Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAMMARBY, lið Péturs Marteins- sonar, tryggði sér silfurverðlaunin í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu með því að sigra Elfsborg, 2:0, á útivelli í lokaumferðinni í gær. Pétur gat ekki leikið með vegna meiðsla, frekar en í síðustu leikjum, og hann náði því aðeins að spila einn deildaleik eftir að hann kom til félagsins í haust. Hammarby varð fimm stigum á eftir meisturunum í Djurgården sem tóku við meistarabikarnum eftir að hafa sent Öster niður í 1. deild með 5:2 sigri á heimavelli sínum í Stokkhólmi. Hjálmar Jónsson lék allan leik- inn með Gautaborg sem lyfti sér upp í 7. sæti með jafntefli við Landskrona, 1:1. Hjálmar var þar með í byrjunarliði í öllum 13 leikj- um Gautaborgar í síðari umferð deildarinnar. Auðun Helgason lék ekki með Landskrona vegna meiðsla. Bo Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, sem nú stýrir Gautaborg, lýsti yfir ánægju með útkomu liðsins í deildinni þar sem flestir hefðu spáð því erfiðri fallbaráttu í ár. Atli Sveinn Þórarinsson kom inn á sem varamaður hjá Örgryte á lokamínútunni þegar lið hans vann Helsingborg, 2:1, á útivelli. Örgryte hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Hammarby fékk silfrið BIRGIR Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson munu fá aðstoðarmenn á með- an lokaundirbúningurinn fer fram fyrir mótið á Paraleda- vellinum. Andrés Davíðsson mun vera Birgi Leifi til aðstoðar, Sveinn Sigurbergsson verður kylfu- sveinn Björgvins Sigurbergs- sonar og Ólafur Hilmarsson mun aðstoða Sigurpál Geir líkt og á Five-Lakes-vellinum. „Ég veit að Ólafur hefur lagt hart að sér í háskólanámi sínu undanfarnar vikur til þess að geta verið með mér í þessu verkefni. Hann er líka gamall handboltajaxl og veit hvað keppnisíþróttir ganga út á,“ sagði Sigurpáll Geir. Þrír aðstoðar- menn B irgir Leifur Hafþórs- son, GKG, er að glíma í sjöunda sinn við úr- tökumótin fyrir evr- ópsku mótaröðina í golfi og ætti því að þekkja vel það andrúmsloft sem ríkir við þessar að- stæður. En keppni hefst á fimmtu- dag. Íslandsmeistarinn sagði við Morg- unblaðið að hann hefði ásamt þjálf- ara sínum, Andrési Davíðssyni, lagt upp með það að „toppa“ tvívegis á keppnistímabilinu, fyrst á Íslands- mótinu í höggleik og nú þegar mest á reyndi á lokakafla úrtökumótanna. „Ég er ferskur, hungraður og hef gaman af þessu og ég hef trú á því að ég geti farið alla leið,“ sagði Birgir Leifur en hann hefur líkt og Björg- vin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson dvalið frá því á þriðjudag í síðustu viku við æfingar á Spáni í boði ferðaskrifstofunnar Úrvals/Út- sýn. „Það var himnasending fyrir okkur að fá að spila við bestu að- stæður á Matalascanas-vellinum í eina viku áður en kemur að að- almótinu. Flatirnar hér úti eru nán- ast alltaf eins – mjög góðar, en ég hef getað haldið púttstrokunni við með því að pútta í Sporthúsinu.“ Birgir bætir því við að hann sé ánægður með hvernig hann hefur leikið undanfarna daga – sveiflan sé enn til staðar. „Ég þarf að fínstilla nokkur atriði, en annars hefur þetta gengið vel á þeim æfingahringjum sem við höfum leikið hér á Spáni.“ Spurður um markmið sín á næsta úrtökumóti svarar Birgir rólega; „Það er aðeins eitt markmið – að koma sér áfram á þriðja stig úrtöku- mótsins. Maður gengur að engu vísu á vellinum og það sama á við um þá sem eru að keppa að sama mark- miði. Við þurfum að leysa ýmis vandamál á þeim fjórum dögum sem keppnin stendur yfir og því er best að ætla sér aðeins að hugsa um næsta högg – lifa í núinu,“ segir Birgir Leifur en hann talar af reynslu þar sem hann var hárs- breidd frá því að komast inná evr- ópsku mótaröðina fyrir tveimur ár- um. Birgir hefur áður leikið á Para- leda-vellinum og lýsir hann honum í stuttu máli sem blönduðum velli þar sem skógur, vatn og hæðir leika veigamikið hlutverk í gengi kepp- enda. „Ég tel mig þekkja völlinn nokkuð vel en eins og með alla velli sem við keppum á þá skiptir mestu máli að halda sér á braut – hér er ekki hægt að loka augunum og reyna að slá eins langt og maður getur í upphafshöggunum.“ Skagamaðurinn viðurkennir að það sé fiðringur í maganum á honum þessa dagana enda sé mikið í húfi. „Maður er að fara að leika upp á það hvað maður gerir á næsta ári – evr- ópska mótaröðin er nokkuð sem mig hefur alltaf dreymt um. Og sá fiðr- ingur fer ekki þrátt fyrir að hafa far- ið í gegnum þetta ferli sex sinnum áður.“ Birgir segir að á bilinu 25–30 kylf- ingar komist áfram á þriðja stig úr- tökumótsins en um 90–100 kylfingar verða í eldlínunni á Paraleda-vellin- um en keppni hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag. „Það er ánægjulegt að við skulum vera þrír saman að þessu sinni. Því fleiri því betra og þetta er mjög svip- að og vera í landsliðsferð. Við njót- um þess að vera saman og höfum gaman af því að keppa hver við ann- an og að auki er maður ekki uppá hótelherbergi að spá í golfsveifluna á kvöldin, þess í stað ræðum við málin saman og dreifum huganum aðeins,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson. Björgvin segir að hugarfarið skipti mestu máli Björgvin Sigurbergsson úr GK er að fara í annað sinn á sínum ferli á Paraleda-völlinn til þess að glíma við annað stig úrtökumótsins fyrir evr- ópsku mótaröðina. Húsasmiðurinn úr Hafnarfirði sagði að á laugardag hefði verið „brjálað“ veður á Spáni og Íslendingarnir hefðu aðeins getað skotist níu holu hring vegna úrhell- isrigningar.„Það verður ekki einu sinni svona vont veður á Hvaleyr- inni, við enduðum í einnar kylfu keppni enda voru aðstæður ekki ákjósanlegar,“ sagð Björgvin en hann hefur leikið á Europro-móta- röðinni á Englandi undanfarið ár. „Ég hef öðlast ákveðna reynslu frá þessum mótum og mæti til leiks með sjálfstraustið í lagi.“ Spurður um hvernig hafi gengið undanfarna daga á Matalascanas- vellinum sagði Björgvin að allt væri á sínum stað. Upphafshöggin, stutta spilið og púttin. „Ég er á boltanum eins og sagt er en það er hugarfarið sem skiptir mestu máli þegar út á völlinn er komið. Það gekk vel á Europro-mótaröðinni og ég á góðar minningar um þá spilamennsku. Það tek ég með mér í þetta verkefni. Ég tel það mikilvægt að líta ekki á sig sem leikmann frá „litla Íslandi“. Ég veit að ég get leikið vel, jafnvel og aðrir sem eru að stefna að sama árangri og það er engin minnimátt- arkennd til staðar,“ segir Björgvin og bætir því við að Peralada-völl- urinn sé ekki „hrikalega“ erfiður völlur en geti refsað kylfingum ef þeir geri mistök. „Völlurinn er ekk- ert voðalega langur og ég hef lengt upphafshögg mín frá því að ég var hér fyrir ári. Líkamsástandið er betra, ég er sterkari, með meiri lið- leika og bakið er ekki eins viðkvæmt og áður. Og auðvitað er útbúnaður- inn alltaf að verða betri og betri. Það verður því spennandi að sjá hvernig maður staðsetur sig á braut- unum í æfingahringjunum. Ég er með nýtt 2-járn í pokanum frá Ping og það hefur virkað mjög vel. Driv- erinn hefur verið „öryggisventillinn“ hjá mér undanfarin misseri en nú er ég með alveg nýja kylfu sem virðist ætla að verða „töfrakylfa“. Allavega fékk Sigurpáll (Geir Sveinsson) sér slíka kylfu eftir að hafa prófað hana hjá mér.“ Björgvin segir að aðalatriðið verði að hafa trú á eigin getur og líða vel á vellinum. „Það vita það allir sem stunda golf að þegar maður stendur yfir boltanum og undirbýr sig fyrir næsta högg er hugarfarið það sem skiptir oft mestu máli. Tæknin er til staðar en eins og áður segir þarf maður að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og það hef ég,“ sagði Björgvin. Sigurpáll Geir er ekki að eltast við hið fullkomna golfhögg Sigurpáll Geir Sveinsson er nýlið- inn í íslenska hópnum en hann tók þátt í fyrsta sinn á úrtökumóti á Five-Lakes vellinum á Englandi í haust þar sem hann endaði í 12.–15. sæti ásamt Birgi Leif Hafþórssyni. Akureyringurinn sagði að honum hefði gengið vel að slá hvítu kúluna undanfarna daga á Spáni. „Þetta hefur gengið bara rosalega vel. Ég hef spilað nokkra mjög góða hringi og er bjartsýnn á gott gengi.“ Þríeykið frá Íslandi hefur lagt mikla áherslu á stutta spilið frá því komunni til Spánar og hefur keppn- isandinn svifið þar yfir vötnum. „Björgvin hefur ekki riðið feitum hesti frá þeim æfingum þar sem við höfum farið í ýmiskonar leiki og þar spilar heppnin mikið inní. Ég hef Þríeykið Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson og Skytturnar þrjár glíma við Paraleda Áttfaldir Íslandsmeistarar í höggleik! Björgvin Sigurbergsson, GK, Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Það er ekki á hverjum degi að þrír íslenskir kylfingar leiki saman á öðru stigi úrtöku- mótsins fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sig- urbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson munu halda íslenska fánanum hátt á loft á Paraleda-vellinum á Spáni næstu daga. Sigurður Elvar Þórólfsson sló á þráðinn til þeirra og spurði um gang mála, væntingar og leynivopnin. ÁSTHILDUR Helgadóttir skoraði annað mark Malmö FF sem tapaði, 2:3, á heimavelli fyrir Djur- gården/Älvsjö í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu á laugardaginn. Ásthildur skoraði síðasta mark leiksins einni mínútu fyrir leikslok. Með sigr- inum tryggði Djurgården/Älvsjö sér sænska meistaratitilinn en þótt Malmö hefði náð liðinu að stigum með sigri hefðu Ásthildur og stöll- ur hennar aldrei komist ofar en í þriðja sæti deildarinnar. Djurg- ården/Älvsjö hlaut 58 stig, Umeå 57 og Malmö FF 52 stig. Ásthildur lék þrjá síðustu deildaleiki Malmö FF og skoraði í þeim tvö mörk, og að auki skoraði hún í undanúrslitum bikarkeppn- innar í síðustu viku. Malmö FF mætir Umeå í úrslitaleik bikarsins um næstu helgi og í lok nóvember leikur liðið gegn Kolbotn frá Nor- egi í átta liða úrslitum UEFA- bikars kvenna. Annað mark frá Ásthildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.