Vísir - 22.10.1980, Síða 11
Miðvikudagur 22. október 198».
vísm
n
- segir Pétur Már
„Sambæri-
legur
áfangi
fyrir okkur
og opnun
Múlaveg-
arins var”
Jónsson. bæjar-
stjöri í ólafsflrði
„Ég vona að Ólafsfirðingar
kunni að meta þá samgöngubót
sem áætlunarfiugið er, og ég tel
sambærilegan áfanga fyrir okk-
ur og opnun Múlavegarins á sin-
um tima”, sagði Pétur Már
Jónsson, bæjarstjóri i ólafsfiröi
i samtali viö Visi, eftir að fyrsta
áætlunarferö Flugfélags
Norðurlands hafði verið farin.
„Við erum einnig ánægðir
Fjölmargir ólafsfirðingar tóku á móti fyrstu
með að Flugfélagi Norðurlands
hefur verið falið að þjóna Ólafs-
firðingum, þar var farið að okk-
ar óskum”, sagði Pétur enn-
fremur. „Þar með erum við þó
engan veginn að gera litið úr
Arnarflugi. Það félag ætlaði
hins vegar eingöngu að fljúga
leiöina Reykjavik — Ólafs-
fjörður, en Flugfélag Norður-
lands tengir okkur einnig við
Akureyri. Það riður baggamun-
áætlunarvélinni.
inn i afstöðu okkar.
Ég á von á að það taki Ólafs-
firðinga nokkurn tima að átta
sig á þessum ferðamöguleika.
En ég er sannfærður um að það
kemur og ég óska Flugfélagi
Norðurlands velfarnaðar á
þessari flugleið sem öðrum.
Ólafsfirðingum óska ég til ham-
ingju með þessa miklu sam-
göngubót”, sagði Pétur Már i
lok samtalsins. G.S.
Flugskvlið var brennt daglnn
áður en áætlunarflugið héfsll
Það var tekið vel á móti
flugvél Flugfélags Norðurlands,
þegar hún lenti á Ólafsfjarðar-
flugvelli i fyrstu áætlunarferð
félagsins til Ólafsfjarðar um
hádegisl. mánudag. Fjölmargir
Ólafsfirðingar tóku á móti vél-
inni á flugvellinum og var þeim
sem vildu boðið i útsýnisflug.
Gerði það mikla lukku, sér i lagi
hjá yngri kynslóðinni.
Flugvöllurinn f Ólafsfiröi er
góöur, að sögn Torfa Gunn-
laugssonar, flugmanns, flugum-
feröarstjóra og stjórnarfor-
manns hjá Flugfélagi Noröur-
lands hf., en hann flaug
„Otternum” fyrstu áætlunar-
ferðina ásamt Siguröi. Sagði
Torfi að það eina sem þyrfti að
gera, væri að ýta
snjóruðningnum út, þannig að
minna skæfi á völlinn og vatn
stæði ekki upp á honum þegar
hlánaöi. Einnig vantar flugskýli
fyrir farþega. Það datt út úr
Pétri Má, bæjarstjóra þegar
menn voru að berja sér til hita á
Ólafsfjarðarflugvelli á
manudaginn, aö hann yröi nú að
viðurkenna að hafa látið brenna
flugskýliö daginn áður. Urðu
menn hvumsa við i fyrstu, en
hresstust eftir aö Pétur
uipplýsti, að um aflóga skúr var
að ræða sem notaður var þegar
flogið var á sjóflugvélum til
Ólafsfjarðar fyrir rúmum 30
árum.
— G.S.
„Fllúgum nmm sinnum I vlku”
- „iafnvei bó ekki verði nema einn farbegi” segir Sigurður
Aðalsteínsson, framkvæmdastjóri Flugféiags Norðurlands
„Við ætlum að fljúga á þess-
ari áætlun fimm sinnum i viku,
þ.e. alla virka daga, jafnvel þó
ekki verði nema einn farþegi”,
sagði Sigurður Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri Flugfélags
Noröurlands hf„ sem f gær flaug
sina fyrstu áætlunarferð milli
Akureyrar og Ólafsfjarðar.
Við förum frá Akureyri kl.
hálf tólf, frá ólafsfirði kl. tólf og
áætlum að koma til Reykjavik-
ur kl. eitt. Þaðan förum við aft-
ur kl. hálf tvö, komum til ólafs-
fjarðar kl. hálf þrjú og Akureyr-
ar hálftima siðar. Þá geta far-
þegar frá Ólafsfirði náð i
áætlunarvél Flugleiða til
Reykjavikur, sem fer kl. hálf
fjögur. Þannig hafa Ólafs-
firðingar fengið möguleika á
flugferðum til Reykjavikur tvis-
var á dag”, sagði Sigurður.
Attu von á að þessi áætlunar-
leið standi undir sér?
