextíu gráður. Dekkja- lagerinn tók í raun meira pláss en bílarnir þrír sem verið var að prófa. Regnið buldi á viðstöddum og gaf það liðinu væntanlega gott tækifæri til að reyna regndekkin. Hjá Michelin vonast menn trúlegast til að geta bætt regndekkin sín að einhverju leyti, því það var sumpart þeim að kenna að McLa- ren-menn töpuðu í síðustu keppni í Banda- ríkjunum. Alex Wurz ók út af Það var verið að prufukeyra þrjá bíla og það voru prufubílstjórarnir Pedro De La Rosa og Alex Wurz sem sáu um að aka þeim til skiptis. Það var ólýsanlegur hávaði í gryfjunni þegar þessir kraftmiklu bílar komu æðandi út úr skúrnum. Yfirleitt var einn bíll í brautinni í einu og eftir einn upp- hitunarhring tóku þeir þetta á bilinu þrjá til fjóra hringi á ofsahraða. Pedro virtist aka mun fleiri hringi en Alex sem sást bara alls ekki eftir að hann ók útaf skömmu fyrir há- degishlé. Þegar komið var með bílinn hans á kranabíl í gryfjuna var búið að hylja hann með svörtu klæði og ljósmyndurum bannað að mynda hann, jafnvel svona vel hulinn. Eftir hádegi fór Pedro í einn upphitunar- hring en þá þeyttist hann útaf blautu mal- bikinu í beygju sem nefnist The Priory. Við Daniel Sambraus ljósmyndari höfðum laum- ast í leiðangur frá gryfjunni og var hann svo heppinn að ná myndum af útafakstrinum. De La Rosa var ekki á miklum hraða en bíll- inn snérist í þrjá heila hringi sem líktust einna helst hægum ballett áður en hann lenti síðan harkalega í mölinni. Viðgerð- armenn voru snöggir að mæta á svæðið til að ná í mann og bíl og flýttu sér að hylja kappakstursbílinn. Eftir að De La Rosa keyrði útaf liðu nokkrir tímar áður en ákveðið var að hætta öllum reynsluakstri. Þegar ljósmyndirnar voru síðan grandskoð- aðar eftir prufuna var mikið pælt í því hvort nýr bylgjulaga framvængur með þremur rif- um í væri nýtt leynivopn sem McLaren ætl- ar hugsanlega að beita í lokaorrustunni í Japan. Skyldi þeim takast þannig að krækja í titilinn úr greipum Ferrari? Aðalbílstjórar McLaren-liðsins voru hvergi sjáanlegir á Silverstone, þeir eru báðir að hvíla sig eftir átökin í Bandaríkj- unum. Räikkonen skrapp í stutt frí til Finn- lands áður en hann hélt heim til sín í Sviss og Coulthard eyddi nokkrum dögum meðal vina í Bandaríkjunum áður en hann hélt til síns heima í Mónakó. Ljósmynd/Daniel Sambraus Komið út úr viðgerðarsvæðinu á Silverstone og Pedro De La Rosa undir stýri. Síðasti séns fyrir McLaren Dagur Gunnarsson var viðstaddur síð- ustu æfingar McLaren-liðsins fyrir síð- ustu keppni ársins í Suzuka í Japan. Pedro De La Rosa snýst út af hringnum í Silverstone. Það rigndi látlaust í Silverstone. Alex Wurz undir stýri. Alex Wurz á beinu brautinni við viðgerðarsvæðið í Silverstone. Bíll De La Rosa sóttur eftir að hann hafði misst stjórn á honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.