Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDIR stjórn kommúnista í Kína hafa mannrétt- indi verið léttvæg og hafa konur ekki síst orðið fyr- ir barðinu á stjórnarfarinu. Byltingin varð síst til leiðrétta þeirra hlutskipti. Skipulögð hjónabönd, aðskilnaður frá börnum, botnlaus fátækt og alls- leysi undir oki hefða og pólitískrar kúgunnar hélt áfram að vera daglegt brauð þótt Maó formaður hefði náð völdum. Rithöfundurinn og þáttagerðamaðurinn Xinran rekur hér stöðu kínverskra kvenna og segir sögur af ást, grimmd, ofbeldi, fátækt, vonum og harmi. Xinran er fædd í Peking árið 1958. 1989 til 1997 starfaði hún við útvarpsstöð í borginni Nanjing. Frásagnir Xinran byggja að miklu leyti á sögum kvenna sem hún komst í kynni við í gegnum starf sitt við útvarpið. Hún hefur verið búsett í Bretlandi undanfarin ár og er væntanleg hingað til lands í tengslum við útkomu bókar sinnar á íslensku. Sögur af kínverskum konum og samfélagi Xinran Bókarkafli Erfið lífsskilyrði sem engan gat órað fyrir var hlutskipti margra kínverskra kvenna líkt og Xinran komst að er konurnar ræddu við hana í skjóli nafnleyndar. Hér birtast brot úr tveimur frásagna hennar. AP Konur bera þungar vatnsfötur á herðum sér á leið á hveitiakra í Tai’an í Kína. Erfitt líf á landsbyggðinni bitnar einkum á konunum. TVISVAR eða þrisvar í viku þurftustarfsmenn stöðvarinnar að mæta ípólitíska uppfræðslutíma. Meðal fræðsluefnis voru útlistanir Dengs Xiaoping á hugmyndafræði umbóta- og slökunarstefnunnar og kenningar Jiangs Zemin um hvernig stjórnmálin þjóna efna- hagslífinu. Við máttum hlýða á endalausar ræður um skyldur okkar og pólitískt mik- ilvægi frétta og annarra útsendinga og engri fræðslustund lauk án þess að ein- hverjir starfsmenn væru fordæmdir fyrir alls konar yfirsjónir – að nefna ekki æðstu valdamenn þjóðarinnar í kórréttri gogg- unarröð í útvarpsþætti, að koma ekki til skila aðalatriðunum í áróðursboðskap Flokksins í fréttaskýringarþætti, fyrir virðingarleysi við eldri borgara og fyrir ósæmilega framkomu. Allt þetta og ótal margt í þessa veru var harkalega gagn- rýnt. Á þessum fræðslufundum fannst mér Kína vera ennþá í menningarbyltingunni miðri. Stjórnmálin réðu öllu, stóru sem smáu, í daglegu lífi manna og sumir þurftu að sæta gagnrýni og fordæmingu til þess að aðrir gætu prísað sig sæla og talið sig vera á réttri leið. Ég átti í mesta basli með að muna alla þessa stjórnmálaspeki en gætti þess að rifja sem oftast upp mikilvægasta boðorðið um að Flokkurinn leiddi á öllum sviðum. En þar kom að skilningur minn á þessari meginreglu hlaut eldskírn sína. Vinsældir þáttanna höfðu fært mér tölu- verða frægð. Margir kölluðu mig fyrsta kvenkyns þáttagerðarmanninn sem hefði „lyft hulunni“ af kínverskum konum – fyrsta fréttamanninn sem hefði kynnt sér til hlítar þau kjör og aðstæður sem þær byggju við. Ég hafði hlotið stöðuhækkun og töluverðan skerf af framlögum kost- unaraðila. Og ég hafði loks fengið því fram- gengt að ég mætti taka við símhringingum hlustenda í beinni útsendingu. Öll hljóðver sem ætluð voru til beinna út- sendinga voru tveggja herbergja. Annað þeirra var ætlað þáttastjórnandanum en hitt tæknimanni. Símhringingar til mín fóru um tæki sem eftirlitskona stjórnaði og gat tafið útsendinguna um allt að tíu sek- úndur. Á þeim tíma varð hún að meta hvort símtalið hentaði til útsendingar og gat slit- ið því án þess að hlustendur yrðu þess var- ir. Kvöld nokkurt þegar ég var að búa mig undir að ljúka þættinum með rólegri tónlist – eins og ég var vön að gera síðustu tíu mínúturnar – hringdi síminn og ég tók síð- asta símtalið: „Xinran, blessuð, ég hringi frá Ma’ansh- an. Þakka þér fyrir þáttinn. hann vekur upp ýmsar hugsanir og er mér og mörgum öðrum konum mikill stuðningur. Nú langar mig að spyrja þig hvernig þú lítir á sam- kynhneigð. Hvers vegna er fólk svona andsnúið samkynhneigðum? Hvers vegna er samkynhneigð bönnuð með lögum í Kína? Hvernig stendur á því að fólk áttar sig ekki á að samkynhneigðir hafa sama rétt og sömu valkosti í lífinu og aðrir þjóð- félagsþegnar?