Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 B 11 KAPPAKSTURINN í Suzuka um kom- andi helgi kann að verða sá síðasti hjá Jaqcues Villeneuve. Ekki er ólíklegt að hugur hans hverfi til baka til ársins 2000 þegar hann stóð frammi fyrir atvinnutilboðum frá BAR og Renault- liðinu. Flestir töldu að hann hefði gert mis- tök með því að ákveða að halda áfram hjá BAR en ganga ekki til liðs við franska liðið. Fæsta hefur órað fyrir því þá að með því væri hann að skrifa upp á dauðadóm keppnisferils síns. Má því segja nú að það hafi verið reginskyssa hjá Villeneuve að ganga ekki til liðs við Renault. Reyndar var samningur hans við BAR hagstæður; tryggði honum gífurleg laun og frelsi frá því að sinna kynningarstarfi í þágu styrktaraðila liðsins. Er því haldið fram að hann hafi ver- ið oflaunaður en um leið haft litla vinnuskyldu. Flestum á vettvangi Formúlu-1 þykir Villeneuve því hafa sett tekjur og þægindi ofar keppnis- árangri. Vegna velgengni í bandarísk- um kappakstri var hann margmillj- óneri áður en hann hóf þátttöku í Formúlu-1. Á þeim fimm árum sem hann hefur keppt fyrir BAR hefur hann auðgast langt umfram villtustu drauma flestra ökuþóra. Þó er vert að telja Villeneuve til tekna að Renault bauð honum á sín- um tíma sömu kjör og hann naut hjá BAR. Og þótt launin hafi verið mikil undanfarin ár var Villeneuve reiðubú- inn að þau skertust mjög til að hann mætti halda sæti sínu í liðinu. Villeneuve er sagður erfiður við- ureignar og getuleysi í keppni á BAR- bílnum hefur skaðað orðstír hans. En öll vonbrigðin sem liðið hefur valdið verða ekki skrifuð á hann, nema að litlu leyti. Aðeins stöku sinnum virtist áhug- ann skorta en við aðstæður sem þol- inmæði flestra ökuþóra hefði líklega löngu verið þrotin sýndi hann oftast að kappið var nóg. Villeneuve verður ekki minnst í sög- unni sem eins af merkustu ökuþórum Formúlu-1 því hann átti fullt í fangi með að landa titlinum fyrir Williams 1997 þótt hann væri með í höndum keppnisbíl sem tók öllum öðrum tals- vert fram. Hans verður ekki heldur minnst af sömu hlýju og föður hans; Jacques er sagður skorta þá persónu- töfra sem geisluðu af Gilles Villeneuve og aukin heldur hafi faðir hans verið mun lagnari og betri ökuþór. Villeneuve trúði því að þeir Craig Pollock, vinur hans og umboðsmaður sem stýrði BAR-liðinu fyrstu árin, gæti búið til keppnislið sem innan árs stæði Williams, McLaren og Ferrari fyllilega á sporði. Misreiknuðu þeir sig stórlega og alla þætti hins nýja liðs. Ofmátu hæfi- leika Villeneuve til að leiða bílþró- unina, verkfræðigetu Honda, stjórn- unarhæfileika Pollocks og getu Reynard-bílsmiðjunnar, sem nú er far- in á hausinn, til að smíða nytsaman Formúlu-1 bíl. Allt frá því Pollock var látinn taka pokann skömmu fyrir upphaf keppn- istímabilsins 2002 hefur Villeneuve átt ósæla daga innan liðsins sem byggt var upp í kringum hann. Hefur orðstír hans beðið alvarlegan hnekki á þeim tíma. Að hluta til vegna ímynd- unar fremur en raunveruleika. Ekki verður með réttu sagt – eins og marg- ir vilja halda fram – að liðsfélagi hans Jenson Button hafi niðurlægt Ville- neuve í ár. Staðreyndin er sú að þeir hafa verið mjög ámóta en Button þó verið örlítið getumeiri. Á vertíðinni hefur Ville- neuve hins vegar nánast orðið að bera allan þungann af hinu hörmulega endingarleysi BAR-bílanna en oftar hefur Honda-mótorinn sprungið í bíl hans á árinu en mótorar margra liða til samans. Sú ákvörðun liðsstjórans Davids Richards að losa sig við Villeneuve og ráða Sato í hans stað mun falla vel í kramið hjá Honda en ekki bæta keppnisgetu BAR á næstu vertíð. Inn- an um glannaskap Sato þykja leynast ákveðnir hæfileikar en þrátt fyrir allt verður einkar erfitt fyrir forsvars- menn BAR að telja mönnum trú um að þeir verði sterkari á næsta ári að Villeneuve gengnum. Hið sama á við um Formúlu-1. Brott- för Villeneuve er og hennar skaði. Skaði að brott- för Villeneuve AUDI AVANT QUATTRO 2,8 L 200 HÖ (4x4), árgerð 1999, ekinn 25 þ., leður, sól- lúga, rafmagn og hiti í öllu, Bose hljóm- flutningstæki, aksturstölva, o.m.fl. Ásett verð 3.490 millj., tilboð miðað við staðgr. 