Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar K JARTAN Sveinsson er einn þekktasti húsateiknari landsins og hann á líklega einn fágætasta bíl landsins, Lincoln Continental Mark V Diam- ond Jubilee Edition, sem skreyttur er ekta demöntum í hliðargluggum. Bíllinn var smíðaður í tilefni af 75 ára afmæli Ford og átti að verða safngripur. Í hliðum bílsins eru spor- öskjulagaðar rúður og í þeim eru innbyggðir demantar til að minna á demantsafmælið. „Þegar ég keypti bílinn nýjan 1978 vissi ég ekkert af þessu. Mér skilst að aðeins hafi verið framleiddir 500 svona bílar og þessi bíll var mjög framarlega í framleiðslunni. Talað var um að þetta væri eini bíllinn af þessari gerð í Evrópu. Bíllinn hefur veitt mér óskaplega mikla ánægju og ég hef ferðast mikið á honum. Þó er hann ekki mikið keyrður, aðeins um 250.000 kílómetra,“ segir Kjartan. Undir vélarhlífinni er lögreglumót- orinn svokallaði, Big Block átta strokka. Kjartan er núna búinn að eiga hann í 25 ár. Big Block undir vélarhlífinni „Ég var nú vinnusjúklingur og það var ágætt að hafa áhugamál með þótt ekki sé kannski skyn- samlegast að hafa bíladellu fyrir áhugamál. Hérna á Íslandi er það sem fólk getur haft hvað mesta ánægju af að eiga góðan bíl. Bíllinn er mikið tilfinningamál hjá mörgum og ég hef kynnst því í gegnum rekstur á bílaþvottastöðinni í Sól- túni. Hana hef ég rekið í 34 ár og ég hef því ekki þurft að þvo bílinn sjálfur allan þann tíma.“ Kjartan kveðst hafa heyrt að Ford hafi tapað á þessum bíl. Hann segir að bíllinn hafi verið dýr en vill samt ekki gefa upp hversu dýr. „En ég sé ekki eftir því. Ég hef haft óskaplega mikla ánægju af bílnum enda alltaf verið með bíladellu. Ég hef ekki átt marga bíla en ég hef átt þá lengi. En Cadillac Eldorado átti ég þó ekki nema í þrjú ár. Það er mikill munur á Cadillac og Lin- coln. Cadillac-inn minn var mánu- dagsbíll. Ég fékk hann nýjan en það var alltaf eitthvað að honum.“ Bensín frekar en brennivín Kjartan segir að nýjungar hafi verið í Lincoln-bílnum, þar á meðal aksturstölva sem sýndi hvað hægt var að komast langt á bensíninu á tanknum. „Nú er ég hættur að teikna og hef gaman af því að fara í bíltúra. Ég rek líka fyrirtæki og þarf að fylgjast með því. Ef ég fengi mér nýjan bíl í dag yrði það Lincoln. Jeppinn er geysiglæsilegur, Aviator. Navigator er of stór. Konan er lítið fyrir að fara í bíltúr og segir að það sé nóg að það sé einn dellukarl í fjölskyldunni.“ En er bíllinn ekki eyðslufrekur? „Nei, nei. Og ef maður er reglu- samur þá er betra að peningarnir fari í bensín en brennivín. Nei, ég keyri ekki svo mikið, en það er engu lagi líkt að keyra svona bíl. Kraft- urinn er svo yfirgengilegur og mýktin svo mikil. Það er lítið farið að sjá á honum enda hef ég farið vel með hann. Gallinn við þessa stóru mótora er að þeir þurfa að snúast annars fer hann bara að bila. Ég hafði gaman af því þegar ég var ungur.“ Það hefur aldrei hvarflað að Kjartani að hanna bíla eins og hann hannaði hús? „Nei, nei. En bíllinn er ákaflega vel teiknaður. Það eru fallegar línur í honum og ég myndi ekki vilja eiga annan bíl. Ég ætla að vona að hann endist á meðan ég endist. Þá er hægt að láta jarða sig í honum,“ sagði Kjartan kíminn. Kjartan Sveinsson húsateiknari ekur demantsskreyttum Lincoln Continental Vona að bíllinn endist á meðan ég endist Kjartan Sveinsson hefur síðasta aldarfjórðung ekið Lincoln Continental Mark V Diamond Jubilee Edition. Í samtali við Guðjón Guðmundsson segist Kjartan alltaf hafa haft bíladellu en hann fengi sér aftur Lincoln ef hann endurnýjaði. Kjartan Sveinsson hefur átt og rekið bílinn í 25 ár. Svona eru flekarnir að innan, allt í áttunda áratugar-stílnum. Morgunblaðið/Ásdís Vélarhlífin virðist óendanleg á þessum þrennra dyra lúxusbíl. Varadekkið er í hlíf aftan á skottlokinu. Í litlum hliðarskjánum leynast dem- antar til að minna á 75 ára afmæli Ford, móðurfélagsins. EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu frá Bílanausti: „Í Morgunblaðinu, Bílar, miðvikudaginn 1. október sl. birtist á bls. 6B samanburður á verði rafgeyma í 2ja dálka töflu. Í texta í meðfylgjandi grein, með fyr- irsögninni „Talsverður verðmunur á rafgeymum“, er sagt að spara megi umtalsverðar fjárhæðir með því að gera verðsamanburð á raf- geymum. Bílanaust sér ástæðu til að gera athugasemd við þennan verðsaman- burð þar sem fullyrðing um sparnað hlýtur að orka tvímælis enda ekki annað að skilja af texta greinarinn- ar en að gæði rafgeymanna séu sambærileg – sem þau eru alls ekki. Bílanaust gerir einnig athuga- semd við þá aðferð að bera saman verð á rafgeymum án þess að bera saman gæði þeirra, t.d. með álags- prófun. Fullyrðing um mögulegan sparnað, mældan í krónum, er því ekki byggð á rökum og er hér með mótmælt sem markleysu. Bílanaust hefur selt rafgeyma í meira en 3 áratugi. Reynslan hefur sýnt að verulegur munur er á gæð- um og endingu rafgeyma og sölu- verð, eitt og sér, er því ekki ein- hlítur mælikvarði á hagkvæmni. Á grundvelli okkar reynslu býður Bílanaust rafgeyma frá Varta og Bosch sem framleiddir eru með svo- kallaðri „silfurtækni“ sem gefur aukna kaldræsigetu og lengri líf- tíma. Frá Banner-framleiðandan- um erum við að bjóða rafgeyma sem eru framleiddir með „kalsíum- tækni“ sem vinnur svipað og áður kom fram um Varta- og Bosch-raf- geyma. Bílaframleiðendur í Evrópu kaupa í dag aðeins hágæða raf- geyma og þar eru þessir 3 aðilar langstærstir í sölu til þeirra. Þrátt fyrir mikið framboð af ódýrum rafgeymum, m.a. frá Suð- ur-Kóreu, hefur Bílanaust, í ljósi langrar reynslu, ekki talið þá raf- geyma hagkvæma við íslenskar að- stæður og því ekki boðið þá sínum viðskiptavinum. Hins vegar hefur Bílanaust ekkert við það að athuga þótt önnur fyrirtæki hafi ódýra raf- geyma á boðstólum.“ Virðingarfyllst, Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bílanausts. Athugasemd frá Bílanausti vegna verðkönnunar á rafgeymum                         !  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.