Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 B 7 BARCELONA vann BM Vallado- lid, 30:29, í úrslitaleik í stórbik- arkeppni Evrópu í handknattleik, í gær en keppnin fór fram íþróttahöllinni í Valladolid og voru m.a. 7.000 áhorfendur á úr- slitaleiknum Leikurinn var mjög jafn allan tímann og í hálfleik var staðan, 15:15. Lið Ciudad Real, sem Ólafur Stefánsson leikur með, varð í þriðja sæti, vann Montpellier, 29:28. Í stórbikarkeppninni taka þátt sigurliðin þrjú úr Evrópumótum félagsliða frá síðustu leiktíð en gestgjafarnir að þessu sinni voru liðsmenn Valladolid sem komu á óvart í keppninni er þeir lögðu sigurliðið úr Meistaradeild Evr- ópu á síðasta voru, Montpellier, 31:27, í undanúrslitum á laug- ardag. Þá stóð liðið sig einnig vel í úrslitaleiknum við Barcelona þar sem leikmenn Valladolid héldu vel í við spænsku meist- aranna. Valladolid er í fimmta sæti spænsku deildarinnar en í henni er reiknað með að Ciudad og Barcelona berjist um spænska meistaratitilinn. Barcelona vann Ciudad í und- anúrslitum á laugardag, 27:26, í leik þar sem Barcelona var yfir nær allan leikinn, m.a. 15:11 í hálfleik. Undir lokin tókst Ólafi og félögum að minnka muninn en urðu að lokum að játa sig sigr- aða. Ólafur skoraði tíu mörk í leikjunum tveimur á mótinu, fimm í hvorum leik. Barcelona vann keppni þeirra bestu í Valladolid GUÐMUNDUR Þ. Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, kallaði um helgina Gunnar Berg Viktorsson inn í íslenska landsliðið í hand- knattleik. Gunnar sem leikur með Wetzlar í Þýskalandi, tekur sæti Sigfúsar Sigurðs- sonar sem meiddist illa á auga á æfingu hjá Magde- burg á föstudagsmorguninn. Sigfús leikur ekki handknatt- leik næstu vikurnar af þeim sökum. Íslenska landsliðið kemur saman til fyrstu æfingarinnar árdegis í dag kl. 10.30 en það fyrsta æfingin hjá liðinu í rúma fjóra mánuði. Um næstu helgi mætir það Pól- verjum í þremur vin- áttulandsleikjum hér á landi, í Kaplakrika, í Ólafsvík og í Laugardalshöll, en leikirnir eru fyrsti liðurinn í undirbún- ingi landsliðsins fyrir Evr- ópukeppnina í Slóveníu í jan- úar nk. Guð- mundur kallar á Gunnar Það bjuggust flestir við að Hauk-arnir myndu koma dýrvitlausir í þennan leik eftir tapið gegn ÍR á dögunum og Stjörnumenn höfðu búið sig undir það. „Við bjuggumst við þeim einbeittari og miðuðum æfingar okkar í síðustu viku við að þeir myndu byrja mjög harkalega. Þessi byrjun kom okkur því nokkuð á óvart,“ sagði Vilhjálm- ur Halldórsson, leikmaður Stjörn- unnar, en hann fór hamförum í þessum leik, skoraði hvert glæsi- markið á fætur öðru, varðist mjög vel og lék félaga sína oft laglega uppi. Haukar léku með sína hefð- bundnu 3-3 vörn allan fyrri hálfleik- inn og það kom Garðbæingum ekki á óvart. „Við vorum búnir að fara yf- ir varnarleikinn þeirra og vissum að þeir myndu spila framarlega á okk- ur,“ sagði Vilhjálmur en hann og fé- lagar hans voru mjög óvænt með sjö marka forystu í leikhléi, 17:10, þar sem Vilhjálmur skoraði 6 af mörk- unum og hornamaðurinn skemmti- legi David Kekelia skoraði 4. Það var þó ekki endilega varnarleikur- inn sem lék Haukana grátt, það var fyrst og fremst sóknarleikurinn og á 11 mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoruðu þeir aðeins 1 mark á meðan Stjarnan skoraði 6 og lagði með því grunninn að sigri sínum. Þótt forysta Stjörnunnar hafi ver- ið sjö mörk í leikhléi stigu Stjörnu- menn varlega til jarðar þegar þeir komu út í seinni hálfleikinn. Þeir vissu sem var að þegar Haukaliðið nær sér á flug þá myndu þeir ekki verða þeim mikil fyrirstaða. Sú varð líka raunin, Haukar minnkuðu mun- inn smátt og smátt. En Stjörnu- menn héldu ró sinni, léku agaðan sóknarleik og skiluðu sér hratt og örugglega til baka í vörnina þó nokkrar sóknir hafi geigað hjá þeim. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var sannarlega ekki kátur með nið- urstöðu leiksins. „Við vorum með hangandi haus við verkefnið. Menn voru ekki nógu einbeittir og gáfu andstæðingnum, sem kom eins og Stjarnan sýndi í kvöld með leikgleði og áhuga á að spila í fullar 60 mín- útur, færi á okkur. Það var bara munurinn á liðunum,“ sagði Viggó. „Við spiluðum fyrst og fremst sókn- arlega mjög illa. Við fórum alveg hræðilega með dauðafæri, misstum boltann og gripum á línunni, fengum við það hraðaupphlaup í bakið og keyrðum sjálfir ekki hraðaupp- hlaupin. Þetta er nokkuð sem þjálf- arinn ber ábyrgð á og þarf að laga og það er verkefni sem við verðum að takast á hendur. Það sást síðustu 20 mínúturnar hvers við erum megnugir, við vorum rétt búnir að stela öðru stiginu en þá gerðum við okkur aftur seka um mistök. Stjarn- an vann verðskuldað, hún er með mun lakari mannskap en ég en vann á viljanum,“ sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Hauka. Birkir Ívar Guðmundsson, mark- vörður, lék best í liði Hauka ásamt Vigni Svavarssyni og Þorkeli Magn- ússyni. Hjá Stjörnunni léku þeir Jacek Kowal, markvörður, Jóhann- es Jóhannesson og Þórólfur Nielsen best ásamt Vilhjálmi Halldórssyni sem sýndi það enn og aftur þvílík of- urskytta hann getur verið á góðum degi. En hverju þakkar Vilhjálmur sigurinn? „Það hefur verið þýskur heragi hjá okkur á æfingum og við njótum þess virkilega að hafa Sigga [Sigurð Bjarnason þjálfara] og Gústaf [Bjarnason] sem miðla þeirri reynslu sem þeir búa yfir.“ Stjörnumenn fóru á kostum gegn Haukum STJARNAN gerði sér lítið fyrir og sigraði Hauka í 8. umferð suður- riðils undankeppni Íslandsmóts karla í handknattleik, 30:27, en leikurinn fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Líf og fjör einkenndi leikinn frá upphafi til enda og var hann mikil skemmtun fyrir þá rúmlega 300 áhorfendur sem mættu á leikinn þó svo að menn hafi verið mis- sáttir við niðurstöðuna. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Morgunblaðið/Kristinn Þórólfur Nilsen átti fínan leik með Stjörnunni gegn Haukum. Hér sækir hann að Halldóri Ingólfssyni.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og samherjar hans í Kronau/Östringen unnu óvæntan sigur á heimavelli á Alfreð Gíslasyni og lærisveinum í Magdeburg, 27.25, í þýsku 1. deild- inni í handknattleik á laugardaginn. Guðmundur sat allan leikinn á vara- mannabekknum þar sem félagi hans í markinu, Maros Kolpak landsliðs- markvörður Slóvaka, átti stórleik, varði 22 skot.  RÓBERT Sighvatsson skoraði þrjú mörk fyrir Wetzlar og Gunnar Berg Viktorsson gerði tvö mörk þeg- ar liðið vann Nordhorn, 27:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.  SNORRI Steinn Guðjónsson skor- aði tvö mörk og lék í 56 mínútur fyrir Grosswallstadt þegar liðið gerði jafntefli, 23:23, á heimavelli við Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik.  GYLFI Gylfason gerði aðeins eitt mark þegar Wilhelmshavener HV tapaði 20:18 fyrir Stralsunder á úti- velli eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 11:7. Þar með er Wilhelmshavener fallið niður í botnsæti 1. deildarinnar.  RÚNAR Sigtryggsson og Einar Örn Jónsson voru í liði Wallau Mass- enheim sem vann stórsigur á Eisen- ach, 40:28, á heimavelli. Einar skor- aði eitt mark. Með sigrinum komst Wallau upp í miðja þýsku 1. deildina.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði þrjú mörk þegar Essen gerði jafntefli við Flensburg, 22:22, í Essen í gær í þýsku 1. deildinni í handknatt- leik. Flensburg er áfram í esta sæti en Essen er í sjöunda sæti.  HALLDÓR Sigfússon náði ekki að skora þegar Friesenheim vann Bayer Dormagen á heimavelli, 17:16, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Frisenheim náði sér þar með upp úr hópi neðstu liða, hef- ur sjö stig að loknum 8 leikjum.  HEIÐMAR Felixson skoraði 6 mörk og var markahæstur leik- manna Bidasoa sem gerði jafntefli, 22:22, á heimavelli við Almería 2005 í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Leikmenn Bidasoa glopruðu væn- legri stöðu niður í síðari hálfleik því þeir voru með sex marka forystu í hálfleik, 13:7. Liðið er í 12. sæti af 16 liðum í deildinni með 4 stig.  RAGNAR Óskarsson og samherj- ar hans í Dunkerque unnu Pontault- Combault, 25:22, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Dunkerque er í þriðja sæti deildar- innar.  DAGUR Sigurðsson og lærisvein- ar hans í Bregenz gerðu jafntefli, 27:27, við austurrísku meistarana Alpla Hard á útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik á laugar- dag. Bregenz og Alpla eru jöfn í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 umferðir. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.