Morgunblaðið - 11.11.2003, Page 8

Morgunblaðið - 11.11.2003, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Að baki daganna hefur að geyma tvær ljóðabækur Péturs Gunn- arssonar: Að baki daganna – ljóð og textar (1974– 2001) og Splunkunýr dagur (1973). Pétur hef- ur ekki gefið út ljóðabók í 30 ár, en fyrsta bók hans var ljóðabókin Splunkunýr dagur. Hún er löngu upp- seld og hefur verið með öllu ófáanleg í áratugi en er nú endurprentuð í sömu bók . Þá er í bókinni formáli Pét- urs um aðdraganda og tilurð Splunku- nýs dags. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 206 bls., prentuð í Odda hf. Kápa var hönnuð hjá Næst en ljós- mynd á kápu er eftir Guðmund Pál Ólafsson. Verð: 3.690 kr. Ljóð ÞAÐ ER ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar. Í Bettý er fjallað um tálkvendi sem leggur gildrur sínar fyrir ungan lögfræðing. Þetta er fremur dökk saga sem snýst um miklar ástríð- ur sem ekki mega líta dagsins ljós og er því erótískari en margar fyrri bækur Arnaldar. Sagan ger- ist á tveimur sviðum því að ungi lögfræðingurinn er í upphafi sögu í gæsluvarðhaldi og í yfirheyrslu grunaður um stórglæp. Hins veg- ar fylgjumst við svo með í end- urliti forsögu þess að svo er kom- ið fyrir honum. Hér fetar Arnaldur sig inn á nýja braut og vandasama í ritun sakamálasagna. Það er til að mynda ekki áhlaupsverk að skapa spennu í frásögn sem sögð er af sakborningi sem veit um alla þætti glæpsins þegar frásögnin hefst. Helsti styrkur Arnaldar sem höfundar hefur verið sköpun flókinnar sögufléttu sem sett hefur verið fram út frá sjónarhorni rann- sóknaraðila. Með frestun upplýsinga hefur honum tekist meistaralega vel að skapa spennu í frá- sögnina. Þessi saga er aftur á mót sögð út frá sjónarmiði sakborn- ingsins sem er fórn- arlamb rangra og falsaðra sak- argifta. Í upphafi sögu er því nokkuð ljóst hver framvindan verður. Arnaldi tekst sem fyrr að skapa heilsteypta sögu enda þótt lesendur og raunar sögumaðurinn séu skildir eftir með ýmsar spurn- ingar á vörunum. Hins vegar skortir dálítið á þá spennu í frá- sögnina sem við eigum að venjast frá þessum fremsta sakamálahöf- undi okkar Íslendinga. Þótt höf- undur leitist við að halda aftur af upplýsingum til lesenda um glæp- inn og sögumanninn veldur staða þess síðarnefnda sem sak- bornings því að framvindan er fyr- irsjáanleg í byrjun. Þessa sögu kýs ég því að skoða sem til- raun metnaðarfulls höfundar til að feta nýjar slóðir. Margt er að sönnu vel gert. Tálkvendið Betty er þannig að ýmsu leyti vel gerð persóna og verðugt viðfangsefni. En hinn meginpóll sögunnar, sögumað- urinn, verður fremur óspennandi fórnarlamb aðstæðnanna, í það minnst ekki nógu spennandi til að halda uppi sögunni. Að vísu notar höfundur persónu hennar til að takast á við samfélagslega for- dóma og er það vel að sakamála- höfundar glími við samfélags- vandamál jafnhliða því að segja sögur. En mér finnst getuleysi lögfræðingsins til að takast á við rangar sakagiftir og verjast þeim með ólíkindum. Að mörgu leyti minnir persónan á módernískt rekald og hugsanlega hefur höf- undur á einhverju stigi sögunnar hugsað sér að beina athyglinni frekar að innheimum hennar og kafkaískri stöðu hennar sem sak- bornings. En sakamálasagan tek- ur völdin. Það er eins og form- gerð hennar krefjist sögulausnar sem t. a. m. módernískir höfundar í sömu