Vísir - 22.10.1980, Síða 23

Vísir - 22.10.1980, Síða 23
23 Miðvikudagur 22. okt ii i— II VISIR Hæ krakkar: 'Það var aldeilis fjör hjá mér á 'sunnudaginn var. Þegar viö komum I há- 'deginu út á Hótel Loftleiðir voru tuttugu litl-^ 'ar flugvélar úti á brautinni og eigendur þeirral f leyfðu mér og krökkunum að skoða þær og setjast upp| i þær. Svo voru tvær stórar vélar frá Fiugleiðum og ^Arnarflugi meö áhöfnum fr» hvoru-félagi sem sýndu j ^okkur vélarnar og svöruðu öllum mögulegum kSpurningum um flug og störf flugliða. n Inni á göngum hóteisins var flugmódelsýning og .þegar við vorum búin að borða og skoða 'þetta allt fórum við i allskonar leiki og fskóiahljómsveit Laugarnesskóla spiiaöi Ifyrir okkur. Og svo bauð ég auðvitað öllur [ krökkunum I bió á eftir eins og venjulega.^ Ég vona að ég sjái sem flesta ykkar næsta sunnudag. — Bless á meðan — Gosi! GOSA- KLÚBB URINN Gosagetraunin — á sunnudaginn kemur á Hótel Loftleiðum Skólahljómsveit Laugarnesskóla skemmti krökkunum við góðar undirtektir. Nú hafa okkur borist svör við Verölaunin aö þessu sinni getrauninni i siðasta þætti par veröa bok frá Iðunni. sem spurt var um hver p b'bá Gosa væri. Svarið var auðvitaö: Láki tréskurðarmaöur og verður dregiö úr réttum lausn- um á Hótel Loftleiðum næsta sunnudag. Næsta spurning er: Hvað heitir kötturinn hans Láka? Svarið sendiö þiö hingað i þáttinn og utanáskriftin er: Gosaklúbburinn VIsi Siðumúla 14, Reykjavik. Næsta sunnudag verður einnig mikið um að vera hjá Gosa á Hótel Loftleiðum þvi þá munu skógræktarmenn verða með sýningu á göngum hótels- ins og dagurinn verður helgaður ári trésins. Krakkar úr Kárs- nesskólanum i Kópavogi flytja ljóðaþátt með leikrænu ivafi vegna árs trésins. Gosi verður svo auðvitað potturinn og pannan i alls konar leikjum sem fariö verður i og i lokin býður hann öllum i bió. En það er eitt enn sem Gosi ætlar að prófa á sunnudaginn og það er að reyna að fá alla meö sér i sundlaugina sem er i hótel- inu. Það er þvi rétt aö minna alla kraikka og foreldra sem ætla að koma á, að taka með sér sundföt þvi það getur orðiö heil- mikið fjör i lauginni. 1. Farið veröur I alls konar leiki eins og ailtaf á sunnudagsskemmt- unum með Gosa. (Visismynd:B.G.) Allir í sund með Gosa Rjúpnaveiðin og veiðibðnnin: Hvaö segja landeigendur og veiðimenn? • Neðan málsgrem eftír Hákon Sigurgrímsson um landbúnaðar- stefnuna: Framleiðslu- stjórn er allra hagur Ekki má svo gleyma Mannlífinu i heilii opnu, Fjölskyldunni og Heímilínu, viðtali dagsíns.sandkornínu sívínsæia og öliu hinu efninu... VÍSIR Á MORGUN - Stærra og oetra mað Merkur stjórnmálamaöur látinn Þeir hverfa óðum af sjónar- sviðinu stjórnmálamennirnir, sem settu svipmót sitt á þjóð- málin á þriðja, fjórða og fimmta tug aldarinnar. Einn þeirra manna var Stefán Jóhann Stefánsson, sem nú er látinn á niræöisaldri. Stefán Jóhann gegndi forustu i Alþýðuflokkn- um um nokkrun tima, var alla tið áhrifamaður innan f lokksins, sat lengi á Alþingi og gegndi ráðherraembættum fyrir flokk- inn, m.a. var hann forsætisráö- herra um skeiö, I afturkippnum mikla, sem varðhérá landi eftir hernámsárin og eftir að inni- stæðum landsinshafðiveriö eytt i einhliða atvinnuuppbyggingu. Þaðkom þvi á Stefán Jóhannað axla byröar andúðar og at- vinnuleysis, meðan hann gegndi embætti forsætisráöherra, og þá helst frá þeim sem höfðu unnið manna mest aö þvi að eyöa fjár- munum landsins árin á