3.100 millj. Nýr kostar um 6 millj. Ath. skipti á ódýrari. Uppl. í síma 860 2944. NISSAN MICRA, ÁRG. 1999, SPARIBAUKUR! Ekinn 93 þús. 5 dyra, 5 gíra, cd, skoðaður '04. Toppeintak. Engin skipti. Tilboð 480 þúsund. Upplýsingar í síma 893 9968. HONDA CIVIC VTI Árg. '99, 160 hö., ek. 93 þús. Topplúga, spoiler kit, MP3 spilari, álfelgur, filmur o.fl. Tilboð óskast. Uppl. í síma 696 5328. MERCEDES BENZ, ´84 Sk. '04. Ekinn 306 þús. km. Gott viðhald. Verð 215 þús. Einnig SKIDOO 580 ´91, ekinn 4 þús. km. V. 180 þús. Júlíus, s. 698 3350/660 9799. GRAND CHEROKEE LAREDO '97 Ek. 123 þús. 4.0 l. Upphækkaður. 31" dekk. Rafmagn í öllu. Leður. Engin skipti. Verð 1.450 þús. Uppl. í s. 895 8956 eftir kl. 16, Ólafur. GRAND VITARA EXCLUSIVE '98 Mjög lítið ekinn, aðeins 48 þús. km. V6, sjálfsk., topplúga, ný dekk, bæði sum- ar- og negld vetrardekk. Toppeintak. Uppl. í síma 565 0377 eftir kl. 18.00. MUSSO GRAND LUX 2/99 TIL SÖLU Sjálfskiptur, 33" breyttur, ekinn 65.000 km, samlæsingar, rafdrifnar rúður, CD, drátt- arkúla. Verð 2,1 m. Skipti möguleg. Símar 865 8638, 567 5632. PAJERO 2001 DÍSEL 7 manna, leður, toppl., ss., cd, krókur, máluð varadekkshlíf. Ek. 69 þús. km. Litaðar rúður. 33" br. Gullfallegur bíll. Ath. skipti. Upplýsingar í síma 660 7577. TERRANO IISE, ÁRGERÐ 6/96 Ek. 144 þ., 31", skoðaður '04, 7 manna, rafmagnsrúður/speglar, samlæsingar, topplúga, 5 gíra, dráttarkúla o.fl. Verð 980 þús. Uppl. í síma 693 0802. JÓLAGJÖFIN Í ÁR ER NÝ TOYOTA! Mikið úrval nýrra og notaðra saumavéla. Viðgerðir á flestum tegundum saumavéla. saumavelar.is — sími 892 3567. NOTAÐIR VARAHLUTIR í Volvo, Skania, Benz o. fl. Vörubílspallar, sturtutjakkar og ýmislegt annað. Upplýsingar í s. 6608910. ARCTIC CAT MC, ÁRG. 2001 Til sölu 600 cc, lítið notaður langur vél- sleði, sem nýr, ekinn 1668 km. Hiti í hand- föngum. Góður ferðasleði. Verð 600 þús. Ath. skipti.Upplýsingar í síma 894 6759. POLARIS INDI 800 XCR Árg. 2000 í toppstandi. Tilboð 550 þús. Lán ca 390 þús. Uppl. í s. 897 2656. TIL SÖLU FIAT DUCADO '97 1.9 CB 5,6 m langur, svefnpláss f. 5—6 manns. Góður bíll á góðu verði. Upplýsingar í s. 555 2210 og 864 3581. Kerrur SKODA OCTAVIA GLXI, ÁRG. 3/2000 Næsta skoðun 2005. Ekinn 57 þús. km., beinsk., dráttarkúla. Verð 990.000 kr. Upplýsingar gefur Bílahöllin, sími 567 4949. VETRARDEKK Á FELGUM Til sölu vetrardekk á felgum á Subaru Impresa ásamt felguróm og hjólkoppum. Verð 30.000. Uppl. í síma 820 9035. VW GOLF 1600 COMFORTLINE Árg. 2000, ekinn 57 þús. km. 5 dyra, sjálf- skiptur. Áhv. 866 þús. Verð 1190 þús. Uppl. gefur Bílfang s. 567 2000. OPEL ASTRA. ÁRGERÐ 2000 Gullmoli, 3ja dyra, ekinn aðeins 22.000 km., reyklaus og vel með farinn. Verð 970.000 kr. Uppl. í síma 699 2529 (Haukur). MITSUBISHI 3000 GT ÁRG. '94 Ekinn 105.000 km. Verð 500 þús stgr. Öll skipti koma til greina. Uppl. í síma 867 0758. MMC PAJERO 2,8DTI, 5/98, 33" DEKK Ek. 105 þúsund km, sjálfskiptur, 7 manna, álfelgur, rafmagn í rúðum, samlæsingar. Verð 2.290.000. Áhv. 960.000. Til sölu og sýnis á Toppbílum, Funahöfða 5, sími 587 2000, www.toppbilar.is Getum bætt við okkur bílum á skrá og á staðinn. TOYOTA LANDCRUISER 90VX, 7/00 Álfelgur, ekinn 82 þúsund km, sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, sam- læsingar, krókur. Verð 3.200.000. Til sölu og sýnis hjá Toppbílum, Funahöfða 5, sími 587 2000, www.toppbilar.is Getum bætt við okkur bílum á skrá og á staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.