Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HERMANN OG FÉLAGAR HRELLDU ARSENAL / B5 Ásgeir sagði við Morgunblaðið ígær að um afar spennandi verk- efni væri að ræða. „Þetta er það sem við erum alltaf að leita eftir, að fá verkefni á alþjóðlegu leikdögunum þegar möguleiki er á að fá sem flesta af okkar sterkustu leikmönnum. Mexíkó er með gott landslið og það þýðir ekkert að fara í þessa ferð nema geta stillt upp sterku liði sem geti staðið sig vel, annars þjónar hún engum tilgangi fyrir okkur. Við Logi Ólafsson erum búnir að ræða við marga af landsliðsmönnunum til að kanna þeirra stöðu og höfum al- mennt fengið góð viðbrögð frá þeim svo ég er nokkuð bjartsýnn á að af ferðinni verði. Við eigum þó eftir að fá þetta betur á hreint, þarna er um langt og strangt ferðalag að ræða, en við reynum að komast að niðurstöðu eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Ás- geir. Mexíkó er í 8.–10. sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins og komst í 16-liða úrslitin heimsmeist- arakeppninnar á síðasta ári – vann þar sinn riðil á undan Ítalíu, Króatíu og Ekvador en var síðan slegið út af nágrönnum sínum, Bandaríkjamönn- um. Þótt leikurinn sé áætlaður í bandarísku borginni San Francisco er reiknað með mikilli aðsókn á hann þar sem mikill fjöldi innflytjenda frá Mexíkó og öðrum spænskumælandi löndum er búsettur á svæðinu. Góðar líkur á að boði Mexíkó verði tekið ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, telur góðar líkur á að boði Mexíkana um vináttulandsleik í San Francisco í Kaliforníu 19. nóvember verði tekið. Enn sé þó eftir að fá á hreint hvaða leikmenn fengjust lausir í leikinn áður endanleg ákvörðun um vesturförina verði tekin. Morgunblaðið/Kristinn Vilhjálmur Halldórsson skoraði 11 mörk í gær þegar Stjarnan vann óvæntan sigur á Haukum á Ís- landsmótinu í handknattleik. Hér stekkur hann upp og augnabliki síðar lá boltinn í Haukamarkinu án þess að Vignir Svavarsson fengi rönd við reist. Nánar á bls. 6 og 7. Geolgau til Fram á föstudag RÚMENSKI knattspyrnu- þjálfarinn Ion Geolgau er væntanlegur til landsins á föstudaginn til viðræðna við Framara um að taka að sér þjálfun úrvalsdeildarliðs þeirra í knattspyrnu. Mjög líklegt er talið að hann taki við liðinu en hann þykir vænlegasti kosturinn af þeim tæplega fjórum tugum erlendra þjálfara sem sóttu um starfið. Geolgau er 42 ára og hef- ur þjálfað HB í Færeyjum undanfarin ár, þó ekki á ný- liðnu tímabili. Áður þjálfaði hann Constructorul Craiova í heimalandi sínu. TVEIR ungir og efnilegir knatt- spyrnumenn, Pálmi Rafn Pálmason úr KA og Theodór Elmar Bjarnason úr Start í Noregi, fara innan tíðar til reynslu hjá Stoke City í Englandi og dvelja þar væntanlega í fjórar vikur. Pálmi Rafn er 19 ára Húsvíkingur sem gekk til liðs við KA fyrir nýliðið tímabil og skoraði 4 mörk í 15 leikj- um í úrvalsdeildinni. Theodór Elmar er aðeins 16 ára og var fyrirliði drengjalandsliðsins í sumar en hann spilaði alla leiki þess og skoraði eitt mark. Theodór og Pálmi til Stoke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.