undan án nokkurra skipulegra stefnu- miða. Stefán Jóhann brást vel viö þessari ábyrgð og le't sér fátt finnast um ofstækisfullan áróö- ur andstæðinga. Það var ekki fyrr en hans eigin flokksmenn snerust gegn honum sem for- manni flokksins, að honum mun hafa fundist að andróöurinn væri farinn að ganga nokkuö langt, fyrst flokksbræður voru farnir að trúa honum. En slik dæmi höfum við frá öllum tim- um. Stefán Jóhann skrifaði ævi- minningar sinar i tveimur bind- um og lýstu þær hógværð og kurteisi höfundar sins vel. Um þaö leyti, sem þær komu út, höfðu menn á orði aö ástæðu- laust hefði veriö fyrir Stefán aö fara svo gætilega i sakirnar, sem raun bar vitni um, en land- ið er ekki fjölmennt, og hefur það oftar en einu sinni brugiðiö tunguhafti á minningamenn. Stefán Jóhann sat m.a. i þjóð- stjórninni frá 1939-42, og fór þá m.a. með utanrikismál. Þá gengu mjög erfiðir timar yfir landiðeinkum á vettvangi utan- rikismála, þegar Þjóðverjar sóttu m.a. á um að hafa hér lendingaraðstöðu fyrir flugvél- ar. Þaö lentí að mestu á Her- manni Jónassyni, forsætisráð- herra, aö bjarga okkur frá slik- um nytjum Þjóðverja af land- inu, en frajn að þeim tima höfðu nasistar stundað hér umfangs- miklar njósnir, eins og skjalfest er m.a. i bókinni „Duel in the Northlands”, sem rituö var skömmu eftir striöið. Þótt ljóst séað Hermann Jónasson hrundi þeirri vá frá, sem þá var fyrir dyrum, liggur I augum uppi að hann hefurhaft samhenta stjórn að baki og samvinnugóðan utanrikisráöherra. Munu þeir báðir, Hermann Jónasson og Stefán Jóhanns hafa mikinn sögulegan sóma af framkomu sinni i erfiöu millirikjamáli við herra, sem stærri og meiri þjóð- ie flúpuðu fyrir. Þegar Stefán Jóhann varö forsætisráöherra árið 1947 og myndaði stjórnina, sem slðan hefur veriö við hann kennd og kölluö Stefania, voru ástæður okkar næsta hryggilegar i at- vinnulegu tilliti. Allir sjóöir voru eyddir, og engin plön uppi um, hvernig bæri að bæta úr ástandinu. Menn óttuðust I fullri alvöru, aö viö værum aftur aö lenda i sama farinu og fyrir striö, eftir mikla hernámstíö, þegar landsmenn sáu I fyrsta sinn umtalsveröa peninga. Við þessar aöstæður var mjög erfitt að stjórna. Kommúnistar höfðu eflst aö mun á striðsárun- um vegna hins sameiginlega átaks bandamanna við aö sigra hættulegan óvin, og menn gættu þess ekki sem skyldi, að engar sættir var í raun hægt við þá að gera. Engu að siður fengu þeir að hafa puttana i ráðstöfunum nýsköpunar, en það var ein- mitt arfur hennar, sem Stefán Jóhann tók við. Þrátt fyrir allt varö stjórn hans farsæl og gerði þaö sem hún gat til að létta landsmönnum biðina eftir betri tið. Kommúnistar freistuöu þess að eyðileggja Stefán Jóhann pólitiskt, en það tókst ekki nema aö nokkru leyti, og þá ekki fyrr en kratar sjálfir fóru að trúa óhróðrinum. Þeir hafa fyrir löngu áttað sig á þvf hvaða mann þeiráttu i Stefáni Jóhanni og er það vel. Seinna varö hann sendiherra i Danmörku og vfö- ar, en í Danmörku átti hann vin- um að mæta, og mun vera hans þar ekkihafa átt svo Iftinn þátt í þvi hver farsællega leystist aö fá handritinheim.SU saga hefur raunar ekki veriö rituö. Nú eru aðeins þrir eftir af þeim mönnum, sem um miðja þessa öld voru áhrifamenn f stjórnmálum, misjafnlega miklir þó, og má fyrstan telja Eystein Jónsson, en auk hans skulu nefndir Hannibal Valdi- marsson og Ingólfur Jónsson. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.