,,Við gerum okkur fulla grein
fyrir þvi, að það tekur einhvern
tima að vinna þessa leið upp,
sennilega ár eða- meira”,
svaraði Sigurður. „Það tekur
sinn tima'fyrir Ólafsfirðinga að
átta sig á þessum möguleika og
ef til vill hafa einhverjir þeirra
vantrú á litlum flugvélum, þó
reynslan hafi sýnt að slikt er
ástæðulaust. En þetta kemur,
ég trúi ekki öðru. Það var til
dæmis enginn farþegi til
Reykjavikur i dag, en þegar
hafa tveir farþegar bókað sig á
morgun, þannig að þetta er i
áttina”, sagði Sigurður.
Tekur Flugfélag
Norðurlands upp
„strætóferðir” um
Eyjafjörð?
Næst var Sigurður spurður
um aðra staði við Eyjafjörð,
hvort á döfinni væri að þétta
áætlunarnet félagsins enn frek-
ar en orðið er?
„Það eru engari nýjungar á
döfinni alveg á næstunni, en við
höfum ekki gleymt þéttbýlis-
stöðunum hér i Firðinum,
hvenærsem þeir koma svo inn i
myndina”, svaraði Sigurður.
„Sú hugmynd hefur verið rædd,
að taka inn i áætlunina hring-
ferðir um fjörðinn tvisvar á dag,
við getum nefnd Dalvik, Ólafs-
fjörð, Hrisey og Grenivik i þessu
sambandi. Þetta yrði þá
nokkurskonar „strætisvagna-
ferðir”. 1 svona flug væri best
aðnota vélar likar „Otternum”,
sem eru hægfleygar en geta
flogið við erfiö skilyrði, bæði
hvað varðar flugbrautir og
veðurfar. Ég reikna með að
„Otterinn” sé óþarflega stór, en
þá er að finna minni vélar með
lika eiginleika”, sagði Sigurður
i lok samtalsins.
Fargjaldið frá Ólafsfirði til
Reykjavikur kostar kr. 29.550,
en til Akureyrar kr. 10.550.
G.S.
„Var flugvelk alla leiðlna
segir Pórgunnur Rðgnvaldsdóttir um flugferð fyrir 32 árum síðan
. „Það er best ég komi meö i
þessa fyrstu áætlunarferð til
Akureyrar, til að reyna þessa
þjónustu, þannig að ég hafi ein-
hverja hugmynd um hvað ég er
að bióða fólki”, sagði Þór-
gunnur Rögnvaldsdóttir, um-
boðsmaður Flugfélags Noröur-
lands i ólafsfirði, um leið og hún
vatt sér upp i flugvéi félagsins á
Ólafsfjarðarflugvelli.
„Ég hef aöeins einu sinni flog-
ið þessa leið áöur”, sagði Þór-
gunnur i samtali Við Visi þegar
vélin var komin i loftiö. „Þaö
var að ég held fyrir 32 árum,
þegar ég var 12 ára gömul. Þá
flaug ég með Gruman flugbát,
sem hélt uppi áætlun til
Ólafsfjarðar eitt sumar, að ég
held á vegum Flugfélags Is-
lands. Mér er það minnis-
stæðast úr þessari ferð, hvað ég
var flugveik alveg frá þvi að
vélin sleppti ólafsfjarðarvatni
og þar til hún lenti á Pollinum á
Akureyri. Ég man samt ekki til
þess að vélin léti illa, en ég var
bara þannig sem barn, aö ég
varð veik með hvaða fárartæki
sem var”, sagöi Þórgunnur.
En þetta hefur elst af Þór-
gunni, þvi hvorki hún néö aðrir
farþegar urðu veikir i fyrsta
áætlunarflugi Flugfélags
Norðurlands til Ólafsfjarðar.
— G.S.
Til sölu
er þessi gullfallegi
PEUGEOT 504 GL SJÁLFSK.
ÁRG. 1978
Bifreiðin er tii sýnis hjá
BÍLASÖLU GUÐFINNS simi 81588
og á kvöidin i sima 41438
Okkur vantar
umboðsmann
w
i
SANDGERÐI
Upplýsingar
í síma 86611 8- 28383
Athygli skal vakin á því að símnotendur# sem
auglýstu í símaskrá 1980/ hafa forgang aðeins
til 1. nóvember 1980 að sambærilegri staðsetn-
ingu fyrir auglýsingar sínar
/ Símaskrá 1981
Nánari upplýsingar i síma 29140.
Símaskrá — Auglýsingar
Pósthólf 311 — 121 Reykjavik.
Vissir þú að
ejoe|K»cil'>o!íii''»
býður mesta
úrvai ungiinga-
húsgagna
á lægsta verði
og á hagkvæm-
ustu afborgunar
kjörunum?
Bíldshöföa 20, Reykjavik
Simar: 81410 og 81199