Vísir - 22.10.1980, Qupperneq 15
Miðvikudagur 22. október 1980,
15
VISIR
,,Þetta er bylting
99
— segir Villi rakari um nýja hártoppa, sem eru komnir á markaröinn
Keith S. Forshaw setur toppinn á Trendman Charlie og Villi rakari
fylgist meö. (Visismyndir: Ella)
„Það má segja að þetta sé hár-
toppabylting en til skamms tima
gátu aðeins kvikmyndastjörnur
og aörir auðkýfingar leyft sér
þennan munað en nú er þetta orð-
ið almenningseign”, — sagöi Villi
rakari, er við litum inn á stofuna
hjá honum á mánudaginn. Hjá
honum á stofunni var Keith S.
Forshaw, framkvæmdastjóri
breska fyrirtækisins Trendman
sem framleiðir hártoppana sem
hér um ræðir, og var hann hér til
að kynna þessa nýjung
„Þetta er Trendman Charlie og
þetta er i fyrsta skipti sem hann
kemur til tslands”, — sagöi For-
shaw, og sneri sér að likani af
mannshöfði með skalla. Siðan var
hártoppurinn settur á Charlie,
sem virtist yngjast við það um
a.m.k. tuttugu ár. — „Nýjungarn-
ar eru fólgnar i botninum sem er
úr hárfinu neti sem sést ekki þeg-
ar horft er ofan i höfuðið”, —
sagöi Forshaw ennfremur. „Það
er einnig nýjung, að viö festum
Hægt er að þvo hártoppinn og
höfuðiö um leiö.
toppinum meö þvl, aö vangahárin
eru dregin I gegnum botninn á
toppnum þannig að hann situr
alveg fastur, sama á hverju dyn-
ur. Hin stormasama islenska
veðrátta er ef til vill besti próf-
steinninn á þaö hvernig þessi
festing reynist.
Annars höfum viö reynt þetta á
kvikmyndastjörnum meö góðum
árangri og meöal annarra sem
hafa verið viöskiptavinir okkar
eru Burt Reynolds, Sean Connery
og John Wayne en þeir hafa geng-
ið i gegnum ýmsar sviptingar svo
sem slagsmál og sundspretti án
þess að toppurinn haggaðist.
Það er annað, sem einnig má
benda á, að um leið og þú þværö
toppinn þá gerir netið það að
verkum, að þú þværö höfuðið um
leiö þannig að kostirnir eru ótvi-
ræðir,” — sagöi Keith S. Forshaw
sem nú býður þessa þjónustu fyr-
ir Islenska karlmenn sem eiga við
vaxandi hárlos að striða.
Burt Reynolds var sá fyrsti sem
reyndi þessa gerð af hártoppum
með góðum árangri.
„Hún á afmælifdag’
mælisbarninu.
- náttfatahópurinn tekur lagið til heiðurs af-
Hér er veriö að skera afmælistertuna og móðir Bergljótar, Sigríður
Eyþórsdóttir, framkvæmir þá athöfn, en hún var að sjálfsögðu einn-
ig I náttfötum. (Visismyndir: Ella)
Sérkennileg afmælisveisla:
tirnir mættu á náttfötunum!
„Eg var að máta náttföt ein-
hverntima I sumar þegar mér
datt allt i einu 1 hug, að láta atla
koma I náttfötum i afmæliö
mitt”, — sagði Bergljót Arnalds
á Asvallagötunni en hún hélt
upp á tólf ára afmælið sitt á
föstudagskvöldiö I náttfötunum.
En Bergljót var ekki ein i
náttfötum þetta kvöld þvi allir
boðsgestir komu i náttfötunum
sinum og reyndar var það skil-
yröi fyrir inngöngu i veisluna.
Þar voru nitján boðsgestir,
fiestir bekkjarfélagar Bergfjót-
ar úr tólf ára bekk i Melaskóla.
Bergljót sagöi að þetta fyrir-
komulag á afmælinu hefði
heppnast vel og meðal annars
fóru krakkarnir út f náttfötun-
um og hlupu niöur Asvallagöt-
una, vegfarendum til mikillar
undrunar. Meöfylgjandi myndir
tók Ella, ljósmyndari Visis I
náttfaraafmælinu á föstudags-
kvöldið.
Magaverkur
Liza Minelli, hin 34
ara gamla superstjarna
fékk magakveisu hér á
dögunum og gat ómögu-
lega skiliö af hverju
verkurinn stafaði. Þeg
ar farið var að athuga
malið, kom i Ijós, aö
leikkonan var með
barni. Faðirinn mun
vera hinn þritugi
sambýlismaður hennar,
Marc Gero en þau hafa
aður gert tilraun til að
eignast barn sem endaði
með fósturláti. Þegar
það gerðist, varð Liza
svo yfirkomin af sorg,
að hún kastaði sér ut i
vodkadrykkju. Hún er
nu komin yfir þá erfið-
leika, og reynir aftur
sem verðandi móðir...
Sannanir
Þúsundir
hringdu daglega
Þaö varð uppi fótur og fit hér á
dögunum er þaö kvisaðist út, að
Randy Jackson yngsti meðlimur
The Jacksons, hefði lent i bilslysi
og að sögn forráöamanna sjúkra-
hússins, sem hann var lagöur
inná, bárust um 5000 simtöl á dag
þar sem spurt var um liðan hinn-
ar ungu rokkstjörnu. Aödáendur
þeirra bræðra linntu ekki látun-
um fyrr en Randy haföi efnt til
blaöamannafundar á sjúkrabeöi
sinu þar sem hann tilkynnti aö
heilsan væri að komast i lag og er
meðfylgjandi mynd tekin viö þaö
tækifæri.
Annars er það nýjasta af
bræðrunum að frétta aö Michael
Jackson náði þeim góða árangri
að selja plötu sina Off the Wall i
sex milljónum eintaka og núna
fyrir nokkrum dögum kom út
plata bræðranna sem ber heitið
Triumph. Hefur hún hlotiö góðar
viðtökur erlendis og er taliö aö
hún muni fylgja fast á eftir sóló-
plötu Michaels hvað vinsældir
snertir. Plata þessi er komin I
verslanir hér heima.
Randy efndi til blaðamannafund-
ar til að róa aðdáendur sina sem
hringdu þúsundum saman á
sjúkrahúsið til að spyrja um liðan
hans.
Ljóshærða fegurðar-
dísin Zsa Zsa Gabor hef-
ur nú verið í umferð i
nokkra áratugi og vekur
jafnan athygli. Sterkur
orðrómur hefur verið á
kreiki um að hún hafi
nýlega látið lyfta á sér
andlitinu og hefur þetta
valdið mikilli reiði hjá
henni og vinum hennar.
Zsa Zsa hefur nú látið
þau boð út ganga, að
hver sá sem geti sannað
að hún hafi fengið sér
andlitslyftingu fái
greidda eina milljón
dollara i reiðufé...