Vísir - 22.10.1980, Side 7

Vísir - 22.10.1980, Side 7
„100 landslelkjaklúbburinn M Fjórir af fræknustu handknattleiksmönnum Is- lands hafa náð þeim merka áfanga að hafa leikið yfir 100 landsleiki fyrir hönd íslands — og hafa þeir þar með tryggt sér sæti i „10 landsleikja- klúbbnum" svonefnda. Þetta eru þeir Geir Hallsteins- son úr FH, sem hefur leikiö 118 landsleiki Björgvin Björgvinsson úr Fram 106 landsleiki, Þróttar- inn Ólafur H. Jónsson 120 lands- leiki og Viðar Simonarson úr Haukum, sem hefur leikið 103 landsleiki. ólafur Benediktsson, mark- vörðurinn snjalli úr Val, nær þessum áfanga á NM-mótinu i handknattleik og fær hann þá inn- göngu i klúbbinn. „100 landsleikjaklúbburinn” er sá fámennasti á Islandi. Visir ætlar hér til gamans að rifja upp — hvenær þeir fjórir leikmenn sem eru i klúbbnum klæddust landsliðspeysunni fyrst. 100% nýting GEIR HALLSTEINSSON... klæddist fyrst landsliðspeysunni i Laugardalshöllinni 6. mars 1966 — lét þá 19 ára gegn þáverandi heimsmeisturum frá Rúmeniu. Isienska liðiö tapaði naumt — • 15:16 i spennandi leik. Geir sýndi góöa takta — skoraöi 2 mörk úr tveimur skottilraunum — 100% skotnýting og þá fiskaði hann eitt vitakast, sem gaf mark. Byrjaði á 7. hæð VIÐAR SIMONARSON... hóf ferill sinn með landsliðinu 20 ára — lék þá með landsliðinu gegn Bandarikjamönnum i New York. Leikurinn fór fram á 7. hæð i ein- um af skýjakljúfum New York- borgar — eöa nánar tiltekið á 7th Avenue — 59th Street. Leikurinn fór fram 14. júni 1966 og lauk hon- um með öruggum sigri Islands — 26:18. Þá lágu Danir í því BJÖRGVIN BJÖRGVINS- SON... klæddist fyrst landsliðs- peysunni 8. april 1968— þá aðeins 17 ára, i Laugardalshöllinni gegn Dönum. Islendingar unnu þá sinn fyrsta leik yfir erkifjendunum frá Danmörku — 15:10, sem frægt varö. Björgvin lék þá mjög vel — gaf ekkert eftir og skoraði þá mjög þýöingamikiö mark (14:9), með þvi að kasta sér inn á linu, eftir sendingu frá Ingólfi Óskars- syni — og skoraði örugglega. Þaö má geta þess til gamans — að Björgvin var boöaður i lands- leikinn á laugardagskvöldi kl. 20.30, en þá var hann á leið i bió með félögum sinum. 18 ára Kópavogsbúi ÓLAFUR H. JÓNSSON... lék sinn fyrsta landsleik 16. nóvem- ber 1968 gegn V-Þjóðverjum i Laugardalshöllinni. Það vakti mikla athygli þegar Ólafur var valinn — og lék hann mjög vel. Ólafur skoraði eitt mark i leikn- um sem V-Þjóðverjar unnu naumt — 22:21. FRAM EflA IIMFS .. í 1. deildina í blakí Völsungar, sem áttu að keppa i 1. deild islandsmótsins i blaki í vetur, hafa tilkynnt, að þeir muni ekki senda lið til keppn- innar. Er þvi einu sæti óráðstafað i 1. deildinni i vetur, og hefur verið ákveöið aö Fram, sem varð I 2. sæti 2. deildar i fyrra og UMFS sem varð i neösta sæti 1. deild- ar, leika um lausa sætið. gk—. Úrslít í blaki í kvöld Úrslitaleikir Reykjavíkur- mótsins I blaki verða háðir I iþróttahúsi Hagaskólans I kvöld og veröur leikið til úrslita bæði I karla- og kvennaflokki. Kvennaleikurinn hefst kl. 18.30 og mætast þar i hreinni úrslitaviðureign 1S og Þróttur, en bæði þessi lið unnu sigur gegn Völsungi i mótinu. Karlaleikurinn hefst kl. 20 og þar mætast erkifjendurnir Þróttur og 1S. Hvorugt liðiö hefur tapað leik til þessa og er þvi um hreinan úrslitaleik að ræöa. rílaraborðinu HALLDÓR GUÐBJÖRNSSON Hann keppti til úrslita gegn Hilmari Jónssyni úr Ármanni og var Ómar öruggur þar, þótt stigin væru jöfn. I þriðja sæti varð ungur og efnilegur júdómaöur úr Ar- manni, Karl Erlingsson, og er greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni, sem á eftir að ná langt. Það