Morgunblaðið - 16.11.2003, Page 7

Morgunblaðið - 16.11.2003, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 B 7 Upplýsingafulltrúi og fræðslufulltrúi Alþjóðahúsið hyggst ráða tvo starfsmenn. Upplýsingafulltrúa, sem hefur m.a. umsjón með útgáfu (þ.á.m. vefsíðu), kynningarmálum og viðburðum, og tekur þátt í tengslamyndun, fræðslu og öðru sem til fellur. Leitað er að dríf- andi einstaklingi með háskólamenntun, sem hefur reynslu af ritstörfum og kynningarmálum og þekkingu á málefnum innflytjenda og kunn- áttu í vefsíðugerð. Góð íslensku- og ensku- kunnátta nauðsynleg og önnur tungumála- kunnátta mikilvæg. Gerð er krafa um frum- kvæði í starfi, sveigjanleika og samvinnuþýði og viðkomandi þarf að eiga gott með að tjá sig opinberlega. Nánari upplýsingar gefa: Einar Skúlason (einar@ahus.is) og Katla Þorsteinsdóttir (katla@ahus.is) í síma 530-9300. Fulltrúa í fræðsludeild, sem hefur m.a. það hlutverk að semja og flytja fræðsluefni og koma auga á spennandi nýjungar í því sam- hengi, kynna Ahús og fræðsludeildina, koma að rannsóknum á þessu sviði og taka þátt í inn- lendu og erlendu samstarfi. Leitað er að já- kvæðum og opnum einstaklingi sem hefur há- skólamenntun og fræðilegan bakgrunn við hæfi, jafnframt hæfni til þess að koma fram og miðla þekkingu á áhugaverðan og lifandi hátt. Góð íslenskukunnátta í töluðu máli nauð- synleg og önnur tungumálakunnátta mikilvæg. Nánari upplýsingar gefa: Einar Skúlason (einar@ahus.is) og Gerður Gestsdóttir (gerdur@ahus.is) í síma 530-9300. Laun fyrir störfin eru samkvæmt samkomulagi. Gert er ráð fyrir að báðir starfsmenn hefji störf þann 1. janúar. Umsóknir ásamt menntun og starfsferli berist Einari Skúlasyni framkvæmdastjóra Alþjóða- hússins ehf., Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík eigi síðar en 1. desember. Nánari upplýsingar um Alþjóðahúsið er að finna á vefsíðunni www.ahus.is Starfsmaður á verkstæði Radíóþjónusta Sigga Harðar - RSH auglýsir eftir starfsmanni á verkstæði. Um er að ræða tækjaísetningar í bíla og annað er viðkemur bílarafmagni. Einnig er útivinna á ýmsum fjar- skiptabúnaði til uppsetningar. Viðkomandi þarf að hafa kunnáttu í bílaraf- magni og geta unnið sjálfstætt. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun RSH og einnig er hægt að senda umsókn raf- rænt á heimasíðu okkar www.rsh.is . Öllum skriflegum fyrirspurnum er svarað. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember og skulu skriflegar umsóknir merktar: Radíóþjónusta Sigga Harðar Starfsumsókn. Dalvegi 16b, 201 Kópavogur. Radíóþjónusta Sigga Harðar var stofnuð 1980 og hefur síðan þá verið leiðandi fyrirtæki á sviði talstöðvafjarskipta og lausna tengdum þeim. Vinnuaðstaða er mjög góð í húsnæði fyrirtækisins á Dalvegi 16b í Kópavogi. Starfs- mannahópurinn er samhentur og andinn góður, sem gerir fyrirtækið eitt það öflugasta á sínu sviði hér á landi. Yfirlæknir og 2 læknisstöður við HSSA á Hornafirði Frá næstu áramótum er laus til umsókn- ar staða yfirlæknis og tvær læknisstöður við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) Hornafirði. Allir læknar ganga gæsluvaktir og er því alltaf einn í fríi frá gæsluvöktum, þegar allar stöður eru fullmannaðar. Læknis- héraðið er öll Austur-Skaftafellssýsla. Umsækjandi um yfirlæknisstöðu hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum eða annarri sérgrein. Yfirlæknir hefur umsjón með læknisfræðilegum þáttum starfsemi stofnunarinnar, sem hefur eft- irtaldar undirdeildir: heilsugæslustöð og heilsugæslusel, sjúkradeild, hjúkrunar- heimili og dvalarheimili. Yfirlæknir situr í framkvæmdaráði ásamt framkvæmda- stjóra og hjúkrunarforstjóra. Umsóknir ásamt upplýsingum um til- skylda menntun og störf sendist til Heil- brigðisstofnunar Suðausturlands, Víkur- braut 31, 780 Hornafirði. Nánari upplýsingar um stöðuna veita Baldur P. Thorstensen yfirlæknir og Jó- hann Ólafsson framkvæmdastjóri í síma 478 1400. Þyrluflugmaður Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með lausa til umsóknar stöðu þyrluflugmanns. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Stað- an tilheyrir flugdeild stofnunarinnar og heyrir stjórnunarlega beint undir yfirflug- stjóra. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf um næstu áramót. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gilt íslenskt eða JAA atvinnuflugmannsskírteini á þyrlu með blindflugsáritun ásamt því að hafa lokið bóklegu ATPL námi. Æskilegt er að viðkomandi sé einnig handhafi atvinnu- flugmannsskírteinis á flugvél. Jafnframt skulu umsækjendur hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Umsækjendur skulu hafa gott vald á íslensku og ensku. Launakjör ákvarðast af kjarasamningi fjár- málaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Umsóknum ber að skila til starfsmanna- stjóra Landhelgisgæslu Íslands, Seljavegi 32, 101 Reykjavík á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöðin er einnig hægt að nálgast á vefslóð Landhelg- isgæslunnar www.lhg.is. Umsóknum skal skilað fyrir 10. desember 2003. Nánari upp- lýsingar um starfið veitir Björn Brekkan flug- maður í síma 545 2000. Nauðsynlegt er að endurnýja eldri umsóknir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sandgerðisbær Aðstoðarleikskólastjóra vantar við leik- skólann Sólborgu frá 1. janúar 2004 með leikskólakennararéttindi í 100% stöðu. Húsaleiga verður niðurgreidd, veittur verður flutningsstyrkur. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri í síma 423 7554 eða í gegnum tölvupóst: sigurdur@sandgerdi.is . Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sandgerð- isbæjar, Tjarnargötu 4, fyrir 21. nóv. nk. Einnig eru umsóknareyðublöð á netinu (sandgerdi.is). Bæjarstjórinn. Snyrti- og nuddstofan Paradís, Laugarnesvegi 82, sími 553 1330 Nuddari Vantar nuddara vegna anna. Upplýsingar í síma 553 1330 og 659 1332. Sölumaður sjávarafurða Fyrirtæki í útflutningi sjávarafurða óskar eftir að ráða vanan sölumann/ konu með aðsetur í Reykjavík Leitað er að aðila með reynslu og sambönd í sölu saltfisks og saltfiskafurða. Æskilegt að viðkomandi hafi gott vald á ensku og helst öðru Evrópumáli (spænska/þýska). Tölvukunnátta nauðsynleg og viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og sýnt gott frum- kvæði í starfi. Farið verður með umsóknirsem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 21. nóvember, merktar: „Sjávarafurðir — 14519“. Lækna- og móttökuritarar Heilsugæslan Salahverfi — Kópavogi Salus ehf. óskar eftir að ráða læknaritara og móttökuritara til starfa í Heilsugæslunni Sala- hverfi í Kópavogi. Heilsugæslan verður staðsett á Salavegi 2, Kópavogi, og er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum Linda-, Sala- og Vatnsendahverfa í Kópavogi skv. samningi Salus ehf. við Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Stöðin tekur til starfa um mánaðamótin janúar—febrú- ar nk. Á stöðinni verður öll almenn heilsu- gæsla; læknisþjónusta, hjúkrun, meðgöngu- og ungbarnaeftirlit og rannsóknarstofa. Æski- legt er að viðkomandi hafi reynslu af heilsu- gæslu og vinnu við Sögukerfið. Umsóknir með upplýsingum um náms- og starfsferil skulu berast fyrir 21. nóvember nk. til Guðjóns Magnússonar, Salus ehf., Flatahra- uni 5a, 220 Hafnarfirði, en hann veitir einnig frekari upplýsingar um starfið í síma 540 6380 eða á netfangið gudjon@nysir.is .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.