Vísir - 30.10.1980, Page 3

Vísir - 30.10.1980, Page 3
Fimmtudagur 30. október 1980 VÍSIR 3 Karvel Pálmason hefur unnið sig upp I gegnum verkalýftshreyfing- una, en samt..... Linurnar varðandi yfirstand- andi forsetakjör hjá Alþýðusam- bandinueru nii farnar aðskýrast, og virðist flest benda til þess, að Ásmundur Stefánsson nái kjöri f það embætti. Kemur þar tvennt til: 1 fyrsta lagi er orðið nokkuð Ijóst, að hann kemur til með að njóta stuðnings mikils meirihluta stjórnarsinna á Alþýðusam- bandsþinginu, og i öðru lagi nýtur hann mikils persónulegs trausts innan verkalýðshreyfingarinnar, sem nær langt út fyrir raöir flokksbræðra hans. Stjórnarsinnar i meirihluta Erfitt er aö henda nákvæmar reiður á þvi', hvernig hinir liölega 400 fulUrúar á Alþýðusambands- þinginu i lok nóvember, koma til með að skiptast niður á hina ýmsu stjórnmálaflokka, en það er ómótmælanleg staðreynd aö flokksbönd ráða mestu um fram- vindu mála á þeim þingum. Séu verkalýðsforingjarnir i stjórnmálaflokkunum spurðir á- lits á hlutfallslegri skiptingu, kemur eftirfarandi i ljós: Alþýöubandalagsmenn telja, aö þeirsjálfirgeti eignaö sér 160-170 fulltrúa, Alþýðuflokkurinn hafi 100-110, Framsóknarflokkurinn 40-50 og Sjálfstæöisflokkurinn 90- 100. Alþýðuflokksmenn telja hins vegar, aö hámarksfylgi Alþýðu- bandalagsins sé 150, sjálfir hafi þeir fylgi 110-120, Framsóknar- flokkurinn 40-50 og Sjálfstæðis- flokkurinn 90-100. Framsóknarmenn telja fylgi Alþýðubandalagsins vera 150, Al- þýöuflokksins 80-90, sjálfir hafi þeir 70-80 og Sjálfstæðisflokkúr- inn sé meö 90-100. Sjálfstæðismönnum bar nokk- urn veginn saman viö alþýðu- bandalagsmennina, nema hvað þeir álitu sig fullt eins f jölmenna og Alþýðuflokkinn. Þessar tölur eru auövitaö hreinarágiskanir og hafa verður i huga, að margir fulltrúar koma á Alþýöusambandsþing án þess að vera þjakaðir af hollustu við nokkurn flokk. Flestir eru þó sammála um aö sá hópur telji ekki fleiri en fimmtiu manns. Innbyrðis skipting sjálfstæðismanna ræður miklu Jafnvel þótt ofangreindar tölur kunni að gefa grófa mynd af hlut- fallslegum styrkleika flokkanna á Alþýöusambandsþinginu, segja þær ekki nema hálfa söguna um hugsanlega fylkingaskipan i for- setakjörinu. Þar ræður innbyröis skipting sjálfstæðismannanna mestu, og enginn viðmælandi blaðsins áræddi aö gera sér hug- myndir um hana. Flestir voru þd sammála um að stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen, og þar með rikisstjórnarinnar, væru nægi- lega margir til þess að þeir, aö viðbættum alþýðubandalags- Forsetakjör á AlpýðusambandsÞingi eflir mánuö: Fált virðist gela ógn- að sigrl Asmundar mönnum og framsóknarmönnum, gætu tryggt Asmundi meirihluta i forsetakjörinu. Og þetta er ein- mitt sú fylkingaskipan, sem menn telja liklegast að veröi ofan á þegar upp verður staðiö: ann- ars vegar alþýöubandalagsmenn, framsóknarmenn og Gunnars- armurinn hjá sjálfstæðismönn- um, og hins vegar alþýðuflokks- menn að viöbættum Geirsarmin- um. Að launum fyrir stuðninginn við Asmund fengi svo Gunnars- armurinn sinn mann, Björn Þór- hallsson, kjörinn sem varafor- seta. Hlaupast framsóknar- menn undan merkjum? Stjórnarandstæðingar, sérstak- lega kratar, gera sér hins vegar vonir um að fylkingaskipan verði með öðrum hætti en ofan greinir. Þannig telja þeir vel hugsanlegt, að framsóknarmenn sjái fram á stjórnarslit innan ekki alltof langs tima og þvi vilji þeir ekki kalla yfir sig alþýöubandalags- mann sem forseta Alþýöusam- bandsins næstu fjögur árin. Al- þýðuflokkur og Framsóknar- flokkur gætu i hugsanlegu stjórn- arsamstarfi, og þá með Sjálf- stæðisflokknum eöa hluta hans, viljað gripa til aðgerða i efna- hagsmálum sem ekki nytu stuðn- ings verkalýðshreyfingarinnar, og þá væri ekki friövænlegt að hafa alþýðubandalagsmann i for- sæti hjá ASl. Alþýðusambands- forsetar sitja nefnilega út sin kjörtimabil þótt rlkisstjórnir geri það ekki. Þetta vona kratar sem sé að verði til þess, að þeirra frambjóðandi, sem aö öllum lik- indum veröur Karvel Pálmason, hljóti stuðning framsóknar- manna. „Samsærismenn á hverju strái” Þaö dygði þó skammt ef Karvel fengi ekki einnig atkvæði að minnsta kosti helmings sjálf- stæðismannanna. Þarna kemur stóra spurningin um innbyrðis skiptingu þeirra, en undir öllum kringumstæðum veröur þaö aö teljast i meira lagi fjarlægur möguleiki, að Karvel gæti ógnað Asmundi verulega I forsetakjör- inu. Þó mættu menn hafa i huga þessi orð, sem einn verkalýösfor- inginn lét falla i samtali við blaðamann I gær: „Maður getur aldrei verið viss um neitt I þess- um efnum — þaö er makkaö i öll- um skúmaskotum og samsæris- menn á hverju strái”. Á endanum ræður pólitikin En það eru ekki bara hinir póli- tlsku hópar sem Asmundur Stefánsson hefur að baki sér, sem gera hann sigurstranglegastan i forsetakjörinu, heldur ekki siöur það persónulega traust sem hann hefur áunnið sér i starfi fyrir verkalýöshreyfinguna. Ýmsir, þar á meðal Karvel Pálmason, finna Asmundi það til foráttu, aö hann eigi sér ekki ræt- ur i verkalýöshreyfingunni, heldur hafi komiö inn i hana ofan frá og þvi sé óeðlilegt að hann veröi forseti heildarsamtakanna. Þetta viröist þó ekki vera rikjandi skoöun, eins og eftirfarandi orö eins af verkalýösforingjum Sjálf- stæöisflokksins bera með sér: „Asmundur hefur verið i fylking- arbrjósti fyrir verkalýðshreyf- inguna um margra ára skeið og allir eru sammála um, hvar i Asmundur Stefánsson er sigur- stranglegastur I forsetakjörinu þrátt .fyrir „faglegan uppruna sinn. flokki sem þeir standa, að hann hafiskilaðsinuverkefnimjög vel. Varöandi það atriði, að hann hafi ekki komið upp i gegnum hreyf- inguna, má ekki gleyma þvi, aö hann hefur varið nær allri starfs- ævi sinni i hennar þágu og hlotið miklar vinsældir fyrir. Við skul- um lika hafa það 1 huga, að Hannibal Valdimarsson, einn mikilhæfasti verkalýðsforinginn, kom inn i verkalýöshreyfinguna sem kennari, og ekki var hann verri forseti fyrir þaö”. Það er þvi nokkuð ljóst, að „faglegur uppruni” Asmundar J»rf ekki að verða honum aö falli, en á endanum veröur þaö samt pólitikin sem ræður úrslitum. —P.M. Frá Alþýðusambandsþingi: á endanum ræður þar pólitfkin mestu. Guðný Gunnlaugsdóttir, hárgreiðslumeistari mun gefa holl ráð um hvernig hægt er að öðlast heilbrigt hár með HENNA-aðferðinni. Hún mun á næstu vikum kynna HENARA — HENNA vörur i ýmsum lyfja- og snyrtivöruverslunum. átt þú í vandræðum með hári Er þoð of feitt - þurrt - doutt... Leitaðu hjá mei

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.