Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 8

Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 8
PHILIPPE Girardon, einn af virtustukokkum Frakklands, hefur und-anfarna daga verið gestakokkur áHoltinu en þetta er langt í frá fyrsta skipti sem hann kemur hingað til lands. Lík- lega hafa fáir franskir matreiðslumenn verið í jafnnánum tengslum við kollega sína á Íslandi og hann. Girardon kom til Íslands í fyrsta skipti um miðjan síðasta áratug til að elda hátíð- arkvöldverð í tengslum við vínsýninguna í Perlunni. Hann segir að haft hafi verið sam- band við sig af Dominique Plédel-Jónsson, er þá var viðskiptafulltrúi franska sendiráðsins á Íslandi, sem var að leita að matreiðslumanni á veitingastað með eina Michelin-stjörnu. „Það var ekki hægt að bjóða greiðslu fyrir en mér bauðst að koma hingað til lands ásamt eig- inkonu minni og vera í nokkra daga. Þetta var raunar í janúar og skammdegið í algleymingi. Stefán Sigurðsson og Sturla Birgisson í Perl- unni tóku hins vegar einstaklega vel á móti okkur og fóru með okkur víða um landið. Við héldum síðan áfram góðu sambandi og ég stakk upp á því að þeir kæmu til Lyon í tengslum við Bocuse d’Or-keppnina en þá er jafnframt haldin mikil matvörusýning. Þeir Sturla og Stefán komu á keppnina en ég var á þeim tíma í framkvæmdanefnd hennar. Ég sá að Sturlu klæjaði í puttana að fá að vera með þegar við fylgdumst með keppninni. Hann var með blik í augum og ég spurði hann því hvort hann hefði hugsanlega áhuga á að taka ein- hven tímann þátt í Bocuse d’Or. Hann jánkaði því og ég bankaði nokkru síðar upp á hjá Paul Bocuse og spurði hvort til greina kæmi að Ís- land tæki þátt í henni. „Ertu viss, er það ekki svo lítið land?“ spurði hann og ég sagði svo vissulega vera en að ég teldi samt að kepp- andi þaðan yrði nær efsta sætinu en neðsta sætinu. Hann bar þetta undir framkvæmda- nefndina og hún samþykkti þátttöku Íslands.“ Þrír Íslendingar hafa síðan tekið þátt í Boc- use d’Or, þeir Sturla Birgisson, Hákon Már Örvarsson og Björgvin Mýrdal og hefur Gir- ardon verið þeim öllum innan handar. Hófst það með því að Sturla hafði samband við Gir- ardon fyrir keppnina og spurði hvort hann gæti eitthvað liðsinnt honum. „Hann kom til mín og æfði sig og ég held að það hafi haft mikið að segja, ekki síst að fá tækifæri til að vinna með frönsk gæðahráefni. Ég er ekki frá því að ef hann hefði haft lengri tíma til æfinga hefði hann komist á verðlaunapall,“ segir Gir- ardon en Sturla lenti í fimmta sæti í keppn- inni. Hann bætir við að á fundi að keppninni lokinni hafi Bocuse tjáð sér að það hafi verið rétt ákvörðun að leyfa Íslandi að vera með. Tveimur árum síðar var það Hákon Már Örvarsson sem var fulltrúi Íslands. „Hákon er einstakur maður. Hann bauð mér hingað og ég kom í eina viku í október fyrir keppnina. Við fórum yfir réttina hans saman og ég kom með mínar athugasemdir. Hann var búinn að móta þetta að nær öllu leyti en sumt mátti þó enn betur fara, t.d. grænmetisskreyting sem var með réttunum. Hún var góð en tæknilega of einföld. Við fórum saman yfir hana og nið- urstaðan byggðist á sama grunni en með mun flóknari tæknilegri útfærslu þar sem mörgum aðferðum var beitt.