eru ekki fá skiptin sem úr- slit leikja i körfuknattleik hér- lendis hafa ráðist af þvl, að alls óvant fólk var uaft i störfum rit- ara og timavarða, cn þaö virðist vera einhver árátta hjá forráða- mönnum félaganna að setja ávallt I þessar ábyrgðarstöður menn, sem ekki kunna þaö.sem þeir eiga að gera. Þetta gerðist i leik Vals og IR i gærkvöldi. Þar kom það fyrir hvað eftir annað, að tlma- vörðurinn gleymdi að setja klukkuna I gang, og svo réðust úrslitin á slðustu sekúndu fram- \^lengingarinnar. Reyndar kom upp „krltiskt” atvik á siðustu sekúndum leiks- ins, en þá var leiktiminn runn- inn út, án þess að tlmavöröurinn gæfi merki. Torfi Magnússon skaut þá af eigin vallarhelmingi og hitti i körfuna en dómarinn dæmdi körfuna ógilda, þótt greinilegt væri, að hann hefði ekki flautað fyrr en eftir aö skotið reið af. En leiktiminn á töflunni var löngu útrunninn. Forráðamenn körfuboltans hreinlega verða að finna ein- hverja leið til úrbóta I þessum efnum._____________________gk-y> - lR-ingar lögöu „Þetta val* mjög gott hjá okkur i iokin og ég er auðvitað ánægður með sigurinn. En þetta var ekki nógu gott hjá okkur að öllu leyti, við áttum ekki að missa forskotið, sem við höfðum i siðari hálfleik”, sagði IR-ingurinn Jón Jörunds- son, eftir að tR hafði sigrað Val með 87 stigum gegn 84 i úrvals- deildinni i körfuknattleik i gær- kvöldi. Þar var um hörkuviðureign að ræða, staðan að venjulegum leik- tima loknum 78:78og þvi þurfti að framlengja leikinn i 5 minútur. Þá virtust Valsmenn vera búnir að gera út um leikinn, þeir kom- ust I 84:80 en IR-ingarnir jöfnuðu 84:84, þegar ein minúta var eftir. Valsmenn misstu boltann, Andy Þórir Magnússon.Valsmaður, var ekki svona kátur eftir leikinn I gærkvöldi enda töpuðu Valsmenn. HALLDÚR VAR DF ÞUNGUR! - og féKK eKKi að Keppa í Tropícanamótinu Júdókappinn Halldór Guðbjörnsson, sem keppti i 71 kg flokki á Ólympiuleikunum i Moskvu i sumar fékk ekki aö taka þátt i fyrsta júdómóti vetrarins um siðustu helgi, en það var Tropicanamótið. Keppni þessi er árleg keppni fyrir menn sem eru 71 kg eða léttari, og mætti Halldór til keppni. En er hann var vigtaöur fyrir keppnina kom i ljós, að hann var of þungur, og mátti hann þvi gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda. Sigurvegari i keppninni að þessu sinni var landsliðsmaður- inn ómar Sigurðsson UMFK og má segja að sigur hans hafi aldrei verið i mikilli hættu. Sígurkarfan kom á síðustu stundu íslandsmelstara vais (körfuknattleik Fleming varöi skot Valsmanna þegar 40sek. voru eftir og IR-ing- arnir spiluðu varlega siðustu sekúndur leiksins. Svo þegar leik- timinn var aö renna út, var bolt- inn gefinn inn á Guðmund Guð- mundsson og hann skoraöi um leið og timinn rann út og fékk auk þess vitaskot sem gaf stig, loka- tölur þvi 87:84 Leikurinn I gærkvöldi var ekki sem best leikinn, mikiö um mis- tök. Leikur Valsmanna var mjög misjafn en þeir léku án Banda- rikjamanns. Bestu menn liðsins voru Jón Steingrimsson og Rik- haröur Hrafnkelsson. IR-liðið var jafnt en þó var Andy Fleming þeirra bestur og átti mjög góðan leik. Þá var Sig- mar Karlsson hress og sömuleiðis Guömundur Guömundsson sem átti góða kafla. Stighæstu leikmenn liöanna voru Andy Fleming með 36, Kol- beinn, Jón Jörundsson og Sigmar með 14 hver fyrir IR, en hjá Val Rikharður 20, Jón 18 og Kristján 13. Valsmenn misstu þrjá menn útaf i leiknum með 5 villur, þá Þ(íri, Jóhannes og Kristján og þeir Torfi og Rikharður léku með 4 villur i framlengingunni. gk-. Sama ruslið á

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.