Morgunblaðið - 10.11.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.11.2003, Qupperneq 2
AP Baráttumaðurinn mikli Hermann Hreiðarsson og samherjar hans hjá Charlton hafa staðið sig mjög vel að udanförnu – fagna marki frá Jonatan Johansson í sigurleiknum á Fulham, 3:1. ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DALLAS gengur allt í haginn á fyrstu vikum NBA-deildarinnar. Liðið heimsótti meistara San Ant- onio Spurs um helgina og gerði sér lítið fyrir og lagði þá, 78:81. Jón Arnór Stefánsson var ekki í leikmannahópi Dallas frekar en í þeim leikjum sem liðið hefur leikið það sem af er vetri. Antawn Jam- ison kom sterkur af bekknum, lék í 32 mínútur og skoraði 20 stig, var stigahæstur í liði Dallas. Steve Nash og Dirk Nowitzki gerðu 15 stig hvor um sig. Nowitzki tók 11 fráköst en Jamison níu. Í gærkvöldi fór Vince Carter á kostum í liði Toronto Raptors sem tók á móti Denver Nuggets. Cart- er gerði 34 stig, tók 10 fráköst og átti auk þess sex stoðsendingar. Framganga hans átti stærstan þátt í 89:76 sigri Toronto. Annar leikmaður sem náði sér virkilega vel á strik um helgina er Baron Davis hjá Hornets. Lið hans tapaði 109:106 fyrir Chicago en Davis gerði 35 stig, átti 13 stoð- sendingar og stal fimm sinnum knettinum af heimamönnum. Hjá Chicago var Jalen Rose stigahæst- ur með 34 stig, en hann hóf ekki leikinn og spilaði í 30 mínútur. Það var mikil barátta þegar New York Knicks tók á móti Sakramento Kings en heimamenn höfðu betur, 114:111, við mikinn fögnuð 20.000 áhorfenda í Madison Square Garden. Allan Houston var í miklu stuði í liði heimamanna, gerði 39 stig en hin- um megin var Peja Stojakovic stigahæstur með 36 stig. Dallas lagði meistara San Antonio Spurs  ASHLEY Cole, bakvörður Arsen- al og enska landsliðsins, upplýsti um helgina að einn leikmanna Tyrkja hefði hrækt í andlit sitt þegar þeir gengu af velli í landsleik Englands og Tyrklands í Istanbúl í síðasta mánuði. Mikill hasar varð á milli leikmanna liðanna þegar þeir gengu til búningsherbergja.  COLE sagði við News of the World í gær að leikmaðurinn hefði gengið alveg upp að sér og hrækt framan í sig. „Ég reiddist, og láir einhver mér það? Þetta er mesta lágkúra sem til er, og þetta var upphafið að látun- um,“ sagði Cole en á sjónvarpsupp- tökum sást til hans og Emile Heskey með hnefa á lofti í miðri þvögunni.  BRADFORD rak á laugardaginn Nicky Law, knattspyrnustjóra, en félagið er í fallbaráttu í 1. deildinni. Law var látinn fara efitr 1:1 jafntefli við Walsall á laugardaginn en liðið hefur nú leikið 11 leiki án þess að sigra. Ekki er talið ólíklegt að Stuart McCall taki við liðinu, en hann lék með Bradford í eina tíð en er nú hjá Sheffield United.  LAW fékk fréttirnar af brott- rekstri sínum á heimasíðu Bradford. Hann var nýkominn af blaðamanna- fundi eftir leik þar sem hann sagði að baráttan héldi áfram, þegar fregnir bárust af því að á heimasíðu félags- ins væri komin tilkynning um að þol- inmæði forráðamanna væri á þrotum og Law hefði verið sagt upp störfum.  MARK Viduka lék ekki með Leeds í Portsmouth en hann sat heima á meðan félagar hans héldu til hafn- arborgarinnar við Ermarsund. Vid- uka lenti upp á kant við Peter Reid, knattspyrnustjóra, í vikunni og var ekki valinn í hópinn. Óvíst er með framtíð Ástralans hjá félaginu.  KEVIN Stuhr-Ellegaard, tvítugur danskur markvörður, lék sinn fyrsta deildaleik með Manchester City í gær. Hann var settur í liðið á síðustu stundu þegar David Seaman stóðst ekki meiðslapróf vegna tognunar í læri. Stuhr-Ellegaard byrjaði ekki vel því City steinlá óvænt heima gegn Leicester, 0:3.  MANCHESTER City hefði komist í fjórða sæti deildarinnar með sigri og Kevin Keegan, knattspyrnustjóri félagsins, var sleginn yfir frammi- stöðu sinna manna. „Það vantaði alla hugsun, vinnu og hungur, við vorum ekki með og fengum það sem við átt- um skilið,“ sagði Keegan.  ROBBIE Savage, miðjumaður Birmingham, skorar á sína menn að festa kaup á finnska sóknarmannin- um Michael Forssell. Sá finnski er í láni frá Chelsea til áramóta og skor- aði sitt fimmta mark fyrir Birming- ham þegar liðið gerði jafntefli, 1.1, við Wolves á laugardaginn. FÓLK Góð byrjun hjá Adams TONY Adams, fyrirliði Ars- enal og enska landsliðsins um árabil, hóf feril sinn sem knattspyrnustjóri með glæsibrag á laugardaginn. Hið nýja lið hans, Wycombe Wanderers, sem situr á botni 2. deildar, vann þá eitt af efstu liðum deildarinnar, Swindon, 4:1, í 1. umferð ensku bikarkeppninnar. Adams ætlaði að fylgjast rólegur með leiknum ofan úr stúku og láta aðstoð- armann sinn, John Gorman, um að stjórna liðinu. En spennan varð of mikil og hann var mættur við hlið Gormans þegar síðari hálf- leikurinn hófst. Accrington Stanley, forn- frægt félag sem varð enskur bikarmeistari árið 1922 en hætti í deildakeppninni og var lagt niður fyrir 40 árum, er einnig komið í 2. umferð bikarsins. Accrington, sem var endurreist nokkru síðar og hefur síðustu árin klifrað upp utandeildirnar í Eng- landi, vann Huddersfield, 1:0, í gær og mætir Bour- nemouth í 2. umferð. STUTTGART hélt áfram sigur- göngu sinni í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn og vann þá Frankfurt, 2:0, á útivelli. Ung- verjinn Imre Szabics skoraði í fyrri hálfleik og þýski landsliðsmiðherjinn Kevin Kuranyi í þeim síðari. Stutt- gart er taplaust eftir tólf leiki, hefur ekki fengið á sig nema tvö mörk, og er með eins stigs forystu á Leverkus- en sem vann Schalke, 3:1. Bremen, sem burstaði Hannover 5:1 á útivelli, er í þriðja sætinu, stigi þar á eftir. Stuttgart hefur nú unnið sjö leiki í röð, fjóra í 1. deildinni og þrjá í Meistaradeild Evrópu, og ungu strákarnir í liðinu, Kuranyi, Andreas Hinkel og Hvít-Rússinn Aliaksandr Hleb, hafa allir farið á kostum og eru orðnir afar eftirsóttir af stórliðum Evrópu. Útsendarar þeirra gera sér tíðförult á Gottlieb-Daimler-leik- vanginn í Stuttgart þessar vikurnar. Bayern München er aðeins að hressast og vann Dortmund, 4:1, í stórleik helgarinnar á Ólympíuleik- vanginum í München í gær. Bayern komst þar með upp fyrir Dortmund og í fjórða sætið, sex stigum á eftir Stuttgart. Leikmenn Bayern voru manni fleiri eftir að Markus Brzenska hjá Dortmund fékk rauða spjaldið í sínum fyrsta deildaleik. „Við vorum komnir í öngstræti með okkar leik en nú geri ég ráð fyrir að við séum búnir að snúa blaðinu við,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern. Bochum er farið að blanda sér í toppbaráttuna, er komið í sjötta sætið og vann nú Köln mjög sann- færandi, 4:0. Þórður Guðjónsson sat á varamannabekk Bochum allan tím- ann en Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópnum. Strákarnir í Stuttgart sigra enn DAMIEN Duff, félagi Eiðs SmáraGuðjohnsen hjá Chelsea, er ekki ásama máli og knattspyrnustjórinn,Claudio Ranieri, sem vill ekki gera mikið úr möguleikum liðsins á að vinna enska meistaratitilinn í vetur. „Við erum fullir sjálfstrausts og trúum allir að við getum farið alla leið,“ sagði írski kantmaðurinn, sem hefur farið á kostum með Chelsea í vetur. „Í dag tókst okkur að halda leik okkar á sama plani og þegar við unn- um Lazio. Allir lögðu hart að sér og aldrei þessu vant vorum við með sama byrjunarliðið tvisvar í röð – ótrúlegt. En við spiluðum vel og þetta var afar verðskuldað,“ sagði Duff. Miðjumaðurinn Frank Lampard, sem skoraði úr vítaspyrnu gegn Newcastle í gær, telur að Chelsea muni vera með í baráttunni um tit- ilinn allt til loka. „Sumir hafa eflaust búist við því að við slökuðum á eftir sigurinn á Ítalíu en við spiluðum vel í dag og sönnuðum að við erum komn- ir til að vera í toppbaráttunni. Stjór- inn sagði við okkur fyrir leikinn: „Farið og gerið þetta aftur.“ Núna getum við sagt með fullri vissu að við trúum virkilega á að við getum farið alla leið í vetur. Meistaratitillinn er okkar markmið,“ sagði Lampard. Bobby Robson, hinn aldni knatt- spyrnustjóri Newcastle, var ekki ánægður með þá ákvörðun dómar- ans að reka Andy O’Brien varnar- mann af velli undir lok fyrri hálf- leiks. Dæmd var vítaspyrna sem Lampard skoraði úr, 3:0, og þar með voru úrslitin endanlega ráðin. „Við stóðum okkur vel í seinni hálfleiknum, manni færri, en enduð- um leikinn illa. Ég veit ekki hvar varnarmenn mínir voru þegar Guð- johnsen skoraði fimmta markið. Kannski voru þeir sestir við hliðina á mér á bekknum, en Guðjohnsen fékk nægan tíma til að skalla boltann í markið. Við mættum hingað fullir sjálfstrausts eftir góðan Evrópusig- ur í Basel en þeir völtuðu yfir okk- ur,“ sagði Robson. Chelsea stefni á meistaratitil

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.