“ Hákon lenti í þriðja sæti í keppninni og var raunar með jafnmörg stig og næsti keppandi á undan. Girardon segist kunna að meta það við ís- lenska matreiðslumenn að þeir haldi vel í sín- ar hefðir. Annars staðar á Norðurlöndunum sé það ekki alltaf raunin, t.d. hafi hann orðið var við það hjá Norðmönnum og Svíum. Fyrir skömmu hafi hann t.d. snætt á Bagatelle í Osló og þar hafi allt verið jafnfranskt og í Frakklandi. „Vissulega hafa t.d. Norðmenn náð góðum árangri í keppnum á borð við Boc- use d’Or en ég tel hins vegar að hvert land verði að halda sínum sérkennum og hefðum. Þriðji Íslendingurinn sem keppti var Björg- vin Mýrdal og kom hann einnig í „þjálf- unarbúðir“ til Girardons. „Björgvin var yngri en þeir Sturla og Hákon og hugsanlega skorti hann aukna reynslu. Þá hefði verið gott að byrja að vinna með honum fyrr en ég kom hingað til lands í nóvember fyrir keppnina í fjóra daga. Hann lenti í níunda sæti en það má þó nefna að þegar stigin höfðu verið talin var fiskrétturinn hans í fjórða sæti. Kjötrétt- urinn fékk hins vegar ekki jafnmörg stig þótt Paul Bocuse persónulega hefði verið mjög hrifinn af honum og talið hugmyndina mjög góða.“ Friðgeir Ingi Eiríksson, sem var aðstoð- armaður Hákons í keppninni árið 2001, starf- ar nú hjá Girardon og var við hlið hans í eld- húsinu á Holtinu síðustu daga. Hann segist hafa gert samkomulag við Friðgeir um að hann muni aðstoða hann ef hann vilji síðar meir keppa í Bocuse d’Or. Hann segist þó ekki vita að öðru leyti hvort framhald verði á samstarfinu við Íslendinga vegna Bocuse d’Or. Það sé meira að gera hjá honum sjálfum og að auki sé hann nú orðinn þriggja barna faðir. Þá sé ljóst að þessu fylgi mikill kostn- aður fyrir íslenska keppendur þó svo að hann hafi aldrei sjálfur tekið krónu í greiðslu. „Ég hef frá upphafi unnið samkvæmt þeirri reglu að ég taki ekki neitt fyrir mína aðstoð en jafn- framt að þetta kosti mig ekki útgjöld. Íslend- ingarnir hafa því greitt hráefni og annað þess háttar auk tryggingagjalda, sem eru mjög há í Frakklandi.“ Girardon segist í starfi sínu með Íslending- unum ávallt hafa reynt að vera hreinskilinn og jafnvel óvæginn í gagnrýni enda skili það mestum árangri. Það hjálpi ekkert ef menn klappi á öxlina og segi að þetta sé ágætt. „Þegar ég var að búa mig undir keppnina besti matreiðslumaður Frakklands árið 1996 bauð ég nokkrum vinum til mín á veitinga- staðinn og sýndi þeim matinn minn. Það var mikið að gera þetta kvöld og veitingasalurinn fullur. Að máltíðinni lokinni gekk ég til þeirra og spurði hvernig þeim hefði líkað. Það sló þögn á salinn og allir gestir lögðu hlustir við. Einn vina minna horfði á mig og sagði: Phil- ippe, ég er vinur þinur og segir þér eins og er, þetta var ömurlegt. Ég varð rauður eins og karfi í framan og flýtti mér út í eldhús og henti öllum matnum. Þetta var hins vegar það besta sem gat komið fyrir,“ segir Girardon sem vann síðan keppnina. Óvægin gagnrýni best Morgunblaðið/Ásdís Philippe Girardon í eldhúsinu á Hótel Holti. ÚLFAR Eysteinsson matreiðslumeistara þarf vart að kynna fyrir fólki. Fáir hafa verið iðnari en hann við að kynna Íslendingum matreiðslu á sjávarfangi, hvort sem um er að ræða fisk eða hvalkjöt, á síðustu áratugum. Úlfar, sem rekið hefur veitingastaðinn Þrjá Frakka við Baldurs- götu um árabil hefur nú gefið út bókina „Úlfar og fiskarnir“ þar sem jafnt er að finna marg- víslegan fróðleik um mismunandi fisktegundir og hvernig framboð á sjávarfangi breytist eftir árstíðum jafnt sem fjölda aðgengilegra og auð- veldra uppskrifta að sjávarréttum. Í inngangsorðum bókarinnar, sem rituð eru af ritstjóra hennar, Erlu Sigurðardóttur, er rifjað upp að Úlfar hafi verið í fararbroddi þegar nokkrir matreiðslumenn ákváðu að henda dönsku kokkabókunum og ryðja brautina fyrir íslenskri matargerðarlist. „Ekki er nema ald- arfjórðungur síðan þetta gerðist. Þá var venjan á íslenskum heimilum að henda blásaklausri ýs- unni út í sjóðandi saltvatn þar sem allt líf var endanlega murkað úr henni áður en henni var skellt á borð með soðnum kartöflum og bræddri tólg. Og svo varð að hafa hröð handtök við að skófla matnum í sig áður en tólgin storknaði. Þegar vesalings börnin fórnuðu höndum var tómatsósu sprautað yfir fiskinn og hann stapp- aður til að koma þjóðarréttinum ofan í ungviðið.