Vísir - 22.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 22.10.1980, Blaðsíða 13
vísm HROLLUR Börn/ þetta er hann j Harold frændi ) * Halló/ Harold frændi. O^VNKÉkÍA. BT rf^ Sleppiö öllu blaöri! Þiö börn hafiö þaö alltof gott i dag! Eq skal láta ykkur vita þaí aá þegar ég var krakki áttum viö ekki einu sinni skó.. Ég vann 24 klukkustundir á dag og fékk yfirleitt ekkert aö boröa nema — nema steina — og maöur geröi sig ánægöan meö þaö! Og vitiö þiö afhverju P Af því aö ég TEITUR ó, maginn á mér... Oh. EE.. á .. mér HÖur hræöilega! Ég er aö _________ devia! Engin skot fyrr en viö komum út. Ég^skal fara meö ) þig á sjúkrastofuna... í Fljótur Fatti. Hleypum hinum út. V Viö veröum aö V, flýtaokkurl-^ © Buus Þetta tókst! Enginn vandi! Á hverju eigum viö aö byrja, Louie? i CðWMC SOOM Ná Teiti! Fljótir! Fljótir! Fljótír. coNro. AGGI Vá, skólinn okkar hefur ekkert sparaö viö þetta atriöi svo þaö geti tekist eins og -----,ý—| til var ætlast! —11 Sjáöu! Allt er eins raunverulegt eins og þaö getur veriö. Aö undan skildum utanborös mótor. l \ IfSÓCBZ }'| Miðvikudagur 22. október 1980. Miövikudagur 22. október 1980. Fiugleiðaumræður á Aibingi: Leggst flugiö niður áöur en aöstoöin fæst? Af orðum Ragnars Arnalds fjármálaráðherra á Alþingi við umræður um Flugleiðamálið.má draga þá áiyktun, að ekki veröi gengið endanlega frá að- stoð rikisins við Flugleiðir á næstunni. Sagði ráðherrann, að heildarupphæð ábyrgðar og nánari skilmálar rikisstjórnarinnar yröu ekki ákveðnir fyrr en fram hefði farið itarleg rannsókn á hvaða veð félagið hefði og fleiri atriðum. Hins vegar er ljóst að Flugleiöir þurfa á einhverri fyrirgreiöslu aö halda nú þegar ef reksturinn á ekki að stöðvast. Skýrsla samgönguráðherra um Flugleiðir var tekin til umræðu i Sameinuðu þingi 1 gærdag, en Al- þýðuflokkurinn hafði óskað eftir að slik skýrsla yrði gerð og lögð fram á Alþingi. Umræöu um skýrsluna var hins vegar frestað um klukkan 19, þegar farið var að hitna i kolunum Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra fylgdi skýrslunni úr hlaði. Hann taldi að sú aðstoð sem i boöi væri frá rikisstjórnum tslands og Luxemborgar ætti nokkurn veg- inn að nægja til að greiöa áætlað tap Flugleiða á Norður-Atlantshafsleið- inni i eitt ár. Hins vegar væri ljóst að afkoma félagsins I júli og ágúst væri mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sér sýndist hins vegar eins langt gengið i aðstoð við félagið eins og hann treysti sér til. Rikisstjórnin stæði við öll sin loforð og raunar vel það. Ráðherrann sagði að vandi N- Atlantshafsflugs Flugleiða væru smámunir samanborið við vanda fé- lagsins I heild sem ekki breyttist þótt fluginu vestur yrði hætt. Vart nægði 12 milljón dollara ábyrgð fyrst ekki hefði tekist að selja tvær Boeing 727- 100 þotur. Flugleiðir væru stórskuld- ug öðrum flugfélögum og kynni að koma til stöðvunar, þar sem oliu þyrfti nú að staðgreiða. Einhver aö- stoð þyrfti að koma fyrir mánaðamót og myndu viðskiptabankar félagsins reyna að bjarga málum.ef likur væru á að Alþingi samþykkti aðstoðina. Staðan er jafnvel verri en fram hefur komið, sagöi Steingrimur Her- mannsson. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra notaði rétt sinn sem ráðherra til að tala strax, þótt hann væri áttundi maöur á mælendaskrá. Hann kvaö rlkisstjórnina hafa gert hreint fyrir sinum dyrum en eftir væri að svara ýmsum spurningum. Hver heildarupphæö rikisábyrgöa yrði og hvaöa aöra skilmála rikis- stjórnin myndi setja fyrir aðstoð við Flugleiðir kæmi ekki i ljós fyrr en að lokinni itarlegri rannsókn. Tveir menn væru aö meta eignir félagsins og aðrir tveir komnir frá Los Ange- les til að meta flugvélar Flugleiða. Þvi mati lyki væntanlega um næstu mánaðamót. Þá skammaðist Ragnar út i skrif Morgunblaðsins um afstöðu Alþýðu- bandalagsins til Flugleiða og sagði þau skrif stórhættuleg. En ef Flug- leiðir ætluðu aö gera kröfur um frek- ari aðstoð kvaðst ráðherrann segja hingað og ekki lengra. Benedikt Gröndal formaður Al- þýöuflokksins.talaði næstur og sagöi meöal annars, að ekki færi milli mála aö Alþýöubandalagiö heföi annarlega stefnu i þessu máli. Þeir vildu draga og draga lausn þess til að koma Flugleiöum á kné. Það mætti ekki fella niður þetta flug. ef nokkur kostur væri að halda þvi áfram. Benedikt átaldi þann seinagang sem hefði veriö af hálfu rikisins i þessu máli. Það væri búið að veltast I sjö mánuði og enn væri engin lausn komin. Uppákoma Alþýðubanda- lagsmanna væri með eindæmum.svo ekki væri minnst á hneykslið varð- andi annan eftirlitsmanninn. Þá sagði Benedikt.að ekki kæmi til greina að Alþýðuflokkurinn sam- þykkti frumvarpiö um málefni Flug- leiða, ef rikisstjórnin ætti siöan að setja skilmála eftir eigin höföi. Friðrik Sophusson tók til máls og rifjaði meðalannars upp ýmis um- mæli ölafs Ragnars Grimssonar sem bentu eindregiö til þess aö hann vildi þjóðnýta Flugleiðir. Friðrik deildi harkalega á meðferð rikis- stjórnarinnar á þessu máii og e'kki sist væru það Alþýðubandalagsmenn sem tefðu máliö og nauðsynlegar á- kvarðanir. „Likja má afstöðu Alþýðubanda- lagsins gagnvart Flugleiðum við bónda, sem beðinn er um að lána hey i nauðum og hann bregst við meö þvi aö setja þau skilyrði, að skepnunum sem éta áttu heyið, veröi slátrað”, sagði Friðrik. Þá drap hann á greinargerð eftir- listmanna Flugleiða og vitnaði i bréf sem Rúnar B. Jóhannsson. rikis- endurskoðandi, sem yfirfór gögn endurskoðenda Flugleiða, sendi eftirlitsmönnunum, en þar segir: „Eftirlitsmennirnir ættu ekki, að áliti RBJ, að leggja eitthvert ofur- kapp á að toga það endurmat niöur, sem stjórnendur fyrirtækisins reyna að hifa upp. Hversu mikiö, sem reynt verður að toga endurmatið niður, veröur ekki hægt að ná „verðmæti” Flugleiða h/f pr. 30.06.80 niður fyrir núlliö”. Nú tók Vilmundur Gylfason til máls og gustaöi af honum. Hann taldi aö þingnefnd hefði átt að fá þaö verkefni að svara spurningum þeim er Ólafur Ragnar Grimsson bar fram haustið 1978.er hann, Ólafur, vildi rannsókn á Flugleiðum. Þá heföu upplýsingar legið fyrir fyrr. Hann minnti á loforð Steingrims á fundi i Luxemborg i mars á þessu ári og sagði fyrirhugaða aöstoö rikisins ganga mun skemmra. Siðan hélt Vil- mundur áfram gagnrýni á Steingrim i þessu máli og minnti á lánaloforö hans til tiltekinna starfshópa innan Flugleiða. Taldi hann vafasamt, að ráðherrann væri trausts verður i þessu máli yfirhöfuð, og sagði að Al- þingi yrði að vita hvaða skilyrði rikisstjórnin ætlaöi að setja Flug- leiöum fyrir aðstoð. Steingrimur svaraöi Vilmundi af hörku og var að færast fjör i leikinn þegar fundi var frestað. —SG. Margt manna fylgdist meö umræðunum á Alþingi i gær en þeim verður fram haldið I dag, þegar frumvarp rikisstjórnarinnar veröur tekið til umræðu. (Visism. Ella). vtsm Kynnist einstakri næmni, tærleika, fyllingu, snerpu og krafti ^uppr-?\ magnara — magnara sem ekki átti aö vera hægt aö smíöa Þegar viö segjum bylting meinum viö 8 GERÐIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.