Vísir - 22.10.1980, Síða 9
Miðvikudagur 22. október 1980.
9
VÍSIR
Um langt árabil hafa
lifskjör almennings
ekkert batnað á
íslandi, þrátt fyrir að
íslendingar hafa einir
ráðið öllum fiskimiðum
sinum. Orökin er al-
kunn, efnahagsleg
óstjórn og verðbólga.
Afleiðingunum finna
menn einnig fyrir í æ
rikari mæli. ísland er
að dragast aftur úr.
Jafnvel í Færeyjum fá
menn meira fyrir strit
sitt en liér á landi
Rikisstjórnum und-
anfarinna 10 ára
hefur ekki aðeins mis-
tekist að ná tökum á
verðbólgunni. Arðsemi
hefðbundinna atvinnu-
greina hefur ótrúlega
litlum breytingum
tekið. Enn minna
hefur verið gert til að
byggja upp nýjar.
Nýting orku
Vanrækslan er mest hvaö
þetta siðarnefnda varöar þvi
islendingar eiga ónotaðan sjóð
orku, sem unnt er aö ganga i til
að bæta lifskjörin verulega. En
menn verða að hafa fyrir þvi aö
teygja sig i sjóðinn.
Orkumál og iðnþróun eru
nátengd. Orkuna þarf að hag-
nýta. Þaö verður ekki gert að
gagni nema með þvi að byggja á
henni atvinnulif. Það segir sig
sjálft að til að hagnýta orku-
lindir þarf orkufrekan iðnaö.
Atvinnugreinar sem litið eöa
ekki nota orku koma hér að litlu
gagni. Andstaöa gegn orku-
frekumiðnaði er andstaða gegn
hagnýtingu islenskra auðlinda,
andstaða gegn bættum lifs-
kjörum i landinu.
Erlent vald
Menn hafa andæft orku-
frekum iðnaöi með þeim rökum
að með uppbyggingu sliks
iðnaðar verði landið selt i
hendur útlendingum. Það er
rétt, aö vonlaust er að
íslendingar geti sjálfir fjár-
magnað það stórátak sem hér er
fyrir höndum i orku og iðnaðar-
málum. Þar þarf að koma til er-
lent fjármagn. Þar þarf einnig
aðkoma til erlend tækniþekking
og visast þarf að koma til sam-
starf við útlendinga um sölu á
afurðum hins orkufreka
iönaðar. Það er til litils barist ef
ekki má selja vöruna.
Tviskinnungur
Það er athyglisvert að and-
stæðingar orkufreks iönaöar
virðast einungis berjast gegn
samstarfi við útlendinga I
iðnaöarmálum, einmitt á þvi
sviöi sem mestra framfara er
að vænta á komandi árum.
Þessir menn hafa ekkert viö þaö
að athuga þótt erlent fjármagn
sé i stórum stil notað til sam-
göngumála, heilbrigðismála og
hitaveitna. Það er aðeins i
iðnaðarmálum sem erlent fjár-
magn verður hættulegt að
þeirra mati. Þeir hafa ekkert
viö erlenda tækniþekkingu aö
athuga í sjávarútvegi og land-
búnaði eöa samgöngum. Hún er
hins vegar skaöleg i orku-
frekum iönaði. Ekkert sjá
þessir menn varhugavert viö að
semja viðútlenda menn, jafnvel
amerikana, um sölu á fiski.
Samstarf um sölu á afuröum
orkufreks iðnaðar steypir hins
vegar sjálfstæði þjóðarinnar I
glötun.
Náttúruvernd
Orkufrekum iönaði hefur enn-
fremur veriö andæft á grund-
velli háttúruverndarsjónar-
miöa. Menn segja að orkufrekur
iðnaður spilli náttúrunni.
Islendingar hafa um langt
skeið átt við tvö megin vanda-
mál varðandi náttúruvernd að
striða. Þessi tvö mál skyggja á
öll önnur að umfangi og stærö.
Hér er aö sjálfsögðu átt við
ofbeit búfjár á gróöurlendi
landsins og ofsókn i fiskistofna.
Ofbeit hafa Islendingar stundaö
neöanmóls
Finnur Torfi Stefáns-
son ræðir um orkumál,
og bendir á að íhalds-
söm öfl i þjóðfélaginu
hafi komið i veg fyrir
eðlilega þróun og fram-
farir á sviði orku og
iðnþróunar. í augum
Finns eru þeir mesta
ihaldið, sem barist
hafa gegn samstarfi
við útlendinga og fjár-
magni frá útlöndum.
i aldaraðir með þeim afleið-
ingum aö mjög hefur gengiö á
gróöurlendi landsins og sums
staöar hefur gróðri veriö gjör-
eytt. Svipaða sögu er aö segja af
fiskistofnum viðstrendur lands-
ins. Afkoma sumra þeirra hefur
oft staðið tæpt fyrir ofsókn, en
öðrum hefur veriö eytt.
Enginn maður kannast við að
andstæöingar orkufreks iönaðar
hafi lýst sérstökum áhyggjum
vegna þessara meginvanda-
mála islenskrar náttúru-
verndar. Ef eitthvaðer þá hafa
þeir heldur verið talsmenn auk-
innar landbúnaðarframleiðslu
og mikillar sóknar. Náttúru-
vernd þeirra takmarkast við
orkufrekan iðnað.
íhaldsstefna
Menn sjá að andstæöingar
orkufreks iönaöar eru alls ekki i
raun andvigir samstarfi við er-
lenda aðila né heldur eru þeir
sérstakir talsmenn náttúru-
verndar. Andstaöan beinist
igegn nýsköpun i íslensku at-
vinnulifi. Það er ótti við
breytingar og framfarir. Slikur
ótti er alkunnur i sögunni og
nefnist i daglegu tali ihalds-
semi. Þessi fhaldsstefna nútim-
ans hefur þegar náð að tefja
verulega framsókn islendinga
til betri lifkjara. Hún mun að
óbreyttu gera enn meira tjón i
nánustu framtlð. Allur almenn-
ingur mun verða fyrir þvi tjóni.
Sérstaklega munu þó finna fyrir
þvi þær þúsundir islendinga
isem á næstu árum koma á
vinnumarkaðinn án þess að geta
fundið sér starf hjá hinum hefð-
bundnu atvinnugreinum.
Ihaldið hefur ráöiö orku og
iönaöarmálum um árabil. Enda
hefur þarnánast veriö um kyrr-
stöðu að ræða. Sumpart eru
ihaldsmenn fangar eigin hug-
mynda. Þeir gera sér auðvitaö
ljóst hvilikt tjón þjoðin' biður af
þvi að láta orkuauölindir sinar
ónotaöar. Gömul ummæli og
yfirlýsingar fyrir kosningar
binda þó hendur þeirra. Með þvi
að vinna þjóðinni þarfaverk
svikja þeir kosningaloforð.
Umburðarlyndi
Hér þyrfti almenningur að
koma til hjálpar. Einkum og sér
i lagi kjósendur ihaldsmanna,
sem finna nú mjög fyrir
rýrnandi kaupmætti og atvinnu-
ástandi. Nauösyn brýtur lög og
nú er nauðsyn. Menn þurfa að
koma þeim boðum áleiðis aö
ekki verði tekið mjög hart á þvi,
þótt vikið veröi svo sem eitt
skref eöa tvö út af beinustu
braut ihaldsstefnunnar.
Ahugamenn um iðnaðarupp-
byggingu þurfa aö taka höndum
saman um að berja ekki i þessi
sár og taka stefnubreytingu
hávaðalaust og þakksamlega.
Siðar þegar ihaldsmenn komast
aftur i stjórnarandstöðu geta
þeir sem hægast tekið gömlu
linuna upp á ný og rætt um vald
útlendra auðhringja og glatað
sjálfsforræöi. Þar meö væru
hlutirnir komnir i eðlilegt horf
og allir gætu veriö ánægöir.
Annað eins hefur nú gerst.
Finnur Torfi Stefánsson
IHALD GEGN ORKU
Atlí Heimir:
Firrur
ograng-
lærslur
I Helgarblaði Visis laugardag-
inn 18. okt. sl. er viðtal við
Magnús Kjartansson, tónlistar-
mann. Þar eru höfð eftir honum
ummæli um Tónskáldafélag Is-
lands og STEF. Eru þau full af
firrum og rangfærslum sem ég
vildi leiðrétta.
1. Magnús segir: ,,STEF er stof-
un Tónskáldaíélagsins og það
sniöur allar reglur eftir sinum
þörfum”. Þessi staðhæfing er
röng. STEF stafar á sama
grundvelli og sambærilegar
stofnanir i öðrum löndum, eftir
þeim reglum sem ákveðnar
eru af CICAC-alþjóðsambandi
höfundaréttarfélaga.
2. Enn segir Magnús: ”Og tón-
skáldafélagið á sina tryggu
fylgismenn i hljóðvarpinu.”
Þetta er út i hött. Einn meðlim-
ur Tónskáldafélagsins starfar
r eru þeir farand
m verst erfarid t
viö útvarpiö: Askell Másson.
Samstarf Tónskáldafélagsins
og útvarpsins hefur verið mjög
stirt undanfarin ár og kennum
við Þorsteini Hannessyni, tón-
listarstjóra þar um. Raunar
eiga verk poppara auðveldrara
uppdráttar i útvarpinu heldur
en verk alvarlegra tónskálda.
Dagskráin sannar það.
3. Þá segir Magnús: „STEF og
um leið Tósnkáldafélagið fær
nefnilega 50% af öllum STEF-
gjöldum sem útvarpið greiöir
fyrir flutning á erlendri tónlist,
Þannig er það hagur STEF aö
sem mest sé flutt af erlendri
tónlist. Og um leið eru STEF-
gjöld flutt úr landi”.
Þetta er ekki rétt.
Tónskáldafélagið fær engar
tekjur af erlendri tónlist. STEF
gætir hagsmuna 650 rétthafa og
hagur þess er sá að sem mest
sé flutt af tónlist hérlendis.
Tónskáldafélagiö hefur ávallt
barist fyrir stórauknum flutn-
ingi islenskrar tónlistar i út-
varpinu.
4. Og loks segir Magnús: ,,... viö
bindum miklar vonir við SATT.
Það er þó hrikalegt til þess að
hugsa að likast til veröum við
að biða eftir þvi að vissir menn
hrökkvi upp af áður en nokkuö
getur gerst”.
Þessi setning skýrir sig sjálf.
Hún sýnir aðeins ofstækisfullan
málflutning Magnúsar.
Að lokum: Tónskáldafélagið
hefur um áratuga skeiö barist
fyrir réttindum tónhöfunda hér
á landi. Þess njóta popparar nú,
án þess að hafa lagt nokkuð af
mörkum sjálfir. Höfundar-
greiðslur til poppara eru sam-
bærilegar við það sem gerist i
nágrannalöndum okkar. Það er
árangur af starfi Tónskálda-
félagsins. Vissulega þarf að auka
og tryggja betur réttindi tónhöf-
unda og þaö er sifellt verið að
vinna að þvi. En málflutningur
Magnúsar, sem ber vitni um
óskiljanlega fáfræði, gerir ekkert
annað en að spilla fyrir góðum
málstað og torvelda samvinnu
meölima SATT og Tónskálda-
félagsins sem vissulega hafa
sameiginlegra hagsmuna aö
gæta.
f.h. Tónskáldafélags Islands,
Atli Heimir Sveinsson,
form:‘^ur.