Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 B 3 BIRGIR Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson hafa allir staðið efstir á palli á Íslandsmótinu í högg- leik. Sigurpáll hefur náð þeim áfanga þrívegis, líkt og Björgvin Sig- urbergsson. Sigurpáll Geir náði að halda Birgi Leif fyrir aftan sig á heimavelli sínum, Jaðarsvelli, árið 1994 og hann endurtók leikinn árið 1998 er mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og í þriðja sinn á Stranda- velli á Hellu árið 2002. Birgir Leifur vann Íslandsmótið í fyrsta sinn árið 1996 í Vest- mannaeyjum og hann gerði slíkt hið sama í sumar er Íslandsmótið fór fram á ný í Vestmannaeyjum. Björgvin hefur unnið Íslandsmótið þrívegis. Fyrst árið 1995 er mót- ið fór fram á Strandavelli á Hellu og fjórum árum síðar endurtók hann leikinn tvö ár í röð – 1999 og 2000. Áttfaldir Íslands- meistarar á ferð haft heppnina með mér í þeim „leikj- um“ og það er mikil keppni sem á sér stað á milli okkar,“ segir Sig- urpáll og hefur greinilega gaman af því að hafa stuðning frá þeim Björg- vin og Birgi. Enda reyndir kappar. Sigurpáll segir að lykilatriðið hjá sér verði að hafa slæmu höggin ekki of slæm eins og hann orðar það og hann bætir því við að hann sé ekki ávallt að leita eftir hinu fullkomna golfhöggi. „Við erum yfirleitt að slá þetta 70 högg á hring og af þeim eru kannski 4–5 högg sem flokkast undir „fullkomna golfhögg“, á móti kemur að við erum að slá einnig 4–5 „slæm“ högg á hring og það er mikilvægara að hafa þau högg innan vissra skekkjumarka. Ef það tekst þá refsa þau manni ekki mikið. Að auki hef ég lagt mikla áherslu á stutta spilið undanfarin misseri og það eru hlutir sem telja hvað mest. Upphafshöggin eru oft á tíðum mjög svipuð, milli- höggin einnig en það eru stuttu vipp- in og púttin sem gera það að verkum að menn ná að „skora“ vel.“ Sigurpáll er hvergi banginn þrátt fyrir að vera nýliði á þessu sviði og árangur hans á fyrsta úrtökumótinu gefur honum byr undir báða vængi. „Ég tel mig eiga heima á þessum vettfangi og það er gott að hafa fé- lagsskap á meðan þessu stendur. Ég get vel ímyndað mér að það hafi oft á tíðum verið erfitt hjá Birgi Leifi að standa í þessu einn – við bökkum hver annan upp og það er landsliðs- andi hjá okkur þremur,“ sagði Sig- urpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir Sveinsson ætla sér alla leið á Evrópumótaröðina Morgunblaðið/Brynjar Gauti Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson segja að landsliðsstemmning ríki í hópi þeirra við undirbúninginn á Spáni, en þeir hefja leik á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á fimmtudaginn. seth@mbl.is  TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn Pavel Nedved var mjög ánægður með sigur Juventus á Brescia, 2:0: „Ef við höldum áfram að leika eins og við gerðum, þá verður erfitt fyrir önn- ur lið að stöðva okkur,“ sagði Nedved, sem skoraði í leiknum. „Þetta er eitt af betri mörkum sem ég hef skorað. En maður leiksins var tvímælalaust markvörður okkar – Gigi Buffon.“ David Trezeguet skoraði hitt mark Juventus, hans fimmta mark í 1. deild í vetur.  JUVENTUS hefur fagnað sex sigr- um í sjö leikjum og var Marcello Lippi mjög ánægður með leik sinna manna gegn Brescia. „Við lékum mjög vel í vörn og sókn og þá var Buffon frábær er hann varði víta- spyrnuna frá Roberto Baggio.“ Buff- on varði vítaspyrnuna í byrjun leiks og strax á eftir skoraði Nedved fyrra mark Juventus.  AC MILAN og Juventus eru efst á Ítalíu með 19 stig og vann AC Milan öruggan sigur á Sampdoría í genúa, 3:0. Andriy Shevchenko skoraði tvö af mörkum liðsins, en fyrsta markið skoraði danski landsliðsmaðurinn Jon Dahl Tomasson.  ANDRIY Shevchenko er marka- hæstur á Ítalíu með 8 mörk, en Bras- ilíumaðurinn Adriano hjá Parma skoraði eitt mark í sigurleik á Modena, 3:0. Hann hefur skorað sjö mörk.  CARLO Ancelotti, þjálfari AC Mil- an, var mjög ánægður með sína menn og sagði að þeir hafi sýnt mikinn styrk á að koma svo sterkir til leiks, eftir að hafa tapað heimaleik gegn Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í sl. viku, 1:0. „Ég er stoltur. Mínir menn báru höfuðið hátt er þeir mættu til leiks og á eftir.“  DINO Fava Passaro, miðherji Ud- inese, skoraði þrennu í jafnteflisleik gegn Perugia, 3:3.  YFIR þúsund stuðningsmenn Inter komu saman fyrir framan San Siro- leikvöllinn í Mílanó í gærkvöldi – fyr- ir leik liðsins gegn Roma, til að láta í ljós andúð sína á Massimo Moratti, forseta Inter, sem hefur ekki náð að fagna Ítalíumeistaratitlinum frá 1989. Menn eru ekki ánægðir með að þjálf- arinn Hector Cuper var látinn fara á dögunum. Stuðningsmennirnir voru með nokkra borða og á einum stóð; „Cuper í forsetastólinn!“ og á öðrum „Moratti – rektu sjálfan þig!“  INTER lék sinn fyrsta leik í gær- kvöldi undir stjórn Alberto Zaccher- oni, sem tók við starfi Cupers. Inter varð að sætta sig við jafntefli við Roma, 0:0.  LEIKMENN Inter áttu í vök að verjast lengstum í leiknum á San Siro-vellinum, en þeir sóttu í sig veðr- ið undir lokin og voru þá óheppnir að skora ekki mark. Ítalski landsliðs- maðurinn Christian Vieri átti þá skot, sem hafnaði í stöng. Þá varði Ivan Pelizzoli, markvörður Roma, vel skot frá Mathias Almeyda.  AC Milan hefur fengið áhuga á hin- um 16 ára Bandaríkjamanni Danny Szetela, sem hefur verið til reynslu hjá Manchester United. Þá eru nokk- ur önnur lið á Ítalíu með Szetela und- ir smásjánni, en forráðamenn Man- chester United vonast þó til að strákurinn skrifi undir samning nú í vikunni. Szetela, sem er frá New Jersey, lék æfingaleik með United gegn Walsall í sl. viku og stóð sig vel.  TÍU leikmenn Ajax háðu harða baráttu er þeir náðu að tryggja sér jafntefli við PSV Eindhoven í Hol- landi, 2:2. Fyrirliði þeirra Rafael van der Vaart fékk að sjá rauða spjaldið rétt fyrir leikhlé. Fyrirliði PSV, Mark van Bommel, skoraði fyrsta mark leiksins, en Wesley Sonck jafnaði fyr- ir Ajax, sem varð síðan aftur undir, er John de Jong skoraði. Sænski lands- liðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic náði síðan að jafna metin fyrir Ajax, sem er með 22 stig eftir níu leiki – tveimur stigum á undan AZ Alkmaar og PSV Eindhoven. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.