“ Erla segir að Úlfar hafi hins vegar lagt áherslu á að meðhöndla verði fiskinn af virðingu og nærgætni. Meðal annars hafi hann hafið þorskinn til vegs og virðingar meðal þjóðar sinn- ar. Úlfar hefur lagt metnað í nýsköpun við mat- reiðslu en einnig reynt að halda við fornum hefð- um og aðferðum. Plokkfiskur Úlfars er ekki síst frægur og var einmitt boðið upp á hann er bókin var kynnt nú í vikunni. PLOKKFISKUR AÐ HÆTTI ÚLFARS 600 g þorskflök, beinhreinsuð og soðin (má nota ýsu eða lúðu) 1 l mjólk 1 meðalstór laukur, saxaður salt pipar karrí smjörbolla (eða sósuþykknir í pakka) kartöflur, soðnar og skornar í bita 2 msk kalt smjör Aðferð: Þorskurinn er soðinn og færður upp úr soðinu. Mjólkin er hituð að suðu ásamt laukn- um og kryddi. Smjörbollu eða sósuþykkni er bætt út í. Hluti af sósunni er tekinn frá. Fiskinum og kartöflunum er hrært varlega út í sósuna. Ef plokkfiskurinn er of þurr má nota af- ganginn af sósunni. Kryddi er bætt út í eftir smekk. Sumir vilja mikinn pipar en aðrir minni. Í lokin er kalt smjör sett út í til að fá mýkri áferð. Til að gratínera plokkfiskinn þarf holland- aisesósu eða bernaisesósu og rifinn ost. Þetta er bakað í ofni þar til rétturinn verður gullinbrúnn. SMJÖRBOLLA 40 g hveiti 60 g smjör mjólk Aðferð: Mjólkin er soðin og þykkt með smjör- bollunni. Þegar smjörbollan er hrærð er blandað jöfnum hlutföllum af hveiti og smjöri nema þeg- ar smjörbollan er bökuð upp með mjólk. Þá eru hlutföllin 60/40. Smjörbollu má laga og geyma í kæli. Síðan má mýkja hana í örbylgjuofni fyrir notkun. Gott er að bera með þessu soðnar kartöflur. Úlfar og fiskarnir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Úlfar Eysteinsson með bókina fyrir utan veitingastaðinn Þrjá frakka. 8 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið/Áslaug ÞESSA dagana er boðið upp á sérstakt kvöldverðartilboð til heiðurs sænska matreiðslumeistaranum Tore Wret- man á Hótel Rangá. Wretman lést fyrr á þessu ári 86 ára að aldri. Hann var líklega virtasti matreiðslumaður síð- ustu aldar í Svíþjóð og einn þeirra er innleiddu franska eldhúsið í sænskri matargerð. Jafnframt stóð hann hins vegar vörð um sænska heimilismatargerð eða „husmans- kost“ og aflaði henni aukinnar virðingar. Wretman seldi árið 1976 veitingahúsakeðju sína sem í voru nokkur af þekktustu veitingahúsum Svíþjóðar á borð við Operakällaren, Riche og Stallmästaregården. Hann var þar að auki formaður Gastronomiska Akademien en í henni áttu einnig sæti menn á borð við Bertil prins, Evert Taube og Povel Ramel. Hann nam matreiðslu á Waldorf Astoria í New York, Maxims í París og Claridges í London. Þekktasti réttur hans er vafalítið Toast Skagen (smjörsteikt hvítt brauð með rækjum, hrognum og öðru góðgæti) og verður hann meðal rétta sem í boði eru á Hótel Rangá fram til 2. nóvember. Í eldhúsinu verður sænski kokkurinn Bengt Fernsten sem starfaði á sínum tíma undir handleiðslu Wretmans í Óperukjallaranum í Stokkhólmi. Í boði verða fjölmargir klassískir Wretman-réttir sem spanna tímabilið allt frá fjórða áratugnum. Rangá heiðrar Wretman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.