stöðu hefðu ekki þurft að hyggja að. Um margt minnir sag- an með öllu sínu endurliti raunar á ófullgert kvikmyndahandrit og kannski Arnaldur hafi haft það í huga við ritun skáldsögunnar að hún hentaði sem kvikmynd. Á vissan hátt finnst mér eins og Bettý marki nýja stefnu hjá höf- undi. Hann heldur að vísu enn í helstu form sakamálasögunnar eins og hann hefur unnið með þau en leitar nýrra leiða. Þessi frum- raun hans á því sviði er ekki full- komin en það er engin ástæða að hætta á miðri leið. Arnaldur hefur sýnt það og sannað að hann er í röð okkar fremstu rithöfunda og nýja bókin sýnir að hann hefur metnað og þor til að takast á við nýja hluti. Tálkvendi SAKAMÁLASAGA Bettý ARNALDUR INDRIÐASON 215 bls. Vaka Helgafell 2003 Skafti Þ. Halldórsson Arnaldur Indriðason GÍSLI Sigurðsson, fyrrum Les- bókarritstjóri, hefur aldeilis ekki lagt hendur í skaut, þó að farinn sé að síga á áttræðisaldurinn. Í fyrra kom frá honum mikið og glæsilegt rit, myndum prýtt með miklum texta, um hið áhugaverða og forvitnilega landssvæði frá Jökulsá í Lóni að Markarfljóti. Í ár heldur hann áfram þar sem frá var horfið, byrjar ferð sína við Markarfljót og endar við Brúar- árskörð. Umfjöllunarefnið eru uppsveitirnar, því að ekki er fjallað um strandlengjuna, t.a.m. Landeyjar, Þykkvabæ, Gaul- verjabæ, Flóa, o.s. frv.. Enda virðist manni að svæðið, sem hann leggur undir fót að þessu sinni, sé meira en nóg efni í eina bók, þó að stór sé. Við lestur og skoðun þessarar miklu bókar verður mér fyrir að sjá sýnir líkt og höfundurinn, sem sér sjálfan sig kominn með þrífót- inn og myndavélarnar aftur á Sturlungaöld. Ég sé hinn roskna myndasmið og sagnaþul á þeyt- ingi um Suðurland, alvopnaðan myndavélum og þrífæti, skimandi eftir góðum sjónarhólum, útsýn- isstöðum og sjónarhornum og af- raksturinn verður hreint frábær, stórglæsilegar myndir, sem margar hverjar þekja heila opnu í stóru bókarbroti. Þess á milli hlýðir hann á frásagnir heima- manna, sem sumir hverjir muna langt aftur og leggst djúpt í forn og ný fræði, Njálu, Sturlungu, Biskupasögur, Landnámu, fræði- rit um þjóðfræði, jarðfræði, byggðasögu og hvað eina, sem að gagni má koma. Allt er þetta með ólíkindum, þegar þess er þá líka gætt hversu hraðvirkur höfund- urinn er og hversu gott vald hann hefur á efninu. Ekki er annað sjá en að það leiki honum í höndum. Höfundur hefur eins og vera ber sama hátt á og í fyrra bindinu að hann rekur sig áfram eftir höf- uðbólum og merkisbýlum og verður þá saga þeirra, ábúendur og atburðir þeim tengdir þunga- miðja frásagnarinnar að ógleymdri lýsingu lands og um- hverfis í máli og myndum. Á þennan hátt er fjallað um Breiða- bólsstað í Fljótshlíð, Hlíðarenda, Keldur, Skarð á Landi, eyði- býlíð Skarfanes og merka ábúendur þess í eina tíð, Hruna, Skálholt, Bræðratungu, Haukadal og Úthlíð. Þá eru í sviðsljósi höfundar ýmsar nátt- úruperlur og mikils- verðir staðir, svo sem Hekla, Þjórsá, Þjórsárdalur, Brúar- hlöð, Brúarárskörð og margt fleira. Sjaldan lætur höfundur undir höfuð leggjast að lýsa athyglis- verðum og sérstæðum bygging- um, einkum kirkjum og benda á það sem minjagildi hefur bæði í þeim efnum og öðrum. Frum- herja í myndlist og öðrum listum nefnir hann ávalt. Líklega er það þó sagan, sem heldur huga hans lengstum föngnum. Það er líka nærtækt efni. Hér er sagan við hvert fót- mál, ef svo má segja. Hér er hann á Njáluslóðum. Hér eru eða voru höfuðstöðvar Oddaverja og Hauk- dæla og margt frá þeim að segja. Hér var í Skálholti höfuðstaður Íslands um aldabil og þannig mætti lengi telja. Ekki gleymir höfundur heldur að segja frá kvenskörungum, svo sem höfuð- skörungnum Steinvöru á Keldum, hinn auðugu og reikningsglöggu Valgerði biskupsekkju og kirkj- unni hennar, Sigríði í Brattholti, sem sá til þess að við eigum enn Gullfoss og kvenhetjunni Sigríði í Skarfanesi, sem ól 21 barn og barðist ásamt manni sínum hetju- baráttu við sára fátækt, eldgos og harðindi. Við fljótlega skoðun getur bók þessi virst vera aðallega mynda- bók. Eins og áður segir eru myndir geysimargar og sumar hverjar flannastórar. Gísli Sig- urðsson er augljóslega mjög fær ljósmyndari og myndirnar hafa prentast prýðilega, betur en í fyrri bókinni sýnist mér. Þær eru teknar á öllum árstímum og eru haust- og vetramyndirnar ekki síðri hinum. Textar með myndum eru yfirleitt ítarlegir og fræðandi. Ég sagði myndabók við fljót- lega skoðun. En textinn leynir á sér. Hann er nefnilega býsna mikill, þar sem brot er stórt og letur fremur smátt. Í raun og veru gegnir furðu hversu margt maður fræðist um á þessum blaðsíðum. Að sjálfsögðu er stiklað á stóru, en stiklurnar eru marg- ar. Höfundur skrifar einkar þægilegan frá- sagnarstíl, stundum jafnvel smáglettinn og er bókin skemmti- leg aflestrar, mun skemmtilegri en ýms- ar frásagnir svipaðs efnis. Ég held að nota megi þau orð, sem hann sjálfur hefur um höfund Njálu: ,,Hann vissi að sagan þurfti að hafa skemmtigildi.“ Stíll höfundar er talsvert per- sónulegri en oft gerist um fræði- bækur. Hann skrifar oft í fyrstu persónu, minnist á eitt og annað, sem hann sjálfur hefur séð og heyrt, hvað honum finnst fallegt eða ljótt eða ámælisvert. Hann er ófeiminn við að láta skoðanir sín- ar í ljós, t.a.m. í skógrækt, trjá- gróðri (við vegi og hús), minja- vernd og umhverfismálum, þjóðlendubrölti ríkisvaldsins (sem hann kallar stalínisma!). Ýmsar gagnlegar ábendingar kemur hann með, svo sem um hugsanlega framtíðarnýtingu Hlíðarenda. Ég sé fremst í bók að höfundur hefur sjálfur hannað bókina og gert það af mikilli smekkvísi. Nokkur ágæt kort er hér að finna (Fljótshlíð, Við Heklurætur, Í Hreppum, Biskupstungur, Hlíð- in). Þau hefur Guðmundur Ó. Ingvarsson gert. Langflestar ljósmyndirnar hefur höfundurinn sjálfur tekið, en auk hans eiga átta aðrir myndir í bókinni. Mál- verk og tekningar eru eftir fimm- tán listamenn (Vantar að geta Ólafs Túbals). Í bókarlok eru skrár yfir heimildir, örnefni og nöfn manna. Bókaútgáfan Skrudda gefur bókina út og hefur staðið prýð- isvel að verki. Sérstaklega vil ég hrósa litgreiningunni, sem var í höndum útgáfunnar og hefur tek- ist með ágætum. Mér skilst að Gísli Sigurðsson sé á fullri ferð að undirbúa næsta bindi og megi eiga von á því um næstu jól. Það er fagnaðarefni. Seiðmagnað stórvirki LAND- OG ÞJÓÐFRÆÐI Seiður lands og sagna II Söguslóðir á Suðurlandi GÍSLI SIGURÐSSON Skrudda, Reykjavík, 2003, 376 bls. Sigurjón Björnsson Gísli Sigurðsson Píanóstillirinn er fyrsta skáldaga Daniel Mason. Þýðandi er Halla Sverrisdóttir. Sagan gerist á síðari hluta 19. aldar. Ungur Lundúnabúi, Edgar Drake, sem starfar við píanóstillingar, fær harla óvenjulegt verkefni: Að fara heiminn á enda, á vegum breskra hermálayfirvalda, inn í frumskóga Burma. Erindi hans er að gera við flygil í eigu sérviturs herlæknis, sem ílenst hefur í því framandi landi. Píanóstillirinn heldur upp í hina löngu ferð, sem á eftir að reynast í senn heillandi og háska- leg og umbylta sálarlífi hans. Bókin hefur hlotið lof gagnrýn- enda austan hafs og vestan, sem óvenju sterk frumraun. Daniel Mas- on er ungur bandarískur læknir sem sló í gegn með þessari sögu. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 356 síður prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 4.690 kr. Skáldsaga Þriðjudagur 11. nóvember Súfistinn: Tolkien og hringurinn. Ævintýraheimur Tolkiens kynntur og lesið úr bók Ármanns Jakobssonar. Fimmtudagur 13. nóvember kl 20:00 Súfistinn: Lesið úr nýjum ævi- sögum. Lesið verður úr bókunum Ruth Reg- inalds eftir Þórunni Hrefnu Sig- urjónsdóttur, Frægð og firnindi eftir Gísla Páls- son og Jón Sigurðsson, seinna bindi eftir Guðjón Friðriksson. kl 21:00 Hótel Borg: Áhrif mín á Mannkynssöguna. Útgáfuteiti. Glíma, tónlist, leik- lestur og Jesúgervingakeppni. Laugardagur 15. nóvember kl. 11 Bókabúð Máls og menn- ingar, Laugavegi: Lesið úr nýj- um barnabókum í barna- bókabúðinni. Barnastjarnan Ruth Reginalds 1977 Lesið úr nýjum bókum Eins og ég man það nefnist bók eftir Elínu Pálma- dóttur þar sem hún rifjar upp eft- irminnilega at- burði. Elín fékk ung það tækifæri að taka þátt í störfum Sameinuðu þjóðanna í New York í ár- daga samtakanna. Hún kynntist lista- lífi Parísar á sjötta áratugnum með Gerði Helgadóttur myndhöggvara, gisti flóttamannaeyju í Asíu, varð bensínlaus í afskekktum skógi í Afr- íku og steig fyrst kvenna fæti á íseyju norður í höfum og fór á átakasvæði heimsins með friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna allt fram á þetta ár þar sem hættur leyndust við hvert fót- mál. Elín Pálmadóttir hefur um áratuga skeið verið einn kunnasti blaðamaður þjóðarinnar. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 431 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafs- son. Verð: 4.990 kr. Minningabók Úr hljóðveri aug- ans hefur að geyma ljóð eftir Vé- stein Lúðvíksson. Þetta er fyrsta skáldverkið sem Vésteinn sendir frá sér í um það bil tvo áratugi en meðal fyrri verka hans eru skáldsögurnar Gunnar og Kjartan, Eftirþankar Jóhönnu og smásagna- safnið Átta raddir úr pípulögn. Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur. Bókin er prentuð í Odda hf., Ásta S. Guðbjartsdóttir hannaði kápu. Verð: 1.880 kr. Ljóð BÓKSALINN í Kabúl er sönn frá- sögn eftir norsku blaðakonuna og stríðsfréttarit- arann Åsne Seierstad. Vorið eftir fall talibana í Afganistan dvaldi norska blaðakon- an Åsne Seierstad hjá Khan- fjölskyldunni í Kabúl. Åsne lýsir lífi fjölskyldu sem leitar að tilveru í hinu nýja Afganistan, togstreitunni milli hins nútímalega, vestræna og hins hefðbundna. „Þungbúinn febrúardag flutti ég heim til fjölskyldunnar. Það eina sem ég hafði meðferðis var fartölvan mín, minnisblokkin, pennar, farsími og fötin sem ég stóð í. Allt annað hafði horfið einhvers staðar í Úsbek- istan. Mér var tekið opnum örmum og mér leið vel í afgönsku kjólunum sem ég fékk brátt að láni … Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 246 síður og prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 4.490 kr. Frásögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.