“ Meðan spurningunum rigndi yfir mig sló út á mér köldum svita. Samkynhneigð var forboðið umræðuefni í fjölmiðlum sam- kvæmt útvarpslögum. Ég furðaði mig á því, skelfingu lostin, hvers vegna eftirlit- skonan hafði ekki rofið símasambandið strax í upphafi. Ég varð að svara spurning- unni. Þúsundir manna biðu svaranna og ég gat ekki lýst því yfir að viðfangsefnið væri bannað samkvæmt útvarpslögum. Ekki gat ég sagt að tíminn væri að hlaupa frá mér, enn voru tíu mínútur eftir. Ég hækkaði tón- listina og reyndi að rifja upp í ofboði allt sem ég hafði lesið mér til um samkynhneigð og braut heilann um hvernig ég gæti tekið á efninu þannig að vel færi. Konan hafði spurt spurningar sem brann á mörgum og vafalaust biðu hlustendur í ofvæni. „Samkynhneigð á sér langa sögu allt frá tímum Rómaveldis í vestri og Tang- og Song-keisaraættanna í austri til þessa dags. Fyrir því eru heimspekileg rök að allt sem er eigi sér eðlilega skýringu. Hvers vegna er þá samkynhneigð talin óeðlileg í Kína?“ Í sama bili sá ég gegnum glervegginn að eftirlitskonan svaraði í innanhússsímann. Hún fölnaði upp og rauf umsvifalaust sam- bandið við konuna í miðri setningu en það var andstætt reglunum. Örfáum sekúndum síðar ruddist yfirmaður deildarinnar inn í eftirlitsherbergið og sagði við mig í gegnum kallkerfið: „Gættu þín, Xinran!“ Ég lét tónlistina ganga í rúma mínútu áð- ur en ég kveikti á hljóðnemanum. „Gott kvöld, vinir mínir við útvarpstækin, þið er- uð að hlusta á „Orð í kvöldblænum“. Ég heiti Xinran og þátturinn er í beinni útsend- ingu en þemað í kvöld er reynsluheimur kvenna. Milli tíu og tólf á hverju kvöldi get- ið þið hlustað á konur segja frá reynslu sinni, þær segja frá lífi sínu og innstu til- finningum.“ Ég var að vinna mér tíma með- an ég hugsaði mitt ráð.“ Konan sem elskaði konur EFTIR að hafa skekist tvo og hálfan dag íherjeppa tilkynnti leiðsögumaðurinn að viðværum komin á leiðarenda. Við héldum að hann hefði villst. Við sáum ekki svo mikið sem skugga af mennskri veru hvað þá þorp. Jeppinn hafði þrætt vegleysur um gróðurlausar hæðir og stansað við eina þeirra, fremur háa. Þegar við gáðum betur sáum við að vistarverur fólksins voru hellar grafnir inn í hlíðina. Leiðsögumaður endurtók að þetta væri áfangastaðurinn – Kall- hæðir, smáþorp sem ekki var merkt á neinu landakorti – og kvaðst aldrei hafa komið á þennan stað áður. […] Staðurinn er fullkomlega einangraður frá nú- tímanum. Þarna búa milli tíu og tuttugu fjöl- skyldur og ættarnöfnin eru bara þrjú. Vistar- verurnar eru litlir húshellar þar sem lágt er til lofts. Konurnar eru einungis metnar eftir nota- gildi og vegna getu sinnar til æxlunar eru þær dýrmætasta verslunarvaran á svæðinu. Karl- mennirnir hika ekki við að hafa skipti á tveimur eða þremur telpum fyrir eiginkonu úr öðru þorpi. Algengast er að gifta konu úr fjölskyldunni í ann- að þorp og fá í staðinn konu handa karlmanni í fjölskyldunni. Af því leiðir að flestar konurnar í Kallhæðum eru aðfluttar. Þegar þær eru orðnar mæður sjálfar neyðast þær til að láta dætur sínar í samskonar skiptum. Konurnar í Kallhæðum hafa hvorki eignar- né erfðarétt. Í Kallhæðum þekkist einnig sá óvenjulegi siður að