Vísir


Vísir - 30.10.1980, Qupperneq 2

Vísir - 30.10.1980, Qupperneq 2
,2 Myndi þig langa til aö salta síld? Ragnheiöur Gústafsdóttir smá- auglýsingastjóri: „Nei, ég myndi byrja á þvi aö skera af mér puttana ég er svo klaufsk. Anna Maria Bjarnadóttir skrif- stofumær: „Já bara til aö græöa peninga ég hef svo gaman af aö telja þá”. Magdalena Gestsdóttir útburöar- stjóri: „Já ef hún kemur hingaö til Reykjavlkur, ég myndi alls ekki nenna út á land eftir henni” Þo rbjörg Gestsdóttir skrifstofumær: „Nei ég kann þaö ekki og get ekki lært þaö”. Jón Sigurösson, forstööumaöur hönnunardeildar auglýsinga- deildar Páls Stefánssonar: „Ég salta eingöngu vandamál og hef yfir aö ráöa mikilli kunnáttu á þvi sviöi sem öörum”. Fimmtudagur 30. október 1980 íDróttamaður I Margfaldur melstari "VI í goifl og á skíðum „Ég er auðvitað mjög ánægð með kjörið en satt að segja átti ég ekki von á þessu”, sagði Steinunn Sæmundsdóttir sem i fyrrakvöld var kjörin „íþróttamaður Reykjavikur 1980” og fékk afhentan veglegan verðlaunabikar í hófi sem Reykjavikurborg hélt i Höfða. Steinunn er fædd 28. növember 1960 og veröur þvi tvitug I næsta mánuöi. Hún er dóttir hjönanna Sæmundar óskarssonar fyrrver- andi formanns Skiöasambands lslands og konu hans Agústu Arn- grimsdóttur og er fjóröa i rööinni af fimm systkinum. „Ég var niu ára þegar ég byrjaöi aö fara á skiöi og ellefu ára þegar ég keppti i fyrsta skipti”, segir Steinunn sem hefur fjórtán sinnum oröiö Islands- meistari á skiöum auk þess sem hún er margfaldur unglinga- meistari og Reykjavikurmeist- ari. Hún hefur tvivegis keppt á Olympíuleikum fyrir Islands hönd, 1976 i Innsbruck og i janúar á þessu ári i Lake Placid i Banda- rikjunum. Og svo i golfið Steinunn er ekki viö eina f jölina felld i iþróttunum, því hún hefur einnig náö mjög góöum árangri i golfinu. ,,Ég byrjaöi I golfinu 1977 og æföi þá i tvománuöi. Siöan sleppti ég þvi alveg 1978 en tvö siöustu sumrin hef ég stundaö golfiö” segir Steinunn, og árangurinn hefur ekki látiö á sér standa. HUn varö íslandsmeistari stúlkna 1979 og 1980 og 1979 sigraöi hún einnig f 1. flokki kvenna á Islandsmótinu. Þá varö hún Reykjavikurmeistari kvenna s.l. sumar. Hestamennska” Steinunn hefur mikinn áhuga á hestamennsku. Hún á þó ekki hest sjálf, en afi hennar sér um þaö og á hestum hans riöur hún oft út og segist hafa mjög gaman af þvi. Um fleiri áhugamál hefur ekki veriö aö ræöa þvi golfiö og skiöin hafa tekiö svo mikinn tima. 1 vetur er Steinunn i mennta- skóla og mun ekki gefa kost á sér I landsliöið, skólabækurnar hafa forgang en hún sagðist aö sjálf- sögöu myndu fara á skiöi þegar tækifæri gæfist. Steinunn er trú- lofuö Birgi Viöari Halldórssyni. gk-. Steinunn Sæmundsdóttir „iþróttamaöur Reykjavikur 1980” veitir hér viötöku verölaunabikarnum úr hendi (Jlfars Þórðarsonar formanns tþróttabandalags Reykjavikur. Visismynd: Friöþjófur Laxness sló Sigmar út af iaginu. Skáldið og Sigmar B. Halldór Laxness er stundum skjótur til svara og á hægt meö aö koma fréttamönnum I klfpu þegar þeir bera upp spurningar f fljótræöi. Sigmar B. Hauksson ræddi viö Halldór Lax- ness 1 útvarpinu f fyrra- kvöld um nýjustu bók skóldsins, Grikklandsár- iö. —• Þú kynhtist ýmsum þekktum mönnum á þess- um árum, meöal annars Jóhanni Sigurjónssyni? sagöí Sigmar og skáldiö svaraöi aö bragöi: — Já, ég kynntist hon- um þannig aö ég honum til grafar. Ekki var meira minnsi á Jóhann Sigurjónsson, en eflaust hefur Sigmar ætlaö aö spyrja um Jó- hann Jónsson, en vin- skapur var meö honum og Laxness Ölalur flytur ólafur Ragnar Grims- son flutti fyrir nokkrum árum úr blokk i Reykja- vik og vestur á Sel- tjarnarnes. Ari scinna mætti hann fyrrverandi nágranna sinum á götu og scgir hreykinn: — Nú bý ég f miklu betra hverfi. — Þaö geri ég lika — eftiraö þú fluttir. svaraöi hinn. íafið fyrir Fluglelðum Alþýöubandalagsmenn hafa greinilega oröiöþess varir aö sjónarmiö þeirra I Flugleiöamálinu eiga ekki upp á pallboröiö meöal almennings. Er nú gripiö til hinna furöuleg- ustu röksemda til aö af- saka þá töf sem oröin er á afgreiöslu þingsins á aö- stoö viö Flugleiöir. t Þjóðviljanum i gær er þvi haldið fram aö þaö séu sjálfstæðismenn sem teföu afgreiöslu málsins frá efri deild. Þegar um- ræöum tauk á mánudags- kvöldiö hafi nefnilega einn sjálf stæöism aöur veriö enn á mælenda- skrá! Þaö er auðvitaö slæmt aö stjórnarandstæöingar skuli enn hafa málfrelsi á Alþingi og geta gert at- hugasemdir viö margra klukkustundalangar ræö- ur ólafs Ragnars Gríms- sonar og félaga sem snú- ast fyrst og fremst um þaö aö sverta stjórnendur Flugleiöa. Elnvfgl I slónvarpi Forsetakosningar fara fram i Bandarikjunum á þriöjudaginn og eins og áöur mun allur heimurinn fylgjast af athygli meö úrslitum þeirra. Sjónvarpiö hér mun fá til sý-ningar einvlgi Cart- ers og Reagans frá sjon- varpsstöö vestra og mun ætlunin aö sýna þaö á mánudagskvöldiö. Er ekki vafi á aö margir hafi hug á aö fylgjast meö þessu sjónvarpseinvlgi frambjóöendanna enda getur þaö hafa ráöiö úr- slitum i baráttunni um hylli kjósenda vestra. Brækur með elnkarétti Ahugamönnum um nærbrækur er bent á þessa auglýsingu sem birtist I Lögbirtinga- blaöinu á dögunum og geta þeir sem vilja gert sér ferö I iönaöarráöu- neytiö til aö kynna sér þá nýjung sem hér er á feröinni. Bubbi skráöur utangarös. Bubbl er orðlnn h/f Bubbi Morthens og féiagar hafa nú stofnaö fvrirtækiö Utangarös- ráenn h.f. og tilkynnt Lögbirtingablað Hinn 6. ágúst 1980 sótti Seun Yung Chung, 1102, Shinrim 8-dong, Kawanak- ku, Seoul, Koreu um einkaleyfi hér á landi á karlmannsnærbuxum. Umsóknin, nr. 2575, er til sýnis í ráðu- Sæmundur blaöamaöur skrifar stofnun þess I Lögbirting. Er tilgangur félagsins rekstur hljóms veitar, kaup og sala á hljóöfær- um, rekstur bifreiöar og skyld starfsemi. Stjórnarformaöur er As- björn K. Morthens (Bubbi) og afgangur hljómsveitarinnar gegna . svo störfum ritara, gjald- kera og meöstjdrnenda. Framkvæmdastjóri er Daniel Pollock. Hvernig væri nú aö hin- ir eiginlegu utangarös- menn borgarinnar stofn- uöu meö sér hlutafélag. Tilgangur þess gæti veriö sameiginleg innkaup og barátta fyrir rýmkun á opnunartlma apóteka. Bubbi & Co gætu þá breytt nafni sins fyrir- tækis f Heygaröshorniö h.f. enda eru þeir alltaf viö sama heygaröshorniö i lögum sinum.. Hroðaleg tilhugsun Þaö var þögn viö matarboröiö þar til Óli litli sagöi skyndilega upp úr eins manns hljóöi: — Ég ætla ekki aö veröa skurölæknir þegar ég verö stdr. — Hvers vegna ekki, væni minn? — Þeir eru alltaf aö þvo sér um hendumar. |

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.