Vísir


Vísir - 22.10.1980, Qupperneq 1

Vísir - 22.10.1980, Qupperneq 1
"" fsíensic lcona í málaierlum í Bandaríkjunum: 1 FÉKK 95 MILLJÚNIR I I BÆTUR FYRIR NAUBGUNII íslensk kona, sem starfað hefur i New York undanfarin ár, hefur fengið jafngildi 95 milljóna islenskra króna í bætur fyrir nauðgun. Þaft voru eigendur hússins, þar sem islensku konunni var nauðgaö, sem greiddu skaða- bæturnar, en nauðgarinn hefur aldrei verið handtekinn. Bandaríska blaðið New York Daily News skýrir frá þessu i frétt á dögunum, og birtir meö fréttinni mynd af islensku kon- unni, sem er á þrftugsaldri, og frásögn af gangi málsins fyrir dómstólii New York. Samkvæmt frásögninni krafð- ist islenska konan upphaflega jafngildi rúmlega 800 milljóna islenskra króna i skaðabætur, en eftir fimm daga réttarhöld i Manhattan i New York féllst eigandi hússins, þar sem nauðg- unin átti sér staö, á að greiöa um 95 milljónir króna eins og áður segir. Að þvi er konan bar fyrir rétt- inum átti nauögunin sér stað 20. september 1976 i húsi nr. 271 við Madison Avenue á Manhattan. Hún var þar i' viöskiptaerindum á 19. hæð umræddan dag, og lauk þeim um fjögurleytið sið- degis. Þá tók hún lyftuna niður. Maöur var fyrir i lyftunni þegar hún gekk inn f hana, og hún kvaðst hafa tekið eftir þvi, aö lyftanátti næst að staðnæmast á 15. hæð. ,,Það næsta sem ég vissi var að hni'fi var beint aö hálsi min- um og ég var neydd út úr lyft- unni á 15. hæð”, sagöi islenska konan fyrir réttinum. A þeirri hæð var ensin starfsemi oe bar var henni nauðgað og hún rænd. Lögfræðingur hennar hélt þvi íram, að eigendur hússins hefðu sýnt vitavert gáleysi með þvi aö hafa ekki betri öryggisgæslu i húsinu, og féllst húseigandinn að lokum á þá fullyrðingu og samdi um áðurnefnda greiöslu. —ESJ. GREIDSLUR TIL AL- MNGISMANNA HÆKKA Þingfararkaupsnefnd tók i gær bráðabirgðaákvörðun um hækk- un á dagpeningum þeirra þing- manna sem búa utan höfuðborg- arsvæðisins, auk þess sem greiðslur vegna húsnæðis- og ferðakostnaðar í kjördæmi voru hækkaðar. Dagpeningar voru hækkaðir úr 6.500 krónum i 7.800, greiðslur vegna húsnæðiskostnaðar úr 120 þúsund krónum i 150 þúsund á mánuði og ferðakostnaöur i kjör- dæmi úr 600 þúsund krónum fyrir hálft ár i 750 þúsund krónur. Hækkun dagpeninga og húsnæðis- kostnaöar gildir fyrir timabilið frá 1. júli siðastliðnum. —P.M. Davíð Sch. morsteinsson um synjun ríkisstjórnarínnar: „Anurhaldsseggir í sauðagærum lágiaunafólks” ,,1 gær kom berlega i ljós, að fulltrúar hátekjufólks innan ASt, iklæddir sauöagærum iáglauna- fóiks, hafa bæði tögi og hagldir þar og innan rikisstjórnarinnar”, sagði Davið Sch. Thorsteinsson framkvæmdastjóri, þegar Visir ræddi viö hann um synjun rikis- [ Bapn Téíf] í sjóöanúí : vatn : I Litilldrengur brenndist illa i | | Kópavogi á mánudag og eftir I rannsókn á slysavarðstofu var I hann fluttur á gjörgæsludeild | | Landspitalans. Litli drengurinn, sem er 1 | rúmlega ársgamall, hafði ver- | I iö einn heima ásamt eldra . ■ systkini. Drengurinn hafði • | komist upp á stól er stóö við | i vask fullan af sjóöandi vatni, . > og falliö i vaskinn. Slik var aðkoman þegar | . fjölskyldumeðlimir komu að. . > Drengurinn brenndist ekki á I I andliti og bruninn mun vera | um 12% á likama. I Hann er ekki i lifshættu. I stjórnarinnar á þrihliða viðræð- um við ASt og VSt. „Þessir afturhaldsseggir hafa nú hunsað tillögur okkar, um hvernig sé hægt að bæta kjör þeirra sem raunverulega eru tekjulægstir i þjóðfélaginu”, sagði Davið enn fremur. „Launa- kerfi landsmanna er þannig upp byggt, að kjör þeirra tekjulægstu verða aldrei bætt nema i gegnum skattakerfiö. Afturhaldsöflin inn- an rikisstjórnarinnar neituðu svo formlega i gær að ræða að hjálpa þessu fólki. Eins gefur auga leið, að það er ákaflega erfitt að reyna að ná samningum, þegar annar hver maður innan ASl gengur með steinbarn i maganum, vegna fyrirhugaðra forsetakosninga innan sambandsins”. Aðspurður um hvert yrði næsta skref Vinnuveitendasambandsins i samningamálum, sagði Davið, að það ætti eftir að ræða i ljósi synjunar rikisstjórnarinnar. Þá hafa fulltrúar rikisins tekið sér frest til að ihuga frekari við- ræður við ASI og hefur annar fundur ekki verið boðaður með ASÍ-nefndinni. Fundur sáttasemjara, með prenturum, sem hófst kl. 21 i gær, stóð sleitulaust i alla nótt. Lauk honum kl. 7 i morgun og hefur annar fundur verib boðaður kl. 15.30 i dag. —JSS „MUNUNI SÝNA 0KKAR BESTA” - sagöi jassistinn Abercrombie við komuna til landsins John Abercrombie ræðir við blaðamann VIsis fyrir utan Hótel Loftleiöir Imorgun. (Vfsismynd: Ella). Jú, ég hafði heyrt um lsland áður en þessir hljómleikar voru ákveönir og er ánægður að fá tækifæri til að spila hér”, sagði jassgitaristinn John Aber- crombie er hann kom ásamt kvartett sinum á Hótel Loftleiö- ir I morgun. Abercrombie er nú talinn i hópi bestu jassgitar- leikara i heiminum og hefur kvartett hans hlotið einróma lof gagnrýnenda en þeir félagar munu leika á tónleikum I hátið- arsal Menntaskólans viö Hamrahlið i kvöld. „Við munum leika lög af tveimur nýjustu plötum okkar og að auki nýtt efni sem viö höf- um veriö að vinna aö undanfar- ið. Við erum reyndar á leiðinni með þetta efni i stúdió og mun- um væntanlega hljóðrita þaö i nóvember. Þaö eina sem ég get lofað fyrir þessa hljómleika er, að við munum sýna okkar besta”, sagði Abercrombie um leið og hann snaraði sér inn i anddyri hótelsins. —Sv.G.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.