nokkrir karlmenn deili með sér einni konu. Yf- irleitt er þetta þannig að bræður úr blásnauðum fjölskyldum sem geta ekki boðið fram konur í skiptum kaupa sér konu í sameiningu til að tryggja viðgang ættarinnar. Á daginn gagnast konan við matseld og annað sem fylgir heim- ilishaldi og á nóttunni sofa þeir hjá henni á víxl. Ef konan eignast barn veit hún líkast til ekki hver eiginmannanna er faðirinn og barnið kallar þá stóra pabba, annan pabba, þriðja pabba, fjórða pabba og svo framvegis. Þorpsbúar sjá ekkert ólöglegt við þennan sið því ættfeður þeirra höfðu iðkað hann um aldir og því var hann ofar lög- unum. Og það er ekki hæðst að börnum sem eiga marga feður því þau njóta verndar margra karl- manna og deila með sér eignum þeirra. Engum rennur til rifja hagur þessara kvenna – tilvera þeirra er einungis réttlætt með nytseminni af þeim. Konurnar í Kallhæðum tileinka sér fljótt hefð- irnar sem hafa erfst frá kynslóð til kynslóðar, óháð því hvaðan þær eru. Hlutskipti þeirra er ótrúlega erfitt. Í húshellinum, sem er aðeins eitt herbergi og rúmfletið, kang, tekur yfir það hálft, eru þægindin fáeinar flatar steinhellur, grasmott- ur og frumstæðar leirskálar. Leirkanna er mun- aður sem aðeins þeir „ríku“ geta leyft sér. Leik- föng eða hlutir sem gætu létt konunum heimilisstörfin eru óhugsandi í þessu samfélagi. Þær konur sem fengnar eru í skiptum fyrir stúlkubarn úr fjölskyldunni búa við andúð og gremju tengdafólks sem saknar dætra eða systra og þær þræla nótt sem nýtan dag til að sjá fjöl- skyldunni fyrir mat, vatni og öðrum nauðsynjum. Konurnar fara á fætur fyrir allar aldir, gefa bú- smalanum, sópa hlaðið auk þess að fægja og lag- færa bitlaus og ryðguð verkfæri eiginmannanna. Þegar karlarnir eru farnir til starfa á ökrunum sækja þær vatn í tvær þungar fötur í læk hinum megin við hæðina, en lækjarsytran á til að þorna upp. Þangað er tveggja tíma gangur. Þegar co- gon-grasið fer að spretta verða þær að klifra upp í hlíðina til að safna rótunum, sem eru notaðar til að elda við. Eftir hádegi færa þær körlunum mat og þegar þær koma heim aftur taka þær til við að spinna, vefa, sauma föt og gera skó og húfur á alla fjölskylduna. Daginn út og inn eru þær með smábörn annaðhvort í fanginu eða á bakinu. Í Kallhæðum er orðið að „nota“ haft yfir það þegar karlmaður svalar fýsnum sínum. Þegar karlarnir koma heim aftur á kvöldin og vilja „nota“ eiginkonuna æpa þeir gjarnan á hana, full- ir óþolinmæði: „Hvað ertu eiginlega að drolla? Ætlarðu ekki að koma þér upp í?“ Eftir „notkunina“ ganga konurnar frá fyrir næsta dag og sinna börnunum meðan karlarnir hrjóta í fletinu. Fyrst þegar myrkrið fellur á get- ur konan hvílst því þá er engin birta til að vinna við. Trú mín á gildi lífsins beið alvarlegan hnekk þegar ég reyndi kjör þessara kvenna á sjálfri mér í örstuttan tíma með því að taka þátt í daglegum störfum þeirra. Eini dagurinn sem kona í Kallhæðum getur borið höfuðið hátt er þegar hún elur manni sínum son. Svitastokkin eftir hríðirnar og fæðinguna heyrir hún orðin sem fylla hana stolti og full- nægjutilfinningu: „Búin að ná honum!“ Þetta er æðsta viðurkenning sem hún á eftir að fá frá eig- inmanninum og verðlaunin eru skál af heitu vatni með eggi og sykri. Kona sem eignast dóttur sætir ekki fordómum en henni er ekki fært þetta lost- æti. Samfélagið í Kallhæðum er vissulega sér- stætt nema að einu leyti – þar eins og um gjör- vallt Kína eru synir meira metnir en dætur.“ Konurnar í Kallhæðum Dætur Kína – Bældar raddir eftir Xinran kemur út hjá JPV útgáfu. Bókin er 231 